Morgunblaðið - 17.03.1976, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. MARZ 1976
15
Slit vináttusáttmála Egypta og Sovétmanna:
Sovétmenn reiðir
en Kínverjar fagna
Kairó, Moskvu, Hong Kong
16. marz — Reuter.
LlKLEGT er að sovézki flotinn
missi hafnaraðstöðu sína í
Egvptalandi, fvrst og fremst í
Alexandríu, eftir að Anwar
Sadat, forseti, ákvað að rjúfa vin-
áttusáttmála Egypta og Sovét-
manna frá árinu 1971, að þvi er
góðar heimildir í Kairó hermdu í
dag. Ekki hefur þó verið tekin
ákvörðun um þetta. en búizt er
við að svo verði bráðlega. Ekki er
þó talið að það muni hafa mikla
hernaðarlega þýðingu, því Sovét-
flotinn hefur áfram aðstöðu í
Alsir og í Tobruk í Líbýu. 1 gær-
kvöldi samþvkkti egypzka þingið
með miklum meirihluta frum-
varp Sadats um að segja upp sátt-
málanum. Aðeins tveir þing-
menn, sem kunnir eru af stuðn-
ingi við kommúnista, greiddu at-
kvæði gegn.
Sovézka fréttastofan Tass sagði
i gær, að þessi ákvörðun Sadats
væri enn eitt dæmið um fjand-
samlega stefnu hans gagnvart
Sovétríkjunum og það yrðu
egypzkir leiðtogar sem tækju af-
leiðingunum. Hins vegar sagði
hin opinbera kínverska frétta-
stofa Nýja-Kína að ákvörðun
Egypta „markaði gjaldþrot
sovézkrar yfirráðastefnu i
Egyptalandi og væri mikill sigur
fyrir egypzku þjóðina i baráttu
hennar gegn yfirráðunum", og
„hin svokallaða vinátta og sam-
starf sovézku endurskoðunarsinn-
anna eru aðeins önnur heiti á
yfirgangi og útþenslu“.
Embættismenn í Kairó hafa lýst
von um að þessi tímamót í sam-
skiptum Sovétríkjanna og
Egyptalands auðveldi ráðamönn-
um í Washington að fá Banda-
ríkjaþing til að samþykkja vopna-
og efnahagsaðstoð við Egypta i
auknum mæli.
USA refsar
USSR vegna
Angóla
Washington 16. marz
Reuter — AP
BANDARlSKA utanríkisráðu-
neytið sagði í kvöld að hætt hefði
verið við viðræður við Sovétmenn
um orkumál, húsnæðismál ogvið-
skiptasamvinnu vegna framkomu
Sovétrikjanna í Angóla. „I Ijósi
ástandsins I Angóla töldum við
okkur ekki geta haldið samskipt-
um okkar við Sovétrikin áfram
eins og venjulega," sagði tals-
maður ráðuneytisins, Robert
Funseth. „Aðgerðir eins og Sovét-
manna í Angóla leiða til refsing-
ar.“
Ekki er þó vitað hvort aðgerðir
Sovétmanna hafa haft áhrif á að
slitnað hefur upp úr viðræðum
Bandarikjanna og Sovétrikjanna
um kaup Bandarikjamanna á hrá-
olíu frá Sovétmönnum vegna
ósamkomulags um flutningsgjöld
og vegna þess að Sovétmenn hafa
engan samkomulagsvilja sýnt
undanfarnar vikur, að því er
bandarískir embættismenn sögðu
í dag. Ekki fengust upplýsingar
frá Sovétmönnum um málið. Um
var að ræða allt að 200,000 tunnur
af hráolíu á dag sem Bandaríkja-
menn hugðust kaupa, en viljayfir-
lýsing um þetta efni var undir-
rituð um leið og kornsamningur
landanna tveggja í október s.l.
HUA tekur undir
gagnrýni á Teng
Hong Kong — 16. marz
— Reuter.
