Morgunblaðið - 11.04.1976, Síða 15

Morgunblaðið - 11.04.1976, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. APRÍL 1976 15 Wiliam Francis Pálsson 80 ára Willi Frans verður áttræður á morgun þann 12. apríl. Hann er fæddur að Halldórsstöðum í Laxárdal, S-Þing. Foreldrar hans voru hjónin Páll Þórarinsson og Elisabeth Grant (Lizzie). Willi varð snemma sérstakur i sinni röð, undi takmarkað við búskap en drakk þeim mun betur í sig allan þann fróðleik sem lá mjög á lausu í Laxárdal meðal bænda og skozkra frænda sem voru tíðir gestir í dalnum. Sé til algjör einstaklingshyggju- maður á Islandi, þá er það Willi. Því er ekki að undra þótt hann færi út i „business". Eftir að hafa verið heima á Halldórsstöðum sín bernsku- og táningaár gerðist hann verzlunar- maður hjá A & P. Kristjánsson á Húsavík. Þaðan lá leiðin til Skot- lands. I Skotlandi bjó hann hjá afa sínum og ömmu, vann hjá dönsku fyrirtæki sem átti skipti við ísland og nam verzlunarfræði. Að lokinni Skotlandsdvöl kom hann við í Reykjavík, þar vann hann verzlunarstörf, lengstum hjá Fritz Kjartansson og Co^, en einnig hjá Nathan & Olsen. Hið ljúfa líf í Reykjavík átti einhvern veginn ekki við Willa og þrátt fyrir stóran vina- og kunningjahóp, ágæt efni og ánægju af þvi að lifa og vera til, sneri hann aftur til Laxárdals. Willi var um þrítugt þegar hann kom aftur heim og var sem gustur færi þar um hérað. Eftir heimkomuna sneri hann sér jöfnum höndum að búskap og „business“. Um tíma stýrði hann búi föður síns að Halldórsstöðum. Willi ferðaðist mikið um öræfi Islands. Byrjaði það snemma er hann gætti sauða föður síns á Mývatnsöræfum og siðar þegar hann var leiðsögumaður erlendra ferðamanna í náttúruskoðun. Willi hefur alla tið verið áhuga- maður um náttúrufræði og aflað sér um hana staðgóðrar þekkingar af bókum, ásamt eigin athugunum og viðskiptum við erlenda náttúrufræðinga. Hann er áhugamaður um eflingu náttúrugripasafns í sinni heima- byggð og hefur stutt það af alúð með mikilsverðum gjöfum og á trúlega enn eftir að koma þar við færandi hendi. Sjálfsagt eru fáir menn á miðj- um aldri í Suður-Þing. sem ekki hafa átt eitthvað fatakyns frá Willa. Hann flutti inn, að mér fannst á unga aldri, allt sem nöfn- um tjáir að nefna. Vefnaðarvara var hans sérgrein í innflutningi, einkum á árunum 1930 til 1945. Ur og hvers konar skartgripir frá Willa voru vinsælir. Ekki lét hann sér nægja innflutning eingöngu, hann hefur flutt út bæði hrogn og lýsi ásamt öðru, en eggjaútflutningur hans er mjög sérstæður. Faðir hans byrjaði þann út- flutning en Willi tók fljótlega við honum. 1 áratugi hefur hann stað- ið í bréfaskiptum við fjölda erlendra náttúrufræðinga, náttúrufræðistofnanir og bú- SAPAFRONT + ál-forma-kerfið (profilsystem) er hentugt bygg- ingarefni fyrir íslenzkar aðstæður. Einangraðir álformar í út- veggi, glugga og útihurðir. Óeinangraðir álformar innanhúss. Utlitið er eins á báðum gerðunum. í sérstökum leiðbeininga- bæklingi eru upplýsingar um burðarþol, varmaleiðni og hljóð- einangrun álformanna, ennfremur vinnuteikningar, sem léttir arkitektinum störfin. Ál-formarnir eru rafhúðaðir i ýmsum litum. Lagerlitir eru: Natur og KALCOLOR amber. Hurðir og glugga úr ál-formum þarf ekki að mála, viðhaldskostnaður er því enginn. Byggingarefni framtíðarinnar er SAPAFRONT + ÁLFORMA - IIANDRIÐ SAPA — handriðið er hægt að fá í mörgum mismunandi útfærslum, s.s. grindverk fyrir útisvæði, íþróttamannvirki o.fl. Ennfremur sem handrið fyrir veggsvalir, ganga og stiga. Handriðið er úr álformum, þeir eru rafhúðaðir í ýmsum litum, lagerlitir eru: Natur og KALCOLOR amber. Stólparnir eru gerðir fyrir 40 kp/m og 80 kp/m. Með sérstökum festingum er hægt að nota yfirstykkið sem handlista á veggi. SAPA — handriðið þarf ekki að mála, viðhaldskostnaður er þvl enginn eftir að handriðinu hefur verið komið fyrir. Gluggasmiðj an Gissur Simonarson Siðumúla 20 Reykjavik — Simi 38220 garðseigendur um þessa hlið við- skipta sinna. Það eru einkum dýragarðar i U.S.A., Bretlandi, Þýzkalandi, Frakklandi, Hollandi og Japan, sem kaupa eggin og láta þau í útungunarvélar. Ennfremur eru auðugir búgarðseigendur sem kaupa egg til útungunar og sleppa þeir síðan ungunum fullvaxta á jarðeignum sínum, skotglöðum gestum til ánægju. Eftir þvi sem árin hafa liðið hefur fækkað þeim tegundum eggja, sem flytja má út og þegar Willi hættir fellur þessi arðvæn- iegi útflutningur niður með öllu. Willa er fátt óviðkomandi á við- skiptasviðinu en það telur hann eina sina hörðustu raun, þegar hann var beðinn að útvega ensk- um náttúrufræðingi nokkrar tylftir af íslenzkri lús. Þetta var eftir að hún fannst ekki á hverj- um bæ. Hann heimsótti nokkra bæi sem voru liklegir en varð fremur óvinsæll þegar hann falaðist eftir því, sem aðeins var fyrir næturgesti. Öllum sinum viðskiptum stjórnar Willi með bréfaskriftum að heiman og láta mun nærri að hann hafi hand- skrifað um 1000 bréf á ári til jafnaðar síðastliðinn 50 ár. Willi er forfallinn safnari og á gott safn frímerkja, myntar og bóka auk annars. Hann hefur verzlað með frímerki svo lengi sem hann man eftir sér en fyrst og fremst safnar hann peningum. Hér áður fyrr keypti hann oft frimerki i einu landi og seldi til annars án þess að sjá þau nokkurn timann, það var gert með bréfaskiptum. Hann liggur ekki á fé sinu, er gjafmildur þegar þannig liggur á honum og sker þá ekkert við nögl. Meiri höfðingja er vart hægt heim að sækja. Þó Willi eigi heilt kvenfélag hefur hann aldrei gifzt og þar með náð lengst í sinni einstakl- ingshyggju. Hann bjó í foreldrahúsum ásamt bróður sínum, Þór. Eftir lát þeirra bjuggu þeir bræður á Halldórsstöðum og annaðist Þór Framhald á bls. 26 mmmm ■ SKEIFUNNI 15i ISÍN SKEIFUNNI15MSIMI 86566 FERMINGARSKOKKAR Fallegir og þægilegir flauelsskokkar. Rósóttir meö grænum, brúnum eöa svörtum grunnlitum. Verö 4.900.— Einlitir: brúnir, rústrauöir, dökkgrænir og beige. Verö 5.500.— o

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.