Morgunblaðið - 20.02.1976, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.02.1976, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. FEBRUAR 1976 Á hættu- slóðum í ÍsraelnóíKSre Sigurður Gunnarsson þýddi hann væri að átta sig en síðan hóf hann frásögn sína: „Ég strauk af norsku skipi, sem var statt í Akabaflóa, — ástæðan var fyrst og fremst sú að ég var ósáttur við brytann. Skipið heitir Fálkinn. Ég komst f land án þess að eftir mér yrði tekið og tókst að fela mig í vöruflutningabíl í myrkrinu. Svo ók hann norður eftir — yfir Sínaí- fjöllinn og inn í eyðimörkina. Við lentum í sandstormi, bíllinn festist, ég stökk af honum og villtist. Og svo fann ég þetta tjald hérna. . . Því næst sagði hann Maríu að hann væri frá norskum bóndabæ og ætti mörg systkin. Strax að lokinni fermingu þegar hann var f jórtán ára, hefði hann ráðið sig sem léttadrengur á flutningaskip. Þar var hann látinn þvo upp frá morgni til kvölds og hlaut fyrir það harla iitlar þakkir frá brytanum, sem reyndist honum vægast sagt illa. Annar létta- drengur, sem Andrés hét, var þar á skip- inu og voru þeir Óskar ágætir vinir. En brytinn hafði allt illt á hornum sér og lét þá aldrei i friði. „Já, brytinn á Fálkanum var alveg óþolandi og lítið betri en sandstormur í eyðimörkinni,“ hélt Óskar áfram. „Hann nuddaði þvottadufti í andlitið á þeim, ef það kom fyrir að þeir gleymdu að setja það í uppþvottavatnið. Og hann gekk á stórum tréskóm, sem hann fór stundum úr og þeytti i bakið á þeim, sem honum mislíkaði eitthvað við. Hann er feitur og andstuttur og þegar hann var að rífast, fnæsti hann oft i andlitið á mótstöðu- manni sinum. Hár hans var hvítt og stóð alltaf beint út i loftið, og hann var svo heimskur, að hann hélt, að Norðurpóll- inn væri einhvers staðar nærri Þránd- heimi. Þú hlýtur að skilja það María, að ég gat ekki unnið hjá þessum manni...“ Og svo urðu báðir léttadrengirnir á skipinu, þeir Óskar og Andrés, sammála um að strjúka þegar þeir kæmu í næstu höfn. óg þegar Fálkinn lagðist að hafnar- garðinum í Elat, litla ísraelska bænum við Akabaflóann, yar brytinn venju fremur erfiður og illur viðureignar. Hann stóð við borðstokkinn og skammaði til skiptis Gyðinga í landi og léttadreng- ina á skipinu. Þá hafði Óskar sagt við Andrés: „Nú strjúkum við í nótt.. .“ Og Andrés hafði verið honum alveg sammála. „Hlustaður bara á, hvernig hann skammar Gyðingana, Andrés. Ég get hreint ekki þolað það. Ég átti einu sinni góðan vin, sem var Gyðingur.“ En nú vildi einmitt svo til, þennan dag, að Andrés fékk bréf að heiman, og í bréfinu stóð, að pabbi hans hefði veikzt alvarlega. Þá sagði Andrés, að eins og ég vissi, ætti hann engin systkin, og ef pabbi hans frétti, að hann. .. Já, Óskar var honum alveg sammála. Og þessa nótt strauk hann einn af skipinu. DRÁTTHAGI BLÝANTURINN vUP MORöJKí KAFFINli IVIeðan ég stóð í því að ræna bankann hevrðist hvorki hósti né stuna en um leið og ég kem hingað heim, er ég tekinn í bakarfið. — Og þarftu ekki að hafa áhvggjur af vinnunni. Við tefj- um sanngjarnt að þú verðir frá f vikutfma og fáir þitt kaup eftir sem áður. Mig langaði bara að sýna vkkur að vasapeningarnir mínir hafa ekki farið f tóma vitlevsu. Gjörið svo vel frú léttið þungri byrði af fótum vðar — fáið vð- ur sæti. Það var um nótt. Svertingi átti leið frá brautarstöðinni á 45. götu í New York til gisti- húss þar alliangt frá. Hann hafði meðferðis tvær stórar og þungar töskur. Allt i einu varð hann var við að hönd tók um handfangið á stærri töskunni um leið og hann heyrði sagt viðfelldinni röddu: — Þær eru vel þungar, bróð- ir. Ég skal bera aðra þeirra, við eigum hvort sem er samleið. Sá svarti mótma'lti í fvrstu en um síðir lét hann undan þessum hvíta manni og þáði hjálp hans. A leiðinni ræddust þeir við í mesta bróðerni. — Og það, sagði Bokker T. VV ashington, hinn kunni svarti menntafrömuður, nokkrum ár- um síðar, var í fvrsta skiptið, sem ég sá Theodore Roosevelt. Theodore Roosevelt var þá orðinn forséti Bandaríkjanna, einn af þeim dugmestu f því embætti. Móðirin: — Frá hvoru okkar skyldi Hans litli nú hafa fengið gáfurnar? Faðirinn: — Areiðanlega frá þér. Ég hefi mínar ennþá. X Frændi: — En hvað þú ert orðinn stór, Siggi minn. Ég man vel eftir því, þegar þú fæddist. Það var á mánudags- kvöldi. .. Siggi: — Nei, frændi, það get- ur ekki verið, því að á mánu- dagskvöldum er ég alltaf í leik- fimi. X — I dag gafst mér loksins tækifæri til þess að komast í betri stöðu. — En hvað ég er glöð, sagði konan. Hvenær fékkstu að vita það? — 1 morgun, þegar