Morgunblaðið - 11.04.1976, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR II. APRlL 1976
Ivar Eskeland:
Hættumað
þvaðraum
íslenzkan
„yfirgang"
0 Nokkrar umræður
hafa farið fram í norsk-
um blöðum um útfærslu
fiskveiðilögsögunnar hér
við land og iandhelgis-
deilu Islendinga og
Breta. I þessum umræð-
um hefur ekki kveðið við
einn tón og stundum
gætt lítils skilnings á ís-
lenzkum sjónarmiðum.
Ivar Eskeland, sem
mörgum íslendingum er
að góðu kunnur síðan
hann gegndi hér starfi
forstjóra Norræna húss-
ins, hefur tekið upp
hanzkann fyrir íslend-
inga og eftirfarandi
grein skrifaði hann fyrir
skömmu fyrir norska
Morgenbladet.
Sá síðasti fram til þessa, sem
látið hefur ljós sitt skína í dag-
blöðunum um landhelgisdeilu
lslendinga og Breta, er Nils B.
Jessen (Morgenbladet 27.
mars). Áður hefur m.a. J.G.
Ræder ambassador ritað grein í
Aftenposten og sýnt svo ekki
verður um villzt að þekking
hans á þessum málum er alger-
lega i molum og skilningurinn
enginn. Það heyrir raunar ekki
til undantekninga í þau, til allr-
ar hamingju, fáu skipti sem
norskum diplómötum finnst
rétt að Ijúka upp munni.
Þegar allt kemur til alls get-
um við verið þakklát fyrir að
þessar „skoðanir“ eru ekki
opinber afstaða norskra stjórn-
valda í fiskveiðídeilunni.
Rétt er þó að gera sér grein
fyrir skoðunum þeirra sem
halda því fram, að aðferð Is-
lendinga við útfærsluna sé ekki
til þess fallín að vekja samúð
rneð þeim. Þeir sem halda því
fram ættu þó að kynna sér
niðurstöður fiskifræðinga,
einnig brezkra, um framtíð
þorskstofnsins (þess sem eftir
er af honum) við tsland og þar
með framtfð fslenzkrar þjóðar.
Andspænis þessum niður-
stöðum, sem allir fiskimenn, ís-
lenzkir eða brezkir, hafa kynnzt
af eigin raun, ætti öll gagnrýni
á óþolinmæði Islendinga að
hljóðna.
„Og gleymum því ekki að
Bretar hafa réttinn sín megin,“
klykkir Jessen út með að
lokum.
Nú vaknar sú spurning:
Hvaða rétt: Einnig réttinn til
að moka upp ókynþroska fiski á
hrygningarstöðvunum innan
gömlu 50 mílnanna og 12 míln-
anna, á þeim svæðum sem jafn-
vel Bretar hafa fyrir löngu sam-
þykkt að skuli alfriðuð á þeim
tima sem hrygning stendur
yfir?
Sannleikurinn er sá að bæði
Ræder og Jessen hefðu átt að
gera sér það ómak að kynna sér
það áður en þeir tóku til við að
gagnrýna islenzkan yfirgang;
sannleikurinn er sá að íslenzka
þjóðin er að verja rétt sinn til
að lifa sem þjóð í eigin landi.
Ef rányrkja erlendra þjóða
heldur áfram á Islandsmiðum
mun ekki líöa á löngu þar til
engan þorsk verður að fá og þar
með er tilveru islenzkrar þjóð-
ar stofnað í voða.
Þetta eru sannindi sem Norð-
mönnum ekki sizt ætti að vera
auðið að skilja. Þegar um er að
ræða lif eða dauða bliknar allur
„hefðbundinn réttur“, sem
Bretar og aðrar þjóðir hafa
„unnið til“ á liðnum öldum
þegar íslendingar voru of
fátækir og smáir til að krefjast
réttar síns — þar á meðal rétt-
arins til að lifa. (Það er ekki
svo langt um liðið siðan lagt var
á ráðin um það í Kaupmanna-
höfn að flytja þá Islendinga
sem eftir lifðu (um 33.000
manns) á józku heiðarnar og
selja landið hæstbjóðanda. Eitt
þeirra rikja sem höfðu áhuga á
kaupunum var — Stóra-
Bretland.).
Það sem Nils B. Jessen, J.G.
Ræder og norskir skoðanabræð-
ur þeirra, sem til allrar ham-1
ingju eru fáir, yrðu að taka
afstöðu til ef sjónarmið þeirra
yrðu ofan á, er hve mörgum
tslendingum við ættum að veita
viðtöku, þegar Bretar hefðu
fullkomnað eyðingarstarf sitt.
Þessi eyja i Atlantshafinu yrði
þá aftur aðeins heimkynni
sjávarfugla, eins og fyrir ellefu
öldum, — og kannski Nató.
