Morgunblaðið - 29.04.1976, Side 7

Morgunblaðið - 29.04.1976, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 29. APRIL 1976 7 Portúgal Fyrstu lýSræðislegu þjóðþingskosningar i Portúgal i 50 ár fóru fram sl. sunnudag. Ljóst er nú að jafnaðarmenn. flokkur Mario Soares. er óum- deildur sigurvegari kosn- inganna. enda þótt flokk- ur hans hafi tapað nokkru fylgi frá stjórnarskrár- kosningunum á sl. ári. Hann hlaut tæplega 35% atkvæða. sem þó nægir ekki til flokkslegs þing- meirihluta. en Soares hafði lýst því mjög ein- dregið yfir að hann myndi aldrei ganga til stjórnar- samstarfs við aðra flokka. hvorki kommúnista né þá tvo mið/hægri flokka. sem einkum koma við sögu í samtíma portú- gölskum stjómmálum. Þeir flokkar. sem taldir eru til mið/hægri flokka, og kenna sig við lýðræði. fengu 24.03% (PPD) og 15.91%, eða samtals um 40% atkvæða. og um 111 þingmenn (jafnaðarmenn 106). CDS, svokallaðir miðdemókratar, juku fylgi sitt mest, meir en tvöföld- uðu það frá kosningunum á fyrra ári. Kommúnistar, sem eftir byltinguna I Portúgal stefndu Ijóst og leynt að valdaráni. og héldu sig eiga meirihlutahljóm- grunn meðal almennings i Portúgal. hlutu aðeins tæplega 15% atkvæða (á móti 35% fylgi jafnaðar- manna og 40% fylgi mið/hægri flokkanna tveggja). Þar með er sú staðreynd enn áréttuð, sem skýrt kom I Ijós I stjórnlagakosningunum i fyrra. að þeir eiga siður en svo neitt afgerandi fylgi meðal almennings i land- inu. Hvað gerist eftir kosningar? Það er eilítið broslegt að lesa leiðara Þjóðviljans I gær um þessi kosninga úrslit. Þrátt fyrir það, að flokkur Soares sé ótvírætt lýðræðisjafnaðarmanna- flokkur, og hafi lýst yfir, að hann vilji ekki stjómar- samvinnu við kommún- ista, sameinar Þjóðviljinn atkvæði þessara flokka tveggja, jafna ðarmanna og kommúnista, í meiri- hlutasigur róttækra vinstri stefnu. Hins vegar er Iftið rætt um sérfylgi kommúnista, sem reynd- ist í hrópandi mótsögn við fréttir Þjóðviljans frá þvi skömmu eftir byltinguna í Portúgal. En hvað gerist nú i Portúgöslkum stjórn- málum? Um það er erfitt að spá. Líklegasti kostur- inn er e.t.v. minnihluta- stjóm jafnaðarmanna og þá hugsanlega með hlut- leysi kommúnista. Eftir kosningaúrslitin er það eina áhrifavon kommúnista, sem nú eiga naumast kost á kröfugerð um stjómaraðild. Kenning Þjóðviljans um stjórnar- samvinnu þessara flokka (sjá leiðara Þjv. i gær) er sennilega fremur ósk- «n rökhyggja, þó ekki sé rétt á þessu stigi að útiloka neinn valkost með öllu. Sá kostur, sem yrði sennilega far- sælastur, eins og mál standa nú, fyrir framtíðar- þróun i lýðræðisátt í Portúgal, er samvinna flokks Soares við annan eða báða þá lýðræðis- flokka, sem sýnilega eiga traustar rætur i almanna- fylgi, CDS og PPD. Slik stjóm yrði og líklegri til að ráða við umfangs- mikinn efnahagsvanda er að steðjar en minnihluta- stjóm Öfgaöfl enn til staðar Kosningarnar í Portúgal hafa afhjúpað þá stað reynd að almenningur þar i landi vill sízt af öllu for- ystu kommúnista i mál- efnum sínum Þeirri stað- reynd breytir ekki barna- leg túlkun Þjóðviljans á niðurstöðum kosning- anna. Hins vegar er Ijóst að þar i landi eru til staðar vel