Morgunblaðið - 11.04.1976, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. APRÍL 1976
25
Jónas Guðmundsson: Hamra-
garðar.
RAS 76: Rammaverzlun Guð-
mundar Arnasonar.
JONASGUÐMUNDSSON, fyrr- ^
verandi stýrimaður og rithöf-
undur en núverandi málari
mikilla afkasta og umsvifa
heima og erlendis heldur um
þesssar mundir aðra sýningu
sina að Hamragörðum við Há-
vallagötu, en hina hélt hann i
nóvember 1974. Þessa á milli
hefur hann sýnt viða úti um
landsbyggðina svo og i Þýzka-
landi og Frakklandi með upp-
örvandi árangri fyrir mynd-
verkasmiðinn. A fyrri sýningu
Jónasar að Hamragörðum mátti
komið, en slíkt er öllum til góðs
er langt vilja ná i list sinni. Auk
þess má ekki vanmeta ágæt
áhrif sem Rudolf Weissauer
hefur haft á þróun listar Jónas-
ar, en þó sýnist mér sem hann
sé óðum að söðla yfir í persónu-
leg vinnubrögð. Myndir líkt og
„Varðbátar" (5), „Einskonar
bros“ (6), „Maður“ (7) „Nonni
og Manni“ (19), svo og „Róður“
Myndllst
eftir BRAGA
ÁSGEIRSSON
fengist við að ramma inn á sem
beztan hátt myndakost lands-
manna, hafa þrir kornungir
námsmenn á listabrautinni
kveðið sér hljóðs með litla sýn-
ingu á málmætimyndum.
Þetta fólk hefur verið í læri
hjá ágætum grafík-
listamönnum, svo sem Einari
Hákonarsyni og Rúdolf Weiss-
auer frá Munchen sem er árviss
gestur á norðurslóðum og mér
tókst að fá til að halda mánaðar-
námsk'eið i Myndlista- og hand-
íðaskóla Islands nú í haust.
Tækni sú sem hann kynnti og
kenndi er mjög vandmeðfarin
ef vel á að fara, en hins vegar
er mögulegt að hagnýta hana til
Tvær sýningar
sjá mikla framför í meðferð
lita og forma, og hin yfirborðs-
kenndu vinnubrögð voru óðum
að vikja fyrir marktækari
vinnubrögðum.
Það verður að viðurkennast,
að þegar menn ganga jafn geyst
á verki og Jónas gerir þá kemur
maður á sýningar hans með
nokkrum efasemdum um vönd-
uð og gild vinnubrögð. En svo
kemur í ljós, að einmitt þessi
skorpa sem hann hefur tekið i
meðhöndlun pentskúfsins á
undanförnum árum, hefur orð-
ið honum svo giftudrjúgur skóli
að undrun sætir. í stuttu máli
er þessi sýning hans i Hamra-
görðum sterkasta framlag hans
til myndlistarinnar fram að
þessu, og mér er nær að halda
að hann yfirskyggi sjálfan sig í
sumum myndanna.
Nú hefur Jónas gert víðreist
á undanförnum árum og vafa-
lítið skoðað mikið af söfnum og
sýningum þar sem hann hefur
(22) þykja mér allar staðfesta
álit mitt og fleiri myndir gæti
ég nefnt í sama gæðaflokki en
læt þetta nægja.
Málverkin á sýningunni
þykja mér öllu síðri vatnslita-
myndunum, og allt önnur
myndræn hugsun að baki
þeirra þótt fyrirmyndirnar séu
þær sömu, hús, bátar og fólk,
sem er i sjálfu sér langt frá því
að vera frumlegt. En það eru
vinnubrögðin og á köflum
margslungin litameðferð, létt
og lifandi, er gefa myndum
þessa listamanns gildi, og með
þessarí sýningu hefur Jónas
ótvirætt skapað sér nafn sem
framsæKinn myndlistarmaður,
sem forvitnilegt verður að
fylgjast með í framtiðinni svo
fremi sem hann Iætur ekki
staðar numið við krufningu
innri lífæða, lita og forma.
AÐ BERGSTAÐASTRÆTI 19,
þar sem Guðmundur Árnason
ræður rikjum og lengi hefur
áferðarfagurs árangurs. En
grafík er það fag innan mynd-
listar, sem einna mestar kröfur
gerir til iðkenda sinna um þol-
inmæði í lengdina og það mun
þetta unga fólk eiga eftir að
sannreyna þegar fram heldur.
