Morgunblaðið - 26.03.1976, Page 12

Morgunblaðið - 26.03.1976, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUK 26. MARZ 1976 Ný flugstöð í Luxemburg: Beðið í eitt ár með að opna stöð- ina vegna deilna um bílastæði EFTIR miklar deilur í hart nær tvö ár var nv flugstöð tekin f notkun í Luxemborg þann 1. októ- ber s.1. Þar með var hætt að nota gömlu flugstöðina, sem minnti helzt á Loftleiðabraggana á Revkjavikurflugvelli á sfnum tíma. Gamla flugstöðin var tekin í notkun árið 1945 og voru það Þjóðverjar sem byggðu hana að mestu. Astæðan fyrir þvf að nýja flugstöðin var ekki tekin f notkun fyrr f október s.l. þrátt fyrir að hún hafði staðið svo tif tilbúin f tvö ár, var að menn voru ekki á eitt sáttir um bílastæðin kringum hana, en eins og kunnugt er er hver fermetri lands dýr i „smá- rfkinu“ Luxemborg." t fyrra fengust 2000 fermetrar lands undir bflastæði og á þessu ári eiga 1000 fermetrar að bætast við. þannig að bfleigendur ættu engu að þurfa að kvfða. Nýja flugstöðin stendur spöl- korn frá hótelinu „Aero-Golf“ sem er í eigu aðila frá Luxemborg og Islendinga, en þótt ekki sé langt á milli er hægt að fara þá leið með almanningsvagni. Gert er ráð fyrir að flugstöðin eins og hún er nú dugi til 1985, að þvf Loftleiðavélar á flugvellinum i Luxemburg. er svo annað lakk Manstu þegar þú lakkaðir síðast? Lakklyktin ætlaði alla að kæfa, og þegar þú varst loksins búinn að lakka, áttirðu enga terpentínu til að hreinsa alla nýju penslana, sem þú keyptir. Bráðum þarftu að lakka aftur, sannaðu til. Þá er líka betra að gera ekki sömu skyssuna aftur. Nú skaltu nota Hitt lakkið. Kópal-Hitt er hálfgljáandi vatnsþynnt akryl-lakk, ætlað á tré og stein, — úti sem inni. Kópal-Hitt hefur einnig frábæra veðurrvatns- og þvottheldni. Svo geturðu nefnilega notað rúllu, og að sjálfsögðu pensil líka. Kópal-Hitt þomar á 1-2 klst. Það er lyktarlaust, gulnar ekki og bregst ekki. Greinargóður leiðarvísir á hverri dós. Þegar þú ert búinn að lakka, þá, — já þá þværðu rúlluna og penslana úr venjulegu sápuvatni. Hugsaöu um Hitt þegar þú lakkar næst. undanskildu, að verið er að byggja stóran veitingastað á þaki byggingarinnar. 1 afgreiðslusaln- um eru 16 afgreiðsluborð og á því að ganga fljótt að afgreiða far- þega. Þá er miðasala og upplýs- ingar mitt á milli inngangs og útgangs. Stór biðsalur er í bygg- ingunni, sem rúmar 840 farþega í sæti, eða farþega úr þrem DC-8 þotum og vel það, en hægt er að afgreiða 1500 farþega á klst. Að þvi er Pierre Zambelli, að- stoðarstöðvarstjóri Flugleiða í Luxemborg gjáði blaðamanni Morgunblaðsins, er gert ráð fyrir að nýja flugstöðin verði stækkuð í framtiðinni, en bæði er hægt að stækka hana til beggja hliða eða byggja ofan á hana, eftir því sem henta þykir á hverjum tíma. Zambelli sagði, að 400 manns ynnu nú á flugvellinum, og stór hluti þeirra í sambandi við flug íslenzku flugfélaganna, en alls voru fluttir 160 þús. farþegar á vegum Flugleiða frá Luxemborg á s.l. ári og annar eins fjöldi kom með vélum félagsins þangað. 