Morgunblaðið - 21.03.1976, Page 14

Morgunblaðið - 21.03.1976, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. MARZ 1976 Frá vinslri: J6n Sigurbjörnsson, Guðmundur Pálsson og Karl Guðmundsson f hlutverkum sínum. leið, en ekki finnst mér hún sannfærandi og stundum verður hún til þess að gera Villiöndina að borgaralegu stofudrama, langdregnu og snakkkenndu. Það er leiðinlegt þvi að þýðandinn, Halldór Lax- ness, fer á kostum. En fallist maður á annað borð á þessa túlkun leikstjóra — og það ger- ir ekki sá sem þetta ritar —, hefur honum farist sviðsetn- ingin prýðilega úr hendi, allar línur eru mjög skýrt dregnar og hvergi neinn losarabrag að finna. Pétur Einarsson leikur Gregor Werle, hugsjónakröfu- hafann, og túlkar ekki sem eld- heitan ofstækisfullan hugsjóna- mann, heldur sem taugaveikl- aðan sjúkling sem ertir fremur en reitir til reiði. Er það i sam- ræmi við heildarskilning leik- stjóra og leikur Péturs er ágæt- ur. Föður hans, Werle stór- kaupmann, leikur Jón Sigur- björnsson með miklum myndugleik og tilþrifum. Guð- mundur Pálsson bregður mjög skemmtilegri mynd af Ekdal gamla, hann er forneskjulegur og broslegur við hæfi. Ekdals- hjónin leika þau Steindór Hjör- leifsson og Margrét Ölafsdóttir prýðilega: Steindór lýsir vel flautaþyrilshætti, ístöðuleysi og sjálfsvorkunnsemi Hjálmars og Margrét kvenleika og still- ingu Gínu. Valgerður Dan fer vel með hið geysierfiða hlut- verk Heiðveigar, nema hvað mér finnst hún ofleika framan af. Helgi Skúlason er bráð- skemmtilegur sem Relling læknir og persónan (og fram- burður) einkarskýr. Leikmynd Jóns Þórissonar fellurvel að efninu. En hvers vegna voru mismæli svona tíð? Ásetningur eða glöp? Áhugaverð sýning þrátt fyrir annmarka. VILLIÖNDIN Sjónleikur í fimm þáttum eftir HENRIK IBSEN Þýðandi: Halldór Laxness Leikstjóri: Þorsteinn Gunnars- son Leikmvnd: Jón Þórisson Lýsing: Daniel Williamsson Fyrir skömmu frumsýndi Leikfélag Reykjavíkur hið víð- fræga leikrit Ibsens, Villiönd- ina. Þetta verk hefur löngum verið talið marka nokkur þátta- skil á ritferli höfundar: það er skrifað árið 1884, næst á eftir Þjóðníðingi sem okkur gafst kostur á að sjá i fyrravor og haust, og með því hverfur hann frá þjóðfélagsádrepum er höfðu öðru fremur einkennt verk hans um skeið og snýr sér að einstaklingum. enda þótt þjóðfélagið sé aldrei langt undan fremur en endranær. Enn lengra átti Ibsen eftir að ganga síðar í sálkönnun sinni og táknmálsnotkun. Um fá verk höfundar hefur verið meira skeggrætt og ritað en Villiöndina, táknakerfi þess (>g boðskap og víst er að margt kont áhorfendum spánskt fyrir sjónir í fyrstu, t.a.m. er haft fyrir satt að á frumsýningu þess í París 1892 hafi hinir blas- eruðu, frönsku fin de siécle- áhorfendur gussað eins og endur út alla sýninguna og voru þeir þó vanir fuglum úr sínum symbölisma, það voru einkum svanir, vísast að þeir hafi ekki getað imyndað sér önd öðru vísi en sem veiðifugl og gömsætan rétt. Efni leiksins ætti að vera ís- lenskum leikhúsgestum býsna kunnugt, svo oft sem það hefur verið sýnt hér, nú síðast ekki alls fyrir löngu í Þjóðleikhús- inu. Eg leiðj því hjá mér að lýsa samskiptum og átökum þeirra Werlefeðga og Ekdalsfjölskyld- unnar og tragískum endalokum Heiðveigar litlu sem villiöndin særða er tákn fyrir. En villiönd- in er jafnframt tákn svo ótal- margs fleira. Ætli allar per- sónur leiksins séu ekki að ein- hverju leyti helsærðar villi- endur sem hitið hafa sig botn- fastar í sjálfsblekkingu og lífs- lygi, ekki síst Gregor Werle hugsjónakröfuhafinn sjálfur jafnvel „raunsæismaðurinn" Relling læknir sem sumir vilja líta á sem málpipu höfundar: sviptirðu manneskjuna sjálfs- blekkingunni, þá er voðinn vís. Leikritið er með