En það skal fúslega viðurkennt,
að á sýningunni er margt um
laglega hluti, sem gefa vonir
um meiri afrek innan listgrein-
arinnar í framtíðinni en hér
skal ekki mefarið með neinar
spár ré getspeki. Margt má að
sjálfsögðu gagnrýna á sýning-
unni, en einnig má lofa ýmis-
legt. Persónulega er ég mótfall-
inn þvi, að skólafólk í miðju
myndlistarnámi keppist við að
koma upp sýningum en þetta er
svo kornungt fólk og geðþekkt í
viðleitni sinni, að hér má margt
afsaka, og vil ég því óska þessu
unga fólki, þeim Asgeiri Ein-
arssyni, Reinhildi Patzelt og
Skúla Ölafssyni, velfarnaðar i
framtíðinni.
Bergmál
Ólöf Jónsdóttir:
DÖGG NÆTURINNAR.
Teikningar eftir Sigfús Hall-
dórsson.
Bókamiðstöðin 1975.
Það gildir um þessa bók eins
og svo margar aðrar að hér eru
á ferðinni geðfelldar hugsanir,
sem eiga lítið erindi á prent.
Ljóð og ævintýri af þessu tagi
er áreiðanlega hollt að setja
saman og geyma vandlega
handa sjálfum sér og kannski
nánustu ættingjum og vinum,
en falleg útgáfa eins og Dögg
næturinnar nægir ekki til að
lyfta þessum textum. Það er til
of mikils mælst að biðja um
frumleik, en hann ásamt ýmsu
öðru, sem góðan skáldskap
prýðir, vantar í bókina. Bókin
er prentuð á myndapappír og i
henni eru fjölmargar teikning-
ar eftir Sigfús Halldórsson,
sumar hið laglegasta handverk.
Dæmi um ljóð Olafar Jóns-
dóttur er Dögg næturinnar:
Heidsvalur vetur,
síðasta stjarnan að hverfa.
ég vissi ekki lengur
hvers vegna ég var til.
Ég heyrdi rödd,
sem hvfstaði í eyra
svo fögur orð.
Og sfðan var ekkert, ekkert meira.
Þá hristi nóttin
döggina af vængjum sfnum
og gaf mér að drekka.
Ómar frá liðnu sumri
yljuðu hjarta mínu
og ekkert hungur
var framar til.
Balletttextinn Álfasaga og
trölla, annar hiuti bókarinnar,
Bókmennllp
eftir JÓHANN
HJÁLMARSSON
hefst á þessum orðum:
„1 litlum bóndabæ upp til
fjalla á íslandi, sem er eyja
lengst norður í höfum, býr
bóndi með konu sinni.“
Gaman væri að vita hvaða
íslenskir lesendur þyrftu á
þessum fróðleik um landið áð
halda.
Balletttextinn er nákvæm
endursögn margra sagna um
tröll, álfa og menn. Ekki er
gerð tilraun til að skoða við-
fangsefnið í nýju ljósi. Sama er
að segja um Ljóðævintýri,
þriðja og síðasta hluta bókar-
innar. Lesandinn þekkir þetta
allt úr öðrum bókum. Hér er
aðeins bergmál annars og
meira. Höfundinum auðnast
ekki að ná til lesandans.
Lesandinn leggur frá sér bók-
ina og um leið er hún gleymd.
stæðu lífi og gert var áður fyrr,
svo að þeir gætu betur varðveitt
menningararfleifð sína. Þá svar-
aði einn starfsbróðir þeirra: „Við
Islendingar erum ekki safngrip-
ir. Island er ekki fornminjasafn
Norðurlanda. Hingað koma
menn ekki til að sjá, hvernig Svi-
ar eða Danir eða aðrir Norður-
landamenn bjuggu til forna, held-
ur hvernig íslenzk nútimaþjóð lif-
ir í landi sínu.“
Þetta eiga sumir erfitt með að
skilja, en án tcngsla við samtíma-
lif á Islandi væri fortíð landsins
einungis saga, sem kæmi fáum
eða engum við. Islendingar eru
staðráðnir i því að byggja upp
gott þjóðfélag í landi sínu, varð-
veita og endurnýja menningararf-
leifð sína en takast jafnframt
ótrauðir á við allan þann vanda,
sem að steðjar i nútímaþjóðfélagi.
