Morgunblaðið - 17.03.1976, Page 18

Morgunblaðið - 17.03.1976, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. MARZ 1976 AP-mynd. HUSSEIN Jórdaníukóngur virðist eftir myndinni að dæma hafa dubbað sjálfan sig upp í aðmírál af tilefni veislunnar, sem Hirohito keisari efndi til honum til heiðurs austur í Tokýó núna í vikunni, þar sem Hussein hefur verið í opinberri heimsókn með Aliu drottningu (til hægri á myndinni). Hátignirnar eru þarna að lyfta glasi hvor fyrir annarri, en Nagako keisarafrú er borðdama Arabahöfðingjans. Lífríki fjörunnar Fyrsta lesörk Landverndar A vegum Landverndar er kominn út bæklingur eftir Agnar Ingólfs- son prófessor, er nefnist Lífríki fjörunnar. Þar ritar höfundur Itarlega lýsingu á fjörunni, lífs- skilyrðum hennar og lffriki. Rit þetta er fyrsta heftið í nýjum útgáfuflokki er nefnist Lesarkir Landverndar og er honum ætlað að mæta að hluta þörfum skóla fyrir námsefni í náttúru- og umhverfisfræðum en mikil vöntun hefur verið á slíku efni á öllum skólastigum. Utgáfu og fræðslustarf I.and- verndar er nú orðið æði fjöl- breytt, má þar nefna fyrirlestra- hald, útgáf'u stærri rita um einstaka þætti umhverfismála en þau eru: Mengun, Gróð- Skjal dhamrar sýndi ir á lista- hátíð í Irlandi NU ER afráðið að leikrit Jónasar Árnasonar - — Skjaldhamrar, sem Leikfélagið sýnir um þessar mundir, vér ður sýnt á alþjóðlegri listahátíð í Dundalk á írlandi hinn 14.—2.' ». maí. Forráðam iur hátíðarinnar Sean Cascy kom þessu boði á framfæri i •tiír að hafa lesið Skjalrihamr í þýðingu Atan Bouchers, oj -ir í fréttatilkynn- ingu frá lis .1 ahátíðinni að Casey hafi þólt mi kið koma til skyldleik- ans milli le ikritunar Jónasar og urvernd, Landnýting og Vot- lendi. Það fimmta er nú í und- irbúningi og fjallar um nýt- ingu auðlinda okkar til lands og sjávar i sambandi við fóður og fæðuöflun þjóðarinnar og fyrir skóla hafa verið gefnar út lit- skyggnur auk veggspjalda og bilmerkja. Hafa litskyggnur sem fjalla um gróðureyðingu og gróðurvernd, verið keyptar af yf- ir 100 skólum víðs vegar um land- ið. En von er á tveimur mynda- flokkum i viðbdt, um jarðrask og útilíf. Ritgerð Agnars Ingólfssonar birtist fyrst í Riti Landverndar um votlendi (1975) og er 35 bls. að lengd. Þar er fjallað um uppruna fjörulífvera, beltaskipt- margra þekktustu leikritaskálda Ira, svo sem J. B. Keane, Brendan Behan og Sean O'Casey, svo að honum þótti líklegt að írskum leikhúsgestum nlyndi falla leik- ritið. Leikmyndin verður hin samaog Steinþór Sigurðsson gerði fyrir Skjaldhamrasýningu Leik- félagsins og verður svíðsetningin hin sama og í Iðnó. Hins vegar verða leikarar aðrir, og t.d. mun Gunnar Ey-jólfsson leika eitt helzta hlutverkið, svo og Jónína Olafsdóttir ieikkona, sem nú er búsett í Bretlandi og Arni Ibsen, kennari í Hafriarfirði, sem lék nú siðast í Hamletsýningu ensku- deildar Háskólans. Þá standa einnig vonir til að önnur ung leik- kona, sem rtú dvelst i Bretlandi, muni leika í sýningunni en að öðru leyti verða leikendur írskir. ingu þeirra og gefið yfirlit yfir tegundir er lifa í fjörunni. Jafn- framt er lýst lífmagni og lífrænni framleiðslu þörunga og lýst áhrif- um mannsins á þetta sérstæða og heillandi umhverfi. Lesarkaformið býður upp á sveigjanleika í vali námsefnis og er þess að vænta að kennarar taki þessari hugmynd vel. — 27% hækkun Framhaid af bls. 32 króna til framkvæmda við bæki- stöð Hitaveitu