Morgunblaðið - 11.04.1976, Síða 24

Morgunblaðið - 11.04.1976, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. APRlL 1976 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarf ulltrúí Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, simi 10100 Aðalstræti 6, simi 22480. Áskriftargjald 1000,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50,OÓ kr. eintakið. Stundum er talað af rnikilli léttúð um hið svokallaða almenningsálit og stjórnmálamenn viröast gjarnan vera þeirrar skoð- unar, að almenningsálitiö í t.d. landhelgismálinu kalli á stóraukinn stríðsrekstur af okkar hálfu, enga samn- inga og jafnvel enn róttæk- ari aðgerðir, svo sem úr- sögn úr Atlantshafsbanda- laginu, lokun varnarstöðv- arinnar o.s.frv. Það ,,al- menningsálit", af þessu tagi, sem ýmsir stjórnmála- menn virðast vera hræddir við, er í raun búið til af fámennum hópum, sem taka sér fyrir hendur að tala í nafni fjölmennra fé- lagasamtaka, en ályktanir slíkra smáhópa eru svo látnir dynja í fjölmiðlum og eiga að heita „almenn- ingsálit". Morgunblaðið skal ekk- ert fullyrða um það, hvort einhver ein stefna í meö- ferð landhelgismálsins nýt- ur meiri almannahylli en önnur. Almenningsálitið er breytilegt og ef lands- stjórnin ætti að hlaupa eft- ir öllum sveiflum í þvi væri lítil skynsemi í henni. En þeir, sem vilja kynn- ast skoðunum almennra borgara á landhelgismál- inu ættu t.d. að lesa grein- ar, sem tvær konur rituðu i Morgunblaðið fyrir nokkru og þá ekki síður grein eftir Ingólf Krist- mundsson, vélstjóra á varðskipinu Ægi, sem birt- ist í Alþýðublaðinu sl. miö- vikudag. Þessi grein vél- stjórans á Ægi, sem ásamt öðrum starfsfélögum sín- um á varðskipunum hefur staðið í eldlínu landhelgis- baráttunnar síðustu mán- uði, er eitthvert athyglis- verðasta innlegg í umræð- ur um landhelgismálið, sem fram hefur komið um langt skeið. í grein sinni segir vél- stjórinn á Ægi: „Sumir eru svo vígreifir að þeir spyrja í fullri alvöru að því er virðist, hvers vegna við reynum ekki aö skjóta á þessa skratta. Þessar hug- myndir eru skemmtilegar séu þær ekki alvarlega . meintar en þær eru ekki nema til að brosa að. Sé I fólk hins vegar að kasta' þessu fram í fullri alvöru sýnir það aðeins rangt mat á ástandinu á miðunum. Skal nú reynt að skýra þetta nánar. Eitt aðalatrið- ið er að allir geri sér ljósa grein fyrir því, hvort þeir eru leikir eða lærðir, land- krabbar eða sjómenn, að þetta stríð getum við aldrei unnið með vopnavaldi. Það hlýtur aö vera ljóst öllum þeim er fulla skynsemi hafa að slíkt stríð er fyrir- fram tapað. Ástæðan er auðvitað sú, að okkar skip eru ekki smíðuð til hernað- ar og er því vopnabúnaður þeirra í algeru lágmarki. Það er ekkert leyndarmál að í návígi við freigátur værum við tæpast búnir að troða einu skoti í okkar byssur, þegar freigátan væri búin að skjóta allt að eitt hundrað skotum í varð- skipið.“ Það er ákaflega gagnlegt að fá svo skorinorða yfir- lýsingu starfsmanns á einu varðskipanna um það, að við getum ékki vænzt þess að vinna landhelgisdeiluna við Breta með valdbeit- ingu. Eins og Morgunblað- ið hefur margsinnis bent á, leikur enginn vafi á því, að við þurfum að efla land- helgisgæzlu okkar og þá ekki sízt, þegar til lengri tíma er litið. En allt tal manna nú um skjóta efl- ingu landhelgisgæzlunnar hlýtur að miðast við trú á það, aó vió getum unnið landhelgisstríðið við Breta með valdbeitingu. En eins og vélstjórinn á Ægi rétti- lega bendir á er það höfuð- atriði, að menn geri sér grein fyrir því, aö slíkt er óhugsandi. En jafnframt bendir Ing- ólfur Kristmundsson á það, að ef til vill megi styrkja varðskipin er hann segir: „Þrátt fyrir allar þær ákeyrslur, sem v/s Baldur hefur orðið að þola er mesta furða hvað hann er. Það hefur komið fram, að skutur hans hefur oft verið látinn taka við höggum og hefur það gefizt vel. Hann hefur skilið eftir sig góð göt og beyglur. Ástæðan fyrir því hve vel skuturinn tekur við höggum er ein- faldlega sú, að þykkt og gott efni er í honum. Reyndar má ekki skilja þetta svo, að blikk sé í skut hinna varðskipanna, en ekki þyrfti að kosta miklu til að styrkja afturenda þeirra til mikilla muna.