Morgunblaðið - 26.03.1976, Síða 32

Morgunblaðið - 26.03.1976, Síða 32
Á meðan bezta veður er norðanlands og austan, þurfa Reykvíkingar að sætta sig við hríðar- muggu dag hvern. Myndin var tekin í Reykjavík í gær og sýnir hún vel hríðarkófið. Ljósmynd Ól.K.M. LL-þotu hlekktist á í lendingu: „Y firnáttúrulegt að lendingin skyldi heppnast” segir Sveinn Eiríksson, slökkviliðsstjóri LOFTLEIÐAÞOTU sem var að koma frá Luxemborg með 12.3 farþega hlekktist á í lendingu á Keflavíkurflug- velli kl. 16.30 í gær. Ytri bakborðshreyfill þotunnar kom við flugbrautina og skemmdist eitthvað. Ákveðið hefur verið að fljúga þotunni út til hreyfilskipta. Farþegar með þotunni voru 123 og voru þeir fluttir á hótel í Reykjavík í gærkvöldi. Þeir fóru síðan áfram vestur um haf til New York með annarri Loftleiðaþotu í nótt. Fjöldi sjónarvotla var að lend- inj;u þotunnar oj> meðal |)eirra var Sveinn Kiríksson slökkviliðs- stjóri á Keflavíkurfluf'velli, en hann var staddur úti á fluj>braut í erindaftjörðum. „Þetta leit allt mjiifj illa út um tíma," sagði Sveinn í samtali við Morgunblaðið í gærkviildi, „og ég var eina stundina búinn að af- skrifa þessa vél, svo hrikalegt var þetta. Það er hreint yfirnáttúru- legt, að lendingin skyldi heppnast svona vel eftir það sem á undan var gengið." beygjuna mjiig krappa. Mér virtist vængirnir snerta jiirðina og á því augnahliki var ég hræ>ddastur." „Þegar þotan lenti að lokum kom hún niður á hjólastellíð vinstra megin og ytri hreyfillinn snerti jörðina. Eg tel það mikla mildi að þotan skyldi tolla á brautinni. Annars er það lygilegt hvað þessar vélar eru sterkar," sagði Sveinn að lokum. Þá hafði Mhl. samband við Bjiirn B. Karlsson flugstjóra, en hann vildi ekkert um málið segja. Sveinn sagði að hann hefði séð miirfí aðflug og lendingar á Kefla- vikurflugvelli, en fá eða engin eins Ijót og þetta. „Þegar þotan kom inn virtist hún ætla að lenda á braut nr. 21. Þegar hún átti skammt eftir ófar- ið breytti hún skyndilega um stefnu, allt að 90 gráður og gerði krappt aðflug að hraut nr. 25. Þar sem þarna er skammt á milli brautarenda varð þotan að taka Tveir skip- herrar skoða hraðbáta í Glasg ow SKIPHERRARNIR (iunnar Olafsson og Þröstur Sigtrvggs- son, sem í fvrradag skoðuðu hraðbáta sem tslendingum hafa verið boðnir t Þý/.kalandi til landhelgisgæzlustarfa, eru nú komnir til Kaupmanna- hafnar. Samkvæmt þeim upp- lýsingum sem Morgunblaðið fékk hjá Baldri Möller, ráðu- nevtisstjóra í dómsmálaráðu- nevtinu, í gærkvöldi, munu þeir í dag skoða hraðbáta hjá danska flotanum. Hraðbátur þessi er alveg nýr og var hlevpt af stokkunum fvrir þremur dögum. Þá hefur Morgunblaðið fregnað að þeir félagar muni koma við í Glasgow á heimleið og skoða þar hraðbáta sem brezkt fvrirtæki hefur boðið Islendingum til sölu. Ekki er Mbl. kunnugt um af hvaða tegund þessir bátar eru. 2 togarar teknir á leigu til gæzlustarfa og rannsókna DÓMSMÁLA- og sjávarútvegsráðuneytunum hefur verið veitt heimild til að leigja tvo skuttogara, annan til landhelgisgæzlustarfa og hinn til hafrannsókna. Er gert ráð fyrir að skipin verði tekin á leigu á næstunni. Þá er gert ráð fyrir að skuttogarinn Baldur verði áfram við gæzlustörf, þannig að tveir skuttogarar verði í þjónustu Landhelgisgæzlunnar. Matthías Bjarnason sjávarút- vegsráðherra sagði i samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að reiknað væri með að tveir togarar yrðu teknir á leigu á næstunni og myndi annar