Reykjavíkur við Grensásveg. Til afborgana af lán- um munu fara 110 milljónir króna. Til að halda óbreyttri fram- kvæmdaáæltun frá því, sem fyrir- hugað var, þ.e. að ljúka dreifi- kerfum í Garðabæ og Hafnarfirði, þyrfti Hitaveita Reykjavíkur því nú að taka að láni um 160 milljón- ir króna og að auki 115 milljónir króna vegna framkvæmda í Reykjavík, sem verður frestað eða samtals 275 milljónir króna. Mikill vafi er á, að rétt sé fyrir Hitaveitu Reykjavíkur að taka frekari erlend lán til þessara framkvæmda og innlend lán liggja sennilega ekki á lausu. Því er nauðsynlegt að draga úr hraða framkvæmdanna, sem þessu nem- ur." — íþróttir Framhald af bls. 31 Úthaldið brást hjá b-liði KR 1. fl. lið KR stóð lengi vel I 1. deildarliði Fram I Bikarkeppninni og hafði reyndar frumkvæðið I leiknum nær allan tlmann. Það var ekki fyrr en alveg undir lokin að Framarar náðu að komast fram- ur og tryggja sér sigurinn I leikn- um. enda flestir KR-inganna að niðurlotum komnir vegna úthalds- leysis. KR hafði yfir 29:26 eftir fyrri hálfleikinn og hélt þeim mun fram eftir slðari hálfleik. Virtust Framarar algjörlega heillum horfn- ir og það var ekki fyrr en Guð- mundur Hallsteinsson kom inn á að leikurinn breyttist Fram I vil. Þá sigu Framarar framúr og sigruðu með 61 stigi gegn 49. Helgi Valdimarsson var stig- hæstur hjá Fram með 20 stig, en Hilmar Viktorsson hjá KR með 11 stig. 9k — Verkföll og harka Framhald af bls. 32 hefði látið að því liggja að það myndi ekki verða með í ramma- samningi eins og undanfarin ár. LlU hefur ekki víljað taka slíkt gilt, þar sem það lítur svo á að Jökull hafi þurft að segja upp samningsaðild um leið og samn- íngnum var sagt upp. Þetta gerðu þeir ekki, en boðuðu þar að auki Verulegur samdráttur í komu útlendinga til landsins 1 mánaðaryfirliti útlendingaeftir- litsins yfir komu farþega til Is- lands með skipum eða flugvélum kemur fram,að fyrstu tvo mánuði ársins komu töluvert færri far- þegar til landsins en á sama tlma f fyrra. Á fyrstu tveim mánuðum þessa árs komu rúmlega 7.800 far- þegar en voru í fyrra tæplega 9.500. 1 febrúar komu til landsins alls 3.088 farþegar, þar af voru 1667 Islendingar. I febrúar 1975 komu hins vegar til landsins yfir 4.300 farþegar, þar af tæplega 2.000 ís- lendingar. Ef borinn er saman fjöldi far- þega tvo fyrstu mánuðina í ár og 1975 kemur í ljós að fjöldi Is- lendinga er nokkurn veginn sá sami en útlendingum hefur hins vegar fækkað um nærri 1500. Voru þeir á þessu ári um 3.700 en voru í fyrra yfir 5.100. Morgunblaðið hafði því sam- band við Svein Sæmundsson blaðafulltrúa Flugleiða og innti hann eftir ástæðunum fyrir þess- um samdrætti. — Ástæðurnar munu fyrst og fremst vera verkfallið, sagði Sveinn. Flug lá niðri í meira en hálfan mánuð og hefur það mikið að segja. Eins ef það fféttist út að verkfall sé yfirvofandi hefur það að sjálfsögðu mikil áhrif. Þá tekur töluverðan tíma eftir að verkfalli lýkur að fá fólk til að koma. Þetta höfum við orðið varir við oft áður. Ástæðan fyrir að Islendingarnir eru jafn margir gæti verið að þeir sem töfðust úti komu heim að verkfalli loknu. — Það hefur líka heldur fækk- að farþegum í Atlantshafsflugi undanfarin tvö ár eða um 10% á ári, en Flugleiðir hafa haldið betur fjöldanum en önnur flug- félög. Það geta þvi verið margar samverkandi orsakir sem valda þessum samdrætti, sagði Sveinn Sæmundsson að lokum. verkfall nú án þess