Morgunblaðið - 11.04.1976, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. APRlL 1976
3
Robert
Conquest
skrffar um fisk-
veiðideiluna
% Eitt kunnasta ljóð-
skáld Bretlands, Robert
Conquest, sem einnig
hefur ritað mjög um al-
þjóðamál, skrifaði ný-
lega eftirfarandi grein í
brezka blaðið The Daily
Telegraph, þar sem hanrj
gagnrýnir harkalega
stefnu brezku stjórnar-
innar gagnvart íslend-
ingu, í fiskveiðideilunni.
Sem kunnugt er kom
Conquest hingað til
lands á síðasta ári og
flutti hér m.a. fyrirlest-
ur.
HVERT í ósköpunum stefnum
við í deilu okkar viö Islend-
inga? Meðferö okkar á því landi
virðist dæmigerð fyrir allt það
versta í hegðan okkar í alþjóða-
málum. Hverjum dytti í hug
eitt augnablik að við myndum
hegða okkur eins og við gerum
ef Island væri lítið land í þriðja
heiminum?
Hvað hin síðarnefndu varðar
sýnir hin lyddulega hegðan
fulltrúa okkar hjá Sameinuðu
þjóðunum andspænis skarp-
skyggni Moynihans að (eins og
ég hef áður bent á) við erum
reiðubúnir að láta eftir þeim og
láta undan þeim hvenær sem er.
Ég var viðstaddur umræður um
daginn þar sem annar reyndur
vestur-evrópskur fulltrúi hjá
Sameinuðu þjóðunum var að
hnýta í Moynihan. Ég tók mál-
stað hans og benti á að það væri
ekki aðeins tilgangslaust (eins
og fram kemur í atkvæða-
greiðslum i viðkomandi mál-
um) heldur og falskt lítillæti að
ýta undir ólund meðal Afriku-
og Asiuríkja, og aðeins sé sæm-
andi að koma fram við þau eins
og fullorðið fólk og jafnframt
veita þeim viðnám þegar þau
gripa til barnalegra árása. Virt-
ur Asiumaður, sem sjálfur er
fyrrverandi sendiherra hjá
Sameinuðu þjóðunum, tók upp
þennan þráð með mörgum
skynsamlegum athugasemdum
og sagði i upphafi: „Ég verð að
vera minum brezka starfsbróð-
ur sammála." 1 rauninni eru
okkar menn á svívirðilegum
villigötum, og Moynihan hins
vegar á réttri braut.
Okkur skjátlaðist einnig
varðandi Island. ísland er fyrir-
taks land til að níðast á, —ekki
aðeins Evrópuland, heldur
einnig bandamaður, félagi okk-
ar í NATO. Islendingar gera
jafnvel kynþáttalega villu sína
enn alvarlegri með þvi að vera
oflátungslega ljóshærðir. Og
það sem er enn verra, þeir eru
gamalreynd þingræðis- og lýð-
ræðisþjóð, með ógrynni fyrir-
bæra sem heimsveldishetjur á
borð við Nyerere hafa hakkað í
sig, —frelsi, umburðarlyndi og
allt hitt ögrandi draslið. Ég
flutti ræðu í Reykjavík í fyrra.
A hægri hönd mina sat hinn
hófsami, framsýni forsætisráð-
herra landsins og á vinstri hönd
var verkalýósforingi sem um
þetta leyti stóð fyrir meiri hátt-
ar verkfalli gegn rikisstjórn-
inni. Ekki einu einasta skoti
var hleypt af, enginn var hand-
tekinn. Þeir reyndu ekki einu
sinni að ræna mér til að fá
Callaghan til að fljúgá rakleiðis
til Islands til að sárbæna og
smjaðra. Það er alveg augljóst
mál að íslendingar bíða hrein-
lega eftir þvi að þeim sé troðið
um tær. Og þó að við hefðum
ekki viljað standa vörð um
hagsmuni okkar, —hvað þá
með herskipabéitingu—, þegar
Afríkumenn og Asiumenn
sýndu okkur yfirgang, þá er
engu að síður unnt að nota
„byssubátastefnuna“ á þessa
litlu þjóð.
Yfirgangssemi er jafn fyrir-
látleg og undanlátsemi. Ef við
viljum draga úr hinu síðar-
nefnda gagnvart Afríku- og
Asíumönnum, þá viljum við
líka minna af hinu fyrrnefnda
gagnvart Islendingum. Það þýð-
ir algjöra endurskoðun á utan-
ríkisstefnu okkar með tilliti til
þess að skynsamleg og siðsam-
leg hegðun komi í stað beggja
þessara öfga.
