Morgunblaðið - 29.04.1976, Page 18

Morgunblaðið - 29.04.1976, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. APRIL 1976 Leikendur og leikstjóri, Jón Júlfusson. I leikritinu Leynimelur 13, sem UMF tslendingur sýnir I Borgarfirði. Leynimelur 13 sýndur á vegum UMF Islendings UNGMENNAFÉLAGIÐ tslend- ingur frumsýndi sfðasta vetrar- dag leikritið Leynimelur 13 eftir Þrfdrang, en það eru þeir þremenningar Emil Thoroddsen, Haraldur A. Sigurðsson og Indriði Waage. Frumsýningin var á Brún I Bæjarsveit ( Andakfls- hreppi. — Óðinn klippti Framhald af bls. 32 togaranna 43. Þrátt fyrir þessa fækkun togara eru verndarskip brezka flotans enn 9 til 10, dráttarbátar og freigátur. Smám saman hefur Landhelgisgæzlunni Að sögn Ófeigs Gestssonar á Hvanneyri tóku sýningargestii leiksýningunni vel og kvað hann það mætti þakka Jóni Júliussyni leikstjóra, sem að þessu sinni er með algjöra nýliða í leiklist. Næsta sýning verður í kvöld, fimmtudag, en síðan eru sýningar á föstudag og laugardag kl. 16. tekizt að þoka brezka flotanum dýpra, enda sést það af staðsetn- ingu þeirra atburða, sem nú verða á miðunum, að flestir þeirra verða í um það bil 50 mílna fjar- lægð frá grunnlínupunktum. Samkvæmt fréttum AP- fréttastofunnar í gær, hélt varnarmálaráðuneytið i London þvi fram i gær að áreksturinn milli Vers og Statesman hefði orðið, er dráttarbáturinn reyndi að verjast ásiglingartilraunum Vers, sem hefði ekki tekizt að sigla á Statesman fyrr en í þriðju tilraun. Ráðuneytið sagði að litlar skemmdir hefðu orðið. Land- helgisgæzlan skýrði hins vegar frá því i gær að dráttarbáturinn hafi gert tvær tilraunir áður en honum tókst ásigling. I fréttaskeytinu er það haft eftir einum togaraskipstjóranna á miðunum að „veiðar séu orðnar mjög svo erfiðar. Það er ekki sök brezka flotans, en verndin er ekki að því marki, sem brezka fisk- iðnaðinum og brezka þinginu var lofað fyrir togara okkar,“ sagði þessi togaraskipstjóri. Segir i skeyti AP, að þessi óánægja sé líkleg skýring á því, hve togurum hafi fækkað á íslandsmiðum. í fréttaskeyti AP er talað um hið íslenzka Armada, sem mætti þýða sem hina ósigrandi flotadeild. Er þar átt Við Landhelgisgæzluna, en Armada var mikil flotadeild Spánverja á stórveldistímum þeirra. — Hagsmunir Framhald af bls. 1 harðnar nú mjög — ekki sízt á bak við tjöldin. Auk sérreglunnar um ísland, sem áður er greint frá, vonum við að önnur mikilvægustu atriði okkur varðandi haldist inni í textanum, þ.e.a.s. annars vegar að strandríki ákveði sjálft, hve mikið megi veiða og engan sé unnt að skylda til að leyfa öðrum fiskveiðar í sinni auðlindalögsögu, nema um sé að ræða afla umfram það, sem strandríkið getur hagnýtt og hins vegar að tvíhliða samninga HUSGAG N AVIKA 1976 ‘ 22. APRÍL-2. MAÍ í ÍÞRÓTTAHÖLLINNI í LAUGARDAL OPIN VIRKA DAGA KL. 16-22 LAUGARDAGA OG SUNNUDAGA KL. 14-22 , SÝNING Á HÚSGÖGNUM OG INNRÉTTINGUM, FÉLAG HUSGAGNA- OG INNRÉTTINGAFRAMLEIÐENDA MEISTARAFÉLAG HÚSGAGNABOLSTRARA þurfi að gera til að veiðiheim- ildir verði veittar. Ef öll þessi atriði haldast inni í textanum, eru hagsmunir okk- ar rækilega tryggðir. — Carter Framhald af bls. 1 hann getur sigrað í fjölmennu iðnaðarriki í norðurhluta Banda- ríkjanna þótt hann sé Suðurríkja- maður