Morgunblaðið - 17.03.1976, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. MARZ 1976
Minning:
Helgi Hrafn Helgason
bókban dsme is tari
Fæddur 16. 2. 1928
Dáinn 9..V76
I dag er til moldar borinn Helgi
Hrafn Helgason, bókal)ands-
meistari, Miðtúni 18 hér í borg.
Hann lést í Borgarspítlanum 9.
þessa mánaðar.
Hann var fæddur 16. desember
1928 í Reykjavík, sonur hjónanna
Engilborgar Helgu Siguróardótt-,
ur og Helga Guömundssonar.
Helgi faðir hans var kunnur borg-
ari, starfaöi hann meöal annars
um áraraöir sem kirkjugarösvörö-
ur.
Krumrni, eins og hann var oft-
ast nefndur meðal vina, ólst upp á
góðu og reglusömu heimili i stór-
um hópi systkina. Sem borinn og
barnfæddur vesturbæingur geró-
íst hann ungur að árum KR-ingur,
lék þar í öllum aldursflokkum
knattspyrnunnar, og um 10 ára
skeið í meistaraflokki. Þótti hann
afbragðs leikmaður, harður og
sækinn, enda stór og sterklega
hyggður. Hann var drengilegur og
sannur íþróttamaður í leik.
Ungur hóf hann nám í bók-
bandsiðn hjá Aðalsteini heitnum
Sigurðssyni í Bókfelk, einhverjum
ljúfasta persónuleika sem ég hefi
kynnst. Hjá honum hefur hann
vafalaust fengið gott veganesti.
Hann lauk sveinsprófi 1. október
1949 og vann i Bökfelli til ársins
1960, er hann réðst sem verkstjóri
f Félagsbókbandiö. Sagði mér eig-
andi þess fyrirtækis, Gunnar Þor-
leifsson, einhverju sinni, að betri
verkstjóra hefði hann ekkí haft í
þjónustu sinni. Þar starfaði hann
til ársins 1965, eðatil þesstíma,er
hann stofnaði eigið fyrirtæki,
Bókbindarann H/F.
Hann hóf sjálfstæðan atvinnu-
rekstur í iðn sinni í litlum og
ófullnægjandi húsakynnum, en
með dugnaði og reglusemi óx
þetta fyrirtæki í höndum hans,
svo að nú þegar hann er allur er
það orðið mikilvirkt og traust. A
þessum árum hafði hann mikil
samskipti við ýmsa bókaútgefend-
ur og margvísleg fyrirtæki og
ávann sér traust þeirra með sinni
sérstöku skaphöfn, sem lýsti sér í
rólegu yfirbragði og prúðmann-
legri framkomu.
Hann var ósérhlífinn og dugleg-
ur verkmaður og hafði góða hæfi-
leika sem verkstjórnandi. Hann
var sanngjarn og göður þeim sem
hjá honum unnu, sem meðal ann-
ars má merkja á því að sumir
starfsmanna hans hafa unnið hjá
honum frá fyrstu tíð.
Krummi hafði strax mikinn
áhuga á félagsmálum stéttar sinn-
ar. ilonum voru því fljótlega falin
ýms trúnaðarstörf í Bökbindara-
félagi Islands. Hann var gjaldkeri
félagsins frá 1958—1965 og gjald-
keri lífeyrissjóðs bókbindara frá
stofnun sjöðsins og hafði umsjón
með honum þó nokkur ár eftir að
hann gerðist atvinnurekandi, og
sýnir það vel hvers trausts hann
hafði aflað sér.
Hann var fljótlega kosinn i
stjörn félags bókbandsiðnrek-
enda sem gjaldkeri, og þegar
bókagerðarmenn sameinuðust í
eitt félag, Félag íslenska prent-
iðnaðarins, varð hann fulltrúi
sinnar iðngreinar í stjórn þess. Þá
var hann i kjarásamninganefnd-
um og einnig í ýmsum öðrum
trúnaðarstörfum.
