Morgunblaðið - 11.04.1976, Side 23

Morgunblaðið - 11.04.1976, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. APRIL 1976 23 blástararflóð, krækir fyrir rauða- leirsrotu. Allt i einu er hann við markið: Hann stendur á barmi pyttsins botnlausa . . . Pytturinn botnlausi, — ótal sinnum hefur drengurinn staðið hér fyrr, kall- aður hingað af dámagni staðarins, með aðra helft hjartans í greip geigsins, hina á valdi lokkandi gruns. Hvað er þetta sem við hon- um blasir? Það er auga. Eitt blá- dimmt auga með broddgula hvarma úr mosa starir upp til hans og reynir að dáleiða hann. Og ef því nú tækist það einhvern daginn — hvað þá? — þá — þá — þá kæmi enginn drengur með ærnar sunnan holtin í kvöld, og þarna lengst niðrí innyflum fenjamýrarinnar lægi lítill líkami og hreyfðist ekki framar. Er það kannski þetta sem pytturinn botn- lausi vill honum? . .. Dauðinn, dettur honum í hug, þetta er dauðinn sem horfir á mig. Hann býr hérna niðri í mýrinni og kall- ar á mig og kallar. En hann skal ekki fá mig . . . Nei, dauðinn fékk ekki Húna dreng — ekki strax .. . I tvö sumur enn vaktaði Húni drengur ær sínar á fenjamýrinni fölgrænu, og sérhvern dag gerðist ný saga, og sama sagan þó æ: Lífið og dauðinn háðu um hann leik, og lifið var dýrlegt af því dauðinn lék með. En við heyanna- lok, nálægt hausti, átti mikil breyting sér stað: Nótt eina I myrkri hafði einn reiðhestur föð- ur hans komið of nálægt pyttin- um botnlausa, hafði hratað út I pyttinn, og þar fannst hann dauð- ur að morgni . . . Betur að maður hefði fyllt upp í dýið í fyrra, eins og mér datt i hug, sagði eigandinn og tók með sér haustmanninn og þeir fylltu kviksyndið með hnaus- um sem þeir stungu upp úr mýr- inni . . . Ekki verður þú neinum að fjörtjóni framar, sagði haust- maðurinn við pyttinn um leið og verkinu lauk. Kannski mátti líta á þetta sem spakmæli, að minnsta kosti réttmæta athugasemd. En Húni drengur — hvað sagði hann? — Hann sagði ekki neitt. Nei, hann þagði. En svo undar- lega brá við, að nú þráði hann ekki lengur fenjamýrina . .. Pytturinn botnlausi var horfinn, hið djúpa dularfulla auga, geigur- inn við hjartað og hinn lokkandi grunur, dauðinn — dauðinn. Allt þetta var horfið nú, og um leið — töfrar lífsins voru horfnir um leið. Og nú leitar fenjamýrar- drengurinn þeirra á annarri slóð.“ Sú blóðslóð liggur í faðm — konunnar: Valkyrja hetjunnar, Eyja Bríms, tekur hann í faðm sinn. Þegar hún hefur komið Húna til blóðskila — löngu siðar — þá er hún sjálf flutt nauðung- arflutningi á hæli. Tíðarblóð rennur niður læri hennar: Les- andi horfir á það le'ka niður læri hennar, lævís spurning vaknar í lostanum — hvar er Húni? Áður en bókinn lýkur reynir þessi blóðsuga, sém nærist á karl- mannsblóði, að bjarga sér: Hún reynir að breyta Sigurði, bróður Húna, í hann sjálfan. En þessari rauðsokku allra tíma — tekst það ekki. Önnur kventegund er henni áhrifaríkari í sálarlífi hans: Móð- ir þeirra bræðra, konan sem rækt- ar sannlífs garðinn. Sigurður er heldur engin hetja — blóðhetja. Sigurður ritar viðauka og skýr- ingar við ýmsa kafla sögu Húna: „Gengurðu kannski enn fyrir þessari snarbrjáluðu hetju- hugsjón þinni, Húnbogi?" spyr Sigurður — Húna. „Að deyja standandi? spurði hann og hló. En gaf mér ekki tima til að ansa, og bætti við þessu: Nei. En það getur enginn þeg- ið neitt sem máli skiptir af öðrum en sjálfum sér. Líttu á, Siggi, ef ég kemst ekki af eigin ramleik þangað