Morgunblaðið - 17.03.1976, Page 13

Morgunblaðið - 17.03.1976, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. MARZ 1976 13 Magnús Magnússon: Óvandaður ritdómur i. Þegar ég fyrir tilviljun varð þess áskynja, að Morgunblaðið hefði falið Jóni Þ. Þór að skrifa um bók mína, Ráðherrar Islands 1904 — 1971 — Svipmyndir, leitaði ég mér upplýsinga um mann þennan, þvi að ég kannaðist lítið við hann. Þær sem ég fékk voru í aðalatriðum þessar: Hann hefur fyrir skömmu lokið prófi í sagnfræði við Háskóla Islands. Vilhjálmur Þór fyrrum ráðherra er afabróðir hans. Hann segir vel frá, en er nokkuð fljótfær og óvandvirkur og mætti fara betur með heimildir. Svo birtist ritdómurinn og þá sá ég, að þessir eiginleikar gagnrýn- andans höfðu bitnað all harkalega á bók minni. En auk þess duldist það ekki, að út úr ritdómnum skein rik tilhneiging til þess að níða bókina og gera lítið úr henni. Ég sá fljótt, hver ástæðan var til þessarar óvildar. Gagnrýnand- anum hafði ég ekki þótt fara nógu lofsamlegum orðum um ráðherr- ann — manninn sem guð fylgdi og verndaði. Bók mín um ráðherrana er ekki fyrst og fremst sagnfræði — ýtar- leg frásögn af ævi ráðherranna — heldur er hún mannlýsingar eða öllu fremur drög að mannlýs- ingum. Þetta sýnir undirfyrir- sögn bókarinnar og ummæli í for- mála hennar: „Þetta eru aðeins svipmyndir og því hvergi um neina alhliða lýsingu að ræða“ — og líka allt efni og öll gerð bókar- innar. Framhjá öllu þessu gengur gagnrýnandinn og þykist hafa gert sér von um sagnfræðilegt rit og kemst svo að þeirri niðurstöðu, að hún sé „nauðaómerkileg sem sagnfræðirit", fyrst og fremst vegna þess hve „hlutdrægur höf- undur er í dómum sínum“. Gagnrýnandinn byggir því dóm sinn á fölskum forsendum, og hér getur ekki verið um fljótfærni og hroðvirkni eina að ræða, heldur vísvitandi ásetning til þess að reyna að fá höggstað á bók minni. En áður en ég svara einstökum fullyrðingum, því að um röksemd- ir er aldrei að ræóa, ætla ég að tilfæra fáeinar glefsur úr ritdóm- um þriggja annarra manna, sem um bókina hafa ritað, svo að lesendur sjái, hvað þeir hafi að segja um hlutdrægni bókarinnar og gildi hennar sem sagnfræði- rits. Halldór Kristjánsson gagnrýn- andi frá Kirkjubóli varð fyrstur til að skrifa um bókina. Halldór Kristjánsson er greindur maður, prýðilega ritfær og stórfróður í stjórnmálasögu þessarar aldar. Hann er orðinn það hniginn maður að aldri, að hann man alla ráðherrana og hefur vafalaust kynnzt mörgum þeirra vel. Hann hefur þvi góða aðstööu til þess að skrifa um bók, sem fjallar um lýsingu þeirra. Halldór hefur um langt skeið verið öruggur framsóknarmaður og því getur naumast farið fram- hjá honum, ef hallað er ófyrir- synju á F, amsóknarflokkinn eða ráðherra hans, en á þvi var mest hætta að mér yrði það á vegna þess að alla mína ritstjóratíð, sem var um 30 ár, átti ég mest í höggi við þá og þó einkum Jónas. En sjáum nú, hvað Halldór segir: „Ástæðulaust er að efa að höfundur hefur viljað vera sann- gjarn í dómum um þá menn er hann nefnir...