Morgunblaðið - 21.03.1976, Side 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. MARZ 1976
mm
muncl
/löon
SIGURÐUR SVERRIR PALSSON
SÆBJORN VALDIMARSSON -
KVIKMYNDIRNAR I BORGINNI:
TÖNABÍO LENNY ★ ★ ★ ★
laugarAsbíó WALDO PEPPER ★ ★ ★
HÁSKÓLABÍÓ NASHVILLE ★ ★ ★ ★
s.v.
HÁSKÓLABÍÓ NASHVILLE ★★★★
LAUGARÁSBÍÓ WALDO PEPPER ★★
NYJA BÍÓ AT LONG LAST LOVE ★
SSP.
1 Waldo Pepper er sannar-
lega nokkuð um tilþrif í flug-
myndunum, sérlega i lokin
(Hill er mikill aðdáandi gam-
alla flugvéla) en því miður
virðist vanta sama herzlumun-
inn og vin Waldos vantaði, til
að ná úthverfa hringnum. Það
munaði ekki mikiu, en áhrifín
eru afdrifarík.
i n i ■ • ‘ • SSP
.............. ■■■...........
. t'io'/ v/oH
ó Ijoldinu
tökunni leggja þeir leikara-
skapinn til hliðar og reyna
hæfni sína í raunverulegum
bardaga.
„4 Ut er hey í harðindum ”
★ At Long Last Love,
Bandarísk, gerð 1975. Leik-
stjóri: Peter Bogdanovich
Þegar Cybill Sheperd hreytir
ólundarlega út úr sér „Hvað
eru milljón dollarar án ástar“,
gellur við í páfagauknum (hans
eina setning reyndar) „Allt er
hey í harðindum." Þessi setn-
ing á þó miklu betur við um
myndina sjálfa. I fyrsta lagi
hefði leikstjórinn þurft að leita
að betra söngfólki, úr því hon-
um datt í hug að gera söngleik
og í öðru lagi hefði hann að
skaðlausu mátt fá nokkrar
frumlegar hugmyndir, úr því
hann hefur lýst því yfir að
þetta sé „fyrsti söngleikurinn í
áraraðir, sem er skrifaður gagn-
gert fyrir kvikmyndaútfærslu“.
Það er erfitt að gera sér i hug-
arlund fyrir hvaða áhorfendur
þessi mynd er gerð. Hún er
gerð í stíl við gömlu dans- og
söngvamyndirnar, með miklum
íburði í sviðssetningum og fatn-
aði, allir eru óendanlega ríkir
og fallegir og eina vandamálið,
sem skýtur upp kollinum, er að
gera það upp við sig, hvenær
ástin sé sönn. Bogdanovich hef-
ur áður gert „What’s up, Doc?“,
„The Last Picture Show“ og
„Paper Moon“, myndir sem
vörpuðu nokkrum ljóma á nafn
hans, en ljóminn fer nú ört
dvínandi. Myndin At Long Last
Love kolféll i Bandaríkjunum,
og þegar Ameríkanar kunna
ekki að meta sína eigin söng-
leiki, er hæpið að við Islending-
ar kunnum það.
SSP
Það hvarflar ekki að mér að
fara að tíunda þetta listaverk,
þvi eins og fyrr segir verða
áhorfendur fyrst og fremst að
dæma hana, hver á sinn hátt.
Kg vil aðeins vekja athygli
kvikmy ndahúsgesta á mynd-
inni sem er tvímælalaust ein
alhyglisverðasta kvikmynd sem
Bandarikjamenn hafa gert á
siðari árum.
Þessa dagana er Allman að
undirbúa kvikmyndagerð
hinnar bráðskemmtilegu bökar
K. I„ Doctorow, RAGTIMK. Sú
mynd ætti ekkí síður að verða
hvalreki á fjörur kvikmynda-
húsgesta. Kngum leikstjóra er
betur treystandi til að ná hin-
um ljóslifandi lýsingum Itoctor-
ows á borgarbragnum i New
York í kringum aldamótin, þ'ar
sem hann blandar á meistara-
legan hátt saman slaðreyndum
og skáldskap; fléttar saman
söguhetjum og heimsþekktum,
þálifandi persónum.
