Morgunblaðið - 26.03.1976, Page 14

Morgunblaðið - 26.03.1976, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1976 Heildarendurskoðun skattkerfis vel á veg komin: Tæpur helmingur framteljenda 1975 var tekjuskattslaus Tillögur til breytinga á skattkerfinu væntan- lega lagðar fram á yfirstandandi þingi Gjörbreytt stefna Alþýðuflokks Þingmenn Alþýðuflokksins lögðu fyrir skemmstu fram stefnumarkandi tillögu til þings- ályktunar, þess efnis, að afnema bæri stighækkandi tekjuskatta á laun einstaklinga, en hækka í þess stað neyzluskatta (söluskatt eða virðisaukaskatt), til að mæta tekjuskattstapi ríkissjóðs. Gylfi Þ. Gíslason (A) mælti fyrir þess- ari tillögu í sameinuðu þingi í gær. Taldi hann tekjuskattskerfið hafa gengið sér til húðar og bjóða upp á misrétti og mismunun. Stig- hækkandi tekjuskattur drægi úr framtakssemi og væru dýrir í framkvæmd, bæði í álagningu og innheimtu. Eyðsluskattar stuðl- uðu hins vegar að sparnaði í þjóð- félaginu og skattgreiðendur legðu á sinn eigin skatt með eyðslu sinni. Jöfnunarhlutverk tekju- skattsins hefði þcgar yfirfærst á margháttaða aðra félagsmálalög- gjöf.__________________________ Launatekjur tekjuskatts- frjálsar. Hér verða rakin nokkur efnis- atriði úr ræðu Matthíasar Á. Mathiesen fjármálaráðherra við þessa umræðu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur til skamms tíma verið einn um að leggja fremur áherzlu á eyðslu- skatta en tekjuskatta. Sú stefna flokksins var skýrt mörkuð þegar árið 1960, að almennar launatekjur skyldu vera tekju- skattsfrjálsar. Fleiri og fleiri hafa með árunum hneigst til þessarar stefnu. Með skattkerfisbreytingu 1974 voru beinir skattar lækkaðir um- talsvert en þeir óbeinu hækkaðir. Svipuð afstaða launþegasamtak- anna kom fram við kjarasamn- inga 1975, þegar stefnumarkandi breytingar voru gerðar á lögum um tekju- og eignaskatt, sem var í senn liður í þeirri heildarendur- skoðun skattkerfis okkar, sem nú er að unnið, og þáttur í að greiða fyrir lausn kjaradeilu. Þegar á allt er litið má ætla að beinir og óbeinir skattar hafi ver- ið lækkaðir (með lögum í apríl 1975) um 2.250 m. kr„ þar af tekjuskattur einstaklinga um 1.000 m. kr. og útsvör um 400 m. kr.____________________________ Tekjujöfnun og réttlæti Samfara lækkun tekjuskatts voru teknar upp nýjar reglur sem fela í sér tekjujöfnun og aukið réttlæti. Þar má nefna: 0 I Fersónufrádrætti frá tekj- um var til fulls breytt i persónu- afslátt frá skatti sem þýðir að margir, sem lítið eða ekkert gagn hafa af frádrætti, geta nýtt sér afsláttinn. 0 2. Persónuafslátturinn er nýtanlegur til greiðslu útsvars, þannig að fjöldi framteljenda þurfti ekki að greiða útsvar, eða þá fékk útsvar greitt að hluta. 0 3. Utborgun afsláttar, sem tekin hafði verið upp í smáum stíl 1974, var felld niður, nema hjá elli- og örorkulifeyrisþegum, en sú útborgun var sameinuð tekju- tryggingu almannatryggingakerf- isins. 0 4. Sérstakar reglur takmörk- uðu þátttöku í útsvari af persónu- afslætti. 