Morgunblaðið - 14.03.1976, Blaðsíða 48
Enn skerzt í odda á miðunum:
Ásigling Týs á
freigátu sett á svið
NOKKIJRT sjónarspil var á mió-
unum fyrir austan í gær, þegar
skipst jórnarmenn freigátunnar
Diomeda settu á svið smávægileg-
an árekstur við varskipið Tý —
fvrir kvikmvndatökumenn frá
BBC að því er varðskipsmenn
segja. Kngar teljandi skemmdir
urðu á skipunum.
Samkvæmt skeyti skipherra
Týs, Guðmundar Kjæmested, var
Týr í gærmorgun staddur 32 sjó-
mílur austur af Gerpi um 5 leytið
í gærmorgun. Kom þá freigátan
Diomede og tók við að hafa gætur
á varðskipinu af Juno sem hafði
gætt þess allt frá í gærmorgun.
Hélt Juno síðan á hrott.
Allt við þafl sama
á Akranesi:
Sjðmenn á
skuttogurum
Austfirðinga
boða verkfall
VKRKFALL verkakvenna á
Akranesi stendur enn, og
hefur ekkert gerzt í deilunni
síðustu daga. Hefur verkfallið
þar nú staðið í hart nær mánuð
og segja má að frvstihúsin þar
séu lömuð.
Torfi Hjartarson sátta-
semjari sagði þegar Mbl.
ra-ddi við hann í gær, að sér
væri ekkert kunnugt um, að
neitt hefði raknað úr til lausn-
ar deilunni.
Sjómenn á minni skuttogur-
um á Austfjörðum hafa boðað
verkfall á togurum frá Seyðis-
firði, Neskaupstað, Kskifirði
og Fáskrúðsfirði, hafi
samningar ekki tekizt fvrir 18.
marz. Sem kunnugt er eru sjó-
mennirnir mjög óánægðir með
þá skiptaprósentu, sem á að
vera á togurunum eftir nýju
Framhald á bls. 47
Guðmundur segir í skeyti sínu,
að freigátumenn hafi framan af
verið hinir rólegustu og ekkert
aðhafzt það sem eftir var nætur.
Þegar hins vegar bjart var orðið
og myndatökufært tóku varð-
skipsmenn eftir því, að áhöfn
freigátunnar klæddist skyndilega
hjörgunarvestum nema einn kvik-
myndatökumaður.
Skipti siðan engum togum, að
freigátan hóf því næst endurtekn-
ar tilraunir til að sigla utan i Tý,
einkum á stjórnborðshlið hans, en
varðskipsmönnum tókst að koma í
veg fyrir árekstra lengi vel.
Klukkan 8.50 sigldi þó freigátan á
Tý. Kom freigátan á talsverðri
ferð meðfram hlið varðskipsins,
fyrir stefni þess og hægði á sér.
Týr var á hægri ferð, og setti á
fulla ferð aftur á bak en þrátt
fyrir það rakst stefni varðskips-
ins lítilsháttar við stjórnborðshlið
Diomede — frá þyrluskýli og aft-
Framhald á bls. 47
Loðna er nú fryst f öllum frystihúsum við Faxaflóa, en enn vantar mikið á, að búið sé að frysta allt það
magn, sem hægt er að selja til Japans. Að sögn er loðnan sem nú veiðist mjög góð til frystingar.
Myndina tók RAX þegar verið var að ganga frá loðnu til frystingar f tsbirninum f gærmorgun.
Loðna fryst í öllum frysti-
húsum á Faxaflóasvæðinu
Mikið magn er úti af Snæfellsnesi
LOÐNA er frvst í öllum frysti-
húsum sem vitað er um á svæðinu
frá Stokksevri til Bolungavíkur.
Frvstihúsamenn leggja gífurlega
áherzlu á að frvsta loðnuna, enda
er loðnan, sem veiðist undan
Snæfellsnesi fvrsta flokks frvst-
ingarloðna. Þá leggja sjómenn
ekki sfður áherzlu á að koma
loðnunni i frystingu og i fvrra-
kvöld héldu nokkrir bátar til
lands áður en þeir voru búnir að
fvlla sig. Vitað er að nokkrir
bátar sem voru með í kringum
200 tonn losnuðu við allan afla I
frystingu.
— Sólarhringsaflinn varð
aðeins 54 af því sem við höfðum
reiknað með, sagði Helgi Olafsson
hjá loðnunefnd i gærmorgun. Við
hér áttum von á 15 þús lesta afla,
en hann varð aðeins 4590 lestir. I
fyrstu leit út fyrir mjög góða
veiði, en um miðnæturskeið í
fyrrakvöld hvessti skyndilega á
miðum loðnubátanna og varð því
ekki meira úr veiði í það skiptið.
Alls voru það 17 bátar sem til-
kynntu um afla og fóru þeir á
Faxaflóahafnir, Bolungavík og í
Norgloba) Sennilega verða flest
þessara skipa komin aftur á miðin
í kvöld, en þá er spáð sæmilegu
veðri.
Hjálmar Vilhjálmsson
leiðangursstjóri á rannsóknar-
skipinu sagði þegar Morgunblaðið
ræddi við hann í gærmorgun, að
ekkert nýtt væri að frétta af
miðunum úti fyrir SA-landi. Þeir
hefðu leitað loðnu á svæðinu frá
Stokksnesi að Ingólfshöfða. Eitt-
hvert loðnuhrafl væri austan við
Hrollaugseyjar, en engin mögu-
leiki væri að ná því í nót.
