Morgunblaðið - 29.04.1976, Side 14

Morgunblaðið - 29.04.1976, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1976 Hreyfing á málum innan EBE: Rangt að stöðva viðleitnina við dyr hugsanlegs árangurs — Þjóðverjar hafa í engu tilfelli brotið gegn samkomulaginu við þá FJÖRUGAR og athyglisverðar umræður urðu utan dagskrár f efri deild Alþingis f gær, f tilefni heimildarákvæðis um frestun á veiðiheimildum V-Þjóðverja, þar eð fimm mánuðir eru nú liðnir án þess að bókun sex um tollafrfðindi fslenzkra sjávarafurða hafi komið til framkvæmda. 1 þessum umræðum gerðist fyrst og fremst tvennt óvænt: 1) að þingmaður Alþýðuflokks, Bragi Sigurjónsson, sem tók afstöðu gegn v-þýzku samningnunum á sfnum tfma, sagði reynsluna hafa sannfært sig um, að rétt hafi verið að gera þá samninga. 2) að þingmaður Sjálfstæðisflokks, Albert Guðmundsson, lýsti vonbrigðum og undrun yfir þvf, að ekki skuli „nýtt það vopn“ sem frestun á veíðiheimildum Þjóðverja væri nú, er fimm mánuðir væru liðnir án þess að bókun sex hjá EBE hefði komið til framkvæmda. — Undrun og vonbrigði Al- berts. Albert Guðmundsson (S) sagð- ist hafa fylgt samningunum við V-Þjóðverja á sínum tíma, ekki sízt vegna ákvæða um bókun sex. Hann sagðist og fylgjandi samn- ingum við Breta — innan vissra marka. Hins vegar hefði það vald- ið sér vonbrigðum og undrun, er forsætisráðherra hefði lýst því yf- ir, að frestun veiðiheimilda kæmi nú ekki til framkvæmda. Við ætt- um að nýta það vopn, sem í þess- ari frestun fælist. Það vantaði eitthvað inn í myndina, um mála- fylgju af okkar hálfu, ef ástæða þætti til þess nú, eftir 5 mánaða tímabilið, að biðja sérstaklega um skýrslu frá V-Þjóðverjum um sem. þingmaðurinn vildi helzt forðast. Rétt var að semja við V- Þjóðverja. Bragi Sigurjónsson (A) sagðist á sínum tíma hafa verið í vafa um réttmæti samninga við V- Þjóðverja. Hann hefði snúizt gegn þeim i þeirri trú að okkur myndi takast að verja landhelgi okkar að gagni bæði gegn V-Þjóðverjum og Bretum. Reynslan hefði fært sér heim sanninn um, að þetta mat hefði verið rangt. Það er þvi mitt mat nú, þrátt fyrir vankanta á v-þýzka samningnum, að rétt hafi verið að gera hann á sinni tíð. Og ef við eigum þess kost að semja við Breta með viðunandi hætti, þá Frestun margyfirlýst lof- orð. Ragnar Arnalds, formaður Al- þýðubandalagsins, kvaddi sér hljóðs utan dagskrár í efri deild Alþingis í gær, í tilefni þess að nú eru fimm mánuðir liðnir síðan gerður var heimildarsamningur um takmarkaðar veiðar V- Þjóðverja innan Islenzkrar fisk- veiðilandhelgi, án þess að gengin sé I gildi margrædd bókun 6 um afnám tolla á Islenzkar sjávaraf- urðir á EBE-mörkuðum. Utanrik- isráðherra hefði þrívegis stað- hæft I umræðum á sinni tíð, að heimildarákvæði um frestun samningsins, eða á veiðiheimild- um V-Þjóðverja, yrði nýtt, ef þessi bókun kæmi ekki til fram- kvæmda innan 5 mánaða, sem nú væru út runnir. 