Alþýðublaðið - 30.09.1958, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 30.09.1958, Blaðsíða 1
XXXIX. ixg. Þriðjudagur 30. sept. 1958 222. tbl. De Gaulle, forsaetisráðherra Frakka. AUGLJÓST er, að hin nýja stjórnarskrá de Gaulles hefur hlotið stuðning yfirgnæfandi meirihluta kjósenda. Augljóst virðist einnig, að þessi hefur orðið niðurstaðan, ekki vegna hrifningar á de Gaulle, heldur vegna almennr- ar þreytu á agnúum lýðræðisins, eins og þeir birtust í fjórða, franska lýðveldinu. Sú stjjórn, sem Frakkar nú fá, er í hnotskurn þannig: * FORSETI kiörinn til sjö ára með óbeinum kosn- ingum á að gizka 75 þús. kjörmanna. Sáttasemjari, er líta skal eftir, að þingræðið sé starf- hæft. Hefi4r engin stjórnarvöld( Er ekki ábyrgur gagnvart neinni kjörinni samkundu. Má dæmast af hæstarétti fyrir landráð. Getur Ieyst upp þingið og ákveðið þjóðaratkvæði að eigin vild. Getur tekið sé? alræðisvald, þegar öryggi lýðveldisins er ógnað og stofnanir þess eru ekki starf- hæfar. Þing kemur þá sjálfkrafa saman op; situr þann tíma, sem alræðisvöid gilda. * STJÖRNIN er undir forsæti forsætisráðherra. sem er tilnefndur af forsetanum. Hann velur sér ráðherra og hefur völd til áð stjórna. Hann er ábyrgur gagn- vart þinginu. ÞINGIÐ er í tveim deildum: fulltrúadeild, kjörin vio almennar kosninga,r og öldungadeild, valin með ó- beimim kosningum. FULLTRÚADEILDIN setur lög. Heftir eftirlit með störfum stjórnarinnar. Hún ";,tur steynt stjóninni. en aðeins, ef algjör meirihluti næst gegn henni. - r svæðið úískúfað PARÍS, mánudag (NTB— AFP). Nýjustu tölur við at- kvæðatalninguna í Frakk- landi og nýlendum Frakka' sýna, að 81,7% af kjósendum hafa sagt já, en 18,7 % nei. Alls neyttu 84,1% atkvæðis- bærra manna atkvæðisréttar síns. Þetta eru ekki endanleg- ar tölur, en engar stórvægi legar breytingar geta á þeim orðið. f Algier sýnir talning- in til þessa að 96,6% hafa sagt já, en 3,4% nei. í frönsku Sa- hara sögðu 98,6% já og 1,4% nei. PARÍS og ALGEIRSBORG, mánudag. Fyrstu afleiðingar þjóðaratkvæðisiiis í Frakklandi og nýlendum þess koinu i Ijós i dag, er franska stjórnin lýsti yfir, að hún liti ekki lengur á frönsku Guinea sem hluta af franska sambandinu. Hins veg- ar verður ekki ljóst um aðal- vandamál de Gaulles, Algier- málið, fyrr en á fimmtudag, er de Gaulle fer í heimsókn til Al- geirsborgar og heldur senni- lega ræðu, þar sem hann skýrir frá helztu atriðum í framtíðar- stefnu sinn í Algiermálinu. Nýjustu tölur frá Algí.er eru frá öllu landinu, nema tveim smábæjum. Er nú búið að telja 3,2 milljónir atkvæða með stjórnarskrárfrumvarpinu, en 112 000 á móti. Þetta þýðir, að 3,35 milljónir af 4,2 miiljónum atkvæðisbærra manna hafa greitt atkvæði. AÐSTOÐ STÖÐVUÐ í yfirlýsingu frönsku stjórn- arinnar um frönsku Guinea seg ir, að Frakkar muni stöðva alla efnahagsaðstoð við landið ar í stað. Auk þess verða franskir embættismenn kallað- ir