0 5. Allar fvilnanir ríkissjóðs vegna barna voru sameinaðar i svokallaðar barnabætur sem eru nánast útborganlegur afsláttur með börnum. Reyndist þetta koma sér einkarvel fyrir barn- margt fólk með miðlungstekjur og lágtekjur. 0 6. Skattlagningu sambýlis- fólks var breytt því til hagsbóta. En betur má, ef duga skal. Eins og ég gat um áður. er nú unnið að yfirgripsmikdli endurskoðun skattkerfisins. Vænti ég þess að geta áður en margar vikur líða gert grein fyrir þessum athugun- um, sem m.a. ná til flestra þeirra skattþátta, er tillaga Alþýðu- flokksþingmanna fjallar um. At- hugun á efnisatriðum tillögunnar var sum sé vel á veg komin, þá er hún var flutt, en hér er um tíma- frekt og vandasamt verk að ræða. Mun ég geyma mér að ræða um þau efnisatriði frekar, unz niður- stöður athugana liggja fyrir. Helmingur framteljenda 1975 tekjuskattslaus Alagður tekjuskattur á ein- staklinga á sl. ári nam rúmlega Stjórn Viðlaga- sjóðs kjörin I GÆR var kjöriö í stjórn Viðlagasjóðs, skv. lögum nr. 4/73, um neyóarráð- stafanir vegna jarðelda í Heimaey, fyrir tímabilió frá 21. febr. 1976 til árs- loka. Aðalstjórn: Guðlaugur Stefánsson framkvæmda- stjóri Helgi Bergs banka- stjóri, Gísli Gíslason for- stjóri, Vilhjálmur Jóns- son forstjóri, Reynir Zoéga vélstjóri, Tómas Þorvaldsson forstjóri og Garðar Sigurðsson alþingismaður. Vara- menn: Jóhann Friðfinns- son kaupmaður, Sig- urður Markússon fram- kvæmdastjóri, Björn Guðmundsson útgeróar- maður, Bogi Hallgríms- son, Jón Guðmundsson, Ólafur Jónsson (Kópa- vogi) og Helgi B. Þor- valdsson. Matthlas A. Mathiesen fjármála- ráðherra. Gylfi Þ. Gfslason, fyrrv. ráðherra. 7.653 m. kr. Greiddar barnabætur gegnum skattkerfið, annaðhvort með skuldajöfnun eða endur- greiðslu námu tæpum 2.625 m. kr. og þátttaka ríkissjóðs í greiðslu útsvara láglaunafólks nam milli 750—800 m kr. Fjöldi einstaklinga, sem bar að telja fram 1975, var 104.680, þar af báru tekjuskatt 53.786 eða 51,38%, en enginn tekjuskattur kom i hlut 50.894 framteljenda eða 48.62%. Aðilar, sem voru með einhvers konar atvinnurekst- ur að aðalstarfi, voru 12.369 eða 11.82% framteljenda. Þar af báru tekjuskatt 6.893 eða 55.73%. Tekjuskattslausir voru 5.476 eða 44.27%. Einstaklingar með atvinnu- rekstur töldust 13% af tekjuskatt- greiðendum og greiddu 19.5% álagðs tekjuskatts. Tekju- og eignaskattsskyld félög voru 4.300 og greiddu samtals 1.215 m. kr. í tekjuskatt. Auk þess báru skatt- skyldir einstaklingar og félög í atvinnurekstri um 5.600 m. kr. í svonefndum atvinnurekstrar- gjöldum og um 1.200 m. kr. í útsvör eða 15% allra álagðra út- svara. Kostnaður við tekjuskattsálagningu. I greinargerð með umræddri tillögu er rætt um kostnað við tekjuskattsálagningu. En gæta verður þess að sá kostnaður nær jafnframt til ál. eignaskatts, ákvörðunar barnabóta til 34.500 aðila og ákvörðun um þátttöku ríkissjóðs í greiðslu útsvara lág- tekjufólks til um 45—49.000 aðila. Ennfremur öll álagning út- svara i landinu, sem nam rúmum 7.810 m. kr. á sl. ári á tæplega 100.000 aðila. Að auki beint og óbeint eftirlit og álagning at- vinnurekstrar gjalda og landsút- svara á atvinnurekendur, sjóði og stofnanir, sem nam á sl. ári 6.229 m. kr. og að lokum endurskoðun söluskatts, sem nam 1974 um 13.591 m. kr. Jafnframt fer svo fram á árinu 1975 endurskoðun sölugjaldsskýrslna og vörugjalds sem greitt var á því ári (skv. fjárl. u.