Morgunblaðið - 21.03.1976, Side 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAC.UR 21. MARZ 1976
Á hættu-
slóðum í
ísraeln":K4re
Sigurður
Gunnarsson þýddi
áttu aö leiða burt? Kf til vill höfðu varð-
mennirnir sofið í nótt, eða Arabar unnið
verk sín svo hljóðlega, að enginn heyrði
til þeirra?
Skurðgrafan var nú sett í gang og
starfið hafið. Filtarnir dreifðu úr sér um
mýrina. Oskar átti að hjálpa til að leiða
uppistöðuvatn yfir í læk nokkurn. Að
tveimur til þremur árum liðnum mundi
hér verða þurrt og fullræktað land með
margvíslegum nytjagróðri.
En hver jir þeirra mundu þá verða hér?
Skyldu þeir Míron og Jesemel verða þá
í tölu lifenda? Mundu þeir kannski veróa
teknir af lífi fyrir verk sín hér? ()g
mundu þá aðrir, sem yngri voru, taka við
verkum þeirra? — Nei, það var bezt að
r COSPER-------------\
Fyrir alla muni: I.átið það ekki spyrjast
heim til mín — að ég hafi drukkið Portvfn,
þvf það hefur konan mfn bannað mér.
V J
hugsa ekkert um þetta. Óskar var vanur
að beita reku og þaö kom sér vel, enda
var hann alinn upp í sveit. En þessi
jarðvegur var erfiðari viðfangs en heima
og rætur pappírssefsins ólseigar. Og svo
var brennheit sólin næstum óþolandi.
Stundum svimaði hann og var að því
kominn að hníga niður.
En hann beit á jaxlinn og var ákveðinn
í aó gefast ekki upp. Þarna hömuðust
þeir við vinnu sína skammt frá, Jesemel
og Míron og hann varð að sýna að hann
gæti unnið til jafns við þá. Já, það var
fráleitt aó gefast upp. En allt í einu
hljóðaði Óskar.
Eitthvað svart — þaó hlaut að vera
slanga — vafðist allt í einu um annan
fótlegg hans. Hann náfölnaði og var að
því kominn að detta, þegar Jesemel kom.
En þetta var þá ekki slanga sem betur
fór, heldur rót jurtar nokkurrar. Jesemel
sagði að hann skyldi bara vera rólegur,
þeir félagar hefóu allir hlotió slíka
reynslu.
Og svo héldu þeir áfram að vinna.
Það heyröist ekkert frá landamærun-
um. Óskar rétti úr sér og leit þangað.
Hann sá glitta í gömul og lítil steinhús í
sólmóðunni, hátt uppi í sýrlenzku hæðun-
um. Þar bjuggu þeir, sem eitt sinn höfðu
verið hér, — óvinir sem ef til vill komu
einhvern tíma aftur. En hvenær það yrði,
vissi enginn. Höfðu þeir kannski komið
jarðsprengjum fyrir í mýrunum?
Um það vissi heldur enginn.
Timi malaríu-mýflugunnar var enn
ekki kominn. Engu að síður mátti sjá
hana í þykkum flekkjum á mýrarpyttun-
um hér og þar. En núna voru þær yfir-
leitt ekki hættulegar... En.. . samt sem
áður... Það þurfti ekki að stinga hann
nema ein mýfluga með sóttkveikju í flug-
beittum rananum, ... ein reið mýfluga
sem vildi hefna hinna mörgu milljóna
sem drepnar höföu verió, þegar bensíni
var sprautað yfir mýrarflákana.
Óskar reyndi að hrekja þessar
hugsanir frá sér. Hann hamaðist við
vinnuna og fætur hans sukku djúpt í
bleytuna. Hann var berfættur... og ef
slanga kæmi nú allt i einu.. . þær kunnu
víst að synda. .. En hamingjunni sé lof.. .
það kom engin slanga.
