Morgunblaðið - 11.04.1976, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 11. APRIL 1976
7
í dag er síðasti sunnudag-
urföstunnar, pálmasunnu-
dagur. Hann er jafnframt
fyrsti dagur dymbilvikunnar
eða kyrruvikunnar. Taliðer,
að í þessari sorglegustu viku
ársins hafi mönnum fyrrá
öldum fundist hljómur kirkju-
klukknanna of glaðlegur.
Þess vegna hafi járnkólfarnir
verið teknir úr þeim og tré-
kólfar settir í staðinn. Þeir
mynduðu dumbungslegt
hljóð, sem þótti meira við
hæfi og voru nefndir dymblar
og vikan dymbilvika.
En í rauninni er dagurinn í
dag, sjálfur pálmasunnudag-
urinn, algjör andstæða dag-
anna, sem á eftir koma, sér-
staklega bænadaganna svo
netndu. í dag ríkirgleði og
hósannahrópin gnæfa yfir,
en svo koma svik, pina og
dauði. Hvernig stendurá
þessu? Hvað veldur? Það er
erfitt að átta sig á þvi, að
sama borgin og fagnaði Jesú
sem Messíasi á pálmasunnu-
degi, hún skuli geta hafnað
honum tæpum fimm sólar-
hringum siðar, heimtað hann
krossfestan og og það svo
harkalega, að þegar mann-
fjöldanum er boðið upp á að
velja á milli Jesú og Barra-
basar, milli Messíasarog
morðingjans, þá er morðing-
inn valinn.
Það er jafnerfitt að skilja
hitt, að það er einn af nán-
ustu fylgismönnum Jesú,
sem á einna stærstan hlut i
þvi hvernig fór. Það var Jú-
das ískariot. Hann gætti
sameiginlegs sjóðs Jesú og
lærisveinanna og var í því
sýnt mikið traust. Hann var
einn af þeim, sem undir-
bjuggu innreiðina í Jerúsa-
lem. Hann breiddi klæði sín á
veginn og söng um Daviðs
son. En næsta miðvikudag
bauðst hann til að svíkja Krist
í hendur óvina hans.
Þessi hegðun Júdasar hef-
ur löngum verið mikið um-
hugsunarefni. Á bak við slíka
breytni hlýtur að hafa legið
einhver ástæða og hún ærin.
En hver? Svarið við þeirri
spurningu verður auðvitað
aldrei annað en ágiskun eða
tilgáta af okkar hendi. Ýmis-
legt hefur komið fram í þá
átt, en tvær tilgátur ber þar
hæst.
Önnur þeirra er sú, að Jú-
das hafi verið einn þeirra
þjóðernissinna, sem væntu
þess, að Messías, þ.e. Krist-
ur, mundi verða herkonung-
ur á borð við Davíð ættföður
sinn og mundi jafnvel leggja
Rómaveldi aðfótum Gyðing-
um, Guðs útvöldu þjóð. Þeg-
ar honum varð hitt svo Ijóst,
að Jesús tók Messíasarköll-
un sina á allt annan hátt, þá
hafi hann talið sig svikinn og
því beitt svikum á móti.
Hin tilgátan er sú, að hann
hafi alltaf trúað á Krist sem
Messías, en ekki sætt sig við
þá auðmýkt, sem Jesús
sýndi við innreiðina í Jerúsa-
lem, heldur viljað, að hann
opinberaði mátt sinn þá og
ætlað að þvinga hann til þess
með því að ógna honum með
dauða. Þegar Jesús sá sér
búinn dauða, hafði Júdas
verið viss um, að hann
mundi beita kraftaverka-
mætti sínum sjálfum sér til
lífs og hugsjónum Gyðinga til
sigurs. Þess vegna hafi Jú-
das látið til skarar skríða. En
sú staðreynd, að Jesús gerði
ekkert til að koma í veg fyrir,
að sú ógnuu varð að fram-
kvæmd, hafi komið Júdasi í
opna skjöldu, og þvi hafi við-
brögð hans orðið hin ömur-
legustu.
Eins og ég hef þegar sagt,
þá verða þessar hugmyndir
aldrei annað en ágiskanir. En
þó er þarna ýmislegt, sem
ekki verður fram hjá gengið.
Á bak við svik manna í stöðu
Júdasar hljóta að vera ein-
hver vonbrigði með Jesú, og
þau hljóta þá einnig að vera
að einhverju leyti vegna þess
að líf hans og framkoma hafa
ekki passað nógu vel inn í
þann fyrirfram gerða ramma,
sem Gyðingar voru búnir að
skapa með hugsun sinni,
halda hinum komandi Mess-
íasi.