“ Loks eru í grein vélstjór- ans á Ægi athyglisverðar hugleiðingar um frétta- flutning af miðunum. Hann segir: „Mest púður finnst fréttamönnum ef keyrt er á eða trollvírar klipptir. Allt annað virðist vart fréttaefni.. . það kem- ur greinilega fram í viðtöl- um vió fólk í landi að því finnst mest púður í árekstrum og klippingum . .. mér finnst að meira mætti gera úr þeirri vinnu sem varðskipsmenn leggja á sig við að halda togurun- um frá veiðum. Manni finnst það lítils metið, þeg- ar skipin hafa jafnvel svo dögum skiptir haldið hóp togara frá veiðum. Þessi vinna virðist ekki metin til frétta, aðeins sagt: Engin átök urðu á miðum brezku togaranna í dag. Átök virð- ist því vera það, sem beðið er eftir. Fólk spyr, hvað voruð þið að gera? Engar ákeyrslur og ekkert klippt. Þá svarar maður kannski: Við héldum heilum flota frá veiðum í marga daga. Þetta virðist ekki hljóma neitt spennandi, en hlýtur þó að vera megintilgangur í starfi varðskipanna.” Þessi rólegu og íhugulu orð Ingólfs Kristmunds- sonar, vélstjóra á varðskip- inu Ægi, mættu verða bæði stjórnmálamönnum og fréttamönnum í senn um- hugsunarefni og áminning. Umhugsunarefni og áminning urbréf Laugardagur 10. apríl Vina í stað Við fráfall Ölafs Ölafssonar kristniboóa er mætur maður genginn og einn trúasti þjónn ís- lenzkrar kristni um okkar daga. Hann var borgfirzkur að ætt og sagt að hann hafi verið staddur í kirkju í heimabyggð sinni á hvíta- sunnu, þegar hann fékk köllun til fylgdar við Krist, og varð jafn- framt gagntekinn þeirri vissu, að hann ætti að verða kristniboði. Hann gekk í kristniboðsskóla í Noregi og hlaut m.a. góð meðmæli Ölafíu Jóhannsdóttur. Ölafur stundaði einnig nám við kristni- boðsskóla í Bandaríkjunum en fór loks til Kína 1921 og starfaði þar á vegum Kínasambandsins norska. Alls var hann 14 ár kristniboði í Kína. Hann kom heim ásamt norskri konu sinni 1938 og hélt síðan uppi merki kristindóms í ættlandi sínu, var m.a. einn af stofnendum Gideon-félagsins, í stjórn elliheimilisins Grundar og starfsmaður Híns íslenzka biblíu- félags. Hann sá draum sinn ræt- ast við stofnun íslenzku kristni- boðsstöðvarinnar í Konsó og fór í kynnisför þangað 1957. Það gladdi Ólaf mikið að báðir synir hans gegna kristniboðsstörfum í Eþíópíu. Sjálfur skrifaði hann bók um starf sitt í Kína, og nefn- ist hún 14 ár í Kína. En á kristni- boðsárum sinum þar skruppu þau hjón til Islands og voru heima árin 1928 og 1929. Við fráfall Ólafs Ólafssonar kristniboða er fallinn í valinn mikill mannvinur. Þeir, sem kynntust honum, gleyma ekki hjartahlýju hans, hjálpsemi og viðstöðulausri tilraun til að leiða meðbræður sína á réttan veg. En um sjálfan hann má segja, að hann hafi verið lifandi sönnun þess, að þar sem góðir menn fara, þar eru guðs vegir. Það er rétt sem segir um Ólaf i minningar- grein hér í blaðinu á þriðjudag- inn: „Kristindómurinn var hon- um sannarlegt fagnaðarerindi sem hann flutti með þeim sann- færingarkrafti sem þeim einum er gefinn sem sannfærst hefur um sannleika kristindómsins, öðlast persónulega trú á frelsarann Jesúm Krist, og leitast svo við að boða guðs orð hreint og ómengað eins og það er að finna í heilagri ritningu." Ólafur Ólafsson studdist ekki við neinar trúarlegar hækjur, Biblían var honum nóg. Gott er að minnast góðra vina, bæði innlendra og erlendra; þeirra sem skilja eftir skemmti- legar minningar og hafa auðgað líf þeirra, sem þeir hafa átt við- skipti við. Einn slfkra manna, út- lendur, er nú á förum til heima- lands síns að taka