Fyrir rúmum tuttugu árum átti
ég því láni að fagna að kynnast
þessum ágæta manni, ungum og
glæsilegum. Þann 5. nóvember
1955 gekk hann að eiga dóttur
mína, Ingu Rúnu, og allar götur
síðar hefi ég haft náin samskipti
við hann bæði í starfi og utan
þess. Þar kynntist ég manni sem
hafði alla þá kosti sem prýða
mega einn mann. Þar fór saman
hógværð, reglusemi og dreng-
lund. Okkur var vel tiLvina þó
aldursmunur væri mikill og átt-
um mörg sameiginleg áhugamál.
Báðir unnum við íslenskri nátt-
úru og fórum saman margar ferð-
ir um landið. Sérstaklega var fjar-
an og leyndardómur hennar fjöl-
skyldum okkar kær. Þá vorum við
félagar í laxveiði og laxarækt. Við
ásamt nokkrum góðum vinum
tókum laxlausa á á leigu fyrir
nokkrum árum og höfðum báðir
mikið yndi af þeim árangri sem
náðist við ræktun árinnar.
Krummi var elskulegur eigin-
maður og frábær heimilisfaðir.
Hann og Rúna lifðu í góðu og
hamingjusömu hjónabandi. Þau
eignuðust þrjá syni sem allir bera
vott um að hafa notið umhyggju
ástrikra foreldra. Heimili þeirra
sýnir og hve samhent þau voru
um að gera það fagurt og vistlegt
— íverustað allrar fjölskyldunn-
ar.
Það er með sárum söknuði að
við kveðjum þennan góða mann.
Það verður styrkur Rúnu og
drengjanna í þeirri sorg, að þau
eiga minningar um elskulegar
eiginmann og föður. Þar bar
aldrei neinn skugga á.
Guð blessi minningu hans.
Sæm undu r Sigurðsson
Hann Helgi Hrafn er dáinn.
horfinn frá okkur, langt um aldur
fram. Erfitt er að átta sig á þess-
ari harmafregn, svo stór og sterk-
ur sem hann var — en maðurinn
með ljáinn spyr ekki að þvi.
-Aðeins fáum dögum áður en
hann veiktist kom ég i heimsókn á
heimili þeirra hjónanna í Miðtúni
18 og var hann þá léttur og hress
eins og jafnan. Alltaf var ánægju-
legt að koma á þeirra vistlega
heimili, þar sem rikti glaðværð og
gestrisni og gott er að ylja sér við
endurminningar þeirra stunda.
Eg held að Helga mesta gæfu-
spor hafi verið þegar hann kvænt-
ist minni elskulegu bróðurdóttur,
Ingu Rúnu Sæmundsdóttur. Vissi
ég að hann kunni vel að meta
dugnað hennar og myndarskap. I
öllu stóðu þau saman sem einn
maður og klufu erfiðleikana
hvern af öðrum. Frá brúðkaups-
degi þeirra eru nú rúm tuttugu ár
liðin, en þó er mér sá gleðidagur í
svo fersku minni, sem dagurinn í
gær.
Helgi var mikill knattspyrnu-
maður um árabil. Hann var og
mikill bókamaður og eignaðist
safn góðra bóka, enda valdi hann
sér að lífsstarfi bókbandsiðn og
stofnaði síðar eigið fyrirtæki, sem
hann rak af miklum dugnaði og
eljusemi. Mikla ánægju hafði
hann af veiðiskap og ferðalögum
og var þá oft leitað á vit hinnar
fögru islensku náttúru með fjöl-
skyldunni.
Þau Rúna og Helgi eignuðust
þrjá indæla og efnilega drengi.
Elstur er Guðmundur Viðir, bráð-
um tvítugur og verður hann stúd-
ent i vor. Næstur er Þröstur á 15.
