Morgunblaðið - 17.03.1976, Side 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. MARZ 1976
Á hættu-
slóðum í
ísraelS “re
Sigurður
Gunnarsson þýddi
egg mýflugnanna. Sumir í hópnum uróu
sjúkir og einn dó. En það ríkti enn friður
í landinu og það skipti mestu máli.
En svo gerðist það dag inn, að tveir
Arabar komu til okkar. Þeir voru ríðandi
á úlföldum og vildu ekki fara af baki. En
þeir sögðu að þeir ættu þetta landsvæði
okkar og hefðu þaö skjalfest. Og þess
vegna kröfðust þeir að við færum þegar í
stað. Við höfðum keypt landið, en sá sem
seldi það átti það ekki.
Það kom í ljós, aö mennirnir höfðu aö
nokkru á réttu að standa. Sá sem hafði
selt þeim landið, var leiguliði, en eig-
andinn bjó í Damaskus. Hann hafði frétt
um söluna, en látið kyrrt liggja, þangað
til hann heyrði að við værum komnir og
COSPER ------------\
V_______________________/
farnir aö rækta landið. Og nú vildi hann
fá það á ný.Dómstóll tók málið til meó-
feðar, lögreglan skarst í leikinn og okkur
var borið á brýn, að vió hefðum rænt
landinu. En við vildum ekki flytja. Hvert
áttum við eiginlega að fara, — tuttugu
ungir menn frá átján löndum, og allir
foreldralausir? Viö áttum ekkert hús til
að búa í. Við höfðumst viö í tjöldum, sem
við gerðum úr umbúðastriganum, sem
við vorum fluttir í, þegar við komum
hingaö. Steinhús voru í smíðum hjá
okkur og sumum aö mestu lokið. Á miðri
landareigninni var stórt steinhús, sem
við hugsuðum okkur að nota sem vígi, ef
ófriður kynni að brjótast út vió Araba.
Sumir okkar höfðu kvænzt og eignazt
börn, og þau höfðum við í steinhúsinu
stóra.
Þannig leið eitt ár. En svo dundi ógæf-
an yfir. Við höfðum alltaf menn á verði,
en það var tilgangslaust í þetta sinn, við
vorum svo fáir. Arabar komu fjölmennir
og geystust fram eins og fellibylur, sumir
voru á úlföldum, en aðrir fótgangandi.
Þrír okkar voru drepnir, hinum tókst að
flýja með börnin sem voru tvö.
En nokkrum nóttum seinna komum viö
aftur Þá höfðum við fengið mikilvæga
hjálp og m.a. góð vopn. Við náðum
landareign okkar á ný. Þetta var land-
svæðið okkar. — hér höfðu forfeður
okkar búið fyrir þúsundum ára, og við
höfðum keypt og borgað þetta land. Það
var að vísu hægt að reka okkur burt, en
við komum aftur.
Eftir þetta byggðum við fleiri steinhús.
Við unnum á daginn með byssu um öxl og
héldum vörð um nætur. En svo brauzt
stríðið út, — frelsisstríðið — og þá var ég
að vera fullorðinn var einmitt 17 ára
gamall. Þetta var árið 1948. Óvinirnir
umkringdu okkur og við vorum lengi
matarlaus höfóum hvorki vott né þurrt.
Tilfinnanlegast var þaö þó að sjálfsögðu
vegna barnanna, sem oft báru sig illa og
grétu sáran af sulti. Við vörðumst í stein-
húsunum og héldum út, þangað til hjálp-
in barst og friður var saminn. Við áttum
landið. En héðan geturðu séð, að það
voru aðeins nokkur hundruð metrar til
landamæranna.
Míron hafði staðið á fætur og bent í
áttina. Óskar stóð líka upp, en hann sagði
ekki neitt. óg ekkert þeirra mælti orð af
vörum.
Skömmu seinna settust þau upp í
Æ, hjálpi mér Guð. — Ég er
komin með þráðinn úr botn-
langaskurðinum þfnum.
Við erum ekki beinlfnis trúlof-
uð, — cn f gildi eru á milli
okkar 10 daga vináttutengsl.
Eins og stendur er fjárhagur
fyrirtækisins mjög þröngur og
ekki horfur á að þú fáir launa-
hækkun.
Tommi litli kom heim eftir
fyrsta daginn f skólanum.
Mamma hans: — Jæja,
Tommi minn, hvernig féll þér
við kennarann, heldurðu ekki
að þú getir lært mikið af hon-
um?
Tontmi: — Nei, áreiðanlega
ekki, hann þurfti alltaf að
spyrja mig.
X
Hún: — Ætlarðu ekki að
fara að gifta þig, frændi?
Hann: — Nei, sú kona, sem
vildi eiga min, væri mjög
heimsk, en heimska konu vil
ég ekki eiga.
X
Kerlingin: — Þú segir það
Gunna mfn, að Guð hafi skap-
að þig, en þú átt eftir að sanna
það kindin mfn.
— Hefurðu heyrt það, hann
Arni vinur okkar gekk f her-
inn og liggur nú særður á spft-
ala. Þegar hann særðist hróp-
aði hann: „Hjálp, hjálp, kúlan
lærbraut mig.“ Jóni, sem var
þarna nærstaddur, þóttu hljóð-
in heldur mikil og sagði:
„Veinaðu ekki svona hátt mað-
ur, meira særðist hann Andr-
és. Þeir skutu af honum haus-
inn, og þó kvartaði hann ekki.“
X
— Konan mfn fer með ákaf-
lega erfitt hlutverk f leiknum.
sem verið er að leika hérna
núna.