Auðvitað eru virkilegir hags-
munir Breta i húfi. Lífsviður-
væri nokkurra bæja,— og einn
þeirra á fulltrúa í þinginu sem
er ráðherra ríkisstjórnarinn-
ar—,er raunverulegt vandamáþ
Á hinn bóginn gerum við
ekkert til að vernda okkar
eígin fiskimið á Ermasundi
og annars staðar fyrir Rúss-
um og öðrum þjóðum. Engu
að síður erum við ekki jafn
stífir á landhelgismál-
inu þegar um er að ræða gas-
lindir, eins og bent hefur ver-
ið á. Þar að auki hafa tslend-
ingar boðið málamiðlunarlausn
sem aðgengileg hefur verið fyr-
ir aðrar fiskveiðiþjóðir. En
fyrst og fremst er um að ræða
nánast þeirra einu náttúruauð-
lind. Meiriháttar niðurskurður
á okkar hlut myndi vissulega
krefjast endurskipulagningar
vinnuafls og vinnslu á nokkr-
um svæðum, —en það er ein-
mitt það sem þegar er verið að
gera og þörf er fyrir að gera í
ýmsum þáttum atvinnulífsins.
En ef „hagsmunir" þeir sem
við erum að vernda eru stað-
bundnir fyrir viss svæði þá
verðum við líka að taka tillit til
langtímahagsmuna allrar þjóð-
arinnar. Islendingar eru banda-
menn okkar, —bandamenn sem
búa á hernaðarlega mjög mikil-
vægu svæði. Með hegðun okkar
leikum við upp í hendurnar á
hlutleysisöflum og kommúnist-
ískum öflum á Islandi. Við er-
um að bola íslandi út úr NATO
og sköpum þar með gríðarstórt
gat í sjó- og loftvarnarkeðju
Norður-Atlantshafsins. A síð-
urst tveimur eða þremur áru
hafa Rússar lagt út i víðtæka
undirróðursstarfsemi til að
eyða styrk Vesturveldanna á
mikilvægum hafsvæðum. Tak-
mörk þeirra hafa verið Azóreyj-
ar í suðri—, sem þeir vonuðust
til, og vonast sjálfsagt enn til,
að kaupa burt með hjálp portú-
galskra vina sinna. A norður-
víglínunni hefur skotmarkið
verið tsland, þar sem sérfræð-
ingar KGB í undirróðri hlaut
reyndar sendiherrastöðu á sið-
asta ári. En varla hafa þeir átt
von á aðstoð frá brezka utanrík-
isráðuneytinu.
lálendingar hafa sýnt mikla
stillingu, það sem af er. Hern-
aðarlega, menningarlega og
stjórnmálalega er lsland land
sem stappaði brjálæði næst að
þvinga upp á móti okkur. Það
er auðvelt að komast þangað
frá Bretlandi, og, —ef Bretar
verða nokkurn tíma velkomnir
þangað aftur—, vona ég að mun
fleiri muni fara þangað, —ekki
kannski til að biðjast afsökunar
(þetta er þrátt fyrir allt ekki
Zanzibar) heldur til að kynn-
ast, meðal hveranna og jökl-
anna, klettanna og stórsjóanna,
í landi án trjáa og ættarnafna,
þjóð sem byggir á lögum og
lýðræði, eðlilegum bandamönn-
um okkar, sem eiga sér sögu
hinna fræknu landkönnuða og
miklu bókmennta, —sem eiga
sér tón er minnir umdeilanlega
á eins konar hófsaman Moyni-
han: „Ég óttast að þessum degi
muni ljúka með ógæfu fyrir
suma, en einkum þó fyrir þá
sem sizt eiga sér ills von.“
En það er ekki á tilfinningum
sem slíkum sem við eigum að
byggja. Né heldur er málstaður
Islenginga alveg flekklaus, eða
okkar alveg marklaus. Aóal-
atriðið er að varanlegum hags-
munum okkar er bezt þjónað
með þvi að ganga að skilmálum
Framhald á bls. 38
ryggi, þægindi, þjónusta |
og beztu ferðakjörin jr
Útsýn vekur athygli á sérprentuðu ^
auglýsingablaði, sem fylgir Morgunblaðinu
\ í dag og kynnir hópferðir ÚTSYNAR, ^
A sem seljast nú óðum upp. ui
Gerið svo vel að geyma blaðið,sem veitirj^
m\ margar hagnýtar upplýsingar.
PM Jafnframt vekur ÚTSÝN athygli á einka^j
ppl\ umboðum sínum fyrir AMERICAN 1
EXPRESS, stærsta þjónustufyrirtæki ^
heims á sviði ferðamála og hinum
vinsælu hópferðum TJÆREBORG. 3
AUSTURSTRÆTI 17
SÍMI 26611
Ferðaskrífstofan
m