1 stað þess að nýta þetta vopn hefði forsætisráð- herra lýst því yfir I sjónvarpi I gærkveldi, að þessi heimild yrði ekki tafarlaust nýtt, heldur dokað enn við I nokkrar vikur, til að sjá, hvað kæmi út úr þeirri hreyfingu sem á málum væri innan EBE. Ragnar krafðist svara við nokkrum spurningum, efnislega á þessa leið: 1) hve lengi ætlar rík- isstjórnin að doka við með að fresta veiðiheimildum V- Þjóðverja? 2) hve mikið fiskmagn hafa V-Þjóðverjar tekið á íslands- miðum á samningstímabilinu og hvern veg hefur eftirliti með veiðum þeirra verið hagað? 3) hafa V-Þjóðverjar ekki haft næg- an tíma til að greina íslenzku rík- isstjórninni frá því hvernig mála- leitan þeirra innan EBE varðandi bókun 6 hefur gengið? Þá spurð- ist hann einnig fyrir um hvernig færi um stórt hólf á Halamiðum, sem ætti að opna Þjóðverjum sem íslendingum 1. júní nk., en það væri mjög mikilvægt togveiðum Vestfirðinga og Norðlendinga? Hreyfing á málum í EBE sem réttlætir bið. Forsætisráðherra, Geir Hall- grímsson, svaraði því til, að Þjóð- verjar hefðu að sínu mati haft nægan tíma til að gera okkur grein fyrir viðleitni sirini varð- andi bókun 6 innan EBE. A hitt væri að líta að sýnileg hreyfing væri á þessum málun innan EBE nú, sem ríkisstjórnin hefði metið á þá leið, að rétt væri að doka ögn við með ákvörðun um frestun á veiðiheimildum V-Þjóðverja, enda skipti sá stutti tími ekki öllu máli I þessu efni, heldur sá árang- ur sem að væri stefnt. Hins vegar hefur ríkisstjórnin farið fram á skýrslu v-þýzku ríkisstjórnarinn- ar um stöðu þessa máls, og verði hún höfð til hliðsjónar við endan- lega ákvörðun ríkisstjórnarinnar. 1 samningum við V-Þjóðverja væru skýr ákvæði um daglega til- kynningaskyldu fiskiskipa þeirra á íslandsmiðum og um eftirlit með veiðum þeirra. Þessu eftirliti hefði verið sinnt, þó rétt væri að viðurkenna, að sökum anna gæzluskipa okkar (átökin við Breta), hefðu þau ekki sinnt eft- irliti um borð I v-þýzkum veiði- skipum. Rétt væri þó að vekja athygli á því, að V-Þjóðverjar hefðu ekki I neinu tilfelli gerst brotlegir við Islenzkar veiðireglur á þessum tíma og I einu tilfelli, þegar grunur hefði á slíku legið, hefði landhelgisgæzlan gengið úr skugga um, að hann hefði verið á misskilningi byggður. Tiltækar væru skýrslur um veiðimagn Þjóðverja frá 1. des- emb. sl. og til marz loka sl. Afla- magn þeirra samtals á þessum tfma hefði numið 18.972 tonnum, þar af karfi 11.055 tonn, ufsi 4.088 tonn, þorskur 1.345 tonn, ýsa 454 tonn og minna af öðrum fiskteg- undum. Forsætisráðherra lagði áherzlu á að engum rétti væri afsalað með stuttum drætti, þvert á móti væri drátturinn aðferð^ til að þrýsta á þá viðleitní, sení nú væri sýnd til að vinna okkur I hag innan EBE, og rangt væri að stöðva á þrösk- uldi hugsanlegs árangurs. Fór sem fór og flestír vissu. Stefán Jónsson (K) vó hart og títt orðspjótum að ráðherrum og ríkisstjórn. Nú ætti ofan á allt annað að svikja þau loforð sem þingheimi hefðu verið gefin, er samningurinn við V-Þjóðverja var knúinn fram, þ.e., að frestun kæmi til