Að sögn Hjálmars verður Árni
Friðriksson á svipuðum slóðum i
dag og er hugmyndin að kanna
svæðið út af Lónsvík vel, en
Hjálmar er ekki ánægður meó
hve lítið virðist vera af þriggja
ára loðnu á miðunum.
• Eftirtalin skip tilkynntu um
afla til Loðnunefndar: Kefl-
víkingur KE 200, Gullberg VE
300, Örn KE 290, Huginn VE 400,
Helga 2. RE 300, Ölafur Magnús-
son EA 120, Jón Finnsson GK 410,
Náttfari ÞH 240 Hrafn GK 350,
Bjarni Ölafsson AK 420, Reykja-
borg RE 300, Svanur RE 200,
Vörður ÞH 160. Árni Sigurður
AK 240, Þórður Jónasson EA 310,
Snæfugl SU 170 og Hrafn Svein-
bjarnarson GK 180.
Útlit fyrir mikinn
ferðamannastraum
A.m.k. 14 skemmtiferðaskip koma
ÚTLIT er fvrir aó ferðamanna-
straumur til landsins verði með
meira móti í sumar. A sumum
hótelum borgarinnar eru pantan-
ir 10—15% meiri en á sama tíma
f fvrra. Þá er vitað að skemmti-
ferðaskipum, er hafa viðkomu
hér í sumar, fjölgar nokkuð frá
síðasta ári.
Konráð Guðmundsson, hótel-
stjóri á Sögu, sagði i samtali við
Morgunblaðið, að pantanir væru
mun meiri nú en á sama tíma í
fv <•;(, eða 10—15%. A sumum
tiii.um sumarsins væri þegar full-
pantað, en annars kæmi í ljós í
næsta mánuði hvort eitthvað yrði
um afpantanir. Þvi væri óhætt að
segja, að sumarið liti vel út.
Erling Aspelund á Hótel Loft-
leiðum sagði, að pantanir hjá
þeim væru svipaðar og á sama
tíma í fyrrá, og lítil breyting væri
nú frá ári til árs. Hins vegar yrði
nokkur aukning í ráðstefnuhaldi
og haldnar yrðu einar 30 ráð-
stefnur í sumar og haust. Fjöl-
mennustu ráðstefnurnar yrðu að
þessu sinni hjá norrænum hand-
verksmönnum, gigtar- og kven-
læknum, stærðfræðíkennurum og
kvenfélagasamböndum Norður-
landa.
Þá sagði Erling að byrjað væri
að bóka ráðstefnur fyrir árin 1977
og 1978 og jafnvel væri búið aó
. iáSSii&SiítaiLik ■''-- -'
bóka eina ráðstefnu árið 1979. —
Það er fullákveðið að á okkar
vegum koma 9 skemmtiferðaskip
til Islands í sumar og verið getur
að það tíunda bætist við, sagði
Geir Zöega, forstjóri Ferðaskrif-
stofu Zöega, þegar Mbl. ræddi við
hann. Kvað Geir hér vera um
nokkra aukningu að ræða frá síð-
asta ári, en þá komu 7 skip á
vegum Zöega til landsins.
— Það versta er, sagði Geir, að
England er alveg lokað fyrir Is-
landsferðum um þessar mundir.
Þeir eru hræddir við þorskastríð-
ið, ef stríðið væri afstaðið hefðu
eflaust komið hingað nokkur ensk
skip.
Pétur M. Helgason hjá Úrval
kvað ferðaskrifstofuna taka á
móti tveimur skipurh frá Norsku-
Amerísku línunni eins og undan-
farin ár.
Hjá Kynnisferðum fékk blaðið
þær upplýsingar að á þeirra veg-
um kæmu 2 skip, eða sami fjöldi
og á s.l. ári.
„Þór er
alltaf að
minnka en
það er sama
harkan í
skipinu”
— segir Friðgeir Olgeirsson, 1. stýri-
maður eftir árekstrana við Mermaid
„ÞAÐ ER dálítið erfitt að meta
skemmdirnar sem orðið hafa á
Þór í viðureigninni við Mer-
maid i gær, því sumar skemmd-
anna sem nú má greina á Þór
má raunverulega rekja til
ásiglingar Varmouth á okkur á
dögunum," sagði Friðgeir Ol-
geirsson, 1. stýrimaður á Þór,
þegar við náðum tali af honum
á Seyðisfirði í gær. „En þetta
eru í heild sinni töluvert mikl-
ar skemmdir og við getum sagt,
að Þór sé orðinn minni en hann
var en harkan f honum er enn
hin sama. Nú leggjum við hins
vegar alla áherzlu á að láta
sjóða plötur yfir rifurnar, sem
við vonumst til að verði lokið
við f kvöld, því að við ætlum
okkur að vera komnir aftur i
slaginn á morgun, sunnudag.
Kjarkur varðskipsmanna á Þór
er alveg óbugaður þrátt fyrir
aflt hnjaskið sem við höfum
orðið fvrir.“
Friðgeir kvað skipið vera
skemmt frá stefni og yfir á bóg-
inn. Þar hafi komið í ljós rifur,
sem hafi verið viðgerðir eftir
áreksturinn við Andromedu á
sínum tíma. Sagði Friðgeir að
sá árekstur hefði valdið
Framhald á bls. 47