Morgunblaðið - 11.04.1976, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. APRÍL 1976
UMHVERFISMÁLH
Æ, nú fór iDa!
Borgin er að
sökkva!
Það er nú komið upp úr kafinu,
að miðbærinn i Mexikóborg er að
sökkva. Hann hefur reyndar verið
lengi á niðurleið. Sums staðar
hefur hann lækkað um rúma sex
metra frá siðustu aldamótum.
Dæmi um fall Mexíkóborgar er
listasafnið. Það var byggt 1911 og
er nú 2.5 metrum neðar en þá.
Annað dæmi er dómkirkjan. Fall
hennar er svipað og listasafnsins
en auk þess mismikið, þvi annar
endinn á henni stendur2.1 metra
ofar en hinn og sígur sá neðri um
þumlung á ári. Fjölmargar aðrar
byggingar hafa sigið svona og
DÓMKIRKJAN
sporðreisast.
Hún er að
missigið. Veggirnir og gólfin i
þeim springa og molna og er þetta
áþekkast stöðugum jarðskjálfta,
mjög hægfara. Búið er að loka
mörgum byggingum þarna, af því
þær þykja hættulegar mönnum.
Það er mönnum að kenna, að
Mexíkóborg er að sökkva í jörðu.
Borgin er að vísu reist að hluta á
gömlum vatnsbotni, en þó fóru
hús ekki að siga fyrr en tekið var
að dæla upp jarðvatni í stórum
stíl. Aztekar reistu fyrstir bæ á
þessum slóðum. Eftir þá komu
Spánverjar. Þeir hjuggu skógana
kringum borgina. Þá losnaði um
jarðveginn á skógastæðinu og
skolaði honum smám saman niður
í dalbotn. Þar voru stöðuvötn.
Þau fylltust eðju, vatnið flæddi
yfir bakka þeirra og rann inn i
borgina. Spánverjarnir hófu þá
að þurrka vötnin upp. Þeir voru
lengi að því, en þar kom, að dalur-
inn umhverfis borgina var þurr
orðir.n. Svo var farið að grafa
brunna eftir neyzluvatni. Grunn-
vatnsborðið lækkaði þá smám
saman og loks fór jarðvegurinn að
síga. Má sjá það sig á brunnum,
sem grafnir voru á síðustu öld og
lagðir járni innan. Þeir standa nú
sumir marga metra upp úr göt-
unum.
Ráðamenn i Mexíkóborg eru
auðvitað orðnir mjög uggandi um
þessa framvindu. Þykjast þeir
vita, að feikilegur kostnaður verði
af þvi að koma í veg fyrir frekara
sig og gera við þau hús, sem þégar
eru skemmd. Og það er t.d. í síð-
ustu fjárlögum, að fjórar
milljónir dollara (u.þ.b. 685 millj.
ísl. kr.) skuli renna til viðgerða
dómkirkjunnar, sem minnzt var á
i upphafi.
Nú-sjá lesendur eflaust i huga
sér, að Mexíkóborg sekkur i
jörðu, án þess, að nokkuð verði
við gert. En þótt furðulegt kunni
að virðast hefur mexikanskur
verkfræðingur fundið upp
burðarstoðir, sem virðast geta
haldið húsum þarna ofanjarðar.
Stoðir þessar eru geysilangar og
eru þær reknar marga tugi metra
í jörð niður. Hafa slíkar stoðir
verið settar undir mörg nýleg hús
og jafnvel gömul líka. Geta þær
m.a.s. komið að gagni í bygg-
ingum, sem farnar eru að siga og
hallast. Er þá hægt að ráða
nokkru um það, hvernig húsin
síga, og rétta þau af. Þetta fer
auðvitað eftir aldri húsanna,
byggingarefni og ýmsu öðru, en
samt virðist, að obbinn af Mexíkó-
borg verði hér eftir í sömu hæð og
nú. Það gerir þá minna til þótt
svolitil hola verði i miðjunni . . .
— MARLISE SIMONS.
MANNRÉTTINDIBB
Með fólsku og
fantaskap — og
syndakvittun
frá SÞ
Einu sinni voru miklar vonir
bundnar við Sameinuðu þjóð-
irnar. Væntu margir þess, að
mannréttíndayfirlýsingu þeirra
yrði fylgt eftir og ranglæti og ill
meðferð á fólki viða um heim færi
minnkandi úr því. En þessar
vonir dofnuðu, er tímar liðu, og
nú er svo komið, að mannréttinda-
starfsemi Sameinuðu þjóðanna er
afar máttlítil og jafnvel haida
sumir því fram, að hún sé til
mikils ills.