Kn svo við vikjum aflur að
N., þá er ekki ha*gt að fjalla svo
um myndina að ekki sé minnzt
á frábæran leik allra sem fram
koma í myndinni. Altman lætur
leikara sína gjarnan
„improvisera". en hefur þó
sjaldan gefið þeim jafn lausan
tauminn og í N Hér lætur hann
leíkarana jafnvel um það að
semja sín eigin lög og texta. þ.e.
Henry Gibson, Keith
Carradine, Ronee Blakley, Lily
Tomlin og Karen Black.
Altman hefur fengið til liðs
við sig stóran hóp listamanna,
sem flestir eru lítt þekktir utan
Bandai'ik janna. Lilv Tomlin fer
með eitt veigamesta og
erfiðasta hlutverk og gerir
því frábær skil, enda til-
nefnd til Oscarsverðla
NASHVILLE
Goðsögnin Waldo Pepp er
**** NASIIVILLE
Leikstjóri: Robert Altman;
handrit: Joan Tewkesbury;
kvikmyndataka: Paul Lohman;
handarísk frá 1975, sýningar-
tími 161 mín., sýningarstaður:
Háskólabíó.
Það er erfitt að fjalla um jafn
margslungna mynd og NASH-
VILLK í stuttri dagblaðagagn-
rýni. Hún er sannkallaður
gnægtabrunnur umhugsunar
og heilabrota; vekur fjölda
spurninga, en svarar fáum.
NASHVILLK reynir óvenju
mikið á imyndunarafl áhorf-
andans, líkt og aðrar myndir
Altmans. Menn skiptast
gjarnan i tvo hópa þegar rætt
er um verk þessa leikstjöra,
þann sem kann að meta hann
og hinn, sem þolir hann alls
ekki (sjálfsagt vegna þess að
þeir skilja ekki nægilega vel
hvert hann er að fara).
Söguþráðurinn er einkar
einfaldur á ytra borðinu, en
myndin fjallar um Country og
Western tónlistarsenuna i
Nashvílle (sem er höfuðborg
þessarar tónlistarstefnu, sem
loks á síðustu tveimur, þremur
árum er farin að njóta rétt-
mætra vinsælda víðar en í
USA ). hræsni og stjórnmál og
furðulega hringiðu lífsins, allt í
nöprum skoptón.
anna í ár. A þeim á einn-
ig von Ronee Blakley, en
hún er hrífandi i tulkun sinrii á
hinni taugaveikluðu stór-
stjörnu, Barböru Jean (margir
vilja meina að Loretta Lynn sé
fyrirmynd hennar). Bæði hefur
hún fallega og fínlega rödd sem
nýtur sín vel í lögunum sem
skýra persónuna sjálfa (samin
af Blakleý). Eins hefur hún til
að bera viðkvæman, brothættan
postulíns fínleika.
Þá komast þrír gamalkunnir
leikarar vei frá sínu, þeir
Henry Gibson, Keenan Wynn
og Barbara Harris. Að vonum
fer Karen Blaek ágætlega með
sitt litla hlutverk. Þá eru þær
Barbara Baxley, Shelle Duvall
og Gwen Welles mjög eftir-
tektarverðar. Geraldine Chapl-
in er illþolandi líkt og fyrri
daginn, afsakið.
Keith Carradine er mjög
sannfærandi sem hinn happa-
sæli og hæfileikaríki hljóm-
listarmaður, hvort sem það er á
sviðinu eða á mílli sængurvoða.
Carradine (THIEVES
LIKEUS, EMPEROR OF THE
NORTH) er ört vaxandi leik-
ari, sem jafnframt hefur
þó nokkuð fengist við hljómlist,
líkt og sjá má. Demoniskt yfir-
bragð hans minnir ærið mikið á
Leon Russel.
Eg vil svo að lokum hvetja
alla kvikmyndaunnendur tii að
sjá þessa áhrifaríku mynd — og
það helzt tvisvar.