framkvæmda, ef bókun sex öðlaðist ekki raunhæft gildi innan fimm mánaða. Stefán rengdi aflatölur um v- þýzka veiði, sagði eftirlit með þeim veiðum ekkert, opnað hefði verið nýtt veiðisvaeði fyrir þá á Austfjarðamiðum og annað biði opnunar á Halamiðum. Hann sagðist sakna þess að fá ekki að heyra afstöðu þingmanna Alþýðu- flokks, sem staðið hefðu dyggi- lega gegn samningunum við V- Þjóðverja á sínum tíma. hvern veg mál stæðu varðandi tollahlunnindi okkar. Því skýrsl- ur hefðu átt að berast jafnóðum og eitthvað gerðist. Markmiðin og árangurinn skipta mestu. Forsætisráðherra, Geir Hall- grfmsson, sagði þann stutta frest, sem nú væri gefinn á nýtingu heimildarákvæðis I samningun- um við V-Þjóðverja, virka sem þrýsting á gildistöku ákvæðis sex, sem Albert Guðmundsson legði svo mikla áherzlu á. Sú gildistaka byggðist m.a. á afstöðu Breta, vegna aðildar þeirra að EBE en þingmaðurinn segðist i raun vilja skammtíma samninga við báðar þessar þjóðir. Afstaða ríkisstjórn- arinnar nú væri þvi i samræmi við vilja og markmið þingmanns- ins. Hefðum við skorið á v-þýzka samninginn nú, sætum við samn- ingslausir við báðar þjóðirnar, án bókunar sex, eða i þeirri aðstöðu, er ég sama sinnis og Albert Guð- mundsson um það, að slíkan samning eigi að gera. Við eigum að sýna öðrum þjóðum að við vilj- um leysa deilumál með samkomu- lagi. Bragi sagðist hafa traust og til- trú til forsætisráðherra. Sá galli væri þó á pólitískri breytni hans, að hann opnaði ekki hug sinn nægilega fyrir þjóðinni, almenn- ingi, opinskátt og i hreinskilni. Sér virtist t.d. á hegðan brezkra herskipa síðustu daga, að einhver áþreifing gagnvart Bretum ætti sér stað. Þetta væri út af fyrir sig ekki ádeiluvert, en það þyrfti að segja þjóðinni allan sannleikann um stöðu mála. Þjóðin þyrfti að fá aðstöðu til að segja álit sitt, byggt á staðreyndum en ekki getgátum um stöðu mála. Ekki lengi beðið eftir bók- un sex. Einar Ágústsson, utanrikisráð- herra, sagði, að hann gæti út af fyrir sig fallist á nokkra bið með frestun á samningum við V- Þjóðverja, meðan sýnt yrði, hvern veg málal'eitan þeirra innan EBE lyktaði. Hann myndi hins vegar skýra Þjóðverjum skýrt og skil- merkilega frá því, að slík bið yrði ekki ýkja löng. Rangt væri að skera á þá möguleika, sem nú þessa dagana væri knúið á um, innan EBE, varðandi tollfríðindi okkar. Þessi mál hefðu til þessa strandað á neitunarvaldi Breta innan EBE. Aðrar EBE-þjóðir kynnu að hafa áhrif til breyttrar afstöðu þeirra. Hitt væri rangt að við hefðum eitthvert samnings- samband við Breta nú. Til þess þyrftu Bretar að gjörbreyta hegð- an sinni allri á íslandsmiðum og flytja herskip sín út úr landhelg- inni. Einar sagðist illa sætta sig við það orðalag, að þingmenn „hefðu látið hafa sig“ til stuðnings við v-þýzka samninginn. Hann ætlaði ekki „Alþýðubandalagsþing- mönnum, að þeir hefðu látið hafa sig til stuðnings við brezka samn- inginn 1973“ (Hér kallaði Stefán Jónsson -k- fram í: „Það gerðu þeir nú samt.