Alþýðublaðið - 30.09.1958, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 30.09.1958, Blaðsíða 9
AlþýSuMaðið 9 Þriðjudagur 30. sept. 1958 ( ÍÞróftir^j Enska fcnaffspyrnan TOPPLIÐIN voru ekki í ess- I inu sínu á laugardaginn. Af 8 efstu var aðeins Luton með sig ur og skelltu þeir sér á toppinn, með stórsigri yfir Preston 4:1. Aðeins Luton og Fulham eru taplaus það sem af er. Annars var dagur.nn óvenjulegur að því leyti, að mikið var um víta- spyrnur. Á Maine Road voru flestir áhorfendur,. 62.000 og sáu Derby-leikinn milli Man- chesterliðanna. Charlton skor- aði úr vítaspyrnu er 3 mín. voru af leik, en Gregg í marki Utd. v-arði vítaspyrnu. Leikn- um lauk með jafntefli 1:1. — Chelsea sigraði Notth. Forest 4:1, og skoraði Greaves 3 mörk, en Matthews markmaður Chel- sea, sem kom nú í markið aft- ur eftir meiðsli, varði víta- spyrnu. í leiknum Tottenham- Wolves skeði það að dómarinn lét taka vítaspyrnu þrisvar, en það er mjög sjaldgæft. Úlfarnir fengu vítaspyrnu og var Slater, hliðarframvörður látinn fram- kvæma spyrnuna og skoraði hann úr henni. Þá sagði dómar. inn að menn hefðu hlaupið of fljótt inn í teiginn og lét endur taka spyrnuna. Slater þrumaði þá yfir. Þá hafði einhver frá Tottenham farið inn í teiginn og var spyrnan endurtekin en þá sagði Slater nei takk ,og var þá hinum hliðarframverðmum, Clamp, fengið hið vandasama' starf, og skoraði hann örugg- lega. Tottenham sigraði 2:1. West Bromwich virðist ekki ætla að sigra á heimavelli og létu þeir í minni pokann fyrir Everton 3:2, en þeir voru í neðsta sæti. Fyrir tæpum hálf- um mánuði keypti Everton skozkan landsliðsmann frá Glas gow Celtic, Collins að nafni og virðist það ætla að verða ein snjöllustu kaupin í haust. Fullham og Sheffield Wed. halda áfram sigurgöngu sinni í 2. deild. Fulham sigraði Leyt- on O. 2:0. Macedo, markvörður Fulham varði vítaspyrnu. Sheffield sigraði Scunthorpe 4:1, Shiner, m.ðframherji skor- aði 3 mörk. Innherjinn Tapscott, sem Car diff keypti frá Arsenal stóð sig vel í hinum óvænta sigri Car- diff gegn Liverpool. Plymouth heldur enn forystu í 3. deild, með að sigra Bourne- mouth 3:1, og misnotuðu þó 2 vítaspyrnur. I. DEILD: Birmingham 4 — Leicester 2. Blackburn 2 — Aston Villa 3. Blackpool 2 — West Ham 0. Bolton 1 — Burnley 2. Chelsea 4 — Notth- For. 1. Leeds 2 — Arsenal 1. Luton 4 — Preston 1, Manch. City 1 — Manch. U. 1. Newcastle 2 — Wolves 1. W. Bromvich 2 — Everton 3. L u J T M St. Luton 10 4 6 0 20:9 14 Preston 10 5 3 2 21:14 13 Bolton 10 5 3 2 21:16 13 Chelsea 10 6 1 3 30:27 13 Arsenal 10 6 0 4 31:13 12 Manch. Utd. 10 4 4 2 26:14 12 Blackpool 10 4 4 2 13:9 12 W. Bromv. 10 3 5 2 25:15 11 Wolves 10 5 1 4 21:17 11 Newcastle 10 5 1 4 19:19 11 West Ham. 10 5 1 4 21:22 11 Burnley 10 4 2 4 18:19 10 Blaclcburn 10 3 3 4 22:16 9 Leeds 10 2 5 3 11:17 9 Birmingh. 10 3 3 4 13:19 9 Notth. For. 10 3 2 5 18:20 8 Tottenham 10 3 2 5 16:22 8 Portsmouth 10 3 2 5 17:25 8 Leicester 10 2 4 4 15:24 8 Everton 10 3 0 7 14:27 6 Manch. City 10 1 4 5 15:28 6 Aston Villa 10 2 2 6 16:30 6 II. DEILD: Brighton 1 — Barnsley 1. Bristol R. 2— Sunderland 1. Derby 1 — Lincoln 0. Grimsby 2 — Huddersfield 1. Ipswich 2 — Stoke 2. Leyton O. 0 — Fulham 2. Liverpool 1 — Cardiff 2. Middlesbro 0 — Bristol C. 0. Scunthorpe 1 — Sheff Wed. 4. Sheff. U. 2 — Rotherham 0. L U J T M St. Fulham 10 9 1 0 33:13 19 Sheff. Wed. 10 8 1 1 30:11 17 Bristol City 10 6 1 3 23:16 13 Bristol R. 10 6 1 3 21:15 13 Stoke City 10 5 2 3 20:20 12 Sheff. Utd. 10 4 3 3 14:8 T1 Derby C. 10 3 3 4 16:20 9 Grimsby 10 4 3 3 21:21 11 Huddersf. 