89.395 fóru til New York með Loftleiðum^ 17.942 fóru til Chi- cago og 35.742 fóru til Nassau á Bahamaeyjum með International Air Bahama. Megnið af þessum farþegum voru Bandaríkjamenn, Þjóðverjar, Hollendingar, Frakk- ar, Belgíumenn, Svisslendingar og svo Luxemborgarar. Árið 1975 fóru 65.424 farþegar um flugvöllinn í Luxemborg, þar af fór meira en helmingur á veg- um Flugleiða. Þá sagði Zambelli, að vöruflutn- ingar í lofti yxu sífellt og í næsta mánuði yrði tekin í notkun 2000 fermetra vöruafgreiðsla fyrir far- þegaflugið og hefði hún reyndar þurft að vera tilbúin miklu fyrr. Þá mætti ekki gleyma því, að Cargolux hefði aðsetur í Luxem- borg og flytti orðið gífurlega mik- ið magn af alls konar vörum. Eins og í öðrum alþjóðaflug- stöðum er frihöfn í Luxemborg, þar sem hægt er að kaupa vörur eins og ilmvötn, áfengi, sælgæti og tóbak, en hæpið er að verðið standist samkeppni við íslenzku fríhöfnina á Keflavikur flugvelli. Minningar- mót Keresar r i Tallin ♦ ALÞJOÐASKAKMOTIÐ í Tall- inn 1976 er helgað minningu stórmeistarans P. Keresar. Ekki var mótið í ár jafn sterkt og mótið í fyrra, og nú voru eingöngu Sovétmenn á meðal þátttakenda. Urslit móts- ins urðu sem hér segir: 1. A Gipslis 7 v., 2. M. Tal 5,5 v., 3. — 6. Ju. Averbach, I. Nei, R. Etruk og B Rytov 5, v., 7. A Hermlin 4,5 v., 8. V. Mikenas 4 v„ 9. A. Weingold 3 v. og 10 K. Karner2.5 v. Skákin sem hér fer á eftir var tefld seint í mótinu og réð úr- slitum um efsta sætið. Tal nær frumkvæðinu í byrjun og tekst að vinna skiptamun. Nei teflir þó af hörku og þvingar and- stæðinginn til þess að gefa skiptamuninn aftur. I 30. leik gat Tal varla leikið Dg3 vegna 30. — Dd2 með sterkum hótun- um. Kóngaendataflið í lok skák- arinnar er mjög skemmtilegt og sýnir a.m.k. að Nei kann and- spænið vel. I lokastöðunni hefði áframhaldið getað orðið 62. Kg7 — Ke6, 63. Kxh7 — Kf7 og hvítur verður patt. Hér kemur skákin. Hvítt: M. Tal Svart: I. Nei Spænskur leikur 1. e4 — e5, 2. Rf3 — Rc6, 3. Bb5 — a6, 4. Ba4 — Rf6, 5. 0-0 — Be7, 6. Hel — b5, 7. Bb3 — d6, 8. c3 — 0-0, 9. d4 — Bg4, 10. d5 — Ra5, 11. Bc2 — c6, 12. h3 — Bxf3, 13. Dxf3 — cxd5, 14. exd5 — Hc8, 15. b3 — Rb7, 16. b4 — g6, 17. Bh6 — He8, 18. Rd2 — Rd7, 19. a4 — Dc7, 20. He3 — Rd8, 21. axb5 — axb5, 22. Ha5 — Hb8, 23. Bd3 — Dxc3, 24. Bxb5 — Dxd2, 25. Bxd7 — Hf8, 26. Bxf8 — Bxf8, 27. Hb3 — e4, 28. De3 — Ddl +, 29. Kh2 — Bh6!, 30. Dxh6 — Dxb3, 31. Df4 — Dxb4, 32. Ha2, — Hb7, 33. Bc6 — Rxc6, 34. dxc6 — Hc7, 35. Df6 — Db8, 36. Dxd6 — Hc8, 37. Dxb8 — Hxb8, 38. Hc2 — Kf8, 39. Kg3 — Ke7, 40. Kf4 — Kd6, 41. g4 — f6, 42. c7 — IIc8, 43. Kxe4 — Hxc7, 44. Hxc7 — Kxc7, 45. Kd5 — Kd7, 46. h4 — Ke7, 47. f4 — Kd7, 48. h5 — Ke7, 49. f5 — gxf5, 50. gxf5 — Kd7, 51. h6 — Ke7, 52. Kc6 — Ke8, 53. Kd6 — Kf7, 54. Kd7 — Kf8, 55. Ke6 — Ke8, 56. Kxf6 — Kf8, 57. Ke6 — Ke8, 58. Kd6 — Kf7, 59. Kd7 — Kf6, 60. Ke8 — Kxf5, 61. Kf7 — Ke5! jafntefli. Skák eftir Jón Þ. Þór I skákinni sem hér fer á eftir leggur A. Gipslis andstæðing- inn á sannfærandi hátt. Hvitt: R. Etruk Svart: A. Gipslis Enskur leikur 1. c4 — e5, 2. Rc3 — Rf6, 3. g3 — Bb4, 4. Bg2 — 0-0, 5. e4 — Bxc3, 6. bxc3 — c6, 7. Re2 — d5, 8. cxd5, 9. Ba3 — He8, 10. d3 — Rc6, 11. 0-0 — Bg4, 12. h3 — Be6, 13. Dc2 — Hc8, 14. Db2 — Ra5! 15. exd5 — Bxd5, 16. f3 — b6, 17. Hadl — Bc6, 18. c4 — Hc7, 19. Bb4 — Rb7, 20. Bc3 — De7, 21. d4 — Ba4, 22. Bb4 — Db8, 23. Hd2-------e4, 24. Rc3 — e3, 25. Hd3 — Hcx4, 26. Rxa4 — a5, — 27. Bxa5 — Rxa5 28. Rxb6 — Hc6, 29. Ra4 — Dc7, 30. d5 — Hc2, 31. d6 — Dc4, 32. Hc3 — Hxb2, 33. Hxc4 — Hxc2 + , 34. Hxg2 — Rxc4 og hvitur gaf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.