Alþýðublaðið - 30.09.1958, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 30.09.1958, Blaðsíða 4
8 AljþýSublaðiS Þriðjudagur 30. sept. 1953 U£TTVA#6tíK 9AGS//TS NÝ HREYFING er hafin til að safna í Friðrikssjóð. Nauð- synlegt er að þessi hreyfing beri sem beztan árangur og sem mest safnist. Húsvíkingar riðu á vaðið að þessu sinni og ber að Jjakka þeim. Akureyringar eru á leiðinni og skipshafnirnar á togurum Bæjarútgerðar Reykja- víkur munu hafa efnt til fjár- söfnunar. Ég hygg að fleiri sam tök hafi myndast í þessa átt — ■og er það vel. Með þessu eru menn að þakka Friðrik Ólafs- syni persónulega fyrir afrékin á mótinu í Portoroz. MÉR HEFUR skilist, og þann „skilning hygg ég að menn hafi yfirleitt, að Friðrikssjóður sé eign Friðriks. Það á ekki að nota féð, sem í sjóðinn safnast til ann >ars_en að styðja að því, að þessi afburðamaður geti helgað sig list sinni sem bezt. Hann verður sjálfur að ráða því hvernig fénu er varið til þess að það geti komið að sem mestu gagni, þó að stjórn sjóðsins hljóti á einn eða annan hátt að vera með í ráðum.- ANNARS er rétt að benda á það, að afrek Friðriks og reað- staða hans nú í heimi skáklistar- innar, er þannig, að hann verð ur fullkomlega að geta helgað sig skákinni, hann verður að geta frestað framhald.snámi sínu Ný hreyfing hafin um Frið ríkissjóð. HúsVíkingar — Akureyr- ingar — Togaraskips- hafnir. Sjóðurinn er eign stór- meistarans. Æskuslóðirnar í útvarp- inu. Góðir þættir og nauðsyn- legir. og hann verður að vera álryggju laus að svo miklu leyti, sem það er unnt, um næstu framtíð. — Hann er nú einn af fremstu merkisberum íslands. ÞAÐ hefur vakið mikil von- brigði að hann telur sig ekki geta tekið þátt í olympíuskák- mótinu. Hann ber því við, að það sé of mikið á hann lagt. Ég get vel trúað því, en vel má vera Atvinnurekandi um bifreiðar : ATVINNUREKANDI í bif- reiðaiðnaðinum hefur sent all- langt bréf í tilefni af ummælum í Bifreiða- og umferðasíðu blaðsins fyrir nokkru, Og segir í því meðal annars: ,,Margar kröfur eru gerðar til okkar, sem rekum bifreiðaverlc stæði og bifreiðasölu og það er ekki nema eðlilegt. Sérstakiega væri gaman ef hægt væri innan tíðar að taka upp hér ýmsa Þá þjónustu við bifreiðaeigendur, sem enn hefur ekki verið fram kvæmd hér og lýst mér einna bezt á þá hugmynd að koma 'hér upp nokkurs konar bað- húsi fyrir bifreiðir, þannig að þa»r fari fyrst inn í baðhús og séu hreinsaðar þar áður en þær eru teknar inn á verkstæði til viðgerðar. En þetta hefur ail- mikinn kostnað í för með sér, en er hins vegar til mikilla bóta og sérstaklega kemur það í veg fyrir það, að bifvélavirkjun sé e.n sóðalegasta vinnan, sem leyst er af höndum hér á landi. En það verður studnum tii Þess að bifreiðir koma skítugar út af verkstæðunum. Eg hef ekki séð slík baðhús á ferðum mín- um erlendis, en vel má þó vera að þau séu nú að rísa upp, og þykir mér það ekki ótrúlegt. En þetta var ekki aðalatrið: þessa bréfs míns. ÞaÖ' hefur stöðugt verið þrengt að bifreiðaiðnaðinum hér. Og nú horfir til stórra ræÍnkéSusn Nemendur komi í skclana fimmtudaginn 2. október næstk. sem hér segir : Gagnfræðaskóli Austurbæjar: