Morgunblaðið - 11.04.1976, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 11.04.1976, Qupperneq 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. APRlL 1976 Kantaraborgarsögur: Ninetto Davioli (t.h.) í rúminu með vini sínum og hórunni hans. Villuráfandi Kantaraborg- arpílagrímur ÞAÐ fór sem mig grunaði, (sbr. Morgunblaðið þ. 14.3), að kvik- myndin ONE FLEW OVER THE COCKOO’S NEST sópaði til sín aðal OSCARsverðlaunun- um í ár. Bæði var hún kjörin besta mynd ársins, tékkinn Milos Forman fékk Oscar fyrir leikstjórnina, Jack Nicholson hlaut þau fyrir bestan leik karlmanns i aðalhlutverki, og öllum á óvart, hlaut hin lítt þekkta leikkona Louise Fletcher hin eftirsóttu verð- laun fyrir leik sinn í myndinni. Verðlaunaafhendingin skap- ar þáttaskil í lífi Milos Forman, þvi þetta er fyrsta mynd hans sem vekur virkilega eftirtekt, eftir að hann flúði föðurland sítt, Tékkóslóvakíu. Þá er mjög ánægjulegt til þess að vita að hinum frábæra leikara, Jack Nicholson, hiotn- aðist nú loks verðlaunin, en hann hefur margsinnis verið tilnefndur til, siðast í fyrra, fyrir myndirnar THE LAST DETAIL og CHINATOWN, og oftast verið álitinn sigurstrang legastur. Af þessu tilefni ætla ég að birta glefsur úr viðtali sem Tom Burke átti við Forman og birtist í New York TIMES þ. 28. marz síðastiiðinn. Forman hóf feril sinn sem kvikmyndaleikstjóri í Tékkóslóvakiu í byrjun síðasta áratugar. Helstu myndir hans frá þessu tímabili eru PETER AND PAVLA, LOVES OF A BLONDE og THE FIREMEN’S BALL. Allar þessar myndir fengu góða dóma en dræma að- sókn. Hvorugt féli i skaut fyrstu myndar Formans vestan hafs, en það var TAKING OFF. Loksins, þegar Forman er oróinn fjörutíu og þriggja ára að aldri hefur honum tekist að gera mynd serh hlotið hefur frá- bæra dóma, fengið metaðsókn og rakað tii sín verðlaunum. „Ennþá skipta peningarnir mig minnstu máli,“ segir Forman, „en þú trúir því náttúrlega ekki. En ég held að peningar veki einungis áhuga þar sem þeir eru fyrir, og ég hef aldrei átt neina.” Forman útilokaði þann mögu- leika að sjá einhvern mismun á hinum raunverulegu sjúkling- um í CUCKOO’S NEST, og leik- urunum. Galdurinn var fólginn í því að velja í hlutverkin úr hópi níu hundruð leikara þar sem enginn er þekktur, utan Nicholson. Leikaravalið er aðalatriói álítur Forman, og þar sem flest- ir sjúklinganna segja lítið í myndinni, þarf útlit þeirra áð vera ákveðið, svo áhorfendur muni þá sérstaklega. „Svo var það þessi þversögn,” segir Forman, „að ég þurfti að finna tuttugu náunga sem voru nógu andlega sterkir til að halda það út saman í ellefu vikur á raun- verulegu geðveikrahæli í Ore- gon, án þess að klikkast sjálfir. Góður guð, jafnvel gerð söngva og dansamyndar getur brotið ieikara niður.” Hann hafði aldrei neinar áhyggjur af Jack Nicholson, og hugleiddi aldrei neinn annan leikara i hlutverk R.P. McMurphy. „Ég var ekkert skikkaður til þess að velja stjörnu í aðalhlutverkið, en þetta er einmitt hlutverk sem krefst þekkts andlits. Persóna Jacks er einmitt í hugarheimi áhorfandans persóna úr hinum raunverulega heimi, í lokaðri veröld hælisins. Því verður hann að vera leikinn af leikara sem allir þekkja.” Forman hefur þekkt Nichol- son í mörg ár. „Og ég spyr, hver hefur annað eins svið og Nich- olson af starfandi ieikurum? Hver annar er ekki að sækjast eftir því að leika glans-hetjur? Hver þorir enn að taka