Morgunblaðið - 17.03.1976, Page 5

Morgunblaðið - 17.03.1976, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. MARZ 1976 5 Selma Júlíusdóttir: Enginn „mömmuleikur” Islendingar góðir Fyrir tveimur mánuðum reyndi ég að ná eyrum ykkar og benda á að það er verið að leika hildarleik á þorskmiðum lands okkar. Það virðist enginn hafa hlustað hvorki á mig né aðra sem hafa reynt að brýna raustina og vara við afleið- ingum þess hildarleiks. Það er enginn „mömmuleikur". Við vitum öll að það var vilji allrar þjóðarinnar að færa út ein- hliða fiskveiðilögsögu okkar út í 200 mílur. Það var svo ákvörðun alþingis og stjórnarforustu okkar hvenær og á hvern hátt það yrði gert. Ég ætla þvi að beina orðum mínum til þeirra manna nú. Er það raunverulegt, að þið hafið einungis fært hana út í orði en hvergi á borði? Er það raunveru- legt, að þið ætlið að horfa að- gerðarlausir á að láta varðskips- menn óhvílda og á stórlöskuðum skipum heyja baráttu jafnvel upp á líf og dauða við ofurefli liðs? Þeir hafa staðið og standa enn eins og klettar, en við vitum öll að bæði menn og skip gefast upp á endanum ef ekkert er að gert. Á miðunum dygði lítið að segjast ætla að gera hlutina eða setja upp nefnd til að athuga hvernig best væri að komast hjá næstu ásiglingartilraun bresku herskip- anna. Eg álít að ef þeir viðhefðu þau vinnubrögð á miðunum, lægju margir i valnum i dag. Aukin umsvif Lands- málafélagsins Varð- ar 1 utanlandsferðum LANDSMÁLAFELAGIÐ Vörður hefur undanfarin ár skipulagt ferðir til útlanda i samráði við ferðaskrifstofuna Úrval fvrir meðlimi sjálfstæðisfélaganna um land allt. Hefur aðallega verið farið til Kaupmannahafnar og sólarlanda og hafa þessar ferðir gengið vel. Blaðið sneri sér til Hilmars Guðlaugssonar og Guðmundar J. Oskarssonar til að spyrjast fyrir um þessar ferðir í sumar, tilgang þeirra, skipulagningu o.fl. — Þessar ferðir eru farnar til þess að gefa meðlimum sjálf- stæðisfélaganna tækifæri á ódýrari ferðum til útlanda en gefst á hinum almenna markaði. — Þetta er í þriðja sinn sem landsmálafélagið Vörður semur við ferðaskrifstofuna Úrval um ferðir til útlanda. — Þessar ferðir hafa verið mjög vinsælar og sést best á því að s.l. sumar fóru yfir 1000 manns á vegum Varðar til Kaupmanna- hafnar og hátt í 300 til sólarlanda. — I sumar verður tilhögunin þannig varðandi Kaupmannahöfn að brottfarir verða vikulega frá 9. maí til 25. september. Ferðirnar 9. mai, 19. september og 25. september kosta 24.500 kr. Aftur á móti kosta ferðirnar y.fir sumar- tímann 15. maí til 15. september 31 þúsund kr. Flugmiðinn gildir fyrir frjálsa heimkomu innan mánaðar og er möguleiki á við- Heillaóskir og gjafir til ASÍ á 60 ára afmælinu Nærri 300 manns fóru á vegum Varðar til sólarlanda á síðast liðnu ári. komu í Glaskow eða Osló á heim- leið. ‘ Almennt sumarverð á ferðum til Kaupmannahafnar er nú um 59.000 kr. — Kaupmannahafnarferðir eru valdar með hliðsjón af því að þær gefa svo mikla möguleika á ferðum annað um Evrópu. — Ennfremur hefur landsmála- félagið Vörður samið um ferðir til sólarlanda þ.e.a.s. til Mallorka og Ibiza. Við höfum tekið upp þann hátt til þæginda fyrir meðlimi að Framhald á bls. 31. Á 60 ára afmæli Alþýðusam- bands Islands sl. föstudag bárust sambandinu ýmsar gjafir og heillaóskir. Má þar nefna stvttu af Guðgeiri Jónssyni, forseta ASI 1942 —44, sem Bókbindarafélag