Morgunblaðið - 17.03.1976, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. MARZ 1976
11
Mynd BragaÁsgeirssonar „Stóri hvfti hestur“ frá 1974
Myndlist
eftir BRAGA
ÁSGEIRSSON
Guðmundur Erró á 7 myndir á
þessari sýningu, m.a. eina klipp-
mynd frá árinu 1958, en að öðru
leyti eru myndir hans annað
tveggja litógrafíur eða sáldþrykk.
Flestar myndanna ef ekki allar
virðast byggjast á myndvörpu og
klipputækninni, en afgangurinn
virðist fagleg verkstæðisvinna.
Eg varð a.m.k. ekki var við, að
myndir hans væru merktar sem
„eigið þrykk". Ekki er ég hér að
setja út á Erró, þvi að myndir
hans eru samar að gæðum fyrir
þvi, en bendi á að í grafík-
heiminum þykja eigin þrykk
meistaranna stórum verðmætari
faglegri verkstæðisvinnunni.
Myndir Erró eru bráðskemmtlegt
og áhrifaríkt innlegg í sýninguna,
fagmannlega gerðar og af mikilli
hugkvæmni. Myndir þessa lista-
manns sjást alltof sjaldan á sýn-
ingum hér heima og væri ekkert
eðlilegra en að ástæðan sé, að
nokkurrar biturðar gæti hjá hon-
um í garð sinna afskiptalausu
landa. Væri meira en æskilegt, að
hann kæmi með stóra sýningu
hingað heim sem allra fyrst.
— Það er varla meir en að eitt
hornið i mynd Rósku (Ragnhildar
Oskarsdóttur) teljist til pop-
listar, og teikningar Arnars Her-
bertssonar eru meira í ætt við
surrealisma, þótt ekkert sé út á
útfærsluna að setja, sem stendur
fyrir sinu. Bræðurnir Kristján og
Sigurður Guðmundssynir koma
vel frá þessari sýningu og er mér í
dag ráðgáta, hví þeim var hafnað
sem félagsmönnum í F.I.M. á
sínum tíma Víst er, að myndir
þeirra njóta sin öllu betur á lista-
safninu en i sýningarhúsnæði
S.O.M., eru hreinar og tærar i
útfærslu. Tryggvi Óiafsson er
greinilega undir áhrifum frá
amerísku poppi og comic-strip
teikniserium þeirra, en liturinn
er hans eigin, fjarrænn og
rómantiskur. Miriam Bat Yosef
eða réttara Maria Jósefsdóttir,
því að hún er með íslenzkt vega-
bréf, fellur vel inn í þessa heild
með hinni lit- og formriku gínu-
mynd sinni og renningur
Magnúsar Páissonar orkar sér-
kennilega á skoðendur. Stálhjarta
Jóns Gunnars Árnasonar veldur
jafnan óvæntum viðbrögðum hjá
skoðendum, sem ekki eru kunnir
slíkri tegund Hstar og er þar að
auki með magnaðri verkum, er
frá hans hendi hafa komið.
Object-verk Magnúsar Tómas-
sonar þurfa meiri einangrun og
hlýlegra umhverfi en forsalur
safnsins býður upp á og gjalda
þau þess, það er helzt, að brjósta-
haldarinn komi til skila, en þó tel
ég gleraugun forvitnilegasta
framlagið frá hans hendi, einkum
nr. 30.
I heild er þetta eitt áhuga-
verðasta framtak, sem listasafnið
hefur tekið sér fyrir hendur í
langan tíma, einungis verður að
harma það, að sýningin er alltof
smá í sniðum og gefur alls ekki
raunsanna mynd af pop-list á
íslandi frá upphafi, er fremur út-
tekt á ýmsu því sem hefur verið
gert innan þessarar listastefnu.
Ber því að fara varlega í sakirnar,
hvað stórar fullyrðingar um
þróun listastefnunnar hérlendis
áhrærir, því að ýmis Jturl munu
eiga eftir að koma til grafar og
ekki skyldi mig undra þótt stærri
og yfirgripsmeiri sýning slíkrar
tegundar eigi eftir að sjá dagsins
ljós innan margra ára Þessi lista-
stefna hefur þó a.m.k. haslað sér
völl á áþreifanlegan hátt með
þessari sýningu og m.a. stóraukið
aðsókn á listasafnið þær vikur,
sem hún hefurverið opin.
