Morgunblaðið - 14.03.1976, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 14.03.1976, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. MARZ 1976 35 að lifeyrisþeginn hljóti viðun- andi lifsviðurværi með lífeyri, sem er um 50% til 60% af raun- tekjum hans um ævina. En brýna nauðsyn ber til, að líf- eyrir þessi fylgi verðlagi að fullu. Hvernig er unnt að meta vinnuframlag einstaklingsins til þjóðfélagsins og hvernig á lifeyrir hans að vera háður því? Margir tæknilegir örðugleikar eru á því að svara þessari spurningu, svo vel sé. Verð- bólga og hagsveiflur koma í veg fyrir að unnt sé að meta vinnu- framlagið beint út frá tekjum einstaklingsins á hverjum tíma Þetta vandamál má leysa að mestu með því að tengjatekjur ákveðnum vísitölum, t.d. með því að finna hlutfall tekna ein- staklingsins og meðaltekna allra landsmanna á hverjum tíma. En eru tekjur einstakl- ingsins góður mælikvarði á vinnuframlag hans til þjóð- félagsins? Hvað með tekjulaus- ar stéttir. svo sem margra barna húsmæður, námsmenn og sumt vinnufólk? Sérhver viðleitni til þess að metavinnu- framlag þessara hópa hlýtur að leiða til flókinna reglna. En flóknar reglur leiða oft til van- notkunar eða misnotkunar og eru auk þess mjög kostnaðar- samar. Þess vegna eru settar fram reglur um upphæð líf- eyris i frumvarpi Guðmundar H. Garðarssonar alþingis- manns, sem eru nokkuð ein- faldar í framkvæmd og gefa þó góða mynd af vinnuframlagi einstaklingsins til þjóðfélags- ins. Auk þess hafa þær i sér fólginn lágmarks- og hámarks- lifeyri og stuðla þannig að sanngjarnri tekjudreifingu. En aðalatriðið er, að allar lífeyris- greiðslur eiga að vera verð- tryggðar, þ.e. þær eiga að hækka eins og almenn laun. VAL TEKJUHÁÐS LtFEYRIS. Eins og getið var um í uþp- hafi þessarar greinar, getur lif- eyrir verið með mismunandi móti. Ef hann er óháður tekj- um, fá allir jafnan lífeyri án tillits til fyrri tekna Sá, sem hefurlagt á sig mikla yfirvinnu og erfiði, fær sama lífeyri og sá. sem hlífði sér við vinnu. Atorku- og framtaksmenn fá enga umbun fvrir dugnað sinn um ævina, þegar líður á ævi- kvöld. Þeir sitja við sama borð og aðrir, að því er lífeyri varðar. Þetta getur vart talist réttlátt. Þeir, sem með dugnaði og elju hafa skapað sér góðar tekjur um ævina, eiga ekki að detta úr sinni þjóðfélagsstöðu fyrir þá sök eina, að starfsþrek- ið er horfið vegna elli. Sama gildir um þá, sem verða óvinnu- færir á miðri starfsævi vegna veikinda eða slysa Þess vegna er lagt til í frumvarpi Guð- mundar H. Garðarssonar al- þingismanns, að lífeyrir sé háður tekjum- manna um ævina. FÆÐING ARLAUN Mikill kostnaður erj því fólg- inn að ala upp börn og eru þeir einstaklingar eða hjón, sem gegna því hlutverki fjárhags- lega miklu verr settir en hinir, sem ekki eiga börn. Þetta vandamál er nýtt af nálinni. eða siðan læknavísindunum tókst að gera barneignir alger- lega háðar vilja væntanlegra foreldra. Þegar er farið að bera á ugg meðal forráðamanna um áhrif þessa fyrirbæris á fram- tiðina. Sér í lagi hlýtur lífeyris- sjóður, sem byggir á gegn- streymi, að sýna þessu máli mikinn áhuga. Hann er vissu- lega háður því í framtíðinni, að þá verði til