lslands færði ASl að gjöf og val- inn hefur verið staður í fundarsal sambandsins. Guðgeir Jónsson, fyrrverandi for- seti ASt, við stvttuna af honum, sem gefin var ASl á 60 ára afmæl- inu. Dóttir Guðgeirs, Asbjörg af- hjúpaði styttuna en viðstaddir at- höfnina voru stjórn Bókbindara- félagsins, forseti ASI og nokkrir miðstjórnarmenn. Formaður Bókbindarafélagsins, Svanur Jó- hannesson, flutti stutt ávarp er hann afhenti styttuna en forseti ASI, Björn Jónsson, þakkaði og að lokum mælti Guógeir Jór.sson nokkur orð. Styttan er eftir Sigurjón Olafs- son myndhöggvara og er hið feg- ursta listaverk. Annað listaverk barst ASI í til- efni dagsins. Var það frá Ragnari Jónssyni í Smára, sem grundvöll- inn lagði að stofnun listasafns ASI fyrir rúmum áratug með hinni stórmerku listaverkagjöf sinni, og í tilefni afmælisins nú eaf hann ASl lítið málverk eftir Gunnlaug Scheving. Er það elzta verk listamannsins, sem varð- veitzt hefur málað á léreft er hann var 10 ára gamall og sýnir Ingólfsfjall séð fráEyrarbakka. Af kveðjum og heillaóskum, sem bárust, má nefna heillaósk frá forseta Islands, forsætisráð- herra, fyrrverandi forsetum ASl, Framhald á bls. 31. Landhelgisgæslunni nægir ekki að fá alla þá samúð utan úr heimi og kveðjur sem okkur hafa verið sendar. Nei, varðskipsmenn hafa orðið að leggja nótt við dag til að standast þá hörðu og ljótu baráttu sem er háð á Islandsmiðum. Þeir hafa sýnt alveg einstæðan dugnað og einurð, en ég sé og heyri að þeir eru orðnir langeygðir eftir að sjá einhvern áþreifanlegan vott um að líf þeirra sé einhvers met- ið. Hvar er skipakosturinn fyrir þessa menn? Á að bíða eftir að einhverju skipannasé sökkt, áður en framkvæmt er að koma með skip sem hafa eitthvað að segja á móti herskipunum? Ef svo hræðilega tekst til, finnst mér þorskurinn vera keyptur mjög dýru verði. Eg tók það nærri mér að lesa i dagblöðum borgarinnar að einn af harðduglegustu skipstjórum Selma Júlfusdóttir okkar er farinn að álíta að lands- menn almennt séu þeirrar skoðunar að það séu engar taugar í varðskipsmönnum. I mesta lagi sé þar ein görn. Er nema.von að maðurinn álíti þetta, þar sem þeir sjá ekki að nokkuð áþreifan- legt sé gert þeim til hjálpar. Ef við erum svo fátæk þjóð aó við getum ekki veitt það fé til land- helgisgæslunnar sem þarf til að verja 200 mílurnar, verðum við hreinlega að játa það og gefast upp áður en mannslífum er bók- staflega fórnað. Eg persónulega vildi óska þess að þeir menn sem eiga að sjá um fjárveitingu til landhelgis- gæslunnar mundu fara og vera einn 18—19 daga túr á miðunum á varðskipi. Á þann eina hátt kynntust þeir raunveruleikanum. Blaða- og fréttamenn landsins. Eg er þeirrar skoðunar að þið hafið að sumu leyti brugðist þess- um mönnum. Það má þakka fyrir ef einn fréttamaður er á miðun- um í dag, á meðan fréttamenn breska heimsveldisins eru óþreyt- andi að vaka með sínum mönnum og mata heiminn af falsfréttum, okkar mönnum til hnjóðs. Fyrir tveimur mánuðum bað ég um að varðskipsmönnum okkar væri lagt lið. Nú kem ég aftur og bið alla þá sem geta lagt þeim lið: Gerið það áður en einhverjum þeirra verður fórnað. Landhelgisgæslunni bið ég allrar blessunar og gæfu, og vona að það verði betur búið að henni i framtíðinni. Öskabarni þjóðar- STÓRGLÆSILEG HEKLAhf Laugavegi 170—172 — Sími 21240

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.