Að lokum þakka ég aðstandend-
um sýningarinnar framtakið og
þeim, sem vilja fræðast frekar um
eðli pop-listar, vísa ég á grein
eftir undirritaðan, sem mun
birtast í Lesbók 28. marz.
Rétt er að benda á að sýningin
er einungis opin á almennum
opnunartima safnsins eða þriðju-
daga, fimmtudaga, laugardaga og
sunnudaga á milli 13.30 —16.00.
leg á nokkurn hátt, mér finnst
mega eygja Stanislavskí víðast
hvar, en hún óvenjutraust og
hnökralaus. Leikmyndin þjónar
sínu hlutverki prýðilega og hrað-
inn og hópatriðin með ágætum.
En þó fannst mér mest koma til
leikstjórnarinnar sjálfrar. Það er
langt siðan ég hef fundið til þeirr-
ar tilfinningar að leikstjóri hafi
fullt vald á öilum atriðum sýning-
ar, fái út úr hverjum það sem
unnt er og haldi siðan utan um
allt saman mjúkum en föstum
tökum.
Persónur eru margar og hér er
mikið leikaraval á ferð, næstum
allt stórskotalið Þjóðleikhússins
og Gísli Halldórsson að auki sem
hljóp í skarðið fyrir Val Gislason.
Gisli leikur Lúkas, förumann og
spámann, eins konar Jón Prímus
þessa ágæta húss, með miklum
ágætum. Annars er það tómt mál
að ætla sér að telja upp alla leik-
endur og gefa þeim einkunn,
enda held ég að slíkt tíðkist
hvergi nema hér á landi, að
minnsta kosti ekki þar sem ég
þekki til. Ég læt mér því nægja að
þakka þeim Baldvini, Krist-
björgu, önnu Kristínu, Ævari,
Hákoni, Gísla, Herdísi, Árna,
Flosa, Bjarna, Jóni, Sigurði,
Hólmfriði, Kristinu og Svanhvítu
fyrir þann besta og samstæðasta
leik sem ég hef séð hér til þessa í
jafnmannfreku leikriti.
Ekki varð ég var við annað en
lýsingin væri ágæt og þýðing
Halldórs Stefánssonar hnökra-
laus að mestu.
Róbert Arnfinnsson og Ævar R. Kvaran f hlutverkum.
Eskifjarðar-
togarar
stöðvast
Eskifirði, 15. marz.
Sjómannaverkfall hefur verið
boðað hér á Eskifirði frá þriðju-
degi 16. marz. Eru það sjómenn á
togurunum, sem ekki eru
ánægðir með sinn hlut, en báta-
sjómenn hafa sent frá sér undir-
skriftalista og neitað að fara í
verkfall og skrifuðu 60 sjómenn
undir þann lista.
Stjórn Verkalýðs- og sjómanna-
félagsins lýsti því þá yfir að engu
að síður skyldi farið í verkfall.
Samningafundir voru hér fyrir
helgi, en á laugardag slitnaði upp
úr þeim.
Ekki hafa samningar A.S.l. og
Vinnuveitenda verið bornir hér
upp á félagsfundum. Togararnir
eiga að koma inn á morgun og ef
ekki semst þá stöðvast þeir. Ekki
er vitað hvenær næsti samninga-
fundur verður haldinn en það
verður varla fyrr en undir miðja
viku.
Góður afli er nú hjá netabátum
héðan og um helgina lönduðu 5
netabátar um 75 lestum. Mestan
afla hafði Sæljón, 25 lestir, og
Votaberg 20.5, en bátarnir eru við
Hvítinga.
Ævar.
Klapparstig 16,
•ímar 11411 og 12811.
Takið
eftir
Höfum kaupanda
að stóru einbýlishúsi með tvö-
földum bilskúr, helzt á Flötunum
eða i góðu ræktuðu hverfi.
Höfum kaupanda
að einbýlishúsi i Reykjavik, má
vera í gamla bænum. Húsið má
þarfnast standsetningar. Skipti á
glæsilegri sérhæð koma til
greina.
Höfum kaupanda
að 3ja—4ra herb. ibúð, helzt
með bilskúr við Sæviðarsund
eða nágrenni.
Höfum kaupanda
að 2ja herb. ibúð eða góðri ein-
staklingsibúð í Fossvögi, Stóra-
gerði eða viðar.