Hua Kuo-feng, settur forsætis-
Mokafli
af loðnu
við Noreg
Þrándheimi—16.
marz — NTB
Loðnuafli Norðmanna hefur
verið mjög mikill undanfarna
daga, og hafaverið erfiðleikar
með móttöku og úrvinnslu afl-
ans. Heildaraflinn á vertiðinni
er orðinn 90 þús. tonn. Undan-
farna daga hefur aflinn komizt
yfir 3 þús. tonn, en'dagsafköst
fiskverkunarstöðvanna eru 2
þús. tonn.
Enn er ekki ástæða til að
hafa áhyggjur af ofveiði loðn-
unnar, að þvi er aðilar í fisk-
iðnaði telja en þó er ekki
ósennilegt að gripa verði til
einhvers konar takmörkunar á
veiðinni, verði áframhald á
fengsældinni að undanförnu.
ráðherra Kína, hefur látið að því
liggja, að stjórnmáladeilur, sem
nú eiga sér stað f landinu, muni
ekki hafa áhrif ádaglegt lif borg-
aranna, að því er fréttastofan
NVJA-Kína greinir frá í dag.
Er í þessu sambandi vitnað í
ræðu, sem Hua Kuo-feng flutti i
opinberri veizlu, en talið er að í
ræðunni hafi forsætisráðherrann
í fyrsta sinn opinberlega sagt frá
áróðursherferðinni, sem nú er
farin gegn Teng Hsiao-ping, opin-
berlega.
Kuo-feng sagði m.a., að i Kína
væri alræði öreiganna nú ein-
dregnara en nokkru sinni, hið
sósialistiska kerfi þróaðist stöð-
ugt og sóknarandi þjóðarinnar
væri mjög mikill um þessar
-mundir.
Þá vék hann að þvi, sem hann
kallaði byltingarkenndar umræð-
ur á sviði menntamála, vísinda,
tækni, bókmennta og lista, sem
hann kvað vera rökrétta afleið-
ingu menningarbyltingar öreig-
anna, „1 þessum umræðum munu
byltingarkenningar Maós for-
manns tryggja sér enn fastari sess
i þjóðarsálinni og innalands-
ástandið mun verða betra og
betra,“ sagði Kuo-feng. Hann
bætti því við, að kínverska þjóðin
sigraðist á öllum vandamálum og
héldi ótrauð áfram á braut marx-
leninismans i samræmi við hugs-
ún Maó Tse-tungs.
Nú er um það bií tveir mánuðir
siðan fréttist áf Teng Hsiao-ping,
varaforsætisráðherra, en í áróð-
ursherferðinni á hendur honum
hefur hann meðal annars verið
úthrópaður sem málsvari kapítal-
ismans.
Wilson —
meistari pólitískrar
jafnvægis-
listar
Lundúnum — 16. marz — AP.
ÞEGAR Harold Wilson var tiu ára að aldri tjáði
hann móður sinni, að einn góðan veðurdag yrði
hann forsætisráðherra Bretlands. Hann stefnd.
ótrauður að takmarki sinu, og náði því þegar
hann var 48 ára að aldri.
Wilson er fæddur i Huddersfield í Norður-
Englandi 11. marz 1916. Honum sóttist háskóla-
námið í Oxford með ágætum, og hlaut verðlaun
fyrir frammistöðu sína. Þegar hann var 21 árs að
aldri hóf hann kennslu i hagfræði við háskóla í
Oxford, en var um leið náinn aðstoðarmaður
Beveridge lávarðar, sem stuðlaði flestum fremur
að því að Bretland varð velferðarríki.
1 stríðinu gegndi Wilson borgaralegum störfum
á vegum hins opinbera. Hann var fyrst kjörinn á
þing árið 1945.
H ann hlaut skjótan frama innan Verkamanna-
flokksins, og hefur jafnan þótt fylginn sér og
slunginn samningamaður.
