Morgunblaðið - 26.03.1976, Page 16

Morgunblaðið - 26.03.1976, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1976 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10 100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22 4 80. Áskriftargjald 800,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 40,00 kr. eintakið. Verðhækkun á Bandaríkjamarkaði Verulega skertur kaup- máttur útflutnin>gs- tekna okkar á undanförn- um árum og versnandi gjaldeyris- og greiöslu- staóa út á við, hefur skapað margháttaðan vanda í efnahagslífi okkar og sett almennum kjörum þjóðar- innar þrengri mörk en áður. Það eru því ánægju- leg tíðindi, sem berast þessa dagana, að verð á fiskblokk á Bandaríkja- markaði hafi hækKað um 20% frá því í nóvember- mánuði sl., eða úr 56 í 70 cent pundiö. Þessi hækkun hefur mikla þýðingu fyrir þjóðarbúið, gjaldeyris- stöóu þess og rekstarstöðu frystiiðnaðarins í landinu, sem nú verður betur í stakk búinn til að mæta þeim almennu kaup- hækkunum, sem nýlega var samið um af aðilum vinnumarkaðarins og hamlar gegn verðbólgu- áhrifum kauphækkana. Þessi verðhækkun fisk- blokkar á Bandaríkja- markaði varpar nokkurri birtu gegnum sorta efna- hagsvandans, sem birgt hefur þjóðinni sýn til batn- andi lífskjara um missera skeið. Engu að síður er á- stæða tíl að hvetja þjóðina til að ganga hægt um gleðinnar dyr, því verð fiskafurða okkar á Banda- ríkjamarkaói er háö fram- boói og eftirspurn, og erfitt er aö spá í stöðugleika þessara verðhækkana. Vaxandi eftirspurn í Bandaríkjunum eftir góð- um fiski vekur að vísu vonir um stöðugleika verósins. Hins vegar hefur kjötverð á þessum markaði farið lækkandi, sem kann að hafa sín áhrif á eftir- spurnina eftir fiski. Miklu varóar, að hægt sé að full- nægja eftirspurninni, sem nú er fyrir hendi. Verk- fallið hér heima dró hins vegar úr freðfiskfram- leiðslu og fyrirsjáanlegar takmarkanir veiðisóknar rýra óhjákvæmilega mögu- leikana á þessum vett- vangi. í þessu sambandi er óhjákvæmilegt að benda á þýðingu fiskmarkaðar okkar i Bandaríkjunum, en þau eru langstærsti kaup- andi íslenzkra fiskafurða. Þar við bætist að þar eru engir innflutningstollar á fiskblokk, en innflutnings- tollar á fiskafuröir okkar á Evrópumarkaði eru veru- legir þröskuldir í vegi við- skipta okkar þar. í þessu efni höfum við notið sér- stakra fríðinda í Banda- ríkjunum, sem eru okkur mikils virði og við verðum að gera okkur glögga grein fyrir. Af þessum sökum m.a. er Bandaríkjamarkað- urinn ekki aðeins lang- stærstur kaupandi ís- lenzkra fiskafurða, heldur jafnframt sá hagkvæmasti. Heildarútflutningur okkar á árinu 1975 nam nálægt 4 7‘/2 milljarði króna. Þar af fór á Banda- ríkjamarkað afurðir fyrir nærri 14 milljaróa eða nálægt 30% af útflutningi okkar. Innflutningur okkar frá Bandaríkjunum nam hins vegar um helm- ingi þessarar fjárhæðar eða um 9.3%, af heildar- innflutningi okkar 1975. Á sama ári nam útflutningur okkar til EFTA-landanna um 9 milljörðum en innflutningur frá þeim 15.6 milljörðum. Útflutn- ingur til EBE-landa 11.7 milljörðum en innflutn- ingur frá þeim 33,7 milljörðum. Útflutningur til A-Evrópuríkja nam 6.3 milljörðum en innflutn- ingur frá þeim 9.3 milljörð- um, þar af útflutningur til Sovétríkjanna 5 milljörð- um en innflutningur frá þeim tæpum 7.8 milljörð- um. Til allra annarra landa nam útflutningur okkar á sl. ári 6.4 milljörðum en innflutningur frá þeim 9.4 milljörðum. Þessar tölur tala skýru máli um þýðingu Bandaríkjamarkaðar fyrir útflutningsafurðir okkar og þeirra kjara