þ.b. 25.600 m. kr.). Þótt tekjuskattskerfið i núver- andi mynd yrði aflagt þyrfti eftir sem áður að vera til staðar fram- kvæmdakerfi, sem sæi fyrir grunni til útsvarsálagningar og næði til jafnmargra aðila og tekjuskattskerfið f dag, auk þess sem framkvæma þyrfti álagningu og eftirlit með umræddum at- vinnurekstrargjöldum og sölu- gjaldi. Þá má benda á að í fjárlögum yfirstandandi árs er gert ráð fyrir því að álagning tekjuskatts nemi 9.800 m. kr. Ennfremur að greidd- ar barnabætur verði um 3.281 m. kr. og þátttaka rikissjóðs i greiðslu útsvara láglaunafólks um 940 — 1.000 m. kr. Ekki geri ég ráð fyrir því að þingmenn Alþýðuflokks, flutningsmenn þessarar tillögu, vilji afnema greiðslu barnabóta eða þátttöku ríkissjóðs í greiðslum útsvara lág- tekjufólks. Bil það sem þarf að brúa, ef tekiuskattur yrði felldur niður, yrði þvi vart undir 10 millj- arðar króna. . Afnám tekjuskatts hefði i för með sér bæði kosti og galla. Hætt er við að sumum þætti verða leit að svokölluðum „breiðum bök- um", og ýmis vandamál koma fram í annarri mynd, að því leyti, að hagkvæmt yrði að taka út tekjur í formi eða mynd launa til að sleppa við skatt. Sú þraut kann og að verða stjórnmálamönnum erfið, að veita þeim uppbætur, er töpuðu á slíkri stökkbreytingu frá beinum yfir i óbeina skatta, auk þess að höfð yrði hliðsjón af tekj- um, og þá er aftur komið upp vandamál i sambandi við afmörk- un þess hóps, er rétt skuli hafa til slíkra bóta. Þá er athyglisvert, í sambandi við hugsanlegan virðisaukaskatt, að hyggja að reynslu Norðmanna, en þar eru nú vaxandi kröfur um að hverfa frá virðisaukaskatti til söluskatts á ný. Þetta sýnir að enginn einn skattur leysir öll vandamál og gæta verður þess að hlaupa ekki öfganna á milli. Ég vitnaði áðan til þeirrar skattkerfisendurskoðunar, sem nú er að unnið. Stefnt er að því að leggja fram breytingartillögur á þessu þingi, sem áfanga í heildar- endurskoðun, og tel ég rétt að biða með frekari bollaleggingar þar um, unz þær liggja endanlega fyrir. — Þvermóðska Framhald af bls. 15 atvinnulausir og Harold Wilson forsætisráðherra geti ekki af stjórnmálalegum ástæðum látið ur.dan Islendingum, þar sem það hefði í för með sér að tuttugu þúsund manns til viðbótar myndu missa atvinnu sína. „Slíkt at- vinnuleysi myndi vera afleitt en frekari rýrnun þorskstofnsins myndi kippa stoðunum undan lífsafkomu Islendinga," segir i leiðaranum. Þá segir að Bretar telji sig þurfa þorskinn í hinn vinsæla „fish and chips-rétt“ sinn, en þess sé að gæta að mikið magn af makríl sé veiðanlegur við Bret- landsstrendur og mætti nota þann fisk í staðinn. „Þvermóðska Breta í garð ís- lendinga