Morgunblaðið - 14.03.1976, Blaðsíða 32
32
MORG UNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. MARZ 1976
0 EINS 0(í frani hefur kort í fróttum hór í .'Vlort’iin
hladinu er hinn heimskunni sauiski kvikmyndahöf-
undur Ingmar Bí“r«man á s.júkrahúsi oftir tauKa-
áfall sem hann fókk vofína aðfíorða sænsku skatta-
lögreglunnar. Hór á oftir fer úrdráttur úr nýlegu
viðtali sem rithöfundurinn A. Alvarez átti við Berf?-
man fvrir hrezka vikuhlaðið Ohserver. Ekki sízt er
umræða þeirra um fvrirmyndarríkið sa*nska at-
h.vfílisverð vegna síðustu athurða.
lífi kvikmvndahö
0 PERSÖNULEIKI Ingmar Bergmans
er alls ekki eins og maður gæti vænzt
eftir kvikmyndum hans að dæma — inn-
hverfum hugarheimi þeirra og nístandi
einangrunarkennd. Hann er hávaxinn,
kraftmikill maður, vingjarnlegur og að-
laðandi á alveg áreynslulausan hátt. Af
honum geislar starfsorka sem honum
tekst að virkja. Hann er hláturmildur og
býr yfir því sem W.B. Yeats kaliaði
„hinn hræðilega hæfileika tii að komast
inn á fólk“. Maður áttar sig allt í einu á
því að maður er farinn að tala við hann
næstum því eins og maður hefði þekkt
hann árum saman. En andstætt mörgum
öðrum sem hafa þennan hæfileika er
hann ekki sínkur á sjálfan sig og talar
opinskátt um persónulegar áhyggjur sín-
ar og vandamál. Hann hefur aðeins einn
taugaveiklunarlegan kæk. Þegar hann
talar snýr hann í sífellu og veltir í lófa
sér trébút, sem er dökkur og lúinn eftir
langvarandi nudd. Fyrir mörgum árum
hætti hann að reykja eftir að hafa fengið
slæma tóbakseitrun. Trébúturinn hefur
sennilega ofan af fyrir höndum hans.
Hann er að verða sköllóttur, 57 ára að
aldri, og hið dökka hár er að grána. Hið
rúnum rista háðska andlit hans er orðið
örlítið feitlagnara. Munnurinn er lftill.
rauðleitur og á sífeildri hreyfingu, —
fyndinn munnur og einstaklega marg-
breytilegur. En það sem maður tekur
fyrst eftir varðandi andlit hans er hin
mikla einbeitni þess. Undir loðnum
brúnum eru augun hálflukt hið vinstra
aðeins meir en hið hægra þannig að
viðmælandinn fær á tilfinninguna að
hann sé stöðugt að mæla hann út. Hann
missir í raun og veru af engu. Hann
tekur ekki aðeins eftir blæbrigðum
þeirra orða sem maður mælir, heldur
einnig undirtóni þess sem látið er ósagt.
Við ætluðum ekki að tala um kvik-
myndir hans, jafnvel þótt túlkun hans á
„Töfraflautu" Mozárts njóti nú gífur-
legrar hylli, heldur um mannleg sam-
skipti í Svíþjóð og þá öfundsverðu fé-
lagslegu útópíu sem Svíar virðast hafa
skapað. Hins vegar varð samtal okkar
mun viðfeðmara en þetta, og persónu-
legra.
Svo virðist sem markmiðum frelsis-
hrevfingar kvenna hafi verið náð í Svf-
þjóð. Konur sitja í rfkisstjðrn, taka þátt
í alls kvns störfum, jafnvel þeim sem
mest revna á handaflið?
— Ég veit ekki hvernig staðan er í
öðrum löndum. en ég hef á tilfinning-
unni að hér sé upphaf ótrúlegrar bylt-
ingar. Konur eru loksins byrjaðar á að
taka á sig fulla ábyrgð. Auðvitað eiga
þær enn við svo marga erfiðleika að
glíma að ógerlegt er að vita hvað mun
gerast. Annars vegar er hin háværa
framvarðarsveit, hins vegar hinn fjöl-
menni hópur kvenna, sem aldrei láta ljós
sitt skfna. Engu að sfður hefur.sérhver
kona, jafnvel í framvarðarsveitinni, ein-
hvers konar skemmdarverkamann innra
með sér. Ég veit ekki hvort þar er um að
ræða rödd móður hennar eða einhver
líkamleg vandkvæði eða hvað það er. En
þær hafa allar slæma samvizku. Þeim
finnst eitthvað vera að og þær vita ekki
hvernig þær eiga að takast á við það.