Þeir sem nú koma til Islands í
þeirri trú eða von, að þeir geti séð
eitthvert norrænt forngripasafn á
Islandi eiga ekki erindi sem erfiði
í þeirri för.
Margir vinir Islands hafa rétt
íslenzku þjóðinni hjálparhönd í
erfiðri viðureign þeirra við
Breta undanfarið og ber
að þakka þessa aðstoð og
þann vinarhug sem hún er vott-
ur um. Ekki alls fyrir löngu
skrifaði Róbert Conquest, brezka
skáldið og sagnfra'ðingurinn, sem
hingað kom í fyrra til að halda
fyrirlestra um hættuna, sem staf-
ar af útþenslustefnu Sovétríkj-
anna og alþjóðlegum kommún-
isma, merka grein í breska stór-
blaðið The Daily Telegraph. 1
grein þessari minnist hann á lýð-
ræðislega hefð íslenzkrar sögu,
menningu landsins og getur þess
að íslenzka þjóðin eigi heims-
menningu, sem enn lifi góðu lífi.
Þessi athyglisverða grein Roberts
Conquests er áreiðanlega mikill
stuðningur við málstað okkar í
Bretlandi, svo merkur rithöfund-
ur og menningarfrömuður, sem
hann er. Hann bendir m.a. á að
Bretar hefðu svo sannarlega ekki
sent herskip á Islandsmið, ef Is-
lendingar væru svertingjar eða
eitt þeirra þróunarlanda, sem
ýmsir — og þá ekki sízt Bretar —
búkka sig fyrir og beygja í sffellu.
En af því að Islendingar eru norr-.
æn, gömul og gróin lýðræðisþjóð,
merkur, en lítill fulltrúi vest-
rænnar menningar, hika Bretar
ekki við að senda herskip til að
vinna slíkri þjóð tjón.
Allt eru þetta harla athyglis-
verðar athugasemdir hjá Robert
Conquest og vert að halda þeim á
loft og þeim drengskap, sem
fram kemur i grein hans, sem er
eitt mesta vinarbragð við íslend-
inga, sem fram hefur komið nú í
þorskastríðinu. Þess má einnig
geta, að Robert Conquest er einn
helzti talsmaður Atlantshafs-
bandalagsins í Bretlandi og harð-
ur áhugamaður um náið samstarf
og sterka samstöðu vestrænna
þjóða.
Nýlega birtist einnig athyglis-
verð grein eftir Ivar Eskeland,
sem var forstjóri Norræna húss-
ins eins og kunnugt er. Eskeland
er mikill vinur Islands, hefur
þýtt íslenzk verk og stendur nú að
þýóingum á íslenzku ljóðaúrvali
fyrir norska Bókklúbbinn. Hann
hefur sýnt Islandi margvfslega
vináttu og víst er. að á hann er
hlustað i Noregi, þar sem hann
hafur tekið mikinn þátt í ýmsum
þeim umræðurr^sem þar hafa far-
ið fram. Ivar Eskeland átti. ásamt
Ashkenazy, einna drýgstan þátt f
því, að efnt var til listahátíðar hér
á landi og hvé vel fyrsta hátíðin
tókst. Hún varð öllum ógleyman-
leg, sem með henni fylgdust.
En Eskeland er umdeildur
maður, enda harður i horn að
taka. Og þótt hann sé mikill Is-
landsvinur lætur hann ekki á sig
fá að gagnrýna Islendinga, ef hon-
um býður svo við að horfa og
segir meiningu sina, þó að það
komi illa við okkur. Þannig átti
hann erfitt með að skilja, að
Ólafur Jóhann Sigurðsson skyldi
fá bókmenntaverðlaun Norður-
landaráðs fyrir ljóð sín og sagði
eitthvað á þá leið, að hann hlyti
þá að vera verður Nóbelsverð-
launa sem ljóðskáld, því að eitt
helzta ljóðskáld Norðmanna átti
einnig aðild að þessari „sýningu“,
og varð undir, enda þótt Eskeland
telji hann í fremstu röð ljóð-
skálda á Norðurlöndum. Þá hvein
í tálknunum, eins og menn muna,
þegar Ölafur Jóhann varð fyrir
barðinu á gagnrýni Eskelands. En
hvað sem því líður dettur okkur
ekki í hug að erfa það við Ivar
Eskeland, þótt hann hafi ekki
talið síðustu veitingu bókmennta-
verðlauna Norðurlandaráðs rétta,
enda hljóta allir að spyrja:
hvenær eru slíkar verðlaunaveit-
ingar réttar? Það er ekkert „rétt“
í sambandi við listir og bókmennt-
ir, þar er einungis um að ræða
smekk, og allar verðlunaveitingar
eiga meira skylt við skemmti-
atriði en raunverulegt eða endan-
legt listrænt mat. En Ólafur Jó-
hann Sigurðsson stendur af sér
gagnrýni Ivars Eskelands, ef því
er að skipta.