Dagurinn leið. .. og hann spjaraði sig
við vinnuna eins og þeir hinir. Eitt sinn
varó hann var við, að hann fékk blóónas-
ir og þá nuddaði hann leðju á andlitið til
Villi var svo óheppinn aó það Krtu viss um að við séum á
var sjór í brekkunum ofan við réttri leið út úr eyðimörkinni?
skálann.
Þú sérð það sjálfur það er úti-
lokað að flvtja strax héðan þó
ekki sé nein sæt stelpa í næstu
húsum!
Stúdent var að taka próf í
guðfræði.
Prófessorinn: — Hvernig gat
Jónas komist í kvið hvalsins?
Stúdentinn: — Jónas, jú,
fyrst var nú það, að hann var
einn af minni spámönnunum. 1
öðru lagi var hann Gyðingur, og
þeir smeygja sér alls staðar
inn, og ... og ...
Prófessorinn. — Og hvað
meira?
Stúdentinn: — ()g ofan á allt
saman var þetta mikið krafta-
verk hjá drottni.
x
—Hvernig stendur á því, að
þú ert farinn að betla? Þú hafð-
ir ágæta vinnu, ekki satt?
—Jú, en mér leiddist orðið að
vinna hjá öðrum, vildi heldur
fá mér sjáfstæðan starfa.
x
Læknirinn sér að svinastia er
á hlaðinu á bænum og segir við
Flvtjið vkkur!
Jón bónda:
—Heldurðu að það sé heil-
næmt að hafa svinastíu svona
nálægt bænum?
Jón: — Það hefur nú ekki
horið á neinum veikindum hjá
svinunum ennþá.
x
Ungur prestur var nýkominn
í sókn sína. Hann var á leið til
kirkju með meðhjálparanum,
Þeir mættu einum safnað-
armanni á leiðinni, sætkennd-
um.
Prestur: — Það er víst drukk-
ið mikið í þessari sókn?
Meðhjálparinn; — Ojæja,
það læt ég nú vera. Þeir þola
bara svo skratti lítið.
x
Presturinn*. — Hvað segir nú
guð um öll þessi boðorð?
Oústi gamli: — Hvað ætti
hann svo sem að segja, hann
sem hefur sjálfur samið þau?
Arfurinn í Frakklandi
Framhaldssaga eftir Anne Stevenson
Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi
24
lagt bilnum f garðinn. Það var
sjalfsagt logandi hrætt um að
honum yrði stolið ef honum væri
lagt á torgið.
Hann álvktaði sem svo að þau
væru i bilaleigubíi og á leið til
Spánar. Og góða ferð, hugsaði
hann og hló við. Hann langaði
ekki að fara lengra. Hann lauk
við að snurfussa sig og fór síðan
niður til méts við Helen.
Þó að hann gerði sér grein fyrir
þeim áhrifum, sem Helen hlaut
að hafa á fleiri karlmenn en hann
hafði hann ekki búizt við þeim
tignarmóttökum sem þau fengu
þegar inn í veitingasalinn kom.
Ekki nóg með það að allir þjón-
arnir þyrptust að henni til að
votta henni vilja sinn um að snú-
ast i kringum hana, heldur kom
nú yfirþjónn hótelsins á vettvang
hristi hönd hennar hjartanlega
og spurði hvernig hún hefði það.
Það var sami maðurinn og David
hafði séð út um gluggann kvöldið
áður.
— Og hvernig liður M. Carrier,
sagði hann, — Skilið til hans inni-
legum kveðjum mlnum. Stórkost-
legur maður, sagði hann við
David. — Stórmenni sannkallað.
— M. Carrier liður prýðilega,
sagði Helen. — Hefur hann ekk-
ert komið nýlega?
— Það er dálftið siðan ég hef
séð hann, sagði hann og glotti við.
— Hann hefur svo góðan mat-
reiðslumann heima hjá sér. Það
hlýtur vað vera áslæðan.
— Enginn jafnast þar á við
yður M. Valentin, sagði Helen.