Er ellefu hundruð ára bar-
átta þjóðar fyrir lífi sínu og
sjálfstæði, skerfur hennar til
bókmennta, þar sem fáar eða
engar þjóðir aðrar komast í
samjöfnuð, ekki nægur timi til
að ávinna sér hefðbundinn rétt
til að lifa mannsæmandi lifi í
eigin landi, rétt til að vera
undanþeginn því að sitja hjá og
hafast ekki að þegar bandalags-
þjóð í Nató stofnar tilveru þjóð-
arinnar í hættu?
Þegar þetta er haft í huga, og
þetta er einmitt mergurinn
málsins, er það þegar bezt
lætur grátbroslegt að lesa í
norskum blöðum um tillitsleysi
íslenzkra varðskipa, sem klippa
og klippa og stofna lífi brezkra
sjómanna i hættu.
Vafalaust má á ýmsu ganga
fyrir þessu lýðveldi á Atlants-
hafi áður en herstöðin dregst í
leikinn. Islendingar vita hvaða
áhættu þeir taka með því. En
þegar barizt er upp á líf og
dauða er gripið til þeirra vopna
sem tiltæk eru. Það er frum-
burðarréttur þjóða, sem eiga
um tilveru sína að tefla, neyðar-
réttur, hafinn yfir annan rétt.
Islendingar eiga sér ekki önnur
vopn en a) varðskipin litlu, b)
von um samúð og skilning,
einkum þó meðal norrænna
þjóða, sem ættu að vera þess
umkomin að skilja og játa sið-
ferðilegan rétt fámennrar þjóð-
ar til að lifa eigin Iífi, og c)
(það sem úrslitum kann að
ráða) að hóta uppsögn varnar-
samningsins við Nató (raunar
Bandarikin).
Við stuðningsmenn Nató í
Noregi eigum dálítið erfitt með
að berja okkur á brjóst og
hneykslast á íslendingum. Það
sem Norðmenn gera er annars
vegar að hrista höfuðið, þegar
Islendingar ýja að þvi að samn-
ingnum um herstöðina verði
sagt upp, og hins vegar að koma
sér undan því að setja upp
Nató-herstöðvar á norskri
grund.
Sumir kalla þetta skinhelgi.
Aðrir taka dýpra í árinni. Hvað
sem um það má segja, þá höfum
við með þessum hálfvolga
stuðningi við lífsbaráttu ís-
lenzku þjóðarinnar ýtt undir
þau öfl — sem stöðugt vex ás-
megin — sem vinna ötullega að
því að koma hernum úr landi.
Við getum sjálfum okkur um
kennt og heimskulegri, brezkri
,,pólitik“ ef Nató missir aðstöðu
sina á Islandi til mikils tjóns
(kannski óbætanlegs) fyrir allt
varnarbandalagið.
Þegar um er að ræða tillits-
lausan „yfirgang" Islendinga á
íslenzkum fiskimiðum við
brezka togara innan 12 milna,
50 mílna og 200 mílna, yrði það
vafalaust lærdómsríkt fyrir
Jessen og Ræder og þeirra líka
að vera um tima um borð i
íslenzku varðskipi. Gjarna
langan tima.
Það er trúa min að íslenzk
yfirvöld sjávarútvegsmála
veittu slíkan námsstyrk með
glöðu geði, með því fororði þó,
að styrkþegarnir væru sjó-
hraustir og hræddust ekki
brezk herskip sem hafa á svo
skammarlegan hátt verið órétti
beitt á þessum fjarlægu fiski-
miðum. Þeim „hættir nefnilega
til að slá aftur fyrir sig“ svo að
vitnað sé í orð Ibsens um
þrænzka hesta.
Með ánægju skyldi ég hafa
milligöngu um slíka umsókn.
Okkur yrði þá að minnsta kosti
hlift við meiri þvætlingi um
tillitsleysi Islendinga þann
tíma sem námsferðin tæki.
Stofan I nýja DAS-húsinu. — I.jósm.: öl.K.M.
Enn nýtt DAS-hús til sýnis
Húsið, sem ekki gekk út, verður dregið
í upphafi happdrættisársins 1977
HAPPDRÆTTI DAS er nú að
hefja nýtt happdrættisár og
sýnir almenningi að venju
hæsta vinninginn á árinu, ein-
býlishús að Hraunbergsvegi 9,
sen stendur I Setbergslandi fyr-
ir ofan Hafnarfjörð. Aætlað
verðmæti hússins er 22 milljón-
ir króna. Sýning hússins hófst í
gær og verður það sýnt fram til
3. maí á laugardögum, sunnu-
dögum og helgidögum frá
klukkan 14 til 22 og virka daga
frá klukkan 18 til 22. Það verð-
ur þó ekki sýnt á föstudaginn
langa.
