Morgunblaðið - 14.03.1976, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. MARZ 1976
33
A. Alvarez
ræðir við
Ingmar
Bergman
imdar
% Myndirnar
sýna Ingmar
Bergman að
störfum við töku
Töfraflautunnar
og svipmyndir
úr verkinu sem
nú fer sigurför
víða um lönd og
minnzt er á í
viðtalinu.
næstum öllu utanaðkomandi. Ef ég heföi
blandað börnunum í málið hefði það
orðið of flókið af tveimur ástæðum. I
fyrsta lagi vegna þess að það er svo erfitt
að vinna með börnum — hreinn
hryllingur fyrir leikstjórann. I öðru lagi
vegna þess að þetta hefði verið vanda-
mál sem ég persónulega hefði ekki getað
leyst. Ég hef gengið í gegnum sex hjóna-
bönd; fyrir 30 ára aldur hefði ég verið
kvæntur þrívegis og eignazt fimm börn.
Þetta vandamál var þvi of viðamikið
fyrir mig til að takast á við. Svo ég sagði
við sjálfan mig að sem manneskju hefði
mér mistekizt hrapallega, og því yrði ég
að reyna að verða góður leikstjóri. Ég
flúði þess vegna inn í leikhús og kvik-
myndaver og bjó þar hamingjusamur að
mestu. En ég var á flótta eins og héri allt
mitt líf alveg til þess tíma sem ég fluttist
til eyjarinnar. Það var fyrir um tíu árum
síðan. Þá hætti ég á flóttanum, kom mér
fyrir og reyndi að komast til botns i
sjálfum mér.
Var það um það levti er þú gerðir
„Persona“ sem ég held að sé jafnvel þín
bezta kvikmvnd?
— Jú það var á þeim tíma. Þá hafði ég
verið stjórnandi þjóðleikhússins í Stokk-
hólmi f um tvö ár. Snemma vors fékk ég
einhverskonar lungnabóigu sem hafði
jafnframt áhrif á jafnvægisskyn mitt. I
fjóra mánuði sat ég og starði á blett á
veggnum og ef ég hreyfði höfuðið virtist
heimurinn allur fara á hvolf. Ég gat
varla talað. Svo að ég fór að hugsa
hvernig væri að gera mynd með aðeins
tveimur manneskjum, annarri talandi
hinni þögulli. Ég samdi handritið í júní
og við hófum upptökuna í ágúst. Og ég
segi það alveg eins og er að þessi kvik-
mynd bjargaði lífi mínu vegna þess að
þegar við byrjuðum var ég kominn á
yztu nöf. Síðan breyttist allt skyndilega.
Ég skildi að ég gat farið frá þjóðleik-
húsinu, að ég var frjáls maður, að ég gat
fengið skilnað og farið frá borgarlífinu
til þessarar eyjar. Þarna kom einnig inn
í annars konar frelsi. Allt mitt líf hafði
ég glímt við trúarleg vandamál. Eftir að
ég hafði gengizt undir minni háttar
skurðaðgerð var ég algjörlega út úr
heiminum í fimm klukkustundir. Eftir
þá reynslu, að hafa ekki verið til í fimm
klukkustundir óttaðist ég ekki lengur
dauðann. Allt fyrir utan þennan heim
skipti engu máli lengur. Síðan hef ég
ekki hugsað um guð.
Einkennilegt.
— Já, það er einkennilegt. Nú trúi ég
þvi að allar þær eigindir sem ég var
vanur að tengja guði, ást, nærgætni,
mildi, eru skapaðar af manneskjunum
sjálfum, þær koma inn úr okkur. Það tel
ég kraftaverkið mikla.
Streita og spenna eru meginstef þfn, lfkt
og einmanakenndin. Og væntanleg
mynd þín, „Augliti til auglitis“, fjallar
um sjálfsmorðstilraun. Er þetta lfka
persónulegt einkamál þitt, eins og
„Þættir úr hjónabandi“?