“ Síðar segir Halldór: „Eg held að höfundi hafi tekizt þessar lýsingar svo vel að þær séu réttar (auðk. hér)“. Og enn segir Halldór: „Það er ómögulegt að lýsa þessum fyrir- mönnum í stuttu máli svo að ekki þyki of eða van að einhverju leyti, en mestu skiptir, að það 'sé rétt sem sagt er, og því tel ég að Magnús hafi náð fyllilega eins vel og hægt var að ætlast til.“ Mundi H. Kr. hafa komist svo afdráttar- laust að orði, ef hann teldi bók mína hlutdræga? Sá næsti sem skrifaði um bók- ina var Helgi Skúli Kjartansson. Ekki er hægt að segja að allt bros hins brosmilda manns falli á bók mína, en þetta segir hann meðal annars um sagnfræðina í bókinni: „Bókinni er skift i kafla eftir landshöfðingjum og ráðherrum fram til 1917, en siðan eftir ríkis- stjórnum og þá sagt frá hverjum einstökum ráðherra á einum stað aðallega, þótt hann hafi aftur setið í stjórn. Með þessum hætti fæst handhægt yfirlit yfir ráð- herra og valdatima hverrar stjórnar og um leið nokkrar upplýsingar um aðdraganda stjórnarskifta og helstu deilumál flokkanna á hverjum tima svo og starfsferil ráðherranna i stórum dráttum." Og siðar segir hann að Ráðherrar Islands sé „handhæg uppsláttarbók um þessi efni fyrir þá sem Stjórnarráðssaga Agnars Kl. Jónssonar er ekki tiltæk, en hún er auðvitað um allt ná- kvæmari og fyllri." Magnús Magnússon Hér drepur Helgi á þá sagn- fræði, sem bók mín hefur að geyma. Hann telur hana svo trausta, að nota megi bókina sem uppsláttarrit. Loks skrifaði svo þriðji maður, Elías Mar skáld, um bókina í Þjóðviljann. Elías er glöggur mannþekkjari og gagnrýninn að eðlisfari. Hann segir meðal annars: „Eftir lestur hókarinnar finnst mér Magnúsi yfirleitt hafa ágætlega tekist. Mér er stórlega til efs, að nokkur annar maður af hans kynslóð, hvar i stjórnmála- flokki sem væri, gæti komizt jafn stórslysalaust frá viðfangsefni sem þessu, nema með því einu að gera bókina að þurri upptalningu þar sem höf. leyfði sér aldrei að láta nokkra skoðun í ljós.. . Eg hlýt að játa, að eftir nokkuð vandaðan lestur þessarar bókar tel ég mig finna sárafátt í henni til að efast um — hvað sem llður allri afstöðu til flokkapólitík- ur..Og enn segir Elías: „Mannlýsingar Magnúsar finnast mér það sannfærandi, að mér þykir ástæðulitið að rengja þær. Allsstaðar er frásögnin mjög athyglisverð og ósjaldan skemmti- leg eins og höfundarins er von og vísa .. Bókin er líka prýðilegt uppsláttarrit sem geymir meiri fróðleik á sinu sviði en nokkur önnur bók sem mér er kunnugt um af ekki meiri fyrirferð." Og Elías endar ritdóm sinn með þess- um orðum: „Þessi bók Magnúsar um íslenzka ráðherra fram til 1971 ætti að vera mikill fengur öllum þeim sem áhuga hafa á þróun islenzkra stjórnmála undanfarna áratugi — og þeim sem hafa gaman af persónusögu. Fyrir þá sem teljast til eldri kynslóðar hlýtur hún að verða tilefni til skemmtilegrar upprifj- unar og jafnvel heilsusamlegrar diskussjónar. Fyriryngri kynslóð- ina er hún mikil fróðleiksnáma og ætti fyrir sitt leyti að geta gefið báðum þessum kynslóðum tilefni til að brúa margumtalað bil — því að þarna er þó sitthvað nefnt, bæði um menn og atburði, sem gefur fólki á öllum aldri tækifæri til umræðu." ”*I rauninni eru þessi