“) Afstaða Alþýðuflokks óbreytt. Eggert G. Þorsteinsson (A) sagðist að gefnu tilefni vilja taka fram, að afstaða og andstaða Al- þýðuflokksins við v-þýzku samn- ingana væri óbreytt. Bragi Sigur- jónsson hefði túlkað persónulegt sjónarmið, sem hann hefði fullan lýðræðislegan rétt til. Merkt þingmannafrumvarp: Nýting fískveiðilandhelgmn- ar og stjómun veiðisóknar SEX þingmenn, úr öllum þing- flokkum, hafa lagt fram á Al- þingi frumvarp til laga um veiðar í fiskveiðilandhelgi ís- lands. Frumvarp þetta er að því leyti víðtækara gildandi lögum (nr. 102/1973) að það tekur til allra veiða í fiskveiðilandhelgi Islands. Ráðherra getur með stoð í þessu frumvarpi, ef að lögum verður, sett reglur um allar tegundir veiða. Heimildir ráðherra til stjórnunar fisk- veiða breytast að vísu ekki verulega, en frumvarpið er til mikillar samræmingar, einkum með tilliti til refsinga fyrir brot á reglugerðum um fiskveiðar í landhelginni. Allverulegar breytingar verða á togveiðiheimildum, skv. frumvarpi þessu (3. gr.). Tog- veiðiheimildir skipa miðast við lengd þeirra, ekki stærð i brúttórúmlestum. I stað 105 br.l. viðmiðunar kemur 26 m lengd skips, I stað 350 br.l. 39 m lengd og i stærsta flokki yrðu skip lengri en 39 m. Annað nýmæli í frumvarpinu er, að við ákvörðun togveiði- heimilda er ekki stuðst við þær grunnlínur eða grunnlínu- punkta, sem iiggja til grund- vallar fiskveiðilandhelginni sjálfri, heldur er dregin ný við- miðunarlína milli tilgreindra lögbundinna viðmiðunarstaða (viðmiðunarlínur eða punktar éru lögfestir i stað þess að vera reglugerðarákvæði). Þá er og verulegt nýmæli í frumvarpinu (8. gr.) um skyndilokanir veiðisvæða, í þvi skyni að koma í veg fyrir óhóf- legt smáfiskadráp. Slíkar ákvarðanir yrðu teknar í fram- haldi af ábendingum Hafrann- sóknastofnunar, sem fylgjast á með fiskveiðum í fiskveiðiland- helginni. Áður hafði sjávarútvegsráð- herra gefið út reglugerðir varð- andi ýmis atriði, sem ábend- ingar nefndar þeirrar, sem vann að samningu þessa frum- varps, náðu til. Breytingar þessar eru helztar: 1. Breytingar á lágmarks- stærð þorsks, ýsu og ufsa, sem landa má. 2. Takmarkanir á þorsk- veiðum með flotvörpu. 3. Veigamiklar breytingar á friðunarsvæðum fyrir Norð- austurlandi, ný friðunarsvæði umhverfis Hvalbak, í Beru- fjarðarál og Papagrunni og fyrir Vesturlandi. 4. Breyting á hrygningar- svæðum á Selvogsbanka og nýtt hrygningarsvæði í Faxaflóa. 5. Breyting á línu- og neta- svæði fyrir Suður- og Suð- vesturlandi ávertiðinni 1976. 6. Stækkun á leyfilegri lág- marksmöskvastærð í botn- vörpu, flotvörpu og dragnót. Frumvarp það, sem nú hefur verið lagt fram, hefur verið all- lengi í undirbúningi, m.a. hjá svokallaðri fiskveiðilaganefnd, og siðar hjá ráðuneyti og fleiri aðilum. Það kemur væntanlega til umræðu á Alþingi öðru hvorum megin við næstu helgi og verður þá gerð ítarlegri skil í frásögn af framsögu með frum- varpinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.