Morgunblaðið - 21.03.1976, Side 41

Morgunblaðið - 21.03.1976, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 21. MARZ 1976 41 ft'lk f Jéi fréttum % Poppgrúppan Kenny — lausir úr pakkhúsinu Popphney/csli í Englandi — Hljómsveitin var nafnið tómt + N<tt hnevkslismál hefur nú verirt afhjúpaú innan poppsins í Rnglandi. Hljómsveitin Kenny átti sein sc ekki einn einasta tón á nýrri plötu, The Bump, sem slegið hefur i gegn í Bretlandi og víðar. Hún var ekki einu sinni til á þeim tíma sem lögin komust á vinsældalistann. Þeir félagarnir héldu sig í pakkhúsi í einu úthverfi Lundúna þar sem þeir höfðu fengið levfi til að æfa að kvöld- inu. Þeir kiilluðu sig Chuff og töldu sig góða að fá að spila kvöld og kvöld á klúhhunum fvrir Iftinn pening. Tveir plötuútgefendur að nafni Bill Martin og Phil Coulter höfðu gert The Bump ásamt nokkrum hljóðfæraleikurum í stúdíói. Þegar platan varð vinsæl vildi fólk fá að sjá bandið sem kallað var Kenny en hinir hálfsköllóttu músikantar pössuðu ekki alveg inn í mvndina. t þeirrastað var pakkhúshljóm- sveitin gripin glóðvolg og henni stillt upp fyrir framan sjónvarps- vélarnar og gefið nafnið Kennv. Fleiri vinsælar plötur voru gefn- ar út en þar var sama sagan, poppgrúppan kom hvergi nærri. Allur er varinn góður + David Bowie, enski söngvarinn sem nú býr í Banda- rikjunum eins og fleiri popparar frá Englandi, gerir nú víðreist og h.-ldur hljóm- leika í öllum heimshornum. Heldur hefur þó gengið illa að skipuleggja hljómleikana því að Bowie neitar að fljúga. Hann fór sjóleiðina frá Banda- rfkjunum til Astralfu og þaðan til Japans og til Evrópu fer hann yfir þvera Síberíu með járnbrautarlest. Já, það má segja, að allur er varinn góður. + Elvis Presley horfir ekki f reikningana þegar blóm eru annars vegar. A hverjum degi að undanförnu hefur hann sent sænsk-bandarísku þokkadís- inni Ann-Margret heljarmik- inn blómvönd — nú síðast gítar gerðan úr ehrysantemum. + Leikkonan Jane Fonda hefur nú lokið við leik í nýjustu mynd sinni, Dick and Jane. Hún fær litlar 170 milljónir fvrir og eins og góðri eiginkonu sæmir lætur hún manninn sinn Tom Ilaydcns, fá alla peningana, enda þarf hann á þeim að halda. Hann stefnir nefnilega að því að verða út- nefndur forsetaframbjóðandi. n A n n o r» A N Vinsæla kalda borðið frá Skiphóli! Fyrir afmæli, brúðkaup, fermingar o.fl. Pantið tímanlega fyrir fermingar. Einnig smurt brauð og snittur Veitingahúsið SKÚTAN Strandgötu 1 — Hafnarfirði sfmi 51810. SIGLFIRÐINGAFELAGIÐ Siglfirðingar um land allt Okkar vinsæla árshátíð verður haldin á Hótel Sögu. Súlnasal 26. marz n.k. og hefst með borðhaldi kl. 1 9:30 stundvíslega 1. Skemmtunin sett, formaður skemmtinefndar. 2. Ávarp, Jón Kjartansson, forstjóri. 3. Stutt ræða, Jóhann Jóhannsson, fyrrum skóla- stjóri. 4. Töfrabrögð, Baldur Brjánsson og Gisli Rúnar. 5. Táningadans, frá Dansskóla Heiðars Ástvalds- sonar. 6. Gamanmál Karl Einarsson og Alli Rúts. Öll skemmtiatriði fara fram meðan á borðhaldi stendur. 7. Gylfi Ægisson syngur nokkur af sinum vinsælu lögum. . Dans. Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar. Miðasala i Tösku- og hanzkabúðinni, Skóla- vörðustíg, Bílasölu Alla Rúts og hjá Steingrími Lilliendahl, Keflavík, sími 3216. Mætum öll, allir ungir sem gamlir. Siglfirðingafélagið. Brautryðjendur lækkaðs vöruverðs tilkynna: Sykur í 50 kg sekkjum á 125 krónur kg Sykur í 1 kg umbúðum 135.— Sveppir 425 g dós 220,—

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.