og það er talin nauðsynleg forsenda þess að hann hljóti út- nefningu. Morris Udall, þingmaðurinn frá Arizona úr hinum frjálslynda armi demókrataflokksins, er nán- ast talinn úr leik. Hann hafnaði i þriðja sæti en sagði þó í dag að hann teidi sig enn eiga nokkra möguleika og að allt gæti gerzt á flokksþinginu. Úrslitin i Pennsylvaníu urðu þau að Carter hlaut 37% atkvæða, Jackson 25%, Udall 19% og George Wallace frá Alabama 11%. Carter hefur nú tryggt sér 332 fulltrúa á flokksþinginu, Jackson 193, Udall 174, Wallace 108 og Humprey 34, en 213 eru óháðir. Alls á eftir að velja 1826 fulltrúa og til að hljóta útnefn- ingu þarf 1505 atkvæði. Sjálfur telur Carter sig hafa tryggt sér rúmlega 400 fulltrúa. Hann kveðst hafa sett sér það mark að tryggja sér 1000 fyrir 8. júní þegar siðustu forkosning- unni lýkur. Margir stjórnmálafréttaritarar telja að Carter geti tryggt sér 1.000 fulltrúa fyrir flokksþingið, eins og hann hefir einsett sér. Ef það tekst er talið að honum ætti að takast að tryggja sér nógu marga óháða fulltrúa til þess að verða öruggur um tilnefninguna. Ósigur Jacksons öldungadeild- armanns var þeim mun meiri vegna þess að hann háði harða kosningabaráttu í tveimur stærstu borgunum, Philadelphia og Pittsburg, og þar við bættist stuðningur flestra verkalýðsleið- toga fylkisins. Auk þess sem margir verka- menn kusu Carter hlaut hann mörg atkvæði blökkumanna, sveitafólks og íbúa smábæja eins og í fyrri forkosningum. Fylgi Carters spannar yfir flesta þjóðfé- lagshópa og það mun ekki fara fram hjá fulltrúunum á flokks- þinginu segja stjórnmálafréttarit- arar. r — Italía Framhald af bls. 1 fram á morgun og þeim lýkur með ræðu sem Moro heldur á föstu- dagskvöld. Ekki er vitað hvort atkvæðagreiðsla fer fram um van- traust á stjórnina eða hvort Moro tilkynnir að hann biðjist lausnar á grundvelli yfirlýsinga þeirra flokka sem hafa hingað til stutt stjórnina. Sósíalistar hafa tilkynnt að þeir muni greiða atkvæði gegn stjórn- inni ef atkvæðagreiðsla fer fram og sósíaldemókratar hafa ákveðið að sitja hjá. Líran lækkaði í 893 dollara í kauphöllinni í Mílanó í dag og þar með hefur gengi hennar sigið um 30% síðan 20. janúar þegar stjórnin ákvað að láta það fljóta. — Rússar Framhald af bls. 1 anir hefðu gagnrýnt fyrirhugaða heimsókn Kissingers. Vitnað var í ályktun Ghanastúdenta, sem sögðu að heimsóknin yrði „áróður fyrir bandaríska utanríkisstefnu er væri fjandsamleg Afríku," og ályktun 44 háskólakennara, sem vildu ekki að „einum helzta full- trúa óvina frelsis Afrikumanna" væri boðið í heimsókn.“ Hins vegar segja bandarískir embættismenn, sem ferðast með Kissinger, og embættismenn í Washington að raunverulega ástæðan til þess að heimsókninni var frestað hafi verið þrýstingur frá Rússum. Talsmaður bandaríska utan- ríkisráðuneytisins, Frederick Z. Brown, vildi ekki svara spurn- ingum um áhrif málsins á sam- skipti Bandaríkjamanna og Rússa að öðru leyti en því að Bandaríkin litu það alvarlegum augum. Hann kvaðst ekki vita til þess að heim- sökn Kissingers til Nígeríu hefði verið frestað vegna sovézkra af- skipta. í Ghana hafði blaðið Ghanian Times, sem ríkið á, hvatt stjórn- ina til að finna „diplómatíska leið“ til að fresta ferð Kissingers. Blaðið