sem glima við erfiðleika, getur aðeins leitt til meiri átaka milli brezkra og íslenzkra skipa og aukið á ógnunina við starf Atl- antshafsbandalagsins. Vestur- Þjóðverjar veittu skynsamlegt fordæmi, þegar þeir féllust á að draga úr veiðum við Island og bíða niðurstöðu Hafréttarráð- stefnunnar. „Blaðið segir að ekki sé einhlítt að niðurstaða viðræðna yrði jákvæð en útlitið myndi stór- batna ef Bretar sýndu meiri skyn- semi. Það sé f þeirra eigin þágu ekki síður að vera opnir fyrir við- ræðum. ekki hafi Bretum upp á síðkast- ið farizt svo úr hendi stjórn eigin mála að af miklu sé að státa. Bretar hafi verið skeytingarlausir og misræmis hafi gætt milli gjörða og orða. „Við eigum ekki að vera gröm vegna ummæla hans, heldur innilega þakklát fyrir heita umhyggju Solzhenitsyns fyrir okkur og fyrir það hug- rekki og einlægni sem hefur einkennt lýsingar hans á okkur og látið I ljós." Blaðið Sun segir að Alexand- er Solzhenitsyn hafi ekki verið fyrsti einlægi vinurinn sem af- skrifaði Bretland en fram að þessu hefðu orð þessara spá- manna ekki fengið staðist. — Solzhenitsyn Framhald af bls. 15 ur kalda stríðsins. Maðurinn sem vill að við göngum á hólm við Sovétríkin. Maðurinn sem vill að Vesturlönd verði spegil- mynd sovézkrar harðýðgi. Solz- henitsyn skilur Rússland of vel. Hann skilur ekki það umburðarlyndi sem hefur gert Vesturlönd að því sem þau eru nú. En ef Bretland og Vestur- lönd féllust á þær hugmyndir sem Solzhenitsyn setur fram, þá hefðu Sovétríkin sannarlega borið sigur af hólmi." Við annan tón kveður í leið- ara i Daily Telegraph, sem ber yfirskriftina „Harmatölur vinar". Þar segir að þrátt fyrir harkaleg orð rithöfundarins sé margt í þeim sem sé sannleik- anum samkvæmt. Bretar hafi alls ekki getað staðið við sína miklu alþjóðlegu samábyrgð og — Nýtt blað Framhald af bls. 5 skóla tslands og Kennaraskólan- um. t þessu fyrsta tölublaði er að finna greinar um Atlantshafs- bandalagið „hobbykomma" o.m.fl. ásamt greinum frá þeim skólum sem blaðinu er dreift í. I leiðara blaðsins segir ma.: „Borgarinn er afkvæmi þröngs hóps manna, sem fann sig til- neyddan til að reyna að taka örlít- ið á móti því flóði af vinstrakjaft- æði, sem framhaldsskólanemar hafa orðiðað þola undanfarin ár.“ Ritstjóri blaðsins er Skafti Harðarson nemandi í M.R. en í ritnefnd eru „hinir og þessir lýð- ræðissinnar úr menntastofnunum þjóðarinnar,“ eins og segir í blaðinu. Blaðið er 20 síður, kostað af auglýsingum og er því allsendis óvist um frekari útgáfu segir í leiðara þess. Þó er stefnt að því að annað tölublað liti dagsins ljós að liðnu sumri. — Afkoma Framhald af bls. 19 ákvarðanir hennar engu síður jafn mikil áhrif á hag verzlunar og þjóðar. Áhrifin koma aðeins fram með öðrum hætti þannig að verzlunin nær ef til vill sama rekstursárangri, en á þjóð- félagslega óhagkvæmari hátt heldur en væri ef hún fengi að skipuleggja starfsemi sína án slíkrar íhlutunar um álagn- ingar málefni sín.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.