að bera upp samningana, sem LlU telur einn- ig ólögmætt. Jónas Haraldsson sagði að frétzt hefði að sjómenn á Stöðvar- firði ætluðu að koma inn með togarann þar hinn 18. febrúar og stöðva hann á sama degi og hinir, sem boðað hafa. Stöðfirðingar hafa hins vegar eins og áður er getið ekki boðað verkfall og yrði slík stöðvun því ólögmæt. Á Fáskrúðsfirði er einnig einn tog- ari og þegar hann átti að láta úr höfn í gær, neituðu sjómennirnir að fara, nema skipið kæmi inn 18. marz og legðist í verkfall. Þar hefur verið boðað verkfall frá og með 18., en ávallt hefur tiðkazt sú venja að skip hafi fengið að ljúka veiðiferð. Utgerðin neitaði því að sæta slikum kosti, enda taldi hún að sjómennirnir hefðu ekki heim- ild til þess að neita að koma til skips, ef skipið kæmi ekki í land aftur, nema á þeim degi sem þeim hentaði,. Slíkt ætti að vera á valdi skipstjóra að meta, hve veiðiferð væri löng. A Fáskrúðsfirði mættu 8 skipverjar ekki til skips og hefur þeim verið tilkynnt að þeim hafi verið vikið úr skips- rúmi. Hér er um að ræða togar- ann Ljósafell SU. Jón Erlingur Guðmundsson, framkvæmdastjóri útgerðarfélags Ljósafells SU sagði í viðtali við ltóbl. í gærkveldi að skipið lægi enn á Fáskrúðsfirði og hefði ekki enn tekizt að ráða menn í skiprúm þeirra, sem ekki mættu til skips. Þó sagði hann að 2 menn hefðu komið til baka. Hann bjóst við að unnt yrði að ráða samtals 5 menn i stað þeirra 8, sem upphaflega komu ekki og helzt sagðist hann vilja komast hjá að leita að mönn- um út fyrir Fáskrúðsfjörð. Jón Erlingur sagðist harma það, hvernig þessir menn kæmu fram við þetta skip. Hér væri um að ræða eitt fengsælasta fiskiskipið á Austfjörðum, sem nýlega hafi orðið fyrir alvarlegri bilun, sem hálfan mánuð tók að gera við. Þetta kvað hann vera viðtök- urnar, er skipið kæmi aftur heim og sagði hann að sér fyndist anda heldur köldu í garð skipsins og útgerðarfélags þess. I gærkveldi bárust þær fréttir, að sjómenn á Vopnafirði hefðu ákveðið að standa með sjómönn- um annars staðar á Austfjörðum um verkfallsaðgerðir hinn 18. marz. Þetta verkfall hefur ekki verið boðað með löglegum hætti að dómi LIU, þar Sem verkfalls- boðun verður að vera með einnar viku fyrirvara svo sem kunnugt er — og frá viðkomandi stéttarfé- lagi. — Alþingi Framhaid af bls. 14 einstaklingar skuli eiga frum- kvæði að tilraunum með nýjar húshitunaraðferðir, svo sem hér hefur átt sér stað. Iðnaðar- ráðuneytið hefur með stuðn- ingi við þessa ákveðnu tilraun viljað fá hlutlaust mat á gagn- semi þess tækjabúnaðar sem hér um ræðir. A grundvelli álitsgerðar nefndarinnar mun ráðuneytið í samstarfi við aðra aðila taka ákvarðanir um frek- ari aðgerðir á þessu sviði. — Ójöfn aðstaða Framhald af bls. 32 tolla á freðfiski bæði í Bretlandi og i Efnahagsbandalagslöndunum en Islendingar, og sama gilti raunar um Færeyinga. Þórhallur sagði, að reyndar hefðu Norðmenn lagt miklu meiri rækt við Evrópumarkaðinn en Is- lendingar, þar eð við hefðum miklu fremur lagt áherzlu á Bandaríkjamarkað og einnig Sovétríkin. Hins vegar mætti hugsa sér, að ef íslendingar hefðu fengið þessi fríðindi, sem kveðið væri á um í samningnum, þá vær- um við komnir þangað meira inn með fiskafurðir okkar en nú væri. Þörhallur sagði ennfremur, að það væri óumdeilanlega nokkurt áhyggjuefni að þessi helztu keppi- nautar okkar, Norðmenn og Fær- eyingar, skyldu hafa betri aðstöðu á þessum mörkuóum — Bretlandi