kvað almennt óttast að heimsóknin mundi spilla sambúð Bandaríkjamanna og Ghana í stað þess að bæta hana. Annað blað, Daily Graphic, kvaðst hins v,egar fagna heimsókninni. Kissinger sigldi í dag um Zaire- fljót ásamt Mobutu forseta og ræddi við hann um hinar nýju tillögur sínar sem eiga að stuðla að viðræðum milli hvítra manna og blökkumanna í Rhódesíu. Kiss- inger verður í Zaire þangað til á morgun vegna afstöðu Ghana- stjórnar og fer þá til Líberíu, fimmta landsins af sex sem hann heimsækir i Afríku. — Hörpudiskur Framhald af bls. 32 núna, en þær hafa legið niðri í um þaó bil tvö ár á báðum þessum svæðum. Hrafnkell sagði, að þarna hefðu verið könnuð mið sem þekkt voru fyrir, og hefði virzt svo sem ísa- fjarðardjúpið hefði náð sér heldur lítið eftir miklar veiðar á árunum 1970—73, en aftur á móti hefði verið mun betri útkoma í Jökulfjörðunum, enda þótt þar hefðu einnig verið stundaðar miklar veiðar á hörpudisk á þessu sama tímabjli. Fékkst góð veiði t.d. út af Grunnavík i Jökul- fjörðunum, við Staðarhlíð og við Sléttaeyri eða mest yfir 300 kg á stundarfjórðungi. Þessu næst sagði Hrafnkell að farið hefði verið yfir f Húna- flóann, og kannað fyrst með ströndinni að vestanverðu í Ingólfsfirði og Ófeigsfirði, þar sem skel hefur ekki verið könnuð áður. Var mestur afli þar um 100 kg af hörpudiski á stundarfjórð- ungi, sem er algengasti mæli- kvarðinn. Síðan var leitað áfram suður með ströndunum og fékkst einnig um 100 kílóa afli mest út af Asparvík og Bjarnarfirði. Þá var farið suður undir Steingríms- fjörð, þar sem fékkst svipaður afli á einum stað, sem raunar var þekktur áður eða við Göngustaða- boða norður af Grímsey. Þá var farið yfir að Vatnsnesi þar sem svæðið utan Miðfjarðar var kannað. Þar fékkst þokkalegur árangur eða upp undir 150 kg á svæði norður af Skarðsvita. Þá var haldið áfram norður Vatns- nesálana án verulegs árangurs en síðan var aftur kannað svæðið með austanverðu Vatnsnesi og fékkst þar um 100 kg afli. Siðan var farið yfir svæðið frá Blönduósi og langleiðina að Kálfs- hamarsvík og á öllu þessu svæði fékkst verulegt magn af skel, sér- staklega þó á svæðinu frá Blöndu- bakka og norður undir Króks- bjarg eða allt að 550 kg á stundar- fjórðungi. Var meðalaflinn yfir 200 kg í um 11 hölum, sem voru tekin að þessu sinni. Kvað Hrafn- kell þetta hafi verið betri árangur en menn áttu von á, því að þó þetta svæði hafi verið þekkt áður hafi aldrei fengizt svo mikill afli sem nú. Hrafnkell sagði hins vegar að skelin væri nokkuð mis- stór á þessum svæðum, og þar sem mest væri af henni væri hún tiltölulega smæst. Um Breiðfjörðinn sagði Hrafn- kell, að þar hefðu hörpudisks- miðin verið könnuð um mánaða- mótin nóvember—desember og fengist þokkalegur árangur. Væri stefnt að því þar að loka nær- lægari svæðum frá Stykkishólmi fyrir veiði i sumar og beina veiðunum á hin fjarlægari mið meðan viðraði vel yfir hásumarið. Einnig kvað Hrafnkell líklegt, að settar yrðu einhverjar tak- markanir á bátastærð og báta- fjölda. Hrafnkell var spurður hvernig markaðsaðstæður fyrir skelfisk væru núna, og kvað hann markað- inn hafa styrkzt mjög á sl. ári og væri verð tiltölulega hagstætt ennþá.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.