lofsamlegu ummæli hinna þriggja glöggu og ritfæru manna nægileg til þess að hnekkja fullyrðingum Jóns Þórs um að mannlýsingar bókarinnar séu hlutdrægar og sagnfræðin ómerkileg. Þeim ber öllum saman um að sagnfræðin sé svo traust að nota megi bókina sem uppsláttar- bók og handbók. Og þetta kom mér ekkert á óvart, þvi að þetta er ekki mér að þakka, heldur heimildarmönnunum og þó eink- um Agnari Kl. Jónssyni sendi- herra, því að rit hans Stjórnar- ráðið var aðalheimild min, en þetta rit er stórmerkilegt og óhagganlegt, svo vandvirkur og vel verki farinn er höfundurinn. Mannlýsingarnar er ég aftur á móti einn um og því gladdi það mig mjög, að bæði Halldór og Elías Mar töldu þær réttar. Helgi Skúli taldi hinsvegar að ég hefði hallað á Stefán Jóhann eða ekki talað um hann af nægri kurteisi, að mér skilst, en um þetta get ég ekki verið hinum glögga manni samdóma. Umsögn mín um þennan ráðherra fannst mér mjög vinsamleg. Ég tel að visu, að hann hafi ekki markað djúp spor í stjórnmálasögunni, en hvernig átti Stefán Jóhann að geta það, hversu miklum stjórnmálaþroska sem hann væri gæddur? Flokkur hans var alltaf með þeim fámenn- ustu og liðsaflinn lítill á Alþingi, og þegar hann var forsætisráð- herra varð hann að eiga allt undir þeim sem studdu hann. Hinsvegar þótti mér minningar- rit hans svo gott, að ég tilfærði úr því tvo kafla um tvo ráðherra Sjálfstæðisflokksins, þá Jón Þor- láksson og Olaf Thors, en þeir munu æ verða taldir meðal hæfi- leikamestu ráðherra þess flokks. Og þetta gerði ég vegna þess að ég treysti mér ekki til að gera betur eóa jafn vel. Tel ég tvímælalaust þessa minningabók vera bezt ritaða af þeim minningabókum sem íslenzkir stjórnmálamenn hafa látið frá sér fara. — Metur Helgi Skúli ráðherradóminn svo mikils, að meira sé vert um miðl- ungsráðherra en góðan rithöf- und? Þvi trúi ég naumast. II. Þá ætla ég að snúa mér að einstökum atriðum, sem Jón Þór áfellir mig fyrir. Fyrst bregður hann mér um, að ég- hafi um of dregið taum Magnúsar Stephensens en ekki látið Hilmar Einsen njóta sann- mælis. Þetta er ekki rétt. Ég skrifaði lengra mál um Magnús en Hilmar vegna þess að áhrifa frá Magnúsi gætti meira á fyrstu ráðherra okkar en Hilmars. Bæði Hannes Hafstein og Jón Magnús- son höfðu verið landritarar hjá Magnúsi, voru vinir hans og mátu hann mjög mikils, jafnvel dáðust að honum. Það liggur því alveg í augum uppi, að bæði Hannes og Jón hafa tekið hann sér til fyrir- myndar. — Hilmar Finsen var hinn mætasti maður og ég legg engan dóm á hvor nýtari hafi verið hann eða Magnús. Ég tek það líka fram í bók minni, að Magnús verði aldrei frægur af verkum „sinum“, en það sé skap- gerð hans og greind sem geri hann eftirminnilegan. Þessi aðfinnsla Jóns Þórs er því alveg út í hött og á engan rétt á sér. Kaflinn um Hannes Hafstein „er ein lofrolla frá upphafi til enda“, segir Jón Þór. Hann er nú aðeins þrjár siður, hálfönnur er tilvitnanir í umsagnir um Hannes eftir þá Björn M. Olsen, Einar H. Kvaran og Þorstein Gislason. Allt er þetta prýðilega samið og gefur mjög glögga mynd af manninum. Mitt framlag er álíka langt, en það er