Höfum kaupanda
að 4ra—5 herb. góðri sérhæð,
með bilskúr, Æskilegur staður
Hliðar, Háaleitishverfi, eða
vesturbær.
Ennfremur vantar okkur
allar stærðir íbúða og
húsa á söluskrá.
ASPARFELL 2HB
60 fm, 2ja herb. ibúð til sölu i
fjölbýlishúsi. Mjög góð ibúð á 1.
hæð. Verð: 5 m. Útb.: 3,5 m.
ASPARFELL 3HB
87 fm, 3ja herb. ibúð á 4. hæð i
fjölbýlishúsi til sölu. Góðar inn-
réttingar og mikil sameign. Verð:
6,2 m. Útb.: 4,5 m.
BIRKIMELUR 3HB
85 fm, 3ja herb. ibúð á 4. hæð i
blokk. Góð íbúð á besta stað i
Vesturbænum. Útb.: 6 m.
GRETTISGATA 3HB
65 fm. 3ja herb. ibúð á jarðhæð
i tvibýlishúsi. Húsið er steinhús.
Ibúðin er í mjög góðu standi.
Verð: 5.5 m. Útb.: 3,5 m.
HAMRAGARÐUR 3HB
90 fm. 3ja herb. ibúð i Kópavogi
til sölu. íbúðin er tilbúin undir
tréverk. Þvottahús á hæð. Bíl-
geymsla fylgir. Verð: 5.5 m.
Útb.: 4.4 m.
HOLTSGATA 3HB
93 fm. 3ja herb. ibúð i Vestur-
bænum til sölu. Sör stofa. Sér
hiti. Verð: 7.5 m. Útb.: 5 m.
KÓPAVOGSBRAUT 5HB
143 fm. 5 herb. sérhæð i tvi-
býlishúsi til sölu i Kópavogi. Sér-
lega falleg og vönduð ibúð. Bil-
skúr fylgir. Útb.: 8 —10 m.
MARKARFLÖT EINBH
330 fm, einbýlishús i Garðabæ
til sölu. Sérlega stórt og fallegt
hús með tvöföldum bilskúr.
Teikningar og frekari upplýs-
ingar veittar á skrifstofunni.
MELGERÐI 3HB
80 fm. 3ja herb. mjög falleg
risíbúð i tvíbýlishúsi til sölu. Sér
hiti. Tvöfalt gler. Verð: 6 rh.
Útb.: 4 m.
MIÐVANGUR 3HB
98 fm, 3ja herb. ibúð í fjölbýlis-
húsi í Hafnarfirði til sölu. Mögu-
leg skipti á 5 herb. ibúð koma til
greina.
STÓRAGERÐI 4HB
1 1 6 fm, 4ra herb. íbúð á 3. hæð
i fjölbýlishúsi til sölu. íbúðin
tvær samliggjandi stofur og tvö
svefnherbergi. íbúðin er í mjög
góðu standi. Sameign mjög góð
Bílskúr fylgir. Verð: 9.5 m. Útb.:
7 m.
VÍÐIMELUR 3HB
90 fm, 3ja herb. ibúð á neðri
hæð í tvíbýlishúsi. Geymslur í
kjallara. Gróinn garður. Verð:
7,8 m. Útb.: 5,5 m.
ÞORLÁKSHÖFN EINBH
136 fm, einbýlishús i Þorláks-
höfn til sölu. Húsið er rúml.
fokhelt. Teikningar og frekari
upplýsingar veittar á skrif-
stofunni.
Fastcigna
torgio
GRÓRNNI1
Sími:27444
Jón Gunnar Zoéga hdl.
Jón Ingólfsson hdl.
Sölustjóri:
Karl Jóhann Ottósson
Heimasími 17874
Fastpigna
GRORNN11
Sámi: 27444
Skrifstofuhúsnæði óskast
á miðbæjarsvæðinu.
Tilboð sendist Mbl. merkt „miðbæjarsvæði —
1 137“.
Fasteignir óskast
Seljendur athugið, okkur vantar flestar stærðir
og gerðir af íbúðum og einbýlishúsum í Kópa-
vogi og á höfuðborgarsvæðinu. Fjársterkir
kaupendur. Mikil útborgun.
Sigurður Helgason hrl.,
Þinghólsbraut 53, sími 42390.