slíka áhættu? Hver sækist eftir hlut- verkum sem eru gjörólík öllum fyrri? Reyndar var mér ómótt þegar ég fylgdist með Jack í CHINATOWN. Ég hafði þá þegar ákveðið hann í CUCKOO, og þessi karakter sem hann lék í mynd Polanski, var svj gagn- stæður hinum. Ég varð að hafa hið víða svið hans í huga.” „Það er aðeins tilviljun örlaganna sem ræður því hvort sumt fólk verður leikarar, eða segjum læknar. Tökum dr. Spivey sem dæmi. Hann er raunverulega yfir- læknir Oregon hælisins. Ég sá að hann mundi ieika sjálfan sig stórkostlega, og bað hann um að gera það. Taka á móti Nicholson, skoða hann og um- gangast eins og hvern annan sjúkling. Ég bað Jack um að vera með honum í reynslu- myndatöku, Jack sagði „alveg sjálfsagt”, og trúðu mér það hefðu fáar „súperstjörnur” sam þykkt. Þetta atriði þurfti ekki að taka oftar. Spivey þarfnaðist engrar leikstjórnar.” Því valdi hann Louise Fletcher? „Af eðlishvöt og vegna sérkennilegs persónu- leika hennar. Fáir vita það, en Louise kom hingað til Hollywood fyrir mörgum árum, og var bæði of há og flatbrjósta. Hún gat jafnvel ekki orðið sér úti um umboðsmann. Hún fékk smáhiutverk í sjónvarpi. Síöan flottist hún til London með manni sínum og átti börn og buru. Hún lék ekkert í átta ár. Þá Iék hun í mynd Altmans THIEVES LIKE US, og um leiÓ og ég sá hana vissi ég að hún átti að fara með hlutverk Ratched." Og Forman fékk það út úr Fletcher sem hann ætlaði sér, en svo verður ekki sagt um kvikmyndatökumanninn kunna, Haskell Wexler, sem hann rak þegar kvikmyndatak- an var rétt hálfnuð. Ástæðan fyrir því var sú að þeim kom ekki saman um hversu mikið hlutverk kvikmyndatökunnar átti að vera. Um næsta viðfangsefni sitt, kvikmyndagerð söngleiksins HAIR, segir Forman: „Allt sem ég veit er að enn höfum við ekkert handrit vegna myndar- innar, enga hlutverkaskipan og enga frumsamda tónlist. Og að myndin verður að vera gerð i anda þessa tímabils, krakkarnir verða að hugsa og haga sér eins og tíðkaðist á sjöunda áratugnum." Laun Formans margfaldast sjálfsagt í framtíðinni vegna Oscarsverðlaunanna. „1 sann- leika sagt vissi ég ekki fyrr en ég kom hingað, að í Ameríku miðast allt við peninga. Að sjáifsögðu bætir Oscarinn laun sigurvegarans sem er áhrifa- mikið mál, því peningar jafn- gilda valdi og frelsi. En gera peningarnir mig að hóru? Takió eftir. Ég var svo lán- samur að fyrstu myndir mín- ar hlutu viðurkenningu en litla aðsókn og enga pen- inga, svo ég veit það ekki enn. Sem kvikmyndagerðar- maður frá Mið-Evrópu, þá er Oscarinn fyrir mig eins og að vinna á Wimbledon. Ég tek aftur fram að peningar skipta þá aðeins máli að maður eigi þá fyrir. Hvað það þýðir, held ég, að lokum .aö sé kómedía." SV ZARDOS if * * NVJA BÍO Kvikmyndin ZARDOZ hefur sína sérstöku töfra. Boorman hefur skapað framandi veröld á Framhald á bls. 35 ir Kantaraborgarsögur (1 Racconti di Cantebury) Leikstjóri: Pier Paolo Pasolini. ltölsk-frönsk, gerð 1971. Kantaraborgarsögur eru mynd no. 2 í trílógíu Pasolinis um lífið. Fyrsta myndin var Decameron, sem hér hefur verið sýnd og þriðja myndin er Arabískar nætur (upp úr Þúsund og einni nótt), gerð 1974, ósýnd hér. Ástæðan fyrir þessu efnisvali Pasolinis er nokkuð óljós — í öllum myndunum reynir hann að láta upphaflega frásögn haida sér óbreytta og lýsir því yfir, að það sé í rauninni mark- miðið með gerð myndanna, að endurvekja hinn ómengaða