Hið nýja DAS-hús, sem sýnt
var blaðamönnum og gestum á
föstudag er einkar skemmti-
legt, en það er teiknað af
Kristni Sveinbjörnssyni bygg-
ingafræðingi. Innanhússarki-
tekt er Gunnar Ingibergsson og
húsbyggjandi er Konráð Guð-
mundsson.
Baldvin Jónsson, forstjóri
happdrættisins, skýrði frá því
nú fyrir helgi að þrátt fyrir
mjög góða sölu á miðum í DAS
síðastliðið ár hefði happdrættið
verió svo heppið að vinna sjálft
aðalvinninginn. Sagði Baldvin
að þetta hefði sannfært for-
ráðamenn happdrættisins um
að miði í DAS væri stórmögu-
leiki. Er þetta í þriðja sinn á
sex árum að aðalvinningur
kemur upp á óseldan miða.
DAS-húsið frá í fyrra verður nú
sem önnur DAS-hús, sem ekki
hafa gengið út, sett á ný sem
vinningur og verður dregið um
það í byrjun happdrættisársins
1977, þannig að mánuðina apríl
Framhald á bls. 26
Ferðamönnum fækkaði
ALLS komu 5624 ferðamenn til
landsins í marz mánuði, þar af
voru 3270 útlendingar, en 2354
Islendingar. Frá áramótum hafa
alls 13541 ferðamenn komið til
landsins. Af þessum fjölda eru
útlendingar 6841, en Islendingar
6700. Á sama tíma í fyrra komu
alls 8385 útlendingar til landsins,
og 6730 tslendingar. Erlendum
ferðamönnum hefur því fækkað
Röng mynd
ÞAU mistök urðu í blaðinu í gær
með frétt blaðsins af sýningu
Listasafns á verkum Jóns Stefáns-
sonar, að í stað myndar eftir hann
birtist mynd eftir nafna hans Þor-
leifsson. Biðst blaðið afsökunar á
þessum mistökum.
um 1544 fyrstu þrjá mánuði árs-
ins miðað við sama tíma í fyrra.
Framhald á bls. 26
Súrrealisk kvik-
mynd endursýnd
VEGNA þess hve margir þurftu
frá að hverfa á fyrstu sýningu og
vegna mikillar eftirspurnar
verður hin fræga súrrealiska
kvikmynd Hans Richters,
„Dreams That Money Can Buy“,
endursýnd þriðjudaginn 13. og
miðvikudaginn 21. apríl kl. 20.30 í
Menningarstofnun Bandaríkj-
anna að Neshaga 16. Kvikmynda-
sýningin er i tengslum við
sýningu á listaverkum Hans
Richters sem stendur þar yfir til
23. apríl.
Irvinghjðnin og Penfield
gestir íslenzk-ameríska
Penfield, sem var sendiherra hér
á árunum 1961—67, er hér og
verður gestur á vorfagnaði Isl.
amerfska félagsins.
ISLENZK-AMERISKA félagið
heldur sína árlegu vorhátíð
miðvikudaginn 14. apríl í
Víkingasal Hótel Loftleiða og
hefst hátíðin með borðhaldi kl. 8.
Að þessu sinni munu gestir
félagsins verða Ambassador
Frederick Irving og frú Irving
sem nú eru á förum til Bandaríkj-
anna, þar sem sendiherrann mun
taka við stöðu aðstoðarutanríkis-
ráðherra, og James K. Penfield
ambassador Sem hér var sendi-
herra á árunum 1961—67.
Skemmtiatriði verða á hátíðinni
og dixielandhljómsveit leikur
fyrir dansi.
Aðgöngumiðar verða afhentir í
ameríska bókasafninu að Nes-
haga 16, mánudaginn 12. og
þriðjudaginn 13. apríl, milli kl. 5
og 7.
16 síðna
,litprentað
Útsýnarblað
MEÐ Morgunblaðinu í dag fylgir
16 síðna litprentað auglýsinga-
blað frá ferðaskrifstofunni Utsýn.
Er þetta í annað skiptið, sem aug-
lýsingadeild Morgunblaðsins ann-
ast slíkt blað fyrir ferðaskrifstof-
una.
I blaðinu er m.a. birt ferðaáætl-
un Utsýnar í sumar til Spánar og
Italíu og einnig til fjölmargra
annarra Evrópulanda. Ferðaskrif-
stofan hefur umboð m.a. fyrir
Tjæreborg, American Express og
Globetrotter.
Vantar sjónarvotta
A TlMANUM frá kl. 13—19.30 í
fyrradag var ekið á rauðan Volvo
144, Y-1202, þar sem billinn stóð
við Iþróttahús Jóns Þorsteins-
sonar við Lindargötu. Vinstri
framhurð bílsins skemmdist mik-
ið. Sjónarvottar að þessu eru
beðnir að láta iögregluna vita.