Morgunblaðið - 11.04.1976, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 11.04.1976, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. APRlL 1976 UTI við sjóndeildarhrinfí er sólin að setjast. Tröllslega ásýnd Sin- fjötla ber við kvöldhimin. Hann styðst við sverð sitt og starir í rautt djúpið. Augun spegla innri sýn hans: blóðdjúpið. Hið óæðra blóð, sem hnígur úr djúpi sálar hans, ólífis- sári hans; örlagavaldur hans. Blóðið stígur upp sverðið, það sekkur. Andartak stendur Sin- fjötli upp úr blóðdjúpinu, einn og vopnlaus, svo sekkur hann i eigin blóði og blóði sögunnar. Blóðsýn hans er lokið, blóðferli hans lokið: kvöldsólin sezt i djúp sálar hans. Jarðarsólin blandar geislum, rauðum geislum, við blóðsól sálar hans. Þær eru sömu náttúru, hin jarðneska sól og hin mennska sól. Maðurinn sömu náttúru og náttúran. Þúsundum ára síðar rís sólin að nýju, rís sama sólin — úr sama blóðdjúpi, djúpi Sinfjötla, djúpi mannssálarinnar: Bróðir hans, Húní, ris úr blóðdjúpinu. Bróðir minn Húni, bróðir þinn Húni, ris með sömu sól í augum; blóðsýn hans biasir við okkur. Bæði þessi nöfn eru sótt í frum- rökkur sögunnar, Sinfjötli og Húni, báðir þessir menn eiga ræt- ur í frumhvötum lífsins Frum- blóð mannsins rennur í æðum þeirra beggja. Þeir sökkva báðir — í þvi blóði. Blóð og meira blóð, það rennur, frá djúpi til djúps, manni til manns, tima til tíma, frá lífi til dauða, frá dauða til lífs, það renn- ur, sekkur okkur í óræði sitt og okkar. Bók Guðmundar Danielssonar, Bróðir minn Húni, er full af blóði. Blóðhrolli, blóðlosta. Blóð rennur af síðum hennar — úr sögu henn- ar, lífskviku hennar. Bókin grætur blóði. Brátt grætur iesandinn einnig blóðí. Slík bók verður aðeins lesin í gegnum stækkunargler úr tári — blóðtári. Ein þeirra bóka sem maður lifir fremur en les. Við lifum hana öll, þessa sögu, frá kyni til kyns.' Sagnameistar- inn hefur skráð hana — blóðsögu okkar. Hann segir okkur sann- leikann: Blóð og meira blóð, stríð og aftur stríð. Sagan fjallar um stríð og blóð þess stríðs. Hún fjallar um lífs- stríðið, sem énginn vinnur: það er tapað stríð. Heimsstyrjöld sálar- innar töpuð styrjöld — frá upp- hafi. Styrjöldin við höfuð- skepnurnar I eigin djúpi, eigin óræða djúpi, myrku blóðdjúpi mannssálarinnar. Enginn vinnur sitt dauðastríð, sagði annar höfundur; þessi segir — að enginn vinni sitt lífsstríð: dauðastríð og lífsstríð sé eitt og sama — stríðið; annar rakti sund- ur þræði — hinn fléttar þá saman: ljóðskáld annar, hinn sagnaskáld; það er kannski allur munurinn. Dauðastríðið hefst með lífs- stríðinu, hljómar í gegnum þessa lífs-og-dauða sögu, Bróðir minn Húni, dauðinn er öllum stundum í nánd við líf Húna; hann er raunar dáinn þegar sagan hefst full af lífi hans, eða horfinn út úr sjón- deildarhringnum og hefur skilið eftir þessa sögu, blóðugt skilríki um líf og dauða. Sagan gæti allt eins heitið, Bróðir minn dauðinn, rituð af Húna sjálfum. Dauðinn er leik- bróðir minn, segir Húni, ofsalegt lif er svo nákomið dauðanum. Hann uppgötvar það snemma, drengur, horfist í augu við það. Uppfrá því verður hann hetja — blóðhetja. í blóðinu líf blandast dauða. Lífið sækir í dauðann. Dauðinn sækir — lífið: Hið blóðuga faðmlag. Astríður flýta hinu óhjákvæmilega. Hinni óhjákvæmilegu nauðsyn þess að deyja. Drápið verður helgiathöfn — ástríðna. Dauðinn guð lifsins: Heiðinn guð lífsins. Maður og guð mætast í losta drápsins. Þetta er heiðin saga. Saga lífsins frá örófi alda til þessa dags. Þar sem dauðinn er guð