því nær allt gagnrýni á Hannes meðal annars fyrir það að honum hafi mistekizt flokksfor- ustan að sumu leyti. En rökstuðn- ingur minn fyrir því að hann hafi borið af öðrum ráðherrum Islands er aðeins nokkrar linur. — Jón Þór dylgjar um, að Hannes hafi hnuplað frá Valtý Guðmundssyni öllum hugsjóna- og stefnumál- unum. Þetta er hinn mesti mis- skilningur. Sum af stefnumál- unum og hugsjónamálunum voru sameiginleg, bæði Valtýr og Hannes vildu auka sjálfstæði landsins út á við og efla framfarir innanlands. En það var deilt um leiðirnar að takmarkinu. Valtýr Guðmundsson var um margt hinn mikilhæfasti maður, hugkvæmur og geysi duglegur, en hátt má Jón Þór hefja Valtý til þess að hann varpi skugga á Hannes Hafstein. Ég minnist á það, að Hannes hafi haft mikinn óþurftarmann í liði sínu. Jón Þór spyr, hver þessi maður hafi verið. Þvi hefði ég aidrei trúað, að íslenzkur sagnfræðingur vissi ekki, hver þessi maður var. En Jón Þór getur huggað sig við það, að fleiri eru gloppóttir í fræði- grein sinni en hann. Fyrir einum eða tveimur árum harðneitaði einn kollega hans, sem ekki telur sjálfan sig meðal minni spámann- anna, að Dagskrá, blað Einars Benediktssonar, hefði verið dag- blað. Þetta er þó fyrsta dagblaðið sem gefið hefur verið út á tslandi og er einstakt afrek, þegar þess er minnzt að þetta er árið 1896. Ég vísa sagnfræðii.fc.ium Jóni Þór á að leita upplýsinga um óþurftarmanninn í Stjórnmála- þáttum Þorsteins Gislasonar, sem Almenna bókafélagið gaf út fyrir nokkrum árum. Bókin eródýr. Nú kemur löng klausa, þar sem gagnrýnandinn gerir mér upp hugsanir og skoðanir, sem ekki eiga nokkra stoð í bók minni né nokkru öðru sem ég hef skrifað. AUt er þetta eintómt fleipur og hreinn tilbúningur. Hann segir að mér sé „meinilla við framsóknarmenn“. Af hverju ræður hann það? Ég ber ráðherr- um þeirra yfirleitt vel söguna og áfelli flokkinn lítið nema fyrir andspyrnu hans gegn réttlátri breytingu á kjördæmaskipuninni. Hann segir, að ég „elski sjálf- stæðismenn". Eg sagði i bók minni að ég hefði aldrei gengið i flokkinn, og vináttu mina við tvo ráðherrana gerir hann að ást á Sjálfstæðisflokknum. Hann segir að mér sé „hlýtt til alþýðuflokks- manna, einkum eftir að kemur fram yfir 1950.“ Þetta er mér Framhald á bls. 19 Frá Áskjör Lækkað verð Strásykur 1 kg 1 40 kr. Hveiti 5 Ibs 295 kr. Molasykur 1 kg 1 70 kr. Egg 1 kg 400 kr. Ný brennt og malað kaffi á gamla verðinu á meðan birgðir endast. Áskjör Ásgarði 22, sími 36960. Z 325 ný ryksuga frá H3 Electrolux HELZTU KOSTIR: ÍT 850 w mótor — tryggir nægan sogkraft. ic Snúruvinda — dregur snúruna inn I hjólið á augabragði. ★ Sjálflokandi pokar — hreinlegt að skipta um þá. Rykstillir — lætur vita þegar pokinn er fullur. Sjálfvirkur rykhaus rykhaus — lagar sig að fletinum sem ryksuga i. Léttbyggö - Lipur - Stöðug Verð kr. 47.300.— Sértilboð — Kynningarkjör Eignist slíka vél meö aðeins 15.000 kr. útborgun og kr. 5.900 á mánuði í sex skipti. Vörumarkaöurinn hí. Ármúla 1A. Húsgagna- og heimilisd S-86-112 Matvörudeild S-86-111, Vefnaðarv.d. S-86-113

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.