— Þér sláið okkur gullhamra
og við skulum gera okkar bezta til
að valdayður ekki vonbrigðum.
Hann tók matseðilinn frá
Davíd.
— Verið ekki að ómaka yður.
Eg skai útbúa málsverð sérstak-
lega fyrir vkkur tvö. Það er yður
einnig til heiðurs, Monsieur
— Þér eruð sérdeilis eJskuleg-
ur, sagði David. — Þakka vður
hjartanlega
Yfirþjónninn hneigði sig kurt-
eislega og þjónarnir hneigðu sig
allir lika. David lá við að standa
upp og bætast I hópinn. Hann var
sér mjög meðvitandi um að Helen
var að revna að verjast brosi.
— Mér finnst svo gaman að
heyra hvernig þú talar við fólk,
sagði hún svo og rak upp hlátur.
— Það er svo átjándualdarlegt.
— Það er smitandi, sagði hann.
Og ég verð annars að tjá mig um
að ég verð ákaflega þreyttur á
svona yfirmáta mikilli vinsemd
og kurteisi sem maður hefur ð
tilfinningunni að sé alls ekki
ekta.
— Hann er skinandí góður
kokkur.
— Hann hlýtur að vera innblás-
inn alveg sérstaklega núna eftir
þetta.
Hún studdi hönd undir kinn og
horfði á hann alvarieg.
— Ö, hr. Hurst, það er svo gam-
an að hevra hvað þú ert jákvæður.
— O, Helen.
— Nú hvað er það?
— Eg ætlaði að biðja þig að
gera mig ódauðlegan með kossi,
en ég get ekki afborið tilhugsun-
ina ef mér vrði neitað.
Hún hlé við.
— Ertu svona viss um það?
— Hvernig er það annars, Hei-
en. Ertu góð leikktma.
— Frábær en gailinn er sá að
engum virðist finnast það nema
mér.
— Athyglisvert. Það segir
manni allt sem maður þarf að
vita.
Veitingastofan var rúmgóð og
vei búin og úr salnum var gengið
út á stóra verönd. Dökkur viður-
inn f veggklæðningunni myndaði
smekklega andstæðu við mjall-
hvfta borðdúkana.Hvert borð virt-
ist dálitill afmarkaður heimur út
af fyrir sig og enginn var sérstak-
lega að fvlgjast með þeim sem
sátu við næstu borð. Þeir sem að
snæðingi sátu einbeittu sér að
máltiðinni, fólk talaði lltið saman
og brosti enn minna. A harnum
lásu mcnn blöð og skröfuðu lágt.
En tveir eldri menn sem höfðu
verið við barinn gerðu sér þó ferð
að borðinu til þeirra að taka I
hönd Helenar og spyrja hana tfð-
inda og I rödd þeirra kom virðing-
artónn er þeir minntust á Marcel.
— Hann virðist vera sérlega
ástsæll maður, sagði David.
— Eg held að aliir þeir sem
vinna hér á hótelinu séu gamlir
félagar hans úr andspyrnuhreyf-
ingunni, sagði Helen. — Eg veit
altént um M. Valentin. Og sjálf-
sagt flestir menn á hans aldri I
bænum. Stundum finnst mér hálf
óþægilegt að vera i þessari fJÖI-
skyldu.
— Eg skil ekki annað en slfkt
fari stundum I taugarnar á Paul,
sagði David. — Að Itfa stöðugt i
þessum skugga.
— Paul finnur sjálfur lausn á
þvi, sagði Helen. — Hann getur
alltaf þokað sér út úr skugganum
og fundið sér sinn stað I sólinni.
Enska parið kom nú askvað-
andi, nýþvegin og greidd og áfjáð
f að vera kurteis og elskuleg á
báðv bóga. Þjónninn visaði þeim
til sætis við borð skammt frá
Davíd og Helen. Þau brostu i allar
áttir og sfðan báðu þau um eggja-
köku og vatnsglas.
— Já þvflikt! Helen gat ekki