— Vissulega. Ég hef verið á barmi
sjálfsmorðs, likt og þú. En það er hið
skapandi starf sem bjárgar okkur. Ég
hef ailtaf unnið og maður getur ekki
svipt sig lifi í miðri kvikmyndatöku eða
. leikstjórn á leikriti. Það er ekki hægt.
Eða kannski frekar, það er hægt fræði-
lega en það væri mjög óatvinnumanns-
legt! Ég öfunda þig ekki, því að starf þitt
sem rithöfundur er mjög einmanalegt.
En ég vinn með fólki, leikurum, tækni-
mönnum, og það bjargar mér. Maður
vaknar kl. fjögur um morguninn með
djöfla á brjóstinu og helvíti allt um
kring. En kl. sex verður maður að fara á
fætur og fara f kvikmyndaverið eða ieik-
húsið. Jafnskjótt er maður á kafi í alls
kyns vandamálum — tæknilegum vanda-
málum og áföllum annars fólks — og allt
liðið er eins og einn líkami með marga
limi. Og skyndilega flýgur manni í hug:
Almáttugur! I morgun ætlaði ég að
svipta mig lifi. Það er fáránlegt. Á eyj-
unni hefur ekki hvarflað að mér að
stytta mér aldur.
Vegna þess að hún er svo falleg?
— Nei, vegna þess að hún er of raun-
veruleg. Maður skilur hlutföli nákvæm-
Framhald á bls. 36
Landvari
Aðalfundur Landvara verður haldinn að Hótel
Sögu, sunnudaginn 21. marz kl. 14.00. Dag-
skrá: Venjuleg aðalfundarstörf og lánamálin.
Stjórn Landvara.
NÝJUNG Á
Raðeiningar fyrir alla.
Einkaumboð:
SAMEIND H.F., Tómasarhaga 38,
sími 15732.
ÁRSHÁTÍÐ
Árshátíð Breiðfirðingafélagsins verður í Félags-
heimili Seltjarnarness, laugardaginn 20. marz.
Borðhald hefst kl. 1 9.00.
Dagskrá:
1. Formaður félagsins Kristinn Sigurjónsson setur
hófið.
2. Ávarp Halldór E. Sigurðsson, ráðherra.
3. Minni kvenna Kristján Benediktsson, borgarfull-
trúi.
4. Minni karla Sigurbjörg Þórðardóttir frá Breiðaból-
stað.
5. Árni Björnsson og Halldór Kristinsson, æra óstöð-
uga.
6. Dans og söngur, með Tempo og Stormum.
Aðgöngumiðar verða seldir í Breiðfirðingabúð,
þann 14. og 17. marz kl. 17 —19.
Upplýsingar í símum 41531, 38156, 81702,
33088 og 52373.
Verið velkomin.
Stjórnin.
ÍSLANDI
ALLAR TEGUNDIR
■NNRÉTTINGA
Aó gera nýja íbúð úr gamalli er mjög heillandi
og skemmtilegt verkefni. Þaö útheimtir ríkt
hugmyndaflug og hagleik. Þaó er okkur sér-
stök ánægja aö leiðbeina fólki í þessum efn-
um. Viö komum á staöinn, raeöum hugmynd-
ir beggja aóila, gerum áætlanir og siöan föst
verótilboð. A þennan hátt veit viöskiptavinur-
inn hver kostnaöurinn er og getur hagað fjár-
hagsáætlun sinni samkvæmt því.
ELDHUSINNRETTINGAR
Ef þér þarfnist ráðlegginga eóa
1 aóstoóar, veitum vió fúslega
allar upplýsingar.
nSs.
KLÆDá
SKÁPAR
gerum föstverötilboó i allar
tegundir innréttinga
ns=-
~=Sfl
HIIM VIINISÆLU
IÐNuoEmJ
allar legundir
innréttinga
Tréval hf.
Súóarvogi 28
86894