En gleymum svo smáum hlut-
um sem einni verðlaunaveitingu,
munum heldur hitt, að Ivar Eske-
land hefur tekið málstað Islend-
inga af drengskap og ákveðni og
ekki látið á sér finna neinn bilbug
f sambandi við þorskastríðið. Þar
hefur hann verið einarður tals-
maður íslenzkra sjónarmiða og
góður bandamaður okkar. Við
fögnum afstöðu hans og gleðj-
umst yfir þeirri vináttu, sem
hann hefur sýnt okkur. Nýlega
hefur hann skrifað grein í norska
blaðið Morgenbladet, þar sem
hann tekur málstað Islendinga af
festu og einurð og gagnrýnir þá
landa sína, sem af einhverjum
ástæðum hafa ráðizt að Islending-
um eða sýnt málstað Islands
litinn skilning. Slik afstaða
manna eins og Ivars Eskelands er
Islendingum mikils virði og þarf
ekki frekar um að fjalla. En
greinar þeirra Roberts Conquests
eru birtar í Morgunblaðinu í dag.
Islendingar eiga vfða hauka í
horni. Og á örlagastund geta þeir
vænzt þess að finna styrk og skiln-
ing og hlýja vináttu frá þeim vin-
um sfnum, sem ástfóstri hafa
tekið við land og þjóð, menningu
okkar og sögu. Það er full ástæða
til þess að minnast þessara manna
með þakklæti, og enda þótt hér
séu einungis tveir Islandsvinir
nefndir vegna þorskastríðsins,
hafa margir aðrir sýnt okkur vin-
áttu, sem þakka ber. Sá,er vinur,
sem í raun reynist, þau orð eiga
hér við.
ísland
sósíalistískt
land?
En vegna þess að minnst var á
Harold C. Schonberg framar í
þessu bréfi, er ekki úr vegi að
geta þess einnig, að hann segir í
kynningu sinni á tslandi og
íslenzku þjóðinni i fyrrnefndum
ritdómi, að Islendingar, af-
komendur vfkinganna, hafi allt í
einu uppúr síðari styrjöld tekið
eigin örlög f sinar hendur; bætir
þvi síðan við, að á siðustu 25 árum
hafi tsland orðið að sósialistisku
ríki, með Danmörk sem fyrir-
mynd. Þessi athugasemd er að
sjálfsögðu gerð með góðum huga.
En ýmsir eiga vafalaust eftir að
brosa að þessum orðum og telja
þau illskiljanleg eða út í hött. En
þetta sýnir einungis, að banda-
rískur blaðamaður getur ekki
skilið, að svo stéttlaust þjóðfélag
sem hið íslenzka er, geti verið
annað en sósíalistiskt. Miðað við
allar aðstæður i Bandaríkjunum
má sjálfsagt segja að íslenzkt
þjóðfélag sé sósialistískt,en miðað
við sósíalistisk þjóðfélög er okkar
kerfi áreiðanlega ekki sósial-
istiskt, þó að ýmiss konar sósial-
istisk áhrif hafi að sjálfsögðu
borizt hingað.
Þetta sýnir okkur eínungis, að
orð hafa margvislegar merkingar
og ástæðulaust að festa sig i allar
þær útlistanir, sem við heyrum
nú á dögum um stjórnarfarið,
bæði í landi okkar og ekki síður
öðrum löndum. Við erum næstum
því hætt að vita hvað sósialismi
merkir í raun og veru. Og hvað
skyldi þá kapítalismi þýða? Sá,
sem telur að Island sé
kapitalístiskt land eins og t.a.m.
Bandaríkin, veit náttúrlega
Framhald á bls. 26