Morgunblaðið - 11.04.1976, Síða 48
Al'(iI,YSINí;ASIMINN KR:
22480
ítlargunblníiiö
SUNNUDAGUR 11. APRlL 1976
Óvíst um
greiðslur
af saltfiski
Morgunblaðið hafði samband við
Davfð Olafsson seðlabankast jóra í
gær og spurði hann hvort búið
væri að ákveða greiðslur í verð-
jöfnunarsjóð af nýgerðum salt-
fisksamningi.
Davíð sagði, að enn hefði ekki
verið tekin ákvörðun um það. Enn
væri ekki séð hvort verð það sem
fengist fyrir saltfiskinn stæði
undir greiðslum i verðjöfnunar-
sjóð, en hins vegar lægi það skýrt
fyrir að ekki yrði greitt úr sjóðn-
um til saltfiskframleiðenda. Að
sögn Davíðs miðast greiðslur úr
og í sjóðinn við visst viðmiðunar-
verð. Ef verðið færi yfir það væri
greitt í sjóðinn, en ef afurða-
verðið væri undir því, væri greitt
úr sjóðnum.
Hafís tefur
för Olwen
200 manns vilja 60
íbúðir hjá Einhamri
BYGGINGARFELAGIÐ Einhamar s.f. mun hefja byggingu á þrem
fbúðarblokkum f Hólahverfi f Breiðholti f næsta mánuði. Búist er við
að blokkirnar verði með álfka mörgum íbúðum og þær sem fyrirtækið
byggði við Austurberg á s.l. ári en þær eru 61. Einhamri hefur ávallt
tekist að byggja mjög ódýrt og afhent tilbúnar fbúðir 30% undir
byggingarvfsitölu. Til marks um vinsældir fbúða félagsins má geta
þess, að um mánaðamótin febrúar-marz voru um 200 manns á biðlista
sem umsækjendur eftir fbúðum hjá fyrirtækinu.
Gissur Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri Einhamars, sagði í
samtali við Morgunblaðið, að
þeim Einhamarsmönnum fyndist
undarlegt að opinber fyrirtæki
eins og framkvæmdanefnd
Verkamannabústaða gæti ekki
byggt jafn ódýrar íbúðir og Ein-
hamar, þar sem opinber fyrirtæki
hefðu mikið fjármagn úr hinum
ýmsu sjóðum, byggðu yfirleitt
margar íbúðir í einu, þannig að
hægt væri að fá mjög hagstæð
tilboð og um miklar endur-
tekningar væri að ræða i smiðun-
um.
Gai Gissur þess að í byrjun maí
yrði flutt inn í fyrstu verka-
mannaíbúðirnar í Breiðholti 2, en
byrjað hefði verið á sáma tíma á
húsum Einhamars við Austur-
berg, og fyrsta fólkið hefði flutt
þar inn í maí í fyrra, þ.e. ári á
undan.
Gissur sagði að verð á 4 herb.
ibúðum í Verkamannabústöðun-
um væri að sögn um 7 milljónir
króna, en Einhamar hefði afhent
hliðstæðar íbúðir í fyrra á
tæplega 4,4 millj. króna og væri
verðmismunurinn því yfir 65%.
Framhald á bls. 26
Ljósm.vnd ÓI.K.M.
BREZKA BIRGÐASKIPIÐ
Olwen átti í miklum erfiðleikum
með að komast að fsröndinni
norður af landinu eftir hádegi f
gær og var þá óvfst hvort skipið
kæmist það nálægt henni, að
þyrla frá skipinu gæti sótt norska
sjómanninn, sem er mikið slasað-
ur um borð f selveiðiskipinu
Harmöy, áður en dimmdi. Skip-
herra Olwens sagðist ætla að
reyna komast nær fsnum og þvrl-
an yrði send á loft við fyrsta tæki-
færi.
Herkules vél frá Varnarliðinu á
Keflavíkurflugvelli fór um hádeg-
isbilið í gær í átt að Hamröy.
Fór vélin með lyf handa hinum
slasaða og átti að henda þeim nið-
ur á isinn.
Hannes Hafstein framkvæmda-
stjóri Slysavarnarfélagsins sagði,
að ákveðið væri að Olwen héldu
með sjúklingin í átt að Jan Mayen
og myndi þyrlan fljúga með
manninn þangað um leið og skip-
ið væri komið það nálægt eynni,
að þyrlan hefði flugþol þangað.
Björgunarflugvél frá Noregi var
send til Jan Mayen í gær og á að
bíða eftir að komið verði með
þann slasaða þangað.
Kilóið af þorsk-
hrognum á 200 kr.