— Erfitt? Ég heyrði hana
ekki segja eitt einasta orð.
— Já, það er einmitt það,
sem er svo erfitt fyrir hana.
V
J
Arfurinn í Frakklandi
Framhaldssaga eftir Anne Stevenson
Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi
20
heimílislegra. Svo að íbúðar-
álman er öðruvfsi innréttuð. Þar
höfum við sjónvarp og Nicole
heimlaði vitanlega að fá að hafa
plötuspilara sem aldrei þagnar.
Og þar hef ég skrifstofur mínar.
Leiðist yður? Viljið þér að égsvni
yður garðinn?
— Hvernig gæti mér leið/.t,
sagði David.
Marcel hló við.
— Ég vett að mörgum finnst
hundleiðiniegt að skoða þetta. Ég
veit ég á ekki alltaf að miða við
sjálfan mig.
Þegar þeir gengu út og eftir
flötinni leit David uni öxl og sá þá
systkinunum bregða fyrir á
svölunum. Þau stóðu eins ogstytt-
ur og horfðu heint i áttina til
þeirra. Tvö Iftil rik börn f finum
fötum og ólundin iýsti af þeim
langar leiðir.
Þó var eins og þau horfðu á þá
með gremju eða var eitthvað
annað falið í andlitssvip þeirra?
— Ég þekkti þessa höll, þegar
ég var drengur, sagði Marcel.
— Ég fór iðulega hjólandi
hingað og sat í leiðslu og horfði á
hana úr fjarla-gð og lét mig
dreynia um það þegar sú stund
rynni upp að ég væri orðinn eig-
andi hennar.
Sem þeir gengu eftir grasflöt-
inni fannst David sem spennan
ykist á milli þeirra eins og ein-
hver tengsl væru sem hann gat þö
ekki gert sér grein fvrir hver
væru.
— Þeir eru svipaðir á hæð,
sagði Nicole á svölunum. — Én
þeir hafa ólíkt göngulag.
Helen kom út til þeirra og hélt
á kaffibolla í höndinni. Hún
horfði einnig á mennina tvo.
— Éjarlægðin villir manni sýn,
finnst vkkur ekki, sagði hún. —
Það virðist vera eitthvað ósýni-
legt band ámilli þeirra.
— Af hverju komstu með hann,
sagði Paul.
— Ég kom ekki með hann, sagði
Ilelen hvatskeytlega. — Marcel
hað mig um að ná í hann.
— 0, guð minn almáttugur,
sagði Nicole og sneri sér snögg-
lega frá. — Þetta er svoddan
tímasóun. Paul. Hvers vegna í
ósköpunum ertu að skevta um
þetta Paul.
— Sagði ég þér ekki að halda
þér saman. hvæst i Paul.
— Æ, góði slappaðu af. Vertu
ekki svona alvörugefinn. Ég hef
ekki sagt eitt einasta orð. En ég
býst ekki við að það þýði að vera
-neð þessi látalæti öllu lengur.
Ilún Ivfti hendinni eins og til
að verjasig.
— Svona farðu ekki að öskra á
mig. Ég ætla að fara og róa
inömmu.
— Það er ekkert sérstakt sem
amar að móður þinni, eða hvað
sagði Helen spvrjandi.
— Það ga-ti verið núna.
Hún skcllti svaladyrunum
harkalega á eftir sér.
Helen tók aftur upp kaffiboll-
ann sinn og færði sig na>r Paul.
— Hvað á þessi geðshræring að
þýða?
— Ékki ncitt.
Hann reyndi að brosa til
hennar. — Þú vei/t hvernig
Nicole er. Hún þarf alltaf að vera
að setja eitthvað á svið.
Ilelen haliaði sér fram á svala-
handriðið.
— Én hvað er einkennilegt að
sjá þá saman, Marcel og David.
Það er eins og þeir hafi þekkzt
árum saman.
— Utlit, eins og þú sagðir —
getur verið svikult og villt manni
sýn, flýtti Paul sér að segja.
David og Marcel væru komnir
niður í fjarlægasta hornið í garð-
inuin. David andaði að sér
ilminum af blómum sem þarna
voru i ótrúlegu litaskrúði.
'— Þetta er eftirlætisstaðurinn
minn, sagði Mareel. — Héðan er
tilkomumikið að sjá til hallar-
innar — eins og í mvndaramma.
— Ég óska vður sannarlega til
hamingju nuH) þetta allt, sagði
David. — Þér hafið skapað mikið
listaverk.
Hann sá að Helen var að tala við
Paul á svölunum. Nicole var farin
inn.
Marcel tók við óskum hans með
höfuðhneigingu.
— Slikan stað vildi ég eftirláta
syni mínum, sagði hann. — Ef ég
a'tti son.
— Þér hafið aldrei kvænzt?
— Nei. Ég hef aldrei hitt kven-
mann, sem ég var ekki orðinn
leiður á eftir vikuna.
David sagði næstu setningu án
þess að hugsa og hrökk í kút
þegar hann uppgötvaði hvað hafði
sloppið út úr honum.
— A það einnig við um Helen
Stewart?
Marcel brosti.
— Svo að þér hafið hrifist af
henni. Veslings Nicole!
— Nicole?
— Frænka mín hefur ágirnd á
yður, hafið þér ekki tekið eftir
þvi, en hún er svo ung að henni
hefur ekki lærzt listin. Þér haldið
að ég eigi einhverja von hjá Mlle
Stew art?
— Ég bið innilega forláts. Ég
hefði ekki átt að segja þetta. Það