starfa á vegum Haf- rannsóknastofnunarinnar. Senni- lega yrði Baldur áfram i land- helgisgæzlustörfum, því ef hann ætti að notast til Hafrannsókna á næstunni þyrfti að framkvæma á skipinu töluverðar viðgerðir. Að sögn sjávarútvegsráðherra er gert ráð fyrir að togarinn sem tekinn verður á leigu verði að mestu í fiskileit til að byrja með og þá fyrst og fremst við leit að karfa. Hann sagði að þegar væru byrjaðar viðræður við aðila um leigu á skipi. Baldur Möller, ráðu- neytisstjóri í dómsmálaráðuneyt- inu, sagði þegar Morgunblaðið hafði samband við hann, að heimild hefði fengist til að leigja togara til viðbótar Baldri til gæzlustarfa. Kvað Baldur helzt hallast að pólskum skuttogara Þar sem þeir væru mun gangmeiri en aðrir skuttogarar sem Islend- ingar ættu og jafnvel mætti bæta einhverju við gang þeirra. Þá gæti komið til mála að tog- arinn yrði tekinn með annað hvort leigu- eða eignarnámi, en vonandi þyrfti ekki að koma til þess. Það hefði staðið til þegar hvalbáturinn var tekinn á leigu á sínum tíma að taka hann leigu — eða eignarnámi, en sem betur fer hefðu náðst samningar um leiguna. Baldur sagði að könnunarviðræður um leigu á skipi væru þegar hafnar. Miðstjórn A.S.I.: Meiri verðhækkanir en gert var ráð fyrir við gerð samninganna MIÐSTJÓRN Alþýðusambands tslands samþykkti í gær sérstaka ályktun vegna hækkana, sem orð- ið hafa á ýmsum liðum vöru og ALLT AÐ 700 KRONllR FYRIR KÍLÓ AF SKREIÐ í NÍGERÍU — (JTLIT fyrir sölu á skreið hefur ekki verið svona gott f mjög langan tfma og ef til kemur þá verður útborgunarverð á skreið sem selzt til Nfgerfu allt að 600—700 krónur á kfló fyrir allar tegundir af þorski nema smáþorsk til framleiðenda hér heima, sagði Bragi Eirfksson forstjóri Samlags skreiðarframleiðenda þegar Morgunblaðið hafði samband við hann i gær. Bragi sagði að verð á skreið hefði hækkað mjög mikið í Nígeriu á s.l. ári. Ekki væri vitað til að uppreisnartilraunin þar hefði haft nein áhrif á mark- aðinn, en auðvitað væri hámarks- verði takmörk sett. Hvort hið háa verð héldist til langframa vissi enginn, en það myndi jafnvel skýrast i sumar þegar íslenzka og norska framleiðslan kæmi á markað. Að sögn Braga, þá er enn ekki séð hve mikil skreiðarframleiðsla Islendinga verður á þessari ver- tíð. Það mun koma i ljós þegar vertíð er lokið sunnanlands, en reyndar getur upphenging átt sér stað fram í júnímánuð, allt eftir veðurfari. — Það sem vantar nú eru nýir fiskhjallar, en þeir sem fyrir eru hafa gengið mjög úr sér á undan- förnum árum. Efni í einn hjall er nú mjög dýrt og kostar um 140 þúsund krónur. þjónustu undanfarna daga. Telur miðstjórnin hækkanirnar vera beina árás á lífskjör almennings og auk þess háskalega fyrir efna- hagsþróunina f heild. Krefst miðstjórnin því þess, að þessar ákvarðanir verði endurskoðaðar þegar í stað og að upp verði tekin virk aðhaldsstefna í verðlags- málunum. Fréttatilkynning, sem fjallaði um þessa samþvkkt mið- stjórnarinnar og Mbl. barst í gær er svohl jóðandi: „Miðstjórn Alþýðusambands Islands mótmælir harðlega þeim verðlagsákvörðunum stjórnvalda sem teknar hafa verið að undan- förnu og hafa munu í för með sér gífurlegar hækkanir einkum á verði opinberrar þjónustu og landbúnaðarafurða, en einnig ýmissa vörutegunda. Miðstjórnin bendir á að aðeins lítill hluti þessara verðhækkana á rætur að rekja til nýlega gerðra kjara- samninga, heldur til þess, að Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.