S. V.
★ ★ ★ ÞEGAR VERÖLDIN
VAR UNG ... WALDO
PEPPER
Þetta er þriðja mynd þeirra
félaganna, George Roy Hill, Ro-
bert Redfords og skáldsins
William Goldman. ( Því míður
hef ég á tilfinningunni að
áhorfendur fylgist sáralítið
með því hver skrifar handrit
kvikmyndanna, sem er þó ein
langveigamesta undirstaða
þeirra.) Af þessum þrem kvik-
myndum, hinar eru BUTCH
CASSIDY AND THE
SUNDANCE KID og THE
STING, og er W.P. slökust. Það
breytir þó engu um það að
myndin er ljómandi skemmti-
leg og vel gerð, hinar tvær voru
bara einhverjar þær beztu
skemmtimyndir sem gerðar
hafa verið.
Já, það er margt vel gert í
W.P. sérstaklega kvikmynda-
taka gamla, góða Robert Surt-
ees, tónlist Mancini og fram-
kvæmd flugatriða og öll
„stunt" vinna er framúrskar-
andi. En söguþráðurinn er
ósköp léttvægur, jafnvel full
daufgerður á köflum, og þar
sem í hlut eiga mestu ævintýra-
smiðir síðari ára er ég ekki al-
veg nógu hress með útkomuna
Og sérstaklega þegar haft er í
huga að flug og gamlar flugvél-
ar eru George Roy Hill brenn-
andi áhugamál (líkt og Cliff
Robertson).
Robert Redford er öruggur og
„sjarmerandi" líkt og endra-
nær. Það hefur ekki mikið
reynt á listræna hæfileika
hans upp á síðkastið, honum
dugar sjarminn. Hitt er annað
mál að piltur getur leikið ef
hann verður, það sýndi sig í
JEREMIAH JOHNSON.
★ ★ The Great Waldo Pepper,
bandarísk, frá 1975. Leikstjóri:
George Roy Hill.
George Roy Hill gerði bæði
Buteh Cassidy og The Sting,
hvorttveggja umtalsverðar
skemmtimyndir. Hann gerði
einnig Slaughterhouse Five,
persónulega mynd, sem aflaði
honum nokkurrar virðingar
sem alvarlega þenkjandi kvik-
myndagerðarmanni. Og svo
kemur Waldo Pepper. Þessi
mynd stendur einhvers staðar
mitt á milli, skrefi fyrir aftan
skemmtilega mynd, skrefi til
hliðar við alvarlega „djúpt"
þenkjandi mynd. Líkt og Waldo
sjálfur.
Waldo er frábær flugmaður
en alltaf skrefi á eftir raun-
veruleikanum. Hann missir af
frægasta loftbardaganum í
fyrra striðinu, (bardaganum
við Ernest Kessler, sem hann
segir gjarnan frá og þá þannig,
að hann hafi sjálfur verið aðal-
maðurinn í bardaganum), þeg-
ar hann snýr sér að flug-sirkus
er slík starfsemi stöðvuð af ný-
stofnuðu loftferðaeftirliti, sem
vill vekja traust almennings á
flugi og meðan Kessler tekst
fyrstum manna að fljúga „út-
hverfan hring" (the outside
loop), verður Waldo að horfa á
bezta vin sinn drepa sig á sömu
tilraun, vegna þess að sjálfur er
hann í banni. Síðasta athvarf
Waldos er draumaverksmiðjan.
Hann fer að fljúga fyrir framan
kvikmyndavélar í Hollywood,
og fyrsta myndin er um loftbar-
dagann, sem hann missti af.
Þarna hittir hann Kessler og
þeir komast að raun um, að þeir
hafa báðir orðið fyrir vonbrigð-
um með þróun flugsins; I upp-
Þeir Bo Svenson og Bo
Brundin fara fel með sín hlut-
verk, líkt og Philip gamli
Burns. Þá er gaman að sjá gam-
alkunnugt andlit Geoffrey Lew-
is einu sinni í hlutverki heiðar-
legs manns, en hér leikur hann
eftirlitsmann bandarísku flug-
málastjórnarinnar. Hingað til
hefur Lewis lifað á því að leika
skúrka og illmenni i glæpa-
myndum og vestrum. Þá stend-
ur Susan Sarandon (svo af-
bragðsgóð i JOE) sig með prýði,
í litlu hlutverki og sama má
segja um Margot Kidder, sem
nú siglir hraðbyri upp stjörnu-
himininn.