við mikils- verðu starfi, Frederick Irv- ing, sendiherra Bandaríkj- anna hér á landi. Þau hjón hafa eignast marga íslenzka vini, sem hugsa hlýtt til þeirra og þakka umfram allt, hve mik- inn þátt þau hafa átt í því að auka enn samskipti vinaþjóðanna tveggja, Islendinga og Banda- ríkjamanna. Samtal er við þau Dorothy og Frederick Irving I blaðinu í dag. Óhætt er að full- yrða að fáir erlendir sendiherrar hafa skilið jafn vei óskir tslend- inga og aðstæður hér á landi eins og Irving. Hann er einarður mað- ur og opinskár, laus við allt dipló- matískt smjaður og fals. Helzt minnir hann á Penfield, fyrrum sendiherra sem einnig var frábær fulltrúi þjóðar sinnar. Á örlagatímum eins og þeim, sem nú eru, er ómetan- legt að hafa hér sendifulltrúa á borð við Irving-hjónin frá stærsta lýðræðisriki heims; þjóð sem aldrei hefur sýnt Islend- ingum annað en vináttu. Irving- hjónin hafa ræktað þessa vináttu þann veg, að til fyrirmyndar er. Nú tekur hann við aðstoðarutan- ríkisráðherrastarfi i Washington og óskum við honum allrar far- sældar þar. Hann mun m.a. sjá um útfærslu auðlindalögsögunn- ar og er það ekki lítið traust, sem honum er sýnt með svo ábyrgðar- miklu starfi. Islendingar eiga hauk í horni þar sem Frederick Irving er og fagna því sérstaklega að eiga nú von á því að vinna með honum að sameiginlegu mark- miði, hafréttarmálum, en þau eru lykillinn að lífshagsmunum okk- ar. Ómetanleg vinátta við ísland Einn þekktasti blaðamaður New York Times Harold C. Schonberg kom til Islands fyrir heimsmeistarakeppni Fischers og Spasskys og skrifaði fréttir af mótinu fyrir blað sitt. Hann tók ástfóstri við land og þjóð og sér þess stundum stað I hinu mikla blaði hans. Það er Islendingum ómetanlegt að eignast góða vini, sem geta látið til sín taka á er- lendum vettvangi. I þorskastríð- inu hefur þessi liðsstyrkur verið Islendingum sterkur bakhjarl, eins og oft og einatt hefur komið í ljós. Sá styrkur, sem íslendingar hafa fengið frá vinum sínum I útlöndum, ætti að sýna mönnum og sanna að við eigum að rækta vini okkar og fagna því, hve marg- ir merkir útlendingar taka ást- fóstri við land og þjóð þegar þeir koma hingað og kynnast hvoru tveggja — og þá ekki sízt sögu okkar og menningu. I nýlegri grein sem Harold C. Shonberg skrifar í New York Times kemur þetta glöggt í ljós. Hann er að skrifa ritdóm um nýja bók um Island, Daughter of Fire, eftir Catharine Scherman, og hrósar hann höfundi fyrir marg- víslegar upplýsingar um sögu landsins og fortíð, þekkingu og ást á flóru og fuglalífi landsins og ýmsu öðru, en gagnrýnir hann fyrir það hve litinn áhuga hann virðist hafa á nútímaþjóðlífi á Is- landi. Athyglin beinist öll að því Islandi, sem var, eins og grein Harold C. Schonbergs i New York Times heitir. Satt er það, að margir áhuga- menn um íslenzk málefni falla fyrir sögu og menningararfleið Is- lendinga, en það er eins og nú- tímaþjóðlíf eigi lítið erindi við þá. Þannig mun vera háttað um höf- und þessarar bókar. Þannig er einnig háttað um ýmsa þá menn, sem til Islands koma, t.d. ber stundum á þvi að gestir, sem koma frá Norðurlöndum, festa sig í allskyns fordóma um nútima- þjóðlíf á Islandi, geta iafnvel ekki séð reyk frá loðnubræðslu öðru- vísi en að gagnrýna, að slík verk- smiðja skuli vera staðsett I mannabyggð, því að hún hafi í för með sér mengun. Eitt sinn höfðu sænskir rithöfundar orð á þessu, en þá svaraði einn starfsbróðir þeirra því til, að Islendingar væru ekki einungis steingervingar, heldur þyrftu þeir að lifa eins og aðrar þjóðir og þannig væri hög- um háttað í landinu, að þeir lifðu á fiski. Sænsku rithöfundunum þótti reykurinn frá loðnubræðsl- unni í Reykjavík skyggja á útsýn- ið og gáfu þeir I skyn, að þeim fyndist einna helzt, að Islending- ar ættu að lifa hér eins frum-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.