staðar vinnandi fólk til þess að greiða lifeyri til lif- eyrisþeganna. Þess vegna er ekki nema eðlilegt, að hann taki að sér að jafna nokkuð þann fjárhagslega mun, sem er milli barnlausra og hinna, sem sjá um uppeldi barna Fjár- hagsleg geta sjóðsins setur hon- um þó skörp mörk í þessum efnum. Nýverið hafa verið samþykkt lög á alþingi, sem gera ráð fyrir. að allar konur. sem eru aðilar að verkalýðsfélögum. fái greitt fæðingarorlof úr at- vinnuleysistrvggingasjóði. Eg hef ekki sé rökstuðninginn fyrir þessari ákvörðun. en varla getur maður litið á konu i ríf- andi vinnu sem atvinnulausa á meðan hún er að eiga barnið sitt. Þessi lög taka auk þess aðeins til takmarkaðs hóps kvenna Allar þær konur. sem eiga börn fyrir og eru heima við gæslu þeirra, falla ekki undir þessi lög. Til þess að ráða fram úr þessum vanda. gerir frumvarp Guðmundar H. Garðarssonar al- þingismanns ráð fyrir þvi, að allar konur. sem fæða börn hér á landi. skuli hljóta laun í þrjá mánuði úr Lífeyrissjóði Is- lands. Þessi laun skulu vera svipuð tekjum konunnar fyrir fæðinguna. Þó skulu þau ekki vera lægri en sem svarar 20% af meðallaunum á hverjum tima. Framhald á bls. 47 Rýmingarsala Seljum nokkra svefnbekki, kommóður og skrif- borð með miklum afslætti. Stíl-húsgögn h.f., Auðbrekku 63, Kópavogi sími 44600. Góðir tekjumöguleikar fyrir umboð, möguleg leyfisframleiðsla Dönsk efnaverksmiðja óskar eftir samvinnu vi8 umboð, heildsala e8a verksmiðju til sölu á framleiðsluvöru sinni, sem er efna/tækni gæðaf ramleiðsla ásamt vélum og tilheyrandi. Kaupendur eru: Opinberar stofnanir Hótel, Verksmiðjur, Smásalar. Reynsla I sölu til þessara viSskiptahópa er æskileg en ekki nauðsynleg. Dugandi umbjóðandi öðlast góða tekjumöguleika. Fyrirtæki vort hefir eigin sölustaði I Danmörku. Noregi, Svlþjóð og Finnlandi. DOMO KEMI A/S, 8353 Boulstrup — Danmark, Umsóknir óskast sendar með svarmerki „2282". Arshátíð Árshátíð K.R. verður haldin í Átthagasal Hótel Sögu laugardaginn 20. marz n.k. Húsið verður opnað kl. 1 9. Miðar eru til sölu hjá formönnum deilda og í Skósölunni Laugavegi 1 . Borð verða tekin frá fimmtudaginn 1 8. marz milli kl. 1 7 og 1 9 í Átthagasal. St/órnin. Skagfirzka söngsveitin 5 ára afmælishátíð að Domus Medica föstudaginn 26. marz. Hefst með borð- haldi kl. 20. Fyrrverandi kórfélagar hafi samband í síma 33212, 73240 þátttöku, fyrir 21. marz. um Hraðnámskeið í ítölsku Keramik námskeið fyrir byrjendur hefst miðvikud. verður haldið í húsakynnum Glit h.f. 17. mars kl 21.25, kennt Höfðabakka 9. verður tvisvar í viku miðvd. og 1. Handrennsla og formun leirmuna. Þriðjudaga og föstud. fimmtudaga kl. 19—22. Byrjar 23. marz. Verð fyrir 20 stundir kr. 1.800. 2. Skúlptúr. Mánudaga og miðvikudaga kl. 19—22. Innritun fer fram mánud., Byrjar 22. marz. þriðjud., og miðvd. kl. 19.30—21.00 í Laugalækjar- Bæði námskeiðin standa yfir í 3 vikur. skóla. Upplýsingar í síma 8541 1 daglega kl. 1 —5. Glit h.f. MIKILL AFSLÁTTUR Á MOKKAFATNAÐI, LEÐURJÖKKUM, REGNKÁPUM OG RYKFRÖKKUM GREIÐSLUSKILMÁLAR INGÓLFSSTRÆTI5 TEL.: 26540 REYKJAVÍK ICELAND GRAFELDUR HF. \brsalan ’76 ER ÞEGAR HAFIN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.