Morgunblaðið - 14.03.1976, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. MARZ 1976
listarlega séð, þá olli hún aðdá-
endum hljómsveitarinnar
engum vonbrigðum. — En það
gerði hins vegar næst síðasta
plata hennar, The Lamb Lies
Down On Broadway. Einhvern
veginn finnst manni, að það
verk sé of þunglamalegt í
vöfum, — ekki nógu heilsteypt
og hálf yfirborðskennt á köfl-
um.
Sólóplata Steve Hacketts,
sem kom út um miðjan október,
Voyage Of The Acolyte fékk
mjög lofsamlega dóma og þótti
géfa ótvírætt til kynna að hinir
fjölmörgu aðdáendur Genesis
þyrftu engu að kviða um fram-
tíð hljómsveitarinnar. Fullkom-
in staðfesting á þessu fékkst
svo er nýjasta plata Genesis
kom út 13. febrúar síðastliðinn,
A TRICK OF THE TAIL. Hún
er talin jafnast fyllilega á við
það bezta er Genesis hafa gert
og sýnir hún ljóslega að fjar-
vera Gabríels snertir þá litt tón-
listarlega. Síðustu fréttir
herma að þeir hafi gefist upp á
leitinni að nýjum söngvara, en
þess í stað ákveðið að Iáta Phil
Collins sjá um sönginn í fram-
tíðinni. Leita þeir því nú að
nýjum trommuleikara í hans
stað, — vonandi tekst það sem
fyrst þar sem Genesis hafa ráð-
gert hljómleikaferðalag um
Bandarikin í næsta mánuði. Að-
dáendur Genesis ættu því
óhræddir að þerra tárin úr
augunum og horfa bjartari
augum fram á við.
Listi yfir útkomnar plötur
með Genesis og sólóplötur með-
lima (plötunúmerin eru
brezk):
From Genesis To Revelation
(Decca 1969) SKL4990
Trespass (Charisma 1970) CAS
1020
Nursery Cryme (Carisma 1971)
CAS 1052
Foxtrot (Charisma 1972) CAS
1058
Genesis Live (Charisma 1973)
CLASS1
Selling England By the Pound
(Charisma 1973) CAS 1074
The Lamb Lies Down On
Broadway (Charisma 1974)
CGS 101
Voyage Of The Acolyte (sóló-
plata Steve Hacketts) (Char-
isma 1975) CASl 111
A 'IYick Of The Tail (Charisma
1976) CDS 4001
Guðni R. Agnarsson.
Hin ýmsu gervi
Gabríels.
endanlega slegið í gegn. Þá
fyrst opnuðust bæði augu og
eyru manna til fulls fyr-
ir gæðum hljómsveitarinnar
og henni var umsvifalaust
skipað á bekk með fremstu
hljómsveitum Breta. Nú hlaut
hún almennt lof gagnrýnenda
fyrir frábæra tónlist og frum-
lega sviðsframkomu.
Um mitt sumar 1973 kom út
með Genesis frekar illa unnin
live plata. Utgáfu hennar afsök-
uðu forráðamenn Charisma
með því að einungis væri verið
að fullnægja þyrstum aðdá-
endum og halda þeim volgum
þar til næsta plata kæmi út. Og
í nóvember kom út mest selda
plata Geriesis til þessa, Selling
England By The Pound. Þótt
þessi plata jafnist ekki fyllilega
á við fyrri plötur Genesis tón-
Stuttsfðan er ( umsjón Ásmundar Jóns-
sonar or Baldurs J. Baldurssonar.
Frá því, að Peter Gabriel hætti sem söngvari hljóm-
sveitarinnar Genesis í ágústmánuði síðastliðnum,
hafa augu manna i æ ríkari mæli beinzt að fjórmenn-
ingunum, sem eftir eru í hljómsveitinni, — tekst
þeim að viðhalda því nafni, sem Genesis hefur áunnið
sér á liðnum árum? Ekkert skal fullyrt um það hér, en
eitt er þó víst, að sviðsframkoma hljómsveitarinnar
breytist til muna í framtíðinni, þar sem hún byggðist
áður að mestu eða öllu leyti í kringum Gabriel.
I rauninni kom það fáum á
óvart, að skipan Genesis riðl-
aðist. En að það skyldi vera
Gabriel, en ekki einhver annar
sem hætti, — og þá einna helzt
Phil Collins trommuleikari, —
því bjóst enginn við. Collins
hafði oft lýst því yfir i við-
tölum, að nokkur spenna rikti
innan hljómsveitarinnar, og að
þeir væru allir óánægðir með
þá þróun, að sviðsframkoman
nyti meiri hylli í augum sumra
en sjálf tónlistin, sem sviðs-
framkoman byggðisl aftur á
móti á. — Þó var Collins eink-
um talinn verða fyrstur til
að hætta vegna hugmyndar
hans um að stofna eigin
hljómsveit, jafnframt þvi sem
hann yrði áfram trommu-
leikari Genesis. Ekki alls fyrir
löngu lét hann þennan draum
sinn verða að veruleika, því
hann stofnaði ásamt nokkrum
vinum og kunningjum hljóm-
sveit er þeir kalla BRAND X.