Starfsemi Mannréttindanefnd-
ar Sameinuðu þjóðanna er sveíp-
uð Ieyndarhjúp og þung í vöfum.
KONGAFOLKI
MEÐLIMUM brezka háaðalsins
virðist vera sérlega hætt við því
að lenda í hjónabandsörðugleik-
um og skilnaðarmálum. Til dæmis
hafa 8 af 26 brezkum hertogum,
sem ekki eru af konungsættinni,
fengið lögskilnað og nokkrir
þeirra oftar en einu sinni. Og þvi
er það furðulegt, að fólk sem
stendur þeim enn ofar að tign,
þ.e.a.s. fulltrúar sjálfrar konungs-
fjölskyldunnar, situr ekki við
sama borð í þessum efnum, og
þegar það á í hlut, eru hjóna-
skilnaðir taldir óæskilegir.
Þegar hjónaband þeirra
Margrétar prinsessu, drottningar-
systur, og jarlsins af Snowdon
rann út í sandinn nú fyrir
skemmstu, var lögð áherzla á, að
þau væru aðeins skilin að borði og
sæng. En flest þau hjón, er slita
samvistum, æskja hins vegar eftir
fullum lögskilnaði til að fá tæki-
færi til að leita gæfunnar í nýju
hjónabandi.
Þegar bezt lætur geta konung-
leg hjónabönd verið afar gæfurik.
Til að mynda voru þjóð-
höfðingjarnir og frændurnir
Georg V Englandskonungur, Vil-
hjálmur II Þýzkalandskeisari og
Nikulás annar Rússakeisari álitn-
ir miklir hamingjumenn I einka-
lífi. Þegar hertoginn af York var
á brúðkaupsferð árið 1923
skrifaði faðir hans, Georg V, hon-
um eftirfarandi: „Ég er sann-
færður um, að þið eigið fram-
undan mörg hamingjurík ár, og
að þið verðið eins hamingjusöm
og við mamma eftir 30 ára hjóna-
band. Eg get ekki óskað ykkur
neins betra.“
En sannleikurinn er sá, að
konungborið fólk nýtur ekki ein-
ungis forréttinda, heldur þarf það
vissulega að uppfylla sínar skyld-
ur, og aðeins gagnvart maka sín-
um og fjölskyldu getur það notið
Aðferðir nefndarinnar eru oft
gagnslitlar. Hún er mjög seinvirk.
Þar að auki stendur henní ótti af
ýmsum áhrifamiklum aðilum.
Lætur nefndin jafnvel sem hún
sjái ekki mannréttindabrot sums
staðar. Er svo komið, að sumar
ríkisstjórnir geta beitt þegna sína
hroðalegu ofbeldi árum saman án
Því brezka
vill verða hált
á hjónabands-
brautinni
MARGRÉT — Hertoginn af
Windsor fórnaði hásætinu fyrir
Wallis sfna.
algers jafnræðis og félagsskapar.
Og þegar eitthvað gengur úr-
skeiðis, er það ekki látið liggja í
þagnargildi í hinu mikla upp-
lýsingaþjóðfélagi nútímans. Og
fleira hefur farið úrskeiðis en
sæmir í sögum og ævintýrum, en
þegar öllu er á botninn hvolft eru
hjónaskilnaðir konungborins
þess, að það verði kunnugt al-
menningi í heiminum.
Lögum samkvæmt eiga fangar
og önnur fórnarlömb að skrifa
Mannréttindadeild Sameinuðu
þjóðanna í Genf og færa fram
kærur sínar. Mannréttindanefnd
skipar síðan starfshóp til að rann-
saka málið og leitar jafnframt
svara viðkomandi rikisstjórnar
við kærunni. Ríkisstjórnir gefa
sér venjulega góðan tíma til svara
og þegar svör berast eru kær-
urnar oft gengnar úr gildi og
orðnar úreltar. Þá kemst starfs-
hópur Mannréttindanefndarinnar
yfirleitt að þeirri niðurstöðu, að
ekki sé hægt að byggja ásakanir á
svo gömlum grundvelli. Fellur
málið þá niður. Svona komast
sumar ríkisstjórnir upp með of-
belcU sitt árum saman. Verst er þó
kannski, sem haldið er, að Mann-
réttindanefndin „gefi ríkisstjórn-
um upp sakir“. Sumar þeirra
Framhald á bls. 38
fólks hvorki svo sérstæðir né
skelfilegir og stundum er fram
haldið.