10 3 2 5 14:12 8 Charlton 10 4 3 3 21:22 11 Rotherham 10 4 0 6 14:26 8 Leyton 10 4 2 4 16:15 10 Scunthorpe 10 2 3 5 14:22 7 Middlesbro 10 4 2 4 20:11 10 Barnsley 10 3 1 6 17:27 7 Liverpool 10 4 2 4 21:15 10 Brighton 10 1 5 4 12:28 7 Swansea 10 3 3 4 18:16 9 Lincoln 10 2 1 7 19:26 5 Ipswich 10 3 3 4 16:16 9 Sunderland 10 2 1 7 13:31 5 Cardiff 10 4 1 5 16:18 9 Haostmótið Meistaraflokkur KR, sem sigraði í haustmótinu : Frcmri röð frá vinstri : Hörður Felixsson, Hrciðar Ársælsson, Óskar Sigurðsson, Gunnar Guðmannsson (fyrirliði), Helgi Jónsson og Reynir Þórðarson. Aftari röð frá vinstri: Óli B. Jónsson (þjálfari), Þórólfur Beck, Ellert Schram, Garðar Árna- son, Heimir Guðlaugsson, Biarni Felixsson, Sveinn Jónsson og Ólafur Gíslason. Á SÚNNUDAGINN var fóru fram tveir síðustu leikir haust- móts meistaraflokkanna x knatt spyrnu. Fyrri leikurinn var á milli Fram og Vals, en sá síðari milli KR og Þróttar. Dómarar voru þeir, Gretar Norðfjörð og Val- ur Benediktsson og dæmdu báð ir vel. Allsterk gola var á, er leikirn ir fóru fram og hafði það nokk ur truflandi áhrif á gang þeirra. Annars má segja, að þessir leikir voru hvorki verri né betri — en fyrri leikir mótsins, en þeir voru allir yfirleitt tilþrifa- litlir og sumir meira í ætt við lélegar æfingar en kappleiki. KR-ingar báru sigurorð af keppinautum sínum og unnu mótið, eru þeir vel að sigrinum komnir. Þeir hafa nú á að skipa beztu iiði Reykjavíkurfélag- anna. , fram-valur (2:0) (0:1). aði Björgvin Árnason, en það var Eiður Dalberg, sem megin- þáttinn átti að því marki. Hann lék upp að endamörkum og sendi þaðan yfir á hinn kant- inn fyrir Björgvin, sem sendi hann inn. Þessar aðgerðir voru allar rösklega framkvæmdar. I seinni hálfleiknum, er Fram lék undan golunni, tókst þeim ekki að ná neinum árangri. — Þeir áttu að vísu marktækifæri en allt fór fyrir ofan garð og neðan. Valsmennirnir hertu sig líka og léku nú miklu betur en áður, svo hurð skall oft nærri hælum við mark Fram. Er 3 mínútur voru liðnar af hálfleiknum, voru lög brotin á miðherja Vals, Gunnlaugi Hjálmarssyni, inni á vítateigi, svo dæmd var vítaspyrna á Fram. Gunnlaugur fullnægði dómnum, með öruggri og óverj- andi spyrnu. Fleiri mörk voru ekki skoruð í hálfleiknum, sem lauk þannig með sigri Vals 1-0. KR-ÞRÓTTUR (3:1) (2:0). KR-ingar reyndust Þróttui*- um ofjarlar. Þeir sigruðu örugg lega, skoruðu 5 mörg gegn að- eins einu. Gegn vindi í fyrri hálfleiknum skoruðu KR-ingar 3 mörk og í þeim hálfleik tókst Þrótti að ná í þetta eina mark sitt. Auk þess áttu KR-ingar fieiri góð færi, sem ekki nýtt- ust. Eins og t. d. er Reynir á 5. núnútu sendir ágætan bolta fyr. ir opið markið, Þar sem Ellert var óvaldaður, en skaut hátt yfir. Þrótturum tókst þó að halda marki sínu hreinu fyrstu 20 mínúturnar, en þá kom fyrsta markið, eftir skot Gunn- ars Guðmannssonar ,sem mark- verði tókst þó að verja, en missti af knettinum. Ellert, sem fylgdi fast á eftir náði til hans og sendi hann inn. Rúmum sex mínútum síðar kom annað markið, eftir skot Arnar Stein- sen úr sendingu Gunnars Guð- mannssonar, og 11 mínútum síðar bætti Sveinn Jónsson 3. markinu við. Skotið var