forstjór- inn sagði mér upp. gMM—lllMfWIW..... Arfurinn í Frokkloncli zzzzxzzrjz 2 fataskipti og farið f bað. Hitinn slævði hann svo að áhuginn á umhverfinu var ekki jafn mikill og f upphafi ferðar. Hann rak augun f nunnu sem var að háma f sig rjómafs við borð rétt hjá og horfði heillaður á þessa sjón: kona f búningi sem mátti nánast kalla aftan úr grárri forneskju sem var að borða fs — eitt af fyrirbærum nútfmaþjóðfélagsins — af augljósri veiþóknun og gleði. Öunur nunna var honum klefa- nautur þegar ferðinni var haldið áfram. Þegar hann kom inn f lest- ina hafði hún setztút f horn og sat álút yfir bænabók og mikilfeng- legur búningur hennar huldi hana frá hvirfli til ilja. Hún var eldri og virðulegri en nunnan sem hafði verið að borða fsinn hugsaði hann, en átti erfitt með að gera sér grein fyrir útliti henn- ar að öðru leyti þar sem höfuð- búnaðurinn skýldi að mestu vangasvip hennar og hún leit aldrei upp. Hann hafðl hugsað sér að bjóð- ast til að hjálpa henni að stfga niður úr klefanum, en hitinn og þreytan hafði þau áhrif á hann, að hann féll í væran svefn og þegar á áfangastaðinn kom var hún fyrri til að smcygja sér út úr kiefanum. David tók leigubfl frá stöðinni að gistihúsi sem stóð við aðaitorg bæjarins. Éögfræðingurinn Gautier hafði pantað herbergi fyrir hann. — Það eru aðeins tvö sæmileg hótel f bænum hafði hann skrifað. — Ég mun panta á þvf sem hefur veitingastofu. Herbergi Davids sneri út f húsagarðinn og vertinn sagði hon- um það væri til að hann gæti verið f næði. Þegar David ieit út um gluggann blasti við honum húsagarðurinn bak við gistihúsið og þar var ung kona að klappa vingjarnlegum ketti og hvft- klæddur maður með kokkahúfu kom f dyrnar og horfði brosandi á hana. Þegar lengra var horft sá hann börn að leik með ópum og fagnaðarhrópum og sfðan hvarflaði hann augunum aftur að kokknum og kettinum og sá að konan var farin inn f húsið en kom að vörmu spori aftur með vfnglas í hendi sem hún rétti hon- um og hann horfði fullur þakk- lætis á hana. David hýrnaði ailur við og fór að hugsa um að kannski yrði þetta hið ágætasta leyfi og allt yrði jákvæðara og lær- dómsrfkara en hann hafði talið f upphafi ferða/. Hann afklæddist, fór f steipubað og fór sfðan f hreina skyrtu. Hann fann einhvern ókenni- iegan fiðring innan um sig vfir þvf að vera kominn aftur ti) Frakklands, enda hafði honum jafnan verið þannig innanbrjósts er hann kom þangað að hann væri ekki ferðamaður. Og allt f einu varð hann gripinn ákafri löngun að sjá þetta levndardómsfulla hús sem móðir hans hafði arfleitt hann að og honum fannst sú til- hugsun óbærileg I meira lagi ef hann þvrfti að bfða til morgnns. Hann ákvað að hitta Gautier að máli strax um kvöldið, fá lykilinn að húsfnu, svo að hann gæti verið húinn að skoða það þegar þeir hittust tll viðræðna eins og bund- ið hafði verið fastmælum, morguninn eftir. Hann spurðist fyrir um það niðri, hvar skrifstofa lög- fræðingsins væri að finna. Ungur maður stóð á tali við vertinn. Hann hopaði á hæl en augljós móðgunarsvipur kom á andlit hans, þegar David kom aðvifandi og gaf sig á tal við vertinn. Þegar David leit um öxl sá hann unga manninn horfa fýlulega á eftir honum. Kannski var hann eínnig skjól- stæðingur Gautiers hugsaði hann. Eða kannski hafði húsmálið vakið upp ákveðnar vangaveltur í bæn- um. David hafði fengið þá til- finningu eftir að hafa lesið bréf Gautiers og hann skynjaði vissa furðu lögfræðingsins vegna þeirr- ar miklu dulúðar sem mððir hans, Simone Hurst, hafði haft yfir þvf máli. Hún hafði aldrei, öll þessi ár, lað að þvf við son sinn að hún ætti hús i litlum smábæ f Frakk- landi og fengi reglulega senda leigu fyrir það, fyrst fyrir meðal- göngu fyrirrennara Gautiers hér og sfðan frá Gautier sjálfum. Gautier hafði lýst þvf f bréfi að hann skfldi vel furðu og forvitni Davids en á hinn bóginn væri alls ekki nauðsynlegt að koma á stað- inn, þar sem lögfræðingurinn kvaðst án efa geta selt húsið fyrir- hafnarlftið og bauðst til að annast það mál án þess David þvrfti nokkra fyrirhöfn að hafa af því. David hafðl ósjálfrátt farið að Ifka vel vlð Gautier eftir bréfa- skiptí þeirra. Honum leizt hann vera sá maður sem hann gæti hugsað sér að komast f vinfengi við. David pantaði sér bjór og settist við borð úti fyrir. Honum leið vel, það var örlítið farið að kula og hitinn bagaði hann ekki jafn mik- ið og áður. Við gangstéttarbrún- ina stóð rennilegur sportbfll og f honum sat ung, Ijóshærð stúlka, áberandi lagleg og glæsileg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.