Skólasetning ki. 2 e. h. Gagnfræðaskóli Vesíurbæjar: Skólasetning í Iðnó kl. 3 e. h. Gagnfræðaskólinn við Vonarstræti: Skólasetning í Iðnó kl. 1,30 e. h. • Gagnfræðaskóli verknáms: Skólasetning í Iðnó kl. 5 e. h. Hagaskóli: 2. bekkur komi kl. 9 f. h., 1. bekkur kl. 10,30 f. h., 3. og 4. bekkir kl. 2 e. h. Gagnfræðaskólinn við Lindargötu, Gagnfræðadeild Laug- arnesskóla, Gagnfræðadeild Miðbæjarskóla, Gagnfræða- deild Langholtsskóla og Réttarholtsskóli : 2 bekkir komi kl. 9 f. h, 1. bekkir kl. 10,30 f. h. Um skiptingu skclahverfa vísast til fréttatilkvnn- ingar í blöðum. ‘ Námsstjóri. að fleiri ástæður valdi. Ekkert ósamkomulag mun þó vera milli hans og stjórnar skákmálefn- anna, sem betur fer. En hvað sem þessu líður er framhalds- mófið um heimsmeistaratignina aðalatriðið. Þar hefur hann sízt minni möguleika en aðrir þátt- takendur. ÉG SÁ allharðorða gagnrýni í blaði á þáttunum um æskuslóð ir í útvarpinu. Mig furðar á þess ari gagnrýni, því að mér finnst að þessir þættir séu með því bezta og heilbrigðasta, sem út- varpið hefur flutt á líðandi sumri. Einn þáttur hefur verið á viku hverri og ég hef hlustað á langflesta þeirra. Allir hafa þeir haft nokkuð að flytja, en að sjálfsögðu hafa þeir verið mis- jafnir. ÞAÐ er til dæmis í of lítið ráðist, að gera grein fyrir ein- um einasta bæ, enda mun það ekki hafa verið ætlun útvarpsins þegar það hóf þessa þætti og leitaði til manna til þess að flytja þá. Ætlunin mun hafa ver ið aS lýst væri tayggðarlögum — og það hafa flestir gert. Það er ekki hægt að komast. hjá því að erindin beri svip af rómantík og ást á hyggðarlaginu, sem rætt var um. Að sjálfsögðu flytja þau menn, sem hafa alist þar upp/ og ég hef enn engan hitt, sem ekki hefur þótt vænt um æsku- slóðir sínar, enda eru menn að öllu upplagi einmitt það sem þeir öðluðust þar og þá. ÞAÐ er því alveg út í hött, þegar verið er að finna að þpssu, — Ég vil eindregið hvétjii út- varpið til þess að halda þessum þáttum áfram. Það eru einmitt svona þættir, sem hafa varan- leg áhrif á fólk, jafnvel þó að einstaka þáttur sé gallaður. Þeir tengja menn við land sitt, minn ingarnar og fólkið, sem hefur gefið okkur það, sem við byggj- um allt á. Hannes á liorninu. vandræða vegna óheilbrigðrar samkeppni, Eins og kunnu.gt er hafa fjölmargir bifvélavirkjar komið sér upp viðgerðaskúrum út um holt og hæðir. Til þess- ara skúra eru egnar kröfur gerðar. Þar er ekkert eftirlit, sem er þó stöðugt með öíium raunverulegum verkstæoum, því að vélaeftirlitsmenn ríkis- ins heimsækja þau, og er það sjálfsagt, enda kostnaðarauki fyrir verkstæðin. Þá eru bif- reiðirnar ekki brunatryggðar 1 skúrunum Og verkfæri eu þar mjög oft af skornum skammti. Þó að ég bendi á þetta, skil ég vel aðstöðu þessara bifvéla- virkja. Margir þeirra hafa spurt mig að því, hvort ekki væri hægt að sleppa einhverju af tekjum þe'irra við uppgjöf til skatts og útsvars, en ég hef sagt eins og er, að það væri ekki hægt. Þeir hafa hins veg- ar svarað, að þeir gætu ekki lifað á tekjum sínum ef þær kæmu til skatts. Þegar ekki hefur verið hægt að leysa úr þessu, hafa þeir braskað í því að koma sér upp þessum skúr- um, því að