Samt hefur hreyfing komizt á sem ekki
verður stöðvuð, þótt við vitum ekki
hvert hún mun fara og hvað mun gerast.
Er þetta kannski einn þáttur þeirrar
félagslegu fullkomnunar sem Svíar hafa
unnið að?
— Sennílega. En stundum er þar unn-
ið af meira kappi, en viti, og stundum er
þetta mjög barnalegt. En menn verða að
hafa í huga að fyrir 50 árum var Svíþjóð
einstaklega fátækt land, þar sem fólk
svalt heilu hungri og lífið almennt var
mikil barátta. Síðan hefur þessi bylting
orðið á aðeins 50 árum, og það næstum
því alveg án blóðsúthellinga. Þetta er að
mínu viti stórmerkilegt. En auðvitað
komast menn meir og meir að því sem er
rangt eftir því sem þeir reyna meir að
breyta aðstæðunum. Og því meir sem
menn vinna við núverandi aðstæður þvi
betur sjá menn að enn eru til staðar
gömul sár frá eldri kynslóðum.
Áttu við að hinn gamli siðferðilegi og
tilfinningalegi púritanismi sé enn við
lýði?
— Auðvitað. Svfþjóð er lúterskt, kal-
víniskt land — ekki kannski meðvitandi,
en alla vega óafvitað. Trú talar um
tvennt: lög og ást. Vandinn er sá að allir
hafa gleymt ást en innra með sér muna
allir lögin. Það veldur hræðilegum
vandamálum. Við reynum í örvæntingu
að finna lausnir, meðvitað að sjálfsögðu.
Stjórnmálamenn okkar eiga sér allra
handa draumsýnir — eða að minnsta
kosti hugmyndir. En í undirmeðvitund-
inni erum við enn öll í súpunni.
Ilva Ehrenburg sagði eitt sinn að „Sví-
inn væri skáld efnisins“. Er það rétt ad
Svíar elska efnislega hluti meir en þeii
elska manneskjur?
— Að vissu leyti. Við búum við vissa
tegund efnishyggju hér sem okkur þykir
vænt um vegna þess að hún er ný og
vegna þess að hún varð til með óskapleg-
um erfiðismunum. Þess vegna er það
afar erfitt fyrir róttæka unga vinstri
menn að ná sambandi við verkamann,
segjum t.d. á föstudagskvöldi að sumar-
lagi þegar hann er að fara í bílnum
sínúm með fjölskylduna og ekur til sum-
arhússins uppi í sveit þar sem hann
hefur bátinn sinn. Honum finnst hann
vera frjáls og allt er í þessu fína. Hvern-
ig á þá hinn ungi róttæklingur að geta
sannfært hann um að hann sé misrétti
beittur og arðrændur, og að byltingin sé
betri kostur fyrir hann? Samt getur
þessi sami verkamaður farið f skæru-
verkfail ef honum þykir sér og starfs-
bræðrum sinum misboðið. Það gerist oft
hér vegna þess að tryggð verkalýðsfélag-
anna er mikil. Vandinn er sá að nú er
hér ný kynslóð sem er lengra til vinstri
en gömlu sósíaldemókratarnir og hefur
verið menntuð á frjálsari hátt. Þessi
nýja kynslóð spyr spurninga. Hún telur
ekki nauðsynlegt að hlýða og oft er hún
sáróánægð með samninga sem gerðir eru
fyrir hana ofan frá. Svo hún fer í verk-
fall. Vaninn var sá að algjör friður ríkti
eftir að kaupsamningar höfðu verið
gerðir, en svo er ekki lengur. Og það er
eitt stærsta vandamál okkar. En þá koma
herrramenn í gráum jakkafötum frá
hinu konunglega og þeir sitja og sitja og
komast á endanum að málamiðlun.
Ástæðan er sú að við höfum enga hæfi-
leika fyrir dramatík.
Það er kaldhæðnislegt að einmitt þú
skulir segja þetta.
— Það er einkennilegt, en þó að mjög
góðir leikarar séu í Skandinavíu höfum
við ekki mikla hæfileika til leiks f dag-
legu lífi.
Samt sem áður öfundar allur heimurinn
Svíþjóð sem eins konar félagslega útó-
piu.
—Ég veit. En þegar fólk kemur frá
útlöndum og segir okkur að við lifum í
félagslegri paradfs þá verðum við alltaf
hissa. Kannski að þetta gangi vel á ein-
staka einangruðu svæði, en almennt
finnum við ekki fyrir félagslegri
fullkomnun. Langt í frá En við
gerum okkar bezta. Menn verða að hafa
í huga að þetta er mjög lítið land;
hér búa aðeins átta milljónir manna.