skipulögð öfgaöfl, bæði yzt til vinstri og hægri, sem engan veginn er rétt að vanmeta, þótt ekki eigi rætur í hugum almennings. Hættan á ör- þrifaaðgerðum þessara öfgaafla er engan veginn horfin. Af þessum sökum veltur á miklu að takist að koma á samvinnu allra þeirra afla i Portúgal, sem tryggja vilja lýðræðislega þróun i landinu; samstarf á breiðum og traustum grundvelli, sem þann veg heldur á málum, að friður verði um nauðsynlegar framfarir í landinu. — Vonandi ber þessi lang- þreytta þjóð gæfu til að búa sér bjarta framtíð, pólitískt frelsi og efna- hagslegar framfarir. L VANTAR ÞIG VINNU (nj VANTAR ÞIG FÓLK £ ÞÍ’ AUGLÝSIR L'M ALLT LAND ÞEGAR ÞLI AUG- LÝSIR í MORGUNBLAÐINU Sir Carol Reed látinn Brezki kvikmyndaleikstjórinn Carol Reed lézl í fyrradag, 70 ára aó aldri. Ásamt David Lean var Sir Carol sá leikstjóri sem setti mestan svip á brezkan kvik- myndaiónað, er hann stóð með hvað mestum blóma á fimmta áratugnum. Fyrir framlag sitt til brezkrar kvikmyndagerðar var hann aðlaður árið 1952 en á slðari árum gerði hann fremur fáar myndir, sem fæstar náðu veru- legri hylli eða þar til hann gerði Oliver; sem hann hlaut Óskars- verðlaun fyrir. Kvikmyndir Sir Carols voru yf- irleitt lágstemmdar, húmanískar og einlægar, og persónulegustu myndir hans einkennast oft af því að lýsa utangarðsmanninum — svo sem i Odd Man Out The Third Man, sem íslenzka sjónvarpið sýndi nýlega og er hans kunnasta mynd, svo og i The Outcast og The Island og Our Man Umferðarslys UMFERÐARSLYS varð á gatna- mótum Holtsvegar og Skipasunds í fyrrakvöld á tiunda tímanum. Skullu þar saman bifreið og piltur á vélhjóli. Pilturinn var fluttur í slysadeild Borgarspítal- ans, en þegar Mbl. fór i prentun var ekki vitað um meiðsli manns- ins eða hversu alvarleg þau væru. in Havana, en allar þessar myndir eru gerðar á tímabilinu frá 1947—59. Aður hafði þó Sir Carol vakið á sér verulega athygli með tveimur stríðsmyndum — The Way Ahead og The True Glory. Rafkerti Bosch rafkerfi í bílinn, í bátin. . . BOSCH Viðgerða- og varahiuta þjónusta BRÆÐURNIR ORMSSON % LÁGMÚLA 9 SÍMI 38820 ífeii S/OASTA ----UTSÝNARKVÖLDto þar til f haust vSumarhátí títsýnar” FRANSKT KVÖLD Súlnasal, Hótel Sögu, sunnudag 2. maí n.k. ★ Kl. 19.00 Húsiðopnað h Kl. 19.30 Veizlan hefst MENU Matseðill Gigue de veau roti poivrade Heilsteikt kálfalæri með piparsósu Profiteroles au cocolat Franskar súkkulaðibollur Duc de Damien (1 gl. fyrir manninn) ★ Franski matreiðslusnillingurinn FRANCOIS FONS stjórnar matseldinni. Matarverð aðeins Kr. 2200.— ★ FJÖLBREYTT SKEMMTIATRIÐI ★ FEGUROARSAMKEPPNI „UNGFRÚ ÚTSÝN" VALIN OG KRÝND if Ferðabingó: Spilað verður um 3 sólarferðir með Útsýn til Spánar og ítallu if Dans. Hin vinsæla hljómsveit Ragnars Bjarnasonar leikur FagniO sumri með Útsýn og munið að panta borð snemma hjá yfirþjóni. Hjá Útsýn komast jafnan færri að en vilja Útsýnarkvöld eru skemmtanir i sérflokki. þar sem fjörið oq stemmninqin bregzt ekki FEROASKRIFSTOFAN ÚTSÝN ATH. Gestir sem koma fyrir kl. 20.00 fá ókeypis happ- drættismiða og vinningur- inn er ókeypis Útsýnarferð til Spánar eða Ítalíu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.