þær tekjur, sem þeir hafa fyrir viðgerðir í þeim þarf ekki að gefa upp — Qg sjá állir hvílíkur munur þetta get- ur orðið fyrir Þá með þeim gíf- urlegu skattabyrðum, sem hér tíðkast. Þá ber og að vekja at- hygli á því, að enginn söluskatt ur er á þeirri þjónusíu. sem bifvélavirkja leysa af höndum á þennan hátt. Þetta hefu ailt þau áhrif að drýgja tekjur bif- vélavirkjanna að miklum mun, — og lækka líka að einhverju Framhald á 2. síSo. Þetta er ekki í París., heldur í stórvexzlun í Moskvu. Tízkan í Sovétríkjunu MOSKVA. Að því er tízku við kemur gaetu Rússar tekið j tímabilið milli tviþekjuflug- véla til þota í einu stökki, ef þeir hefðu sig að því. Þetta cr augljóst hverjum þeim vestur- landabúa, sem auga hefur fyr- ir fötum, er hann gengur um götur Moskva og skoðar fólkið hleypidómalaust. Rússar hafa það, sem til þarf til að verða manna fremstir í fjöldafram- leiðslu stílhreinna fata. Þeir eiga teiknarana, sem sumir hverjir gætu orðið fremstir í heimi. Þeir eiga vél- arnar til að gera fötin. Og þeir hafa markað innanlands fyrir milljónir manna og kvenna, sem gjarnan vildu vera betur til fara — ef þau kynnu það. Hið eina, sem Rússa vantar, er kunnáttan í að sameina þessa möguleika í fullunninni vöru, sem gerir vestrænum löndum kleift að búa til ódýr föt, sem líta vel út. Ljótleiki og smekkleysi fatnaðar manna í Sovétríkjun- um særir vesturlandabúa oft í augum. Þetta minnir á það, að framfarir í þessu ríki á tutt- ugustu öldinni hafa verið mjög misjafnar •— hraðar á sumum sviðum, næstum engar á öðr- um. Yfirleitt hefnr Rússinn fjóra möguleika, þegar hann þarf föt. Hann getur fengið sér vél- saumuð, rússnesk föt, sem eru dýr, illa skorin og óaðlaðandi. Hann getur farið til ríkis- skraddara, þar sem saumað er eftir máli, en efnið og skurð- urinn er litlu betri en í búðum. Hann getur farið til einka- klæðskera, sem býr til sæmi- lega góð föt fyrir mikið verð, ef tíminn og efnið er nóg. Og svo, ef Rússi fer utan eða á vini, sem fara utan, getur hann fengið föt saumuð á vestur- löndum. 1 Þrátt fyrir þessa erfiðleika eru rússneskar konur betur klæddar en flestir vestur- landabúar halda. Það er ekki óvenjulegt að sjá föt í ame- rískum stíl og hárgreiðslu, tá- mjóa skó og háhælaða á göturn Moskva. Hverjum þeim, er viðstaddur er tízkusýningu í stórverzluninni Gum í Moskva, verður ljóst, að fyrsta flokks tízkuteiknarar eru til í land- inu. Það er ekki aðeins, að vind- urinn frá París hefur tekið austlæga stefnu og flutt með sér pokann, þrönga faldinn, stutta kassajakkann, víða bak- ið, stóru kragana og jafnvel keisaramittið, heldur hitt, að Rússarnir kunna að sameina þessi atriði í skemmtilegum fötum. Hið sorglega er, að þessum hæfileikum er að mestu á glse kastað. Til þessa hafa þeir ekki veiít fjöldaframleiðslunni það fordæmi, sem þeir hafa gert í öðrum löndum. rEcaiti@jin, Hafnariirði. Bæjarsímann í Hafnarfirði vantar verkamenn nú þegar. Þeir vei’kamenn, sem vildu s:nna þessu, gefi sig fram við Vinnumiðlunarskrifstofuna kl. 10—12 og 13—17. Eftir þann tíma í síma 50-615. VINNUMIÐLUNARSKRIFSTOFAN, Hafnarfirði.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.