sem ég ætla, þá hef ég ekkert gagn af að komast þangað." I eftirmála sögunnar, segir Sig- urður m.a. „Það var athyglisvert. að í skrafi okkar hafnaði Húni drengur nú iðulega og umbúðar- laust báráttuhugsjón sinni: hvíldarlausri leitinni að ókunnu lifsgildi — stríðinu sem ekki er hægt að tapa af því að engar vinn- ingslíkur eru til. Þar með stað- festi hann munnlega þann grun minn að hann hefði svikist frá sjálfum sér og gerst liðhlaupi, eins og hugsmíðin um Ödysseif gefur í skyn — einnig ummælin sem móðir okkar hafði eftir hon- um frá nýársdeginum veturinn sem hann hvarf: Eg er hættur við að verða nokkuð sérstakt. Eg hef samið frið við mig .. . Gátan um líf og afdrif bróður míns er þar með ekki ráðin. Eitt er þó vfst: konan sýnist alla tíð hafa orðið honum örlagarík . . . Ösjálfrátt koma mér í hug dularfull orð Njálu um einn af sonum Síðu- Halls, Þiðrinda, þann er sagt er að dtsir vægju . . . Enginn hefur skil- ið dýpri merkingu þessara orða, Þórhallur spámaður ekki heldur, — vera má þau.geti jafnt átt við Húna dreng." Síðustu orð Sigurðar, bróður Húna, ogjafnframthinztu orð bók- arinnar, hljóða þannig — svo margræð er þessi bók í einstefnu sinni: „Þetta er ég að hugleiða, og jafnframt nær taki á mér önnur hugsun, andstæði þeirri ályktun að tapað stríð sé réttnefni á ævi bróður míns'. Það getur átt við eins langt og saga hans nær, varla lengra. Þegar sögu hans sleppir kemur I ljós að hann ílendist ekki i værð og hrörnun hversdagsleik- ans, heldur hverfur hann óséður og án fylgdar út úr sjóndeildar- hringnum. Þó að ekkert stríð vinnist, þá er þó alla tíð einn sigur hugsanlegur: að gefast ekki upp — að deyja standandi." Slík er innri saga bókar Guð- mundar Dariíelssonar. Bróðir minn Húni. Hið ytra er hún sveitalífssaga. Með tilheyrandi árstíðabundnum búverkum. Á yf- irborðinu er þetta hversdagssaga. í djúpinu er hún harmsaga. Mikil íþrótt hvernig höfundi tekst þetta sambýli. Honum tekst að skrá- setja heimssögu á lófastörum bletti i heiminum. íslenzku sveitaheimili. Þar sem hversdags- verk risa upp i heimssöguleg táknverk. Það er fengur að svo dýru skáldverki. Á timum útsölumark- aðar — hinnar ódýru listar. Hins ódýra ljóðs sem hefur brugðið sér í huliðsbúning áróðurs eða frá- sagnar, i örvæntingareltingarleik viðólæst fólk. Skáldsagan líkist æ meir skynfæralausu andliti, illa samin samfélags-ritgerð, sem tal- in er risa hátt — i stillausri flat- neskju. Leikritið orðið að innan- tómri umræðu, með tilheyrandi og útreiknuðum skammti af til- finningasemi og revíu-söngvurum um tilbúin vandamál á strætis- vagnaleiðum. Þegar maðurinn sjálfur er að týnast í þessari bók- menntalegu skýrslugerð — þá er fengur að slíku verki. Það er ovænt sönnun þess að þráðurinn sé ekki endanlega slit- inn. Sá þráður skáldskapar. sem liggur i gegnum lif mannsins. Allt frá sólardögum elstu sagnameist- ara. Hin örlagaþrungna list sem fléttast lífiriu. Sál mannsins i ver- aldar-sollinum. Það hefur tekið höfund áratuga íhlaup og áhlaup að fanga þetta verk. Heila mannsævi sálar hans. Það er kórónan á skáldsagna- sköpunarverki hans. Broddkórón- an sem undan blæðir. i.e.s. Rnnir þú til feróalöngunar þáer um ' það vitneski voríð eríendi sem veldur an is 30% lækkun á fargjöldum til Evrópu á tímabilinu 1. apríl til 15.maí. FLUCFÉLAC LOFTLEIDIR LSLAJVDS Félög sem sjá um föst tengsl við umheiminn m .

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.