eindæmum reglulegt, klassískt og klárt í byggingu — höfundur leyfir sér meira að segja þann munað að hafa hvörfin því sem næst um miðbik verksins eins og Racine forðum —, og samtölin beinskeytt og markviss. Allt um það hvílir yfir leikritinu ein- hver annarlegur, næstum myst- ískur blær. Þessa dulúð hefur leikstjórinn, Þorsteinn Gunn- arsson, ekki reynt að laða fram, heldur gerir hann sér far um að túlka leikritið á sem raunsæj- astan hátt. Það var vissulega ómaksins vert að reyna þessa Lelkllst eftir EMIL H. EYJÓLFSSON Sívaxandi líkur á þvi, að kommúnistum á Italíu hlotnist þátt- taka í ríkisstjórn landsins, hafa komið af stað ýmiss konar vangaveltum jafnt á Italíu sem í bandalagsrfkjunum á Vestur- löndum. I grein þeirri. sem hér fer á eftir, ber William Guttmann saman einræðisstjórn Mussolinis og hugsanlega stjórn kommún- ista, en hann dvaldist á Italiu á valdatímum fasista. EFTIR WILLIAM GUTTMANN •&&&,« THE OBSERVER •£&&* THE OBSERVER THE OBSERVER Munu kommún- istar koma á einræði á Ítalíu? I.ONDON Skuggí kommúnista svífur nú yfir vötnunum á Italiu. Horfur eru á, að kommúnistum verði falin stjórnarmyndun í landinu og velta menn því nú mjög fyrir sér, hvernig slik stjórn yrði skipuð, og hvernig hún yrði í reynd. Er hægt að taka trúan- legar yfirlýsingar kommúnista- leiðtoga um, að þeir muni hafa i heiðri margra flokka stjórn- málakerfi, sýna festu og sjálf- stæði gagnvart Moskvuvaldinu, viðhalda tengslum Italíu við lýðræðisríki Vesturlanda, per- sónufrelsi og blönduðu hag- kerfi? Eða þessar margum- ræddu yfirlýsingar um „sögu- lega málamiðlun" aðeins orða- gjálfur og herbragð til að dul- búa hið eina, sanna markmið — stofnun alræðisríkis öreiganna eða kommúnistaríki að sovézkri fyrirmynd. Ef leitast á við að svara þess- ari spurningu er villandi að setja fasisma og kommúnisma upp sem hliðstæður og heim- færa þá Iærdóma, sem draga má af sögu fasismans á Italíu, upp á hugsanlega stjórn komm- únista. Slíkur samanburður verður aldrei raunhæfur. Kommúnismi og f asismi er ekki eitt og hið sama. Gífurlegar breytingar hafa orðið á Italiu frá dögum Mussolinis. Sagan þarf heldur ekki alltaf að end- urtaka sig. Eigi að siður er bersýnilega margt líkt með stjórnum fasista og kommúnista. Bæði stjórn- kerfin eru í eðli sinu alræðis- leg, andlýðræðisleg og andþing- ræðisleg. Hvort tveggja kerfið hefur ímugust á persónufrelsi og tjáningarfrelsi og reiðir sig á herafla og leyniþjónustu til að halda velli. Enn önnur samsvör- un er sú, að flest kommúnista- ríki líta á Sovétríkin sem for- ustuafl og viðurkenna leið- togahlutverk þeirra á sviði hug- myndafræði o.fl. á svipaðan hátt og Mussolini laut Hitler í auðmýkt. Það er kannski ekki svo mjög úr vegi að gera ráð fyrir sam- nefnara á milli Italíu fasist- anna, sem eínu sinni var, og Italíu kommúnistanna, sem hugsanlega verður: þ.e. alræð- isríki, þar sem Stóri bróðir í hugmyndafræði hefur tögl og hagldir. Þessi hugmynd virðist ekki svo ýkja fjarrí lagi, ef höfð eru í huga orð, sem George Marchais, leiðtogi franskra kommúnista, viðhafði fyrir skömmu, en aðlögunartíllögur hans hafa verið mjög í samá dúr og yfirlýsingar ítalskra kommúnistaleiðtoga. Hann hafnaði nýlega kenningunni um alræði öreiganna, sem franski kommúnistaflokkurinn hefur byggt á frá öndverðu og gaf þá skýringu, að hún minnti of mikið á einræði MusSolinis, Hitlers og Francos. Mussolini komst til valda með lýðræðislegum hætti að vissu marki Hann varð forsætisráð- herra árið 1922, og það voru ekki marsérandi fylkingar fas- ista, sem lyftu honum upp í veldisstóla, heldur kom hann til Rómar í svefnvagni að hoði konungs. Um tæplega tveggja ára skeið var hann forsætisráð- herra samsteypustjórnar, sem naut