heim á næstu tveim mánuð- Framhald á 5. siðu SJÓMANNAFÉLAG HAFN- ARFJARÐAR kaus fulltrúa sína á Alþýðusambandsþing um síðustu helgi. A-listinn, borinn fram af stjórn og trún- aðarmannaráði félagsins, sigr- aði glæsilega, hlaut 72 atkvæði og báða fulltrúana kjörna, en B-listinn, borinn fram af kom- múnistum, hlaut 39 atkv. Persónuatkvæði féllu þann- ig, að Kristján Kristjánsson hlaut 114 atkvæði, Einar Jóns- son hlaut 74 atkv., en Kristján Jónsson fyrrv. formaður félags- ins, hlaut 43 atkv. VERULEGT TAP KOMMÚNISTA í þessum kosningum hafa kommúnistar tapað verulega frá stjórnarkjörinu á sl. vetn, er félagið var unnið úr höndum þeirra. Kjörsókn var betri nú en þá, en þó fengu kommún- istar 7 atkv. minna nú og töp- uðu auk þess aukningunni. — Andstæðingar kommúnista fengu 65 atkv. við stjórnar- kjörið í vetur. Við höinina. Kommúnistar lögðu mikla áherzlu á það, að vinna kosn- inguna í Sj ómannafélaginu nú. Þeir höfðu yfirhöndina í félag- Framhald á 4. síðu. Þróttur á Sigluf,: 183:113! UM miðnætti í nótt var lokið talningu at- kvæða í Þrótti á Siglu- firði. Úrslit urðu þau, að A-listinn hlaut 183 atkv. og B-listinn 183 atkvæði. 3 seðlar voru auðir. 369 greiddu atkvæði. Kjör- stjórnin hafði ekki úr- skurðað kosninguna, er blaðið fór í prentun, en telja má víst, að hlutkesti verði að ráða eða að kos- ið verði aftur. Úrslitin eru mikið áfall fyrir komm- únista, sem hafa haft yfir höndina í Þrótti um langt skeið. Eru Bretarnir a<5 sleppa sér? ílirinn Hosiíe siðlir á Sjómannafélag Hafnarfjarðar: Glæsiíegur sigur and- sfæðinga kommúnisfa Listi stjórnar- og trúnaðarmannaráðs hlaut 72 atkv. kommúnistar hlutu 39. Framhalfl á 5 síðu Siaðan í AlþýðusambandskðsnfnguMim; 6? andstæðingar krpmúnista, 42 kommiíngstar — @g S cvissir í 36 féíögum. BREZKI tundurspillirinn Hogue sigldi í gær á brezka togarann Northern Foam. Ætl- aði Hogue að sigla á m.lli Mar- íu Júlíu og Northenr Foam, en María vék sér undan og Hogue lenti á Northern Foam. Frétt landhelgisgæzlunnar um þetta atvik fer hér á eftir: Sk pherrann á varðskpinu Maríu Júlíu átti í gær símtal1 við landhelgisgæzluna ,eftir að hafa leiðbeint þýzkum togara1 til hafnar vegna dimviðris, en togarinn var með veikan mann, sem þurft að komast í sjúkra- hús, — og sagði skipherrann frá eftirgreindu atviki, er átti sér stað út af Glettinganesi í gærmorgun: NORTHERN FOAM f LANDHELGI María Júlía kom að tveimur brezkum togurum, sem voru að veiðum innan tólf mílna fisk- ve.ðitakmarkanna, Og var ann- ar þeirra Northern Foam frá Grimsby. Dimmviðri var og slæmt skyggni. Skipverjar á varðskipinu gerðu sig líklega til að fara um borð í togarann Ncrthern Foam, sem samstund is kallaði á hjálp brezks her- sk ps vegna yfirvofandi hættu. Til eftirlits með brezku land- helgisbrjótunum á þessu svÉeði er tundurspillirinn Hogue. en Framhald á 5. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.