og hinum EBE-löndunum en við hefðum núna. Minna má á, að brezkir togara- menn sem sækja á Islandsmið kvörtuðu yfir þvi að afli þeirra hér við land færi allur í dýrafóður vegna mikils framboðs á freöfiski frá Noregi. Þörhallur sagði í þessu sambandi, að hann hefði nýlega hitt Norðmenn erlendis, sem ekki hefðu viljað kannast við að þessar fréttir væru réttar, en hins vegar hefði verið töluverður afli í Norðursjó, er gert hefði það að verkum að mikið framboð hefði verið á fiski um þær mundir, og það væri alkunna að innflutningsaðilum væri ætíð kennt um þegar illa gengi hjá heimamönnum, enda þótt innflutningur ætti ekki nema litla sök þar á. Hins vegar sagði Þórhallur að óhætt væri að fullyrða að bæði Norðmenn og Færeyingar vagru mun betur settir en vió með sölu á freðfiski vegna þess að þeir nytu lægri tolla vegna samnings þeirra við Efnahagsbandalagið. Nefndi Þórhallur sem dæmi um tolla- muninn, að t.d. í Bretlandi sem væri stærsti freðsfiskmarkaður- inn, væru Norðmenn með freð- fiskstoll upp á 1.5% i ár meðan 12% innflutningstollur væri á freðfiski frá Islandi í Bretlandi. Færeyingar væru þar hins vegna með engan innflutningstoll á frystu flökin sín. Ef hins vegar væri litið á gömlu EBE-löndin, þá væri þar 15% innflutningstollur á fryst flök frá Islandi en aðeins 6% tollur á þær afurðir Norð- manna og 3% á færeyskan freð- fisk. Aðstöðumunurinn væri því gífurlegur. — Gjafir til ASÍ Framhald af bls. 5 Hanníbal Valdimarssyni, Helga Hannessyni og Guðgeiri Jónssyni, félagsmálaráðherra, formönnum stjórnmálaflokkanna, forseta sameinaðs Alþingis, erlendum bræðrasamböndum, fjölmörgum verkaiýðsfélögum, Sambandi bankamanna, félögum opinberra starfsmanna, KRON, formanni og forstjóra SlS og samtökum vinnu- veitenda, auk fjölda einstaklinga. Færir Alþýðusambandið öllum þessum félögum og einstakl- ingum þakkir sínar. — Ný ganga Framhald af bls. 32 biðu betra veðurs. Ekkert skip hefur nú tilkyrlíit um afla til Loðnunefndar síðan á sunnudags- morgun. Menn eru nú hræddir um að loðnan verði búin að hrygna þegar veður lægir og því sé vafasamt hvort hægt verði að frysta meiri loðnu að þessu sinni. Alls mun nú vera búið að frysta um 4000 lestir af loðnu fyrir Japansmarkað, en sem kunnugt er voru Japanir tilbúnir að kaupa a.m.k. 10 þús. lestir af Islending- um i vetur. — Aukin umsvif Framhald af bls. 5 semja um það við ferðaskrifstof- una Urval að meðlimir geti farið í hvaða ferð sem er á vegum skrif- stofunnar og fengið afslátt sem nemur 5.000 kr á einstaklinggegn framvisun félagsskírteinis í ein- hverju sjálfstæðisfélagi. — Verð þessara ferða er mjög mismunandi. Það fer eftir því á hvaða tima er farið óg hvort fólk velur íbúðir eða hótel. Fyrsta ferðin til Mallorka verður farin 14. apríl en fyrsta ferð til Ibiza verður 28. maí. Ferðaskrifstofan Urval sér um alla fyrirgreiðslu bæði hvað varðar móttöku á pöntunum, útvegun á hótelum og svo öðrum farseðlum ef haldið er lengra en til Kaupmannahafnar. Ennfremur mun skrifstofa Sjálf- stæðisflokksins veita allar upplýs- ingar um ferðirnar. — Samvinnan við ferðaskrif- stofuna Urval hefur verið með miklum ágætum og það hefur sýnt sig að, landsmálafélagið Vörður fór inn á rétta braut með skipulagningu á utanlandsferðum fyrir meðlimi sjálfstæðisfélag- anna, sögðu þeir Hilmar Guðlaugsson og Guðmundur J. Öskarsson að lokum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.