meirihlutafylgis í þinginu, enda þótt það fylgi hafi mjög mótazt af þrælsótta þing- manna Það var ekki fyrr en eftir þetta þróunarstig, sem hinni hreinræktuðu einræðis- st jórn fasista var komið á fót. Valdabarátta fasista fór þó ekki með öllu friðsamlega fram, og margir andstæðingar þeirra voru drepnir. Og vissu- lega höfðu fasistar mörg mannslíf á samvizkunni og stjórn þeirra var sannkölluð Mussolini — Skömminni skárri en Stalín og Hitler harðstjórn um margra ára skeið, þar sem leyniþjónustar lét mjög að sér kveða. Hins veg- ar var þetta allt að því barna- leikur borið saman við ógnirnar i Rússlandi á valdatímum Stal- ins og ástandið í Þýzkalandi, þegar Hitler var við lýði. Mussoiini lagði sig fram um að viðhalda lögum og reglu á Italíu og varð talsvert ágengt í þeim efnum. Það gerði það að verkum, að hinn breiði almúgi á Italfu gat sætt sig við hann um stundarsakir, enda var fremur sótzt eftir friðsamlegu lífi en pólitiskri ævintýra- mennsku. Árangur Mussolinis á þessu sviði varð einnig til þess, að honum var mjög klappað lof í lófa erlendis, og hann var lýðræðisríkjunum ekki óþægur ljár i þúfu i fyrstu. En smám saman varð ger- breyting á Italíu. Stríðið í Abyssiniu hófst árið 1935, og þar með hafði Italía opinber- lega gert sig seka um árásar- og útþenslustefnu. Fasistarnir buðu Þjóðabandalaginu byrg- inn og rufu tengslin við helztu lýðræðisríki. Árið 1934 hafði Mussolini hótað að ráðast gegn Hitler með hervaldi vegna mál- efna Austurrikis. Hann var hins vegar ekki lengi að snúa við blaðinu og árið 1938 Iagði hann blessun sína yfir hernám nasista í Austurríki, gerðist mjúkmáll bandamaður Hitlers í Öxulríkjasambandinu og ruddi kenningum nasista, kynþátta- hatri, hryðjuverkum og of- stæki, greiða leið inn í Italíu án þess að hika. Og sem bandamað- ur Hitlers fór hann út í strið. Myndu ítalskir kommúnistar fylgja svipuðum leikreglum, ef þeir kæmust til valda? Þeir myndu áreiðanlega kom- ast til valda með lýðræðislegum hætti og sem aðilar að sam- steypustjórn myndu þeir virða reglur lýðræðislegra stjórnar- hátta. Og fullt eins mætti búast við, að þeir færu þannig að, þó að þeir yrðu forystuafl i ríkis- stjórn. Það er mögulegt og jafnvel líklegt, að sá sósialismi, sem þeir reyndu að koma á í land- inu, hefði mannlegt yfirbragð. Þar sem kommúnistar hafa komizt til valda í héraðsstjórn- um á ítalíu t.d. í Bologna hafa þeir sýnt, að þeir eru færir stjórnendur, og spillingar gætir ekki meðal þeirra. I landsmál- um myndu þeir áreiðanlega láta slíka kosti sitja í fyrirrúmi, og þannig gætu þeir tryggt sér víðtækan stuðning meðal þjóð- arinnar og góðan orðstir út á við. En spurningin er sú, hvort þessar dyggðir verði áfram hafðar i hávegum eða hvort kommúnistum muni farnast eins og Mussolini, sem gerðist skósveinn Hitlers, og að þeir muni ganga undir rétttrúnaðar- stefnu kommúnista. Það er einungis framtíðarinn- ar að skera úr um það, hvor leiðin verður farin. En það má draga lærdóm af þeirri stað- reynd, að það var sauðsleg und- írgefni Mussolinis við nasista i Þýzkalandi sem varð fasistum að falli. Kenningar og starfsað- ferðir nasista vöktu skelfingu meðal ítölsku þjóðarinnar, og þegar Mussolini hafði gert þær að sínum, gufaði lýðhylli hans upp. Afleiðingin varð sú, að þau öfl, sem enn gátu veitt við- nám, þ.e. konungsvaldið, her- inn og áhrifamiklir fasistaleið- togar, risu gegn einræðisherr- anum og felldu hann. Ef svo fer, að komnjúnistar á ítalíu ganga á gefin loforð, snúa við blaðinu og verða leiks- soppur erlends stórveldis, eiga þeir á hættu að til almennrar uppreisnar komi i landinu. Ein- staklingshyggjumenn og föður- Framhald á bls. 47

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.