ári og yngstur er Sæmundur, ný-
lega 12 ára. Þá ósk á ég þeim til
handa, að þeir feti í fótspor föður
sins á sem flestum sviðum og til-
einki sér hans góðu eiginleika,
svo sem reglusemina og dugnað-
inn. Elsku frænka min — þú átt
mikinn fjársjóð, þar sem eru þín-
ir góðu drengir og veit ég að þeir
verða þér þinn styrkur í miklum
harmi og missi.
Að endingu kveð ég Helga
Hrafn og þakka honum allt gott
mér auðsýnt frá fyrstu kynnum
og bið honum guðsfylgdar yfir
landamærin, og öllum hans syrgj-
endum votta ég mína dýpstu sam-
úð og bið guð að styrkja þá og
leiða í gegnum sorgarskýin.
Inga frænka.
I dag er til moldar borinn svili
minn, Helgi Hrafn Helgason, bók-
bandsmeistari, sem ævinlega var
kallaður Krummi meðal fjöl-
margra vina og skyldmenna.
A þessari stundu finn ég svo
glöggt, hversu stutt kynni okkar
voru og hversu mikils ég hafði í
raun og veru vænst af sívaxandi
og áframhaldandi vináttu okkar.
Eg kynntist honum fyrst að ráði
fyrir fimm árum þegar ég kvænt-
ist inn í sömu fjölskyldu og hann
hafði kvænst inn í fimmtán árum
áður. Talaðist okkur þá til, ásamt
þriðja tengdasyninum, Birni Ar-
dal, lækni, að stofna nokkurs kon-
ar hagsmunaklúbb, til að verjast
ofríki eiginkvenna okkar. Sá
klúbbur starfaði þó aldrei neitt,
af skiljanlegum ástæðum, en stutt
samvera okkar var æ siðan bland-
in léttleika og kímni.
Krummi átti til mikið vinarþel
og hið einkennandi, geislandi og
glettnislega bros hans gat ávallt
létt mér lund og af mér hvers-
dagslegum áhyggjum. Siðast varð
ég þess ógleymanlega bross
aðnjótandi er ég heimsótti hann
fársjúkan, ásamt Rúnu, eigin-
konu hans og mágkonu .minni.
Meira að segja þá var hann
gefandi og þannig mun ég ávallt
minnast hans. 1 minum augum
verður hann alltaf glettinn, en
góðgjarn, hógvær og traustur vin-
ur.
Kynni mín af Krumma voru
alltof stutt, og þó að máltækið um
að enginn viti hvað átt hafi fyrr
en misst hafLeigi svo sannarlega
við um þau, pá er máltækið ekki
einhlítt, því að fljótlega eftir
fyrstu kynni sá ég hvern mann
hann hafði að geyma og þeim
manni vildi ég kynnast og eiga að
góðum vini.
Mér er orða vant, en mikill er
harmur minn og fjölskyldu minn-
ar, að fá ekki lengur að njóta
samvista við Krumma, svo góður
og göfugur sem hann reyndist
okkur.
Megi björt og fögur minningin
um hann ylja harmi þrungnum
hjörtum hans nánustu, Rúnu og
drengjanna þriggja, systkina
hans, tengdaforeldra og allra
þeirra annarra, sem í dag
sameinast í sorg sinni og eftirsjá.
Hermann Sveinbjörnsson.
Þann 9. mars barst okkur sú
harmafregn að hinn ágæti vinnu-
veitandi okkar Helgi H. Helgason,
væri látinn. Fyrirvaralaust og öll-
um á óvart féll þessi hrausti mað-
ur niður og eftir stutta en erfiða
baráttu á Borgarspítalanum lést
hann þar.
Helgi stofnaði bókbandsst. Bók-
bindarinn fyrir um 12 árum. All-
an þann tima hafa samskipti hans
við starfsfólkið verið honum til
sóma. Hann var mjög viðræðugóð-
ur maður og vildi alltaf öllum vel.