MIKILL skortur virðist nú vera á
sykursöltuðum þorskhrognum á
heimsmarkaði og bjóða sænskir
kaupendur og umboðsmenn
þeirra hér á Islandi allt að 200
krónur fyrir kílóið upp úr bát.
Verð það sem Verðlagsráð sjávar-
útvegsins gaf út er hins vegar um
85 krónur fyrir kflóið. Af þessum
sökum eiga íslenzkar niðursuðu
verksmiðjur f miklum erfiðleik-
um með að kaupa hrogn, þar sem
hráefnisverðið er þeim ofviða.
Þorsteinn Jónsson hjá Kiskiðj-
unn Artie á Akranes; sagðí í sam-
tali við Morgunblaðið í gær, að
undanfarið hel'ðu þeir verið að
sjóða niður þorskhrogn, sem
væntanlega færu á Englands-
markað. Þeir væru nú búnir að
sjóða niður 40—50 tonn eða 12
þúsund kassa, en í hverjum kassa
eru 24 dósir. — Þetta gengur samt
I landsliðsflokki eru 12
keppendur, þar af allir þeir sem
voru í fjórum efstu sætunum í
fyrra, með sjálfan Islandsmeist-
arann Björn Þorsteinsson í farar-
broddi, en síðan þá Júlíus
Friðjón«son, Margeir Pétursson
og Hauk Angantýs'-on Attk þeirra
keppa Helgi Ölafsson, Ingvar
ekki nógu vel, þvi hráefnisskort-
ur hrjáir okkur. Fyrst og fremst
stafar hann af litlum afla bátanna
og síðan af háu verði fyrir hrogn-
in, sem erlendir kaupendur bjóða,
en þeir bjóða um 200 krónur fyrir
kílóið af hrognunum.
Að sögn Þorsteins hefur fengist
gott verð fyrir niðursoðin hrogn í
Engiandi til þessa, en um áramót
hækkuðu innflutningstollar þar
og verður sífellt erfiðara að mæta-
tollahækkuninni. Þá sagði hann,
að undanfarin ár hefðu þeir soðið
niður allmikið magn af kavíar,
sem selt hefði verið til V-
Þýzkalands og Frakklands, en nú
væru innflutningstollar þar
komnir yrir 30%, þanníg að ekki
þýddi að eiga við útflutning þang-
að lengur. Þessi háu tollar myndu
ekki breytast fyrr en bókun sex
tæki gildi. Að vísu ságði hann að
verið gæti að A-Þjóðverjar keyptu
Asmundsson, Bragi Halldórsson,
Þórir Ölafsson, Jónas P. Erlings-
son, Asgeir Þór Árnason og skák-
meistari Akureyrar, Gylfi
Þórhallsson.
Einnig keppa 12 inenn i
áskorendaflokki, en sá flokkur er
nýmæli á skákþinginu og eru þar
Framhald á bls. 26
eitthvað magn af kaviar af Islend-
-ingum á næstunni, en ekki væri
búið að semja um magn eða verð.
Bíómyndin
sem hvarf
LÖGREGLAN fær stundum
einkennilegar óskir og ein slfk
barst í fyrrakvöld, þegar hún
var beðin að svipast eftir bíó-
mynd.
Flutningabifreið var að
koma frá Sauðárkróki á
föstudagskvöld, og þegar hún
var komin í grennd við Laxá í
Kjós vildi það til að ýmiss
konar dót á palli bifreiðarinn-
ar fauk af í rokinu. Þar á
meðal var kvikmynd, sem
hafði verið til sýninga i
Sauðárkróksbíói. Ökumaður-
inn varð þess hins vegar ekki
var fyrr en til Reykjavíkur
kom, og gerði hann þá lögregl-
unni aðvart.
Um svipað leyti kom hins
vegar ökumaður sendiferðabif-
reiðar á lögreglustöðina og
hafði hann bíómyndina góðu
meðferðis. Maðurinn hafði
verið í bil sínum næst á eftir
flutningabílnum og orðið þess
var þegar eitthvað fauk af
henni. Náði hann biómyndinni
og kom henni til skila hjá lög-
reglunni.
Ekki tókst okkar að hafa upp
á því hvaða mynd var þarna
um að ræða, en stórmynd mun
það hafa verið og þar af
leiðandi verulegir fjármunir í
henni fólgnir.
r
A annað hundrað þátt-
takendur á skákþingi
A anr.að hundrað manns munu taka þátt í Skákþingi Islands, sem
nýlega er hafið. Þriðja umferðin var tefld í gær í landsliðsflokki og
áskorendaflokki, en keppni hófst I fyrradag I meistaraflokki og opnum
flokki. Þá hófst einnig keppni f kvennaflokki f gær og einnig innritun
keppenda i unglingaflokki, þar sem búist er við mikilli þátttöku.