Það sem hér gerist finnst mörgum
utanaðkomandi mönnum hundleiðin-
iegt. Við elskum málamiðlun. Menn
sem hafa algjörlega ólik sjónarmið
setjast xiiður á endalausa fundi sólar-
hringunum saman í rykmettuðum her-
bergjum. Kannski hata þeir hver annan
eða skoðanir hvers annars, en á einn eða
annan hátt tekst þeim samt alltaf að
komast að einhvers konar málamiðlun.
Þetta er engin hetjudáð. Ég held að
þetta stafi af þjóðarskapgerð Svía. Ég
verð líka að segja að ég er mikill Svíi. Ég
bý hér og gæti ekki búið annars staðar til
langframa. I þessu landi eru rætur
mfnar. Og ég elska á vissan hátt þessar
málamiðlanir okkar. Ég er sjálfur mjög
óþolinmóður maður og á mjög erfitt með
að ná málamiðlunum. En ég veit að ef
maður vill gera eitthvað hérna þá getur
maður ekki verið einráður og skipað
bara fyrir verkum. Maður verður að
setjast niður og ræða við alla um það
sem á að gera. Til dæmis á eyjunni Farö
(afskekktri eyju á Eystrasalti þar sem
Bergman býr nú og vinnur að kvikmynd-
um sfnum) er ég að endurbyggja gamalt
hús. Starfið er unnið af bændunum á
eyjunni og fiskimönnunum Við höfum
engan arkitekt. Við setjumst bara niður
og ræðum málið í sameiningu. Þetta er
mjög sænskur máti. Fólk vill gera sam-
eiginlegar áætlanir, tala saman. Sama er
að segja þegar ég vinn að kvikmyndum
mínum. Ég get ekki sagt: Nú gerum við
þetta eða hitt. I staðinn ræða allir málið;
við lesum handritið og fjöllum um það
okkar á milli. Ég útskýri hvernig ég vilji
þetta eða hitt gert og hin segja: Gætum
við ekki frekar gert þetta svona. Þetta er
góður vinnumáti og fyrir mig er þetta
leið út úr mjög taugaveiklunarkenndum
einmanaleika. ..
. . . Með hjálp stóru strákanna eins og
Shakespeare, Moliére, Strindberg. Ibsen
og Mozarts tekst okkur (listamönnun-
um) kannski smám saman að veita fólki
tilfinningu fyrir auði og margbreytileik
lífs þess, fyrir því gffurlega frelsi sem.
fylgir því að vera manneskja. En ég er
ekki allt of bjartsýnn á árangurinn. Ef
ég er spurður um það hvers vegna ég
vinni og hvers vegna ég haldi áfram, þá
verð ég að svara að ég geri það fyrir
sjálfan mig, ekki annað fólk. Fyrir mér
er allt drama, hvort sem um er að ræða
pólitískt drama eða trúarlegt drama hið
innra með manninum. Það byrjar hið
innra. Ef það höfðar hins vegar lika til
annars fólks þá er það þeim mun betra.
En „Þættir ú hjónabandi" (sjónvarps-
þættirnir sem sýndir voru hérlendis en
hafa einnig farið vlða sem kvikmvnd f
stvttri útgáfu) náðu til stórs, alþjóðlegs
áhorfendahóps?
— Jú, það kom mér mjög á óvart. Ég
skrifaði þá aðeins að gamni mfnu —
fyrir sjálfan mig. Ég byrjaði á þriðja
atriði, skrifaði siðan hið fjórða, og síðan
annað. Þetta tók mig alls fjórar vikur.
Hafa ber i huga að þetta heitir „Þættir
úr hjónabandi" ekki „Þættir úr hjóna-
bandinu". Fyrir mér var þetta mjög per-
sónulegt. Svo var það skyndilega ekki
lengur persónulegt einkamál lengur.
Skyndilega varð það að sameiginlegri
reynslu fjölda manna.I Danmörku t.d.
fjölgaði skilnaðarmálum. Þetta hlýtur
því að vera harla gott!
Mér finnst þetta dásamleg mvnd, en hef
þó eina aðfinnslu: Börnin virðast ekki
leika neitt hlutverk hvorki í hjóna-
bandinu né skilnaðinum.
— Það er rétt. En ég vildi einbeita mér
eingöngu að þessum tveimur
manneskjum, Marianne og Johan, og
sneiða hjá skyldmennum, vinum og
I