veruleikans. Jafnframt guð ósigursins. Hinn fmyndaði guð, guð kærleikans, manninum óná- kominn: grimmd mannlegrar til- veru, grjóthörðum veruleika — dauðans. Ef til vill tekur guð kærleikans við. Þar sem skilning mannsins þrýtur. Þegar mannlegri tilveru lýkur, þar sem dauðinn sjálfur deyr. En ekki í þessu — blóðbaði. Bókin er hrottaleg í boðskap sinum. Sumir myndu segja boð- skaparleysi. Engu að siður býr með henni elska: Bölsýn elska til alls sem lífsanda dregur. Hún er full af gróandi fegurð — sem bliknar í faðmi dauðans: Skyldi grasið óska að vera étið? Djúpt í dularheimi þessarar bókar slær dapurt hjarta: Það hjarta sem dælir blóðinu. Höfundur vakir yfir viðkæmni hennar. Svo hún fari sér ekki að voða. Jafnframt verndar hann kaldranann — fyrir áleitinni við- kvæmni. Hann gætir jafnvægis: milli hlýju og kulda, ástar og haturs, lífs og dauða. Svo rnerk- ing glatist ekki. Hvorugt skal hinu lúta fyrr en yfir lýkur. Þetta er marksækin saga; stemmd að einum ósi, blóðósi þess djúps sem öllu sökkur: dauða- djúpinu í Iffsbrjóstinu; trú þessu, svo í efni sem anda, til endiloka. Stillinn er að sama skapi mark- sækinn: kaldhamraður þegar kvikan grætur, glóðhitaður þegar kvikan glottir; en umfram allt: klár og knappur; auðugur af myndum og líkingum — svo minnir á nútímaljóð. Húni er ekki af barnsaldri, þegar blóðsýnin fyrsta birtist honum. Uppfrá því er sál hans full — af blóði. Faðir hans og haustmaður eru að skera hest. Hann verður að sjá — þola að sjá, líf og dauða í blóðugu faðmlagi. Löngu síðar dregur hestur sem Húni á sjálfur föður hans fastan f ístaðinu yfir þúfur og grjót, silf- i urstrengurinn í brjósti þessa söng- og skotglaða listamanns og bónda slitnar, dauðinn sem svo lengi hefur beðið dregur til sín leifarnar af þéssum dæmalausa manni, en Húni drepur sjálfur hestinn. Látum söguna hvísla á milli lín- anna. Hvort mun hún staðfesta það sem hér er párað, ber ekki hvað eina að þeim blóðbrunni? Hverfum til þess er haustmaður- inn og faðir Húna skera hestinn: „Haustmaðurinn kastaði frá sér svæfingarjárninu, það flaug á oddinn í harða flötina og sökk í hana upp til miðs, drengurinn sá hvernig skaftið titraði yfir hrim- sindrinu nokkur andartök og kyrrðist siðan og stóð alveg kyrrt, eins og jörðin hefði svalað grimmri ástríðu þess og svæft það sjálft." „Það er eitthvað sem ekki er hægt að lýsa, hljóð kannski helst skylt þeim hljóðum sem stundum geta borist manni að eýrum um hánótt, þar sem maður liggur and- vaka i rúmi sínu og hríð úti á þekjunni — þetta hljóð fyrst, stormhviðuhljóð, og siðan rauður blossi á ská upp og út frá hálsin- um á Blesa: blóð. Veggurinn er nú rauður, einnig flötin umhverf- is, haustmaðurinn rauður til hálfs og kastar rauðum ljánum upp undir fjósvegginn en stekkur sjálfur norður yfir garðinn til eig- andans og grípur báðum hönduml um stríðþaninn kaðaltauminn sem nú skerst sjúpt í garðinn:1 hesturinn ekki lengur spakur, en fer hamförum innan á fláum gras- veggnum, þeysir blóði sinu til hægri og vinstri hálfhulinn rauð- leitri gufu.