Jarlinn af Harewood, sem er
náfrændi drottningar, enda þótt
hann beri ekki ávarpstitilinn
Hans konunglega tign, skildi við
konu sína árið 1967 og hefur
kvænzt öðru sinni. Og Hinrik VIII
kvæntist 6 sinnum, og fékk aldrei
lögskilnað.
Fráskilinn þjóðhöfðingi hefur
ráðið ríkjum á Englandi. Það var
Georg I„ fyrsti fulltrúi núverandi
konungsættar. Hann var settur til
valda til að bægja frá Stúörtun-
um, sem voru rómversk
kaþólskrar trúar. Annar
Englandskonungur, Georg IV, var
tvíkvænismaður. Játvarður VII
var góður stjórnandi en hjóna-
band hans og dönsku drottningar-
innar var aðeins að nafninu til, og
hann leitaði fanga langt út fyrir
hjónabandið.
Og svo að við færum okkur nær
nútimanum, er vert að geta þess,
að þrjú af barnabörnum Viktóríu
drottningar skildu að lögum.
En nærtækasta dæmið um
örlagaríkt hjónabandsmál innan
brezku konungsfjölskyldunnar er
saga hertogans af Windsor, föður-
bróður Margrétar prinsessu, og
mun hún hafa haft mikil áhrif á
líf hennar. Hertoginn ríkti undir
nafninu Játvarður VII skamma
hríð árið 1936, en sagði af sér
konungdómi til að kvænast
fráskilinni konu, Wallis Simpson
að nafni. Bróðir hans, hertoginn
af York varð konungur í hans stað
og nefndist Georg VI.
Hertoginn af Windsor var hins
vegar enginn léttúðarseggur. Það
kom fyllilega til greina, að hann
gegndi áfram konungsembætti
ókvæntur, en væri i tygjum við
frú Simpson, en um hana sagði
hann í útvarpsávarpi: „Konan,
sem ég elska.“
Það, sem olli því m.a., hversu
andsnúnir menn voru Wallis
Simpson var, að ekki þótti jafn-
ræði með henni og konungi.
En sennilega hefur það þó verið
þyngst á metunum á sinum tíma,
að Wallis Simpson hafði verið
tvigift og báðir fyrrverandi eigin-
menn hennar voru á lífi. Þetta
blandaðist því einnig trúmálum.
Sagan endurtók sig 19 árum síðar,
þegar Margrét prinsessa hætti við
að giftast Peter Townsend flug-
stjóra, vegna þess að fyrri kona
hans var á lífi.
Það sjónarmið, sem nú er
ríkjandi er, að hjónaskilnaður sé
miklu fremur harmleikur en
sýnd. Margrét prinsessa og Snow-
don lávarður geta fengið lög-
skilnað samkvæmt nútíma lögum
í Bretlandi. Og ekkert getur svipt
Margréti preinsessu sæmd sinni
og tignarstöðu nema sérstök
ákvörðun brezka þingsins, og
mjög ólíklegt er, að slikar
ráðstafanir yrðu gerðar.
— COLIN CROSS
Nasser
í nýjum
búningi
Ein helzta skemmtun
Egypta um þessar mundir er
kvikmynd um ódæðisverk
leyniþjónustu Na^sers, fyrr-
um forseta Egyptalands.
Kvikmynd þessi er liður i
nokkurs konar herferð, sem
Sadat, eftirmaður Nassers,
byrjaði fyrir fimm árum.
Sadat lýsti þá yfir því, að
frjálsræðisöld væri runnin
upp í Egyptalandi. Sleppti
hann fjölda manna úr fang-
elsi, grisjaði leyniþjónustuna
og lét jafnvel brenna hler
unartæki og önnur amboð
leyniþjónustunnar á al-
mannafæri til að sanna mál
sitt. Takmark Sadats var það
að draga úr orðstir Nassers.
Nasser var margföld þjóð-
hetja í Egyptalandi meðan
hann lifði. Er eðlilegt, að
VANGASVIPURI
Sadat kynni því illa að standa
? skugga hans. Goðsögnin um
Nasser lifði áfram þótt hann
væri dauður sjálfur. Sadat
hefur verið að reyna að eyða
henni með hægðinni. Fyrr-
nefnd kvikmynd er nýjasta
herbragðið. í henni pynta og
drepa leyniþjónustumenn
fjölda fólks, sem grunað var
um svik við Nasser. Aðsókn
er mikil að myndinni, oftast
margra vikna bið eftir miðum
og auk þess seljast þeir með
margföldum hagnaði á
svörtum markaði.