Þeir hafa komið fram á hljóm-
leikum víða í Englandi, sem
aukanúmer hjá ýmsum stór-
hljómsveitum, og ekki hafa
þeir látið þar við sitja, heldur
hefur hljómsveitin hljóðritað
eina plötu, sem væntanleg er á
markað einhverja næstu daga.
Áfallið, sem Genesis varð
fyrir, er Gabriel hætti, hefur
þjappað hinum meðlimunum
þéttar saman, og Collins, sem
varð fyrstur til að gefa út yfir-
lýsingu um málið, sagði að þeir
myndu halda áfram eins og
ekkert hefði í skorizt. — Vissu-
lega nokkuð djarflega mælt.
En hver er í rauninni ástæð-
an fyrir því, að Gabriel hætti?
Ákvörðun hans nær aft.ur til
byrjunar síðasta árs, er hann
minntist fyrst á það við hina
meðlimina að hann ætlaði að
hætta. Hvað eftir annað frest-
aói hann því þó, á meðan leitað
var að söngvara i hans stað.
Astæðurnar fyrir brottförinni
kvað Gabriei vera fjölmargar,
en helztar þó, að hann vildi
kynnast einhverju nýju og
fersku utan tónlistarsviðsins.
Hafði hann þá einkum i huga
að starfa við leikhús. Jafnframt
vildi hann helga fjölskyldu
sinni meiri tíma og leitast við
að þroska og læra að þekkja
sjálfan sig. Hann tók það skýrt
fram, að hann hætti ekki vegna
þess að honum þættu Genesis
staðnaðir. Það var því hvorki
um persónulegan eða tónlistar-
legan ágreining að ræða.
Gabriel útilokaði ekki þann
möguleika, að hann ætti eftir
að vinna einhvern tíma seinna
með einhverjum af fyrri félög-
um sínum að gerð sólóplötu. Þó
gæti farið svo að sú plata kæmi.
aldrei út, því að engar slíkar
áætlanir væru á döfinni. Aftur
á móti kom nýlega fram í viðtali
við Gabriel, að hann hefði
ásamt ýmsum vinum sínum
samið um fimmtíu lög, er þeir
hyggjast velja úr og gefa út á
plötu i náinni framtíð.
I UPPHAFI SKÖP.
Genesis á rætur sínar að
rekja aftur til ársins 1966,
er þeir Peter Gabriel,
Tony Banks, Mike Ruth-
erford og hinn upp-
runalegi gítarleikari
Genesis, Anthony Phil-
ips, kynntust i leik- og
tónlistarskóla. I fristund-
um sínum söndu þeir fjöld
ann allan af lögum. Þeir hljóð-
rituðu nokkur laganna og
sendu til Jonathan King sem
var þá upprennandi popp-
stjarna í Bretlandi. King kom
lögunum á framfæri við hljóm-
plötufyrirtækið DECCA, sem
síðar leiddi til þess að það gaf
út plötu með þeim árið 1969,
From Genesis To Revelation. A
þessum tíma voru þeir ekki
með fastráðinn trommuleikara,
en Chris Stewart og John Silver
voru þeim <til aðstoðar á plöt-
unni.
Um haustið ’69 leigðu þeii
sér sumarbústað fjarri heims-
ins glaumi og sömdu og æfðu
ný lög, nú með nýjum trommu-
leikara, John Mayhew. Nokkr-
um mánuðum síðar kom árang-
urinn í ljós á plötunni Trespass,
og er hann vægast sagt stórkost-
legur. Platan var gefin út af
hinu nýstofnaða Charisma
fyrirtæki. Forstjóri þess fyrir-
tækis, Tony Stratton-Smith, var
einnig nokkurs konar umboðs-
maðurGenesis um tíma.
Þrátt fyrir að þeir John
Mayhew og Anthony Philips
hafi báðir komið nokkuð sterkt
út á plötunni, voru þeir reknir í
júlimánuði 1970. 1 þeirra stað
voru ráðnir Phil Collins og
Steve Hackett. Hljómsveitin
var því þannig skipuð þar til
Gabriel yfirgaf hana:
Phil Collins trommur, Tony
Banks hljómborð og 12-sJrengja
gítar, Mike Rutherford, bassi,
pedal bassi og 12-strengja gítar,
Steve Hackett gítar og Peter
Gabriel flauta, óbó og söngur.
Samfara útkomu þriðju plöt-
unnar, Nursery Cryme, fóru
þeir í langt hljómleikaferðalag
um Bretland og nú fyrst vöktu
þeir einhverja athygli. Hin sér-
stæða sviðsframkoma átti ekki
síztan þátt í því. Það varð brátt
einkenni á Genesis, að um leið
og tónlistin þroskaðist, varð
sviðsframkoman æ tilkomu-
meiri. Undir lokin voru hljóm-
leikar þeirra orðnir fullkomið
jafnvægi milli súrrealisks sjón-
leiks á túlkun textans og frá-
bærrar tónlistar. Því verður
aldrei neitað, að þessi leikræni
hæfileiki'Gabriels hefur án efa
flýtt fyrir vinsældum hljóm-
sveitarinnar og rutt hljómsveit-
inni braut að hjörtum tugþús-
unda manna um allan heim.
Með plötunni Foxtrot, sem
inniheldur hið frábæra verk
Supper’s Ready, og kom út
seint á árinu 1972, má segja
að Genesis hafi loksins