Okkur er því bæði ljúft og skylt
að þakka þessum gæðamanni fyr-
ir ánægjuleg og þroskandi kynni.
Erfitt er að trúa því að Helgi sem
bæði var heilsugóður og reglu-
samur skuli vera horfinn héðan
svo snögglega á besta aldri. En
erfiðast og sárast er þó hjá eigin-
konunni Ingu Rúnu og sonunum
þrem, Guðmundi, Þresti og Sæ-
mundi litla, sem nú hafa misst
sérstaklega nærgætinn og góðan
heimilisföður.
Við sendum eiginkonu, sonum
og öðrum ættingjum innilegustu
samúðarkveðjur og vonum að
minningin um góðan mann muni
styrkja þau í þeirra miklu sorg.
Starfsfólk Bókbindarans.
Afmælis- og
minningar-
greinar
ATHYGLI skal vakin á því, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með
góðum fyrirvara. Þannig verð-
ur grein, sem birtast á I mið-
vikudagsblaði, að berast í síð-
asta lagi fyrir hádegi á mánu-
dag og hliðstætt með greinar
aðra daga. Greinar mega ekki
vera I sendibréfsformi eða
bundnu máli. Þær þurfa að
vera vélritaðar og með góðu
lfnubili.
t
Þökkum öllum sem auðsýndu
okkur samúð og vinarhug við
fráfall og útför,
GUÐJÓNS GUÐJÓNSSONAR.
frá Kaldbak,
Systkini
og aðrir vandamenn.
t
Maðurinn minn,
JÓHANN ÞORSTEINSSON,
frá Berustöðum,
fyrrum kennari
andaðist að heimili slnu Suðurgötu 1 5. Hafnarfirði hinn 1 6 marz.
Astrid Þorsteinsson.
Eiginmaður minn t
andaðist 13. þ.m. ÓSKAR GUÐNASON. prentari, Hávallagötu 55, Jarðarförin fer fram frá Frlkirkjunni. fimmtudaginn
18 þ m kl 3 Guðný Pálsdóttir.
t
Móðir min, tengdamóðir og amma,
MARGRÉT f. GUÐMUNDSDÓTTIR,
frá Vestmannaeyjum,
Longuhllð 23, Reykjavfk
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 1 8 marz kl 1:30
Þorfinnur Óli Tryggvason,
Alda Berg Óskarsdóttir og börn.
Útför eiginmanns míns,
JÓNASAR GUÐMUNDSSONAR,
verzlunarstjóra,
Háaleitisbraut 51
fer fram frá Dómkirkjunni, fimmtudaginn 1 8 marz klukkan 1 3 30.
Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeir sem vildu minnast hans, er bent
á Slysavarnarfélag Islands
Fyrir hönd vandamanna, Marla Friðleifsdóttir.
t
Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi
ASMUNDUR ASMUNDSSON
bakarameistari
Drápuhlfð 20
sem lést 1 1 þ.m. verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn
19. marz kl 13.30 Þeim sem vildu minnast hans er bent á K.F.U.M.
Kristniboðið I Konsó eða aðrar hjálparstofnanir
Gróa Jafetsdóttir
böm, tengdabörn og barnaböm.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall eiginkonu
minnar, dóttur okkar og systur.
RAGNHEIÐAR KONRÁÐSDÓTTUR.
hjúkrunarkonu.
Skúli Matthlasson og synir,
Júliana Jóhanna Guðlaugsdóttir,
Konráð Guðjónsson og
Guðlaugur Konráðsson.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför móður okkar
MARGRÉTAR ÞORLEIFSDÓTTUR,
Brautarholti, Hofsós.
Elfn Ólafsdóttir. Eggert Ólafsson.
t
Alúðarþakkir fyrir samúð og hlýhug við fráfall og útför
SÉRA KRISTINS STEFÁNSSONAR,
f.v. áfengisvarnaráðunauts.
Dagbjört Jónsdóttir,
böm, tengdabörn og barnabörn.