Morgunblaðið - 11.04.1976, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 11.04.1976, Qupperneq 1
48 SIÐUR OG 16 SIÐNA BLAÐAUKI 81. tbl. 63. árg. SUNNUDAGUR 11. APRtL 1976 Prentsmiöja Morgunblaðsins. Amalrik ekki leyft að fara til USA Moskvu. 10. april. Reuter. Sovézki sagnfræðingurinn og and- ófsmaðurinn Andrei Amalrik sagði f dag að hann hefði sótt um leyfi til að fá að flytjast til Banda- ríkjanna. Hann sagðist fyrst hafa lagt fram beiðni f þessa átt fyrir einu ári vegna boða frá banda- rfskum háskólum um fyrirlestra hald, en leyfið er ófengið. Amal- rik sagði að því hefði verið stung- ið að honum að hann ætti að sækja um að fá að fara til tsraels, en hann hefði neitað þvf vegna þess að hann er ekki Gyðingur og kona hans er múhammeðs trúar. Amalrik sem er meðal annars höfundur bókarinnar „Verða Sovétríkin til árið 1984“ sagði að hann hefði verið kvaddur á fund lögreglunnar í dag og yfirheyrður I klukkustund og var honum sagt að fengi hann sér ekki vinnu inn- an eins mánaðar ætti hann mál- sókn yfir höfði sér samkvæmt sovézkum lögum. Ljósmynd Ol.k.M. Með bólusetningu Washington, 10. april. Reuter. ÖLDUNGADEILDIN hefur farið að dæmi fulltrúadeildarinnar og samþykkt 135 milljón dollara fjárveitingu til bólusetningar allrar bandarísku þjóðarinnar við svína-inflúensu að beiðni Ford forseta. Hillir undir lausn í Líbanon Þingið samþykkti stjórnarskrár- breytingu um kjör nýs forseta Beirut, 10. apríl. Reuter. NTB. LlBANSKA þingið samþykkti með öllum greiddum atkvæðum, samtals 85, breytingu á stjórnar- skrá landsins, sem gerir að verk- um að fært verður að setja Sulei- men Franjieh forseta úr embætti og kjósa nýjan mjög bráðlega. Forsetinu verður þó að staðfesta samþvkkt þingsins og hefur mán- uð til stefnu f lengsta lagi. Þing- fundurinn stóð f aðeins tíu mfnút- ur og hafa ekki f annan tfma verið gerðar jafn miklar öryggisráð- stafanir í höfuðborginni til að koma f veg fyrir að ráðist yrði að húsinu þar sem þingmennirnir voru inni. Stjórnmálasérfræðingar telja að með þessari samþykkt sé rutt úr vegi meginhindrun þess að raunhæfar samningaviðræður geti hafist en þó sé enn að mörgu að hyggja. Tíu daga vopnahléð rennur út á mánudag og Kamal Jumblatt, leiðtogi vinstiimanna, hefur ekki tjáð sig um hvort hann álítur nægan árangur hafa orðið af því til að hægt sé að setjast að samningum. Jumblatt kom ekki á þingfundinn i morgun. 54% nrnmi þorsk- afli við Grænland Frá Henrik Lund f Julianeháb MIKILL fs á Davis-sundi hefur leitt til þess að töluvert hefur dregið úr afla á fyrstu mánuðum ársins miðað við undanfarin ár. Þannig sýna tölur að þorskaflinn hefur minnkað um 54% miðað við sama tfma í fyrra. Svo að segja allt Davis-sund er ísilagt og snjókoma og stormur hefur verið svo aó segja daglegt brauð á Græn- landi i vetur. Þótt komið sé fram i apríl mætti ætla að enn væri janúar meó harðasta móti. Kuldinn hefur verið viðvarandi síðan í janúar og stöðug lægð hefur verið yfir Grænlandi. I gamla daga hefðu margir soltið í hel fyrir löngu við svipaðar ástæður. Ef áfram heldur sem nú horfir getur verið að ástandið haldist óbreytt fram í maí. Bændur hafa haft nægar birgðir af kjarnfóðri en nú er farið að ganga á birgðirnar. Veturinn hefur aldrei verið eins harður á Brattahlíðar- svæðinu og í öllum Eiriksfirði. Nú er reynt að flytja heybirgðir þangaö. Stuðning tveggja þriðju þing- manna þurfti við lagafrumvarpið, eða 66 atkvæði. Þrettán voru fjar- verandi þar á meöal sonur Líban- onforseta, Tony í’ranjieh. Einnig var fjárstaddur Raymond Eede sem margir telja líklegan eftir mann Franjiehs forseta. Meðal þeirra sem greiddu atkvæði með lögum þessum voru tveir þekktir hægri leiðtogar sem hafa barist fram að þessu gegn því að Franj- ieh yrði látinn fara úr embætti með valdi, þeir Pierre Gemayel og Camille Chamoun. Áður en þingfundinum lauk ávarpaði Karami forsætisráð- herra fulltrúa og sagði að „með djarflegu skrefi sem nú hefur verið stigið hafa þingmenn leitt þjóðina á leið til þess rétta vegar sem getur reist Libanon við á ný.“ Hann sagði að stjórnin hefði lagt þetta fyrir vegna þéirrar sann- færingar að kreppan í landinu kallaði á pólitíska lausn og að valdbeiting þjónaði engum til- gangi. Útvarpsstöð sú sem styður Franjieh forseta sagði áður en Framhald á bls. 26 Strandgæzla í Noregi Oslð, 9 april. NTB. NORSKA Landvarnaráðuneytið leggur til að komið verði á fót strandgæzlu innan ramma norska heraflans samkvæmt skýrslu frá Stórþinginu sem hefur verið lögð fyrir rikisstjórnina. Jafnframt er lagt til að skipað- ur verði sérstakur eftirlitsmaður strandgæzlunnar i yfirherstjórn- inni og byggð verði skip til að annast strandgæzlu, bæði við ströndina og á landgrunninu. Hvað er á seyði á tunglinu? Houston, 10. apríl — Reuter. FJARSTÝRÐ rannsóknarstöð sem geimfararnir i Apollo 14 settu upp á tunglinu snemma árs 1971 hætti að starfa á síðasta ári, en tók skyndilega upp á því að fara sjálf í gang að nýju um skamma hríð á þessu ári af einhverjum óút- skýrðum ástæðum. Hefur þetta dularfulla mál valdið geimvísindamönnum miklum heilabrotum. Talsmaður bandarísku geimvísindastofn- unarinnar segir að í marz á s.l. ári hafi stöð þessi hætt að taka við fyrirmælum frá jörðu vegna bilunar í móttökuút- búnaði. í jariúar biiaði sendiút- búnaðurinn einnig. Síðan 19. febrúar gerist það að stöðin hóf ekki aðeins að starfa að nýju, heldur framkvæmdi til- raunir sem aldrei hafði tekizt að láta hana gera áður. Nákvæmlega mánuði seinna hætti stöðin störfum að nýju. Segir talsmaðurinn að unnið sé að þvi að reyna að komast til botns i þessu og séu bundnar vonir við að stöðin byrji enn einu sinni að starfa sjálfkrafa. Maó formað- ur ræðst á Teng Peking 10. apríl Reuter DAGBLAÐ alþýðunnar í Peking ræðst I dag af mikilli hörku á hinn fallna stjórnmálaleiðtoga, Teng Hsiao-ping, m.e. með því að vitna í ný ummæli Maó formanns um Teng, og lýsir því jafnframt yfir að „stéttaóvinir“ sem enn Framhald á bls. 26

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.