Kvikmyndahandritið er
byggt á skáldsögu eftir
þekktan, egypzkan rithöfund,
Naguib Mahfouz. Nasser er
ekki nefndur á nafn í mynd-
inni, en boðskapurinn er skýr
fyrir þvi: i stjórnartið Nassers
bjuggu Egyptar við stöðugan
ótta. Enginn var óhultur. Nú
er Anwar Sadat hins vegar
tekinn við. Nú búa allir
Egyptar við frelsi og öryggi!
Myndin fjallar um þrjá
stúdenta. Þeir sitja að rabbi á
kaffihúsi og ræða um dag-
blöðin í landinu. Áliti
stúdentanna á dagblöðunum
verður bezt lýst með þessum
orðum eins þeirra: ,,Hvernig
dettur þér i hug að halda því
fram, að dagblöðin séu öll
eins? Hefurðu skoðað kross-
gáturnar?" Stúdentarnir
komast svo undir hendur
leyniþjónustunnar og eru þeir
grunaðir um það að vera
félagar í hægrisinnuðum
samtökum, félagi Mú-
hammeðsbræðra. Stúdentun-
um er þó sleppt von bráðar.
En fyrr en varir eru þeir hand-
teknir aftur. í þetta sinn eru
þeir ákærðir fyrir það að vera
kommúnistar. Það má geta
þess, að bæði kommúnista-
flokkurinn og Múhammeðs-
bræður eru enn bannaðir í
Egyptalandi. En áfram með
söguna. Nú hefjast fjölbreytt-
ar pyntingar. Einn stúdentinn
er stúlka. Leyniþjónustu-
maður nauðgar henni
kunnáttusamlega, en yfir
maður leyniþjónustunnar
horfir á og glottir allan
tímann út að eyrum. Stúlkan
hefur ekkert af sér gert, enda
neitar hún að játa á sig
nokkrar sakir. Henni er þá
nauðgað nokkrum sinnum
enn og unnusti hennar
látinn horf á það. Til
hagræðis er hann hengdur
upp á höndunum. Hangir
NASSER — Sadat vill að fólkið sjái hann öðruvísi en fyrrum
hann svo þarna og lagar blóð
úr sárum, sem búið er að
veita honum hér og þar um
skrokkinn. Leikurinn æsist
enn. Fangarnir eru beittir raf-
mangspyntingum og grimm-
um hundum er sigað á þá.
Alltaf eru lögreglumenn að
ógna saklausu fólki. Það er
eitt áhrifamesta atriðið í
myndinni, að striðaldir fanga
verðir berja stúdent til bana
fyrsta daginn í stríði Egypta
og ísraelsmanna 1967. í því
stríði fór sérlega illa fyrir
Egyptum. Þegar nær dregur
lokum myndarinnar er Sadat
kominn til valda og lætur
hann sleppa fjölda fanga
lausum. Vekur það óskiptan
fögnuð áhorfenda. En mynd-
inni lýkur með atriðum úr
októberstríði Egypta og ísra-
elsmanna 1973. Það strið
þóttust báðir hafa unnið.
Margir Egyptar halda því
fram, að kvikmynd þessi sé
glöggt dæmi um það frelsi,
sem Sadat hafi veitt þeim af
gæzku sinni. Sumir líta
myndina þó gagnrýnni aug-
um, og hafa þeir margt til
síns máls. Það væri til dæmis
enn betri prófsteinn á frelsið
og umburðarlyndið i landinu,
ef sýnd yrði kvikmynd um
eitthvað, sem aflaga hefur
farið í stjórnartíð Sadats. Má
hugsa sér mynd um þá, sem
safnað hafa auði undir
verndarvæng hans, svo að
eitthvað sé nefnt. En líklega
verður bið á þessu. Og hætt
er við þvi, að sú skoðun eigi
við rök að styðjast, að fyrr-
nefnd hryllingskvikmynd, sé
aðallega til þess gerð að
styrkja stöðu Sadats og
varpa lióma á nafn hans.
Hann þarf á því að halda.
Honum hefur orðið vel
ágengt i ýmsum efnum og
hann er vinsæll. En mistakist
honum til dæmis viðreisn
efnahagslífsins kann að
verða stutt í vinsældunum.
Það er því skynsamlegt ráð
Sadats að hressa upp á álitið
fyrir fram. Það getur orðið
óhægara eftir á.
— BERND DEBNSMANN.