Wilson varð talsmaður skuggaráðuneytis
Verkamannaflokksins í efnahagsmálum og
utanríkismálum. Árið 1960 tók hann þá örlaga-
ríku ákvörðun að bjóða sig fram til flokksforystu
gegn vini sínum, Hugh Gaitskell. Hann kolféll og
þótti hafa sýnt af sér einstæða sviksemi. Við lát
Gaitskells árið 1963 var hann samt sem áður
kjörinn formaður flokksins. Ári síðar bar hann
Verkamannaflokkinn fram til sigurs I þingkosn-
ingum og felldi þar með stjórn Sir Alec Douglas-
Homes. Siðan hefur Verkamannaflokkurinn fjór-
um sinnum sigrað í þingkosningum og Wilson
hefur orðið sá forsætisráðherra landsins, sem
lengst hefur gegnt embætti á þessari öld, eða sjö
og hálft ár samtals.
Wilson hefur þótt takast einstaklega vel að
hafa hemil á hinum sundurleitu og að mörgu leyti
herskáu öflum innan Verkamannaflokksins, og
fáir standa honum á sporði i pólitiskri jafnvægis-
list. Stjórnaraðferðir hans hafa að sumu leyti
einkennzt af leynimakki og alvarleg átök innan
stjórnarinnar hafa sjaldnast farið fram fyrir opn-
um tjöldum.
Andstæðingar Wilsons hafa stundum haldið
því fram, að honum hafi ekki farið stjórn ríkisins
jafn vel úr hendi og stjórn Verkamannaflokksins,
vegna þess að yfirsýn hans nái ekki yfir víðáttur
þjóðlffsins í Bretlandi. Hvað sem um það má
segja, er ljóst, að forystuhæfileikar hans eru af
allt öðru tagi en eiginleikar manna eins og t.d.
Winslon Churchills, sem tók flestum fram um
andríki og hæfileika til að hrlfa fjöldann og fá
hann til að fylgja sér á erfiðleikatímum.
Fyrir ári lét Harold Wilson fyrst að þvi liggja,
að hann hygðist draga sig i hlé, og í útvarpsviðtali
í siðustu viku varð honum tíðrætt um hvað hann
tæki sér fyrir hendur þegar hann yrði ekki lengur
forsætisráðherra. Hann kvaðst ætla að halda
áfram þingmennsku, án þess þó að gegna þar
forystuhlutverki. Þá lét hann f ljós áhuga á fyrir-
lestrahaldi heima og erlendis, og ritstörfum.
Wilson hefur gert sér far um alþýðlega
framkomu á stjórnmálaferli sínum, og hefur gætt
þess að gleyma ekki uppruna sinum. I tómstund-
um sínum kýs hann fremur að horfa á knatt-
spyrnu en að helga sig hátíðlegri menningar-
iðkun. Hann drekkur mikinn bjór, og hinir sóma-
kæru brezku klæðskerar hafa látið klæðaburð
forsætisráðherrans fara allmjög í taugarnar á sér.
Forsætisráðherrafrúin, Mary Gladys Wilson,
er ljóðskáld. Hún er hcimakær og frábitin eril-
sömu samkvæmislifi. Hjónin eiga sveitasetur á*
Scilly-eyjum, og dveljast þar þegar tóm gefst frá
opinberum skyldustörfum.
Portúgal:
Kirkjan styður miðdemókrata
Lissabon — 16 marz
— Reuter — NTB
LÍKUR benda nú til þess að íhaldsöfl
innan kaþólsku kirkjunnar í Portúgal
muni styðja flokk miðdemókrata I
þingkosningunum, sem fram fara I
landinu 25. aprfl n.k. í yfirlýsingu
málgagns kaþólikka f Braga f dag
sagði, að stefnuskrá miðdemókrata
væri sú eina, sem ekki bryti f bága
við kenningar kirkjunnar.
Byltingarráð hersins í Portúgal
lýsti þvf yfir f dag, að einskis yrði
látið ófreistað til að kosningarnar
gætu farið fram á tilsettum tfma,
enda þótt svo virtist sem ýmis
stjórnnálaöfl f landinu ætluðu að
reyna að hindra málið. Skoraðí bylt
ingarráðið á alla flokka að sýna and-
stæðingum sfnum virðingu og tillits-
semi ( kosningabaráttunni.