Svo er hitt, að svik Júdas-
ar eru langt frá því að vera
það einsdæmi, sem oft er um
talað. Hafi Símon Péturátt
erfitt með að hugsa sér, að
sonur hins hæsta hlyti niður-
lægingu og dauða á krossin-
um, eins og guðspjöllin
greina, þá er það vist, að
Júdas hefur átt enn erfiðara
með að hugsa sér slikan
Messías. Júdas var að vísu
sá eini, sem sveik hann af
ásettu ráði, en Pétur afneit-
aði honum og hinirflýðu.
Það er einnig vafalítill von-
brigðahreimur í rödd
annars lærisveinsins á vegin-
um til Emmaus hinn fyrsta
páskadag, er hann segir:
,,Vér vonuðum, að hann
væri sá, er leysa mundi ísra-
el."
Það hafa örugglega orðið
ýmis vonbrigði í hópi fylgj-
enda Krists. E.t.v. er þar
orsökin fyrir því, hve hann
virtist einn og yfirgefinn,
þegar mest á reyndi.
En hvernig er þetta í dag?
Er það ekki svo enn, að sumir
þeir, sem fagna Jesú í dag,
snúa i hann bakinu áður en
varir, af því að hann passar
ekki inn í þann ramma, sem
þeir hafa gert handa honum?
Reynum að læra af dæmi
Júdasar, hvernig slíkum
mönnum geturfarið. Kristur
erekki bara hetja pálma-
sunnudagsins eða þegar allt
leikur i lyndi. Hann er okkur
enn nauðsynlegri i barátt-
unni við erfiðleikana. Þá þarf
maðurinn mest á honum að
halda. Þess vegna hlaut Jes-
ús lika að ganga þá leið, svo
að við gætum kynnst við-
brögðum hans þar og lært af
þeim.
í þvi Ijósi séð var Júdas
e.t.v. naúðsynlegur hlekkur
fyrirhugaðrar atburðarásar.
Svo segja sumir. Ég held
hins vegar, að svo hafi ekki
verið. Þannig leikur Guð eng-
an mann. Þetta var æðstu-
prestunum allt mögulegt án
hans hjálpar, þótt hann auð-
veldaði þeim það auðvitað.
En ihugunarverðir eru at-
burðir þessarar viku, og þeir
eru þess verðir, að þú, les-
andi góður, grípir Nýja testa-
mentið þitt og lesir um þá i
öllum Guðspjöllunum fjórum
og hugleiðir þá enn frekar en
hér er gert.
Glæsilegur
kökubazar
að Hallveigarstöðum
í dag kl. 2 eftir hádegi —
Komið og gerið góð kaup
Hvöt félag sjálfstæðiskvenna
rw
HJÓLHÚSA TJÖLD
★ NOTIÐ FORTJÖLD Á HJÓLHÚSIN
★ TVÖFALDIÐ FLA TARMÁLIÐ
★ PANTIÐ TÍMANLEGA FYRIR SUMAR/Ð
E. TH. MATHIESEN H.F.
. STRANDGOTU 1—3, HAFNARFIROI — SÍMI 51919 j
Férmingarúr Model 1976
Pierpont, Jaquet-Droz, Certina
Camy, Atlandic, Farve-Leuba
Allar
nýjustu
gerðirnar
af dömu og
herraúrum.
Vatnsvarin,
höggvarin og
óslítanleg fjöður.
Verð, gæðiog útlit fyrir alla.
Úr og skartgripir
Jón og Óskar Laugavegi 70
Sími 24910 — Sendum í póstkröfu.
LÆKJARGÖTU 4
HÖFUM FYRIRLIGGJANDI
SONY hátalara og AR-hátalara.
SONY kassettu—og spólubönd, tveggja og
fjögurra rása.
SONY kassettu segulbönd meðog án útvarps,
hentug til fermingargjafa.
SONY magnarar, tveggja og f jögurra rása SQ
meðog án útvarps.
SONY kassettutæki i bila með hátölurum.
SONY kassettur, eOmín., 90mín. 120mín.
og stórar spólur
SONY straumbr. og hljóðnemar
KOMIÐ, SKOÐIÐ OG HLUSTIÐ.
GÓÐIR GREIÐSLUSKILMÁLAR.