í milliríkja- viðskiptum, sem okkur eru þar búin. Ekkert viðskipta- svæði okkar, utan Banda- ríkjanna, kaupir af okkur afurðir umfram innflutn- ing frá þeim, ef miðað er við tiltækar tölur frá sl. ári, en heildarinnflutningur okkar það ár nam um 27000 milljónum króna umfram heildarútflutning. Verðhækkun fiskblokkar á Bandaríkjamarkaði er fyrsti sólargeislinn um langt skeið í milliríkjavið- skiptum okkar. Hún ætti að styrkja nokkuó erfiða rekstrarstöðu fyrirtækja í fiskiónaði. Ástæða er til að fagna þessari þróun en vara jafnframt við of mikilli bjartsýni og slökun á nauðsynlegum aðhalds- aðgerðum í efnahags- málum okkar. Hún ætti og að skerpa skilning okkar á þýðingu þessa langstærsta og hagkvæmasta markaðar íslenzkra útflutningsvara. Loðnunni dælt um borð „Nú má rs „Nú getur maður loksins andað léttara aftur,“ sagði Haraldur Agústsson, skipstjóri á Sigurði RE, þegar ljóst var að nótin hafði ekki festst í botni og tekizt hafði að halda loðnunni inni f nótinni á meðan verið var að snurpa. Hraldur lét þessi orð falla á loðnumiðunum skammt undan Sandgerði á mánudag. Þar var loðnuflotinn á veiðum, en erfitt var að eiga við loðnuna vegna þess hve grunnt hún gekk og botninn harður. Menn tóku það til bragðs að reyna að lyfta nótunum með því að setja belgi neðst á hanafætur og snurpuvir og virtist það bera árangur hjá einstaka bátum. Blaðamaður og ljós- myndari Morgunblaðsins fengu að fara með Sigurði i þessa veiði- ferð, en ekki varð aflinn mjög mikill, aðeins um 150 lestir úr einu kasti m.a. vegna þess hve botninn var slæmur. Sigurður er sem kunnugt er aflahæsta loðnuskipið og er nú búinn að landa 13 þúsund tonnum á vertíðinni. „Við værum búnir að fá 18 þúsund tonn ef ekki hefði komið til verkfalls,“ sagði einn hásetinn við okkur. „Það var al- veg bölvað þvi við á nótaskipun- um eigum enga samleið með sjó- mönnum á neta- og línubátum." Eftir að hafa landað i Norglobal á sunnudagsmorgun kom Sigurð- ur til Reykjavikur vegna óveðurs á miðunum. A sunnudagskvöld lægði mikið og var þá ákveðið að halda úr höfn snemma á mánu- dagsmorgun. Skipstjórinn á Sigurði tók vel i að leyfa blaða- snápunum að fljóta með. 1 fyrstu var haldið í vestur, með stefnu að Jökli, þar sem loðnan fékkst í ríkum mæli í siðustu viku. A þeirri leið fannst ekkert og er komið var fram undir hádegi heyrðist hvar Vonin frá Keflavik, hafði kastað skammt undan Út- skálakirkju. Fékk skipið þar 130 tonn. Strax var snúið við og haldið á þessi mið. Fljótlega heyrðist í talstöðinni, að margir áttu í erfiðleikum með að kasta, þar sem hætta var á að næturnar festust í botni. í 14 ÁR ÁSIGURÐI „Eg er búinn að vera á Sigurði í 14 ár, eða frá árinu 1962,“ sagði Jóel Jóhannsson 1. vélstjóri ervið ræddum við hann. „Þegar Sigurður kom nýr til landsins var honum bráðlega lagt og var svo í tvö ár. Menn vitust enga trú hafa á þessu skipi og systurskipum þess. Þegar skipið var sent í síldarflutninga frá Austfjörðum til Suðurlands, réðst ég á skipið. Að þeim loknum var skipið sent á togveiðar á ný. Fljótlega kom í ljós, að þettavar framúrskarandi skip og undir skipstjórn Auðuns Auðunssonar, Guðbjörns Jens- sonar og Arinbjörns Sigurðs- sonar, sem var með skipið þar til því var breytt í nótaskip, vorum við ávallt einn hæsti eða aflahæsti togari landsins." Nótin lögð f kassann. úr borðsalnum. Óskar Benediktsson matsveinn tekur við diskunum. Hægra megin við borðið sitja Haraldur Ágústsson skipstjóri og Jóhann Jóelsson vélstjóri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.