“ „Ekki loka augunum, hugsar drengurinn, en þola að sjá, hurð heimsins sem stendur nú opin upp á gátt, hann sér inn fyrir þessa hurð: hér blasir heimurinn við: það er bleikur morgunn um haust, svæfingarjárnið slíðrað í jörðinni og sefur nú sjálft, en ljárinn i visnu grasinu og drýpur rautt af egginni, oddurinn bendir upp, sá drepni nú ekki lengur standandi, en liggur þó ekki kyrr, byltir sér enn og sparkar út í loftið, haustmaðurinn aftur skrið- inn upp á vegginn, liggur þar á maganum og horfir inn fyrir, aug- un þanin og stjörf og undarlegir drættir kringum munninn, eins og bros stirnað í losta . . „Það er búið, hvíslar drengur- inn ofan í fjósþekjuna og endur- tekur þessi orð aftur og aftur, eins og sá sem hlustar vilji ekki láta sannfærast, trúi ekki að það sé búið, trúi öllu heldur hinu: að nú sé það fyrst að byrja." Sá sem að hlustar, er hann sjálf- ur. Það sem er fyrst að byrja — sjálft blóðbaðið. Blóð allrar skepnu hnígur í sál hans: hesta- blóð, músablóð. fuglablóð, kinda- blóð — mannablóð. Blóðugt faðm- lag dauðans, það bíður hans sjálfs. Faðmlag heimsins, faðmlag ástkonu hans — örlagadísar hans, bíður hans I fyllingu blóðsins. „Drengurinn sjálfur ekki leng- ur viss í sinni sök og forðar sér austur af fjósþekjunni. Búið eða ekki búið? en dyrum heimsins hefur verið lokið upp fyrir honum og hann er innan þeirra nú, ekki þar sem hann var í gærkvöldi, í litlum heimi Húna drengs, nú í öðrum stærri, þar sem grunnlit- irnir eru bleikir og rauðir, en himinninn efra blákaldur, og odd- ur svæfingarjárnsons veit niður, en oddur Ijásins bendir upp — kyrr í heimi haustmanns og eig- anda og Blesa gamla sem nú ligg- ur dauður undir veggnum." Þegar móðir hans spyr hann hvar hann hafi verið, þá svarar hans, eins og hetjur fyrr og sfðar: „Uti í skemmu að tálga spýtu mamma." Þessari góðu konu, sem ræktar garðinn sinn, tekst ekki að bjarga honum úr blóðinu. Önnur kona, Eyja Bríms, er hans dís. Blóðdís hans allt frá bernsku. Hetjur vilja breyta heiminum. Húni situr í gróandanum. „Túnið að verða algrænt og blóm undir vegg, hænsnin að róta í arfa. Ein- stakur friður á jörð.“ Hann ákveð- ur að hleypa yfir gróandann hlandforinni, sem hefur safnazt í stíflu. Til að gjörbreyta heimin- um: Saurvatnið flæðir yfir fagur- grænar brekkur og litar þær dökkar. Grösin leggjast niður undan þunga saurfossins: Þetta skítuga blóð hefur kæft gróand- ann. Einnig gleðina i brjósti Húna. Hetjuverk hans — eins og hatursverk. „Svo óskiljanlegt sem það er, svo fjarri öllu lagi: allt i einu er drengurinn byrjaður að gráta. “ Móðir hans kemur til að hugga hann, ekki skamma. Hún spyr hvers vegna hann sé að gráta. „Allt varð bara svo leiðinlegt þegar ég var búinn að breyta heiminum." Móðir hans reynir að hugga hann, tala um fyrir honum, þótt hún naumast skilji þetta táknverk. Húni vill heyra sögu ... „um einhvern sem lendir i striði og gefst aldrei upp, og stendur einn upp seinast, af þvi enginn ræður við hann ...“ en móðir hans segir að það .. . „yrði ljót saga. Guð skapaði heiminn eins og hann er, og enginn getur breytt honum nema til bölvunar fyrir land og lýð. Þar að auki eru öll stríðsmenni drepin á endan- um, sem von er. Mér finnst þau önga aðdáun verðski^da, þó aldrei nema þau berjist höfuðlaus langa-lengi eins og hann Ermin- rekur þinn sálugi.“ Húni spyr vonsvikinn: „Finnst þér þá ekki varið í neitt, mamma?" Móðir hans trú sínu hlutverki svarar: „Jú, lánsamur er sá, sem lifir í sátt við guð og menn — og sjálfan sig.“ Ekkert fær stöðvað blóðstreym- ið. Sagan streymir áfram. Hver kafli eins og viðlag — stef við dauðann: I fenjamýrinni er botn- laus pyttur — hinn botnlausi pytt- ur dauðans, fullur af blóði: „Tvö eða þrjú sumur var fenja- mýrin allur heimur hans, og í sannleika sagt: stærri heim áttu ekki aðrir menn ... Hann nálgast miðdepil mýrinnar, veður enn eitt Hugleiðingar um skáldsögu Guðmundar Daníelssonar „Bróðir minn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.