frásagnarstíl miðalda. Eins og segir í lok þessarar myndar, voru Kantaraborgarsögur aðeins sagðar til þess að skemmta sér við að segja þær. Pasolini segist hafa valið þennan frásagnarmáta til þess að losna út úr þeirri blindgötu sem honum finnst pólitísk nútímakvikmyndagerð sitja föst í. En hvað hyggst Pasolini græða á þessu formi? Það er allvandséð eftir að hafa horft á Kantaraborgarsögurnar (8 af 24). Heildaráhrifin eru allfrísk- leg, en ef til vill einvörðungu vegna þess, að í myndinni eru stormasamari viðrekstrar og meira hlandi er dreift yfir þátt- takendur en í öðrum myndum. Þetta er hið „ómengaða, hráa frásagnarform", sem Pasolini virðist vera að sækjast eftir. Því satt best að segja er myndin að mínu viti illa gerð. Kvik- myndatakan er flöt og líflaus — leikur er næsta marklaus, þar sem allir leikararnir hafa fengið aðrar raddir (myndin er dubbuð á ensku) auk þess sem klippingar í myndinni eru oft ónákvæmar, en það getur þó verið tökunni að kenna. Það væri gaman að vita á hvaða forsendu myndinni var dæmdur gullbjörninn I Berljn 1972. (Árið áður hafði Decamerone hlotið silfurbjörn- inn á sama staðý Það gæti verið vegna þess, að úrvalið þetta ár í Berlín hafi verið með minnsta móti, þar sem „Hospital” og „La vieille fille” (sýnd hér á frönsku kvikmyndavikunni 1974) skiptu með sér silfur- birninum, og hvorugar geta þær nú talist til stórverka. Trilógía Pasolinis fjallar um trú, kynlíf og leyndardóma lífs- ins, og skiptast þessi atriði nokkuð skýrt milli mynda, trúin sem aðalstef í Decamerone, kynlífið er megin- uppistaðan í Kantaraborgarsög- unum og í Arabískum Nóttum fæst Pasolini við leyndar- dómana. Er síðasta myndin sögð sú besta, og ef til vill þarf að skoða þær í nokkru samhengi til aó öðlast næga yfirsýn, til að geta dæmt þær i heild. En sem stök mynd eru Kantaraborgarsögurnar lítils virði. Upptökur á myndinni voru að miklu leyti gerðar í Englandi, m.a. i litlu þorpi í Essex Coggeshall. Gekk þar á ýmsu, því allt starfslið myndar- innar var ítalskt, auk helstu leikaranna, og talaði enginn ensku. Hins vegar þurfti á mörgum statistum að halda og voru allmargir íbúar kallaðir til starfa. En þeim gekk hálfilla að muna, hvað þessi leikstjóri hét, Pistolini? Pasteloni? Gerði hann ekki mynd, sem var kölluð „La Dolce Vita“? Eða gerði hann myndina „The Blow-up“ og heitir hann ekki Pinolini? Menn veltu þessu fyrir sér meðan þeir biðu eftir að hægt yrði að taka næsta atriði, og það gafst nægur timi til þessara vangaveltna í atriðinu á kránni, þegar náunginn pissaði yfir liðið fyrir neðan. Því allir urðu að bíða meðan leikarinn drakk nægi- lega mikinn bjór til að verða mál aftur og í einni slíkri pásu fundu statistarnir loks nafnið á leikstjóranum, „Pissolini”. SSP. JACK NICHOLSON ONEFUWOVER 1NE CIICKCOiSNEST & 'Jántasy'J'tlm pmtnn ' A MILOS FORMAS flLM JM-K MHOlSOHm'tin nEVOVF.lt THE (ÍXKDO'S MST' SmmaWOlSLFlhKHíR mJ WÍUAM REDFÍíW .Wiyíiv UVRl.fiC£ HAUBÍSmlBOGŒDMAN Bamihmllmmvfl lyKEN KESFY' Oammoj PUffofhyHASKi.il VIMÍR 'Mnk'JMX MTZS<.HL PwJtkJhySAOLmHTZ U MlOIAl.L DOtXLAS ■ Oir«My MHDS fORMAN _______-__ Ibiu 1 1 íyrnciMAL VMÍÍDnACK 1MIA»«u»Tw no.TAtv HM»;i »«o Sn»l Bratíd ArtWtS JS ' S.i*/*/!•••?' ''Í' ■ ■ f 4® > ONE FLEW OVER THE CUCKOO’S NEST er fyrsta myndin I sögunni, sem hlýtur öll aðal-OSCARS- verðlaunin fjögur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.