laust, en markvörðurinn rann til um leið og hann tók viðbragð til varnar, sem mistókst m. a. af þeim orsökum. Loks rétt fyrir leikslok unnu þeir Jón miðherji Þróttar og Helgi Árnason v. inn herji, að því að skora þetta eina mark Þróttar. Jón átti fvrir- sendinguna, sem Helgi nýtti prýðilega með snöggu og föstu skoti, sem var óverjandi fyrir Heimi. j í seinni hálfleiknum bættui svo KR-ingar tveim mörkum við, það fyrra eftir hrein mis- tök hjá varnarleikmönnum Þróttar, sem gefa KR-ingum hornspyrnu að ástæðulausu, og þeir svo skora úr, eða Ellert fyr " ir þeirra hönd, það síðara, rétt fyrir leikslok, en þá skorar Ell ert aftur. Á 34. mínútu verður markvörður Þróttar að fara út- af vegna meiðsla, eftir spark í aðra hendina, framkvæmt af einum framherja KR. Mark- vörðurinn hafði gripið knött- inn, er spyrnt var í hendina á honum. Knötturinn hrökk úr höndum hans, en markið bjarg-, aðist samt, en hendin ekki og varð hann að yfirgefa völlinn- Sýnist slík aðgangsharka með öllu óþörf, ekki hvað sízt er leikar stóðu eins og raun ban vitni um. Glannalegar spyrnur, sem geta leitt til meiðsla eru fljótari að bera að, en þeir, sem fyrir þeim verða að standa jafn góðir eftir. Rétt er og að minn. ast þess að knattspyrnan er meira í ætt við leikinn en strið- ið.' I EB ! .-Svavar sjöundi í Valbjörn Þorláksson. ÞEIR Vadbjörn Þorláksson og Svavar Markússon kepptu á hinu árlega^minningarmóti um klauparann fræga Rudolf Har- 800 m. hlaupinu birg, s. I. sunnudag í Dresden. Um árangur íslendinganna hefur það frétzt, að Valbjörn varð annar í stangarstökki með 4,30 m., en ekki er vitað, hver sigraði. Svavar keppti í 800 m. hlaup inu, aðalgrein mótsins, ásamt 9 öðrum úrvalshlaupurum. Hann varð sjöundi í mark á 1:53,7 mín., og virðist sá tími benda til Þess, að veður hafi ekki ver- ið sem bezt. I bréfi frá Svavari, sem skrif- að var áður en hann fór til Dres den, segist hann vera orðinn þreyttur á íþróttakeppni í bili, enda hefur Svavar, sem er kennari, verið á sífelldu keppn isferðalagi síðan í lok júlí. — Hann hefur yfirleitt verið í fremstu röð í hverri keppni og sett nokkur met. Met hans í 800, 1000 og 1500 m. eru nú öll orðin mjög góð, eða 1:50,5 — 2:22,3 og 3:47,8 mín. í fyrri hálfleiknum sýndi Fram betri leik, og átti nokkur tækifæri, sem hefði átt að end- ast þeim til að skora fleiri mörk en raun varð á. Það var aðeins tvívegis, sem tókst að senda knöttinn í net Vals en það dugði Fram til sigurs í leikn- um, og tryggði þeim annað sætið í mótinu. Það var Guðjón framvörður, sem skoraði fyrra markið, er 19 mínútur voru af leiknum. —- Gretar Sigurðsson v. innherji vann undirbúningsstarf.ð að þessu markí mjög vel, og send- ingin, sem. Guðjón skoraði úr var frá honum, en skot Guðjóns var gott cg reyndist Björgvin Hermannssyni ofviða, en hann átti ananrs góðan leik í marki Vals. Valsmönnum tókst ekki að ná sér á strik [ þessum hálf- leik, svo nokkurt gagn væri að og vgr mark Fram aldrei í neinni verulegri hættu af þeirra völdum í hálfleiknum. Rétt fyr ir lokin bættu svo Frammarar seinna marki sínu við. Þá skor- Húsaperur 15, 25, 40, 60, 75, 100 watta. Götuljósaperi.n 150, 200, 300, 500 watta. Flúrskinsperur og ræsar. - Kertaparur, Kúluperur, Saumavélaperur, Vasaljósa- parur, Báta og skipaperur. Heildsölubirgðir: Terra , Sími 11-864

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.