Morgunblaðið - 29.04.1976, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. APRlL 1976 23
Greinargerð flug-
manna Vængja hf.
— Aðdragandinn
Framhald af bls. 17
Benediktssonar við andstöðu þjóðarinnar gegn
hersetu hafi hann viljað að viðræður um aðild
að bandalaginu „færi fram með mestu leynd ".
Þessari rangfærslu blaðsins lýkur með eftir-
farandi orðum:
„Ennfremur er ljóst, að Bandaríkjamenn
ætluðu þegar fyrir inngönguna i NATO að fá
hér herstöðvar þrátt fyrir allar yfirlýsingarnar
um annað."
Ógjörningur er að sjá, hvernig unnt er að
lesa þetta út úr skjölunum, en eins og setning
sú, sem birt er hér á ensku að framan. sýnir,
óskaði Bandaríkjastjórn alls ekki yfir því að
hafa herlið á Islandi. Hins vegar yrði i sam-
eiginlegum varnaráætlunum hins væntanlega
bandalags mælt fyrir um, hvernig Island yrði
varið á hættutímum.
XXX
Samkvæmt bandarisku skýrslunum gerist
það næst varðandi aðild Islands að Atlants-
hafsbandalaginu, að 8. mars 1949 eru sendi-
herrar Danmerkur, íslands, Portúgalsog Italiu
boðnir hver fyrir sig til fundar með John D.
Hickerson, yfirmanni Evrópudeildar banda-
ríska utanrikisráðuneytisins, sem rakti fyrir
hverjum þeirra sögu samningaviðræðnanna
um Norður-Atlantshafssáttmálann og afhenti
þeim boð um að taka þátt í lokaumræðunum og
gerast stofn-undirritendur sáttmálans. Frá-
sagnir af þessum viðtölum eru ekki birtar.
I ræðu þeirri, sem Bjarni Benediktsson
flutti á Alþingi 28. mars, lýsir hann á þennan
veg því sem gerðist eftir að hann átti fund með
bandaríska sendiherranum í Reykjavík 12.
janúar 1949:
„Eftir að þessi orðaskipti og skilaboó höfðu
farið fram, varð nokkur dráttur á málinu. Það
var að vísu minnst á það í nokkruni samtölum,
en efnislega höfðu þau ekki þýðingu vegna
þess, að hin upphaflegu bandalagsriki voru að
ræða málið í heild nánar sín í milli. Það var því
ekki fyrr en 9. mars, sem á ný var komið til
íslensku stjórnarinnar með ákveðna frásögn af
því, hvað þessari samningsgerð liði. Þá var
sagt, að hún væri svo langt komin. að nú mætti
telja tímabært að hefja þa*r umræður um
einstök atriði samningsins, sem ég hafði látið
uppi i orðsendingu okkar 12. janúar. að ég
teldi nauðsynlegar, áður en Islendingar gætu
tekið afstöðu til málsins. En í þeirri orðsend-
ingu, sem mér var afhent 9. mars, var látið
uppi, að æskilegt væri að viðtöl gætu átt sér
stað milli fulltrúa Bandaríkjastjórnar og full-
trúa íslensku ríkisstjórnarinnar.
Þetta varð til þess, að ég gerði um það tillögu
í ríkisstjórninni og til stuðningsflokka
síjórnarinnar, að ég ásamt tveimur öðrum ráð-
herrum, einum frá hverjum flokki, færi vestur
um haf. til þess að við gætum kvnnt okkur
málið til hlítar. Þetta var samþykkt af réttum
aðilum, og fórum við síðan í þessa rannsóknar-
för."
Spánn
VEGNA vfirlýsinga stjórnar
Vængja hf. um deilu félagsins við
flugmenn þess, hafa flugmenn
Vængja beðið Mbl. að birta eftir-
farandi:
„Helzta ástæðan fyrir inngöngu
þeirra i stéttarfélag flugmanna
er sú að 5. maí 1975 sendu flug-
mennirnir stjórn félagsins bréf
þar sem farið er fram á að gerður
verði samningur um kaup og kjör
milli þeirra og Vængja h.f.
Þessari beiðni svaraði stjórnin
strax á þann hátt, að fram-
kvæmdastjóra félagsins væri falið
að ganga frá samningum.
Þessari stjórnarsamþykkt hefur
ekki verið framfylgt af hálfu
framkvæmdastjóra og eru því
engir kjarasamningar til. Sem
eðlilegt framhald af framan-
sögðu gengu flugmennirnir siðan
í stéttarfélag sitt á síðastliðnu
hausti, til að knýja á um gerð ;
kjarasamninga í einhverri mynd.
Framkvæmdastjóri hafði því um
hálft ár til að ganga frá kjara-
samningum. 10 dögum fyrir aðal-
fund FlA boðaði stjórn Vængja
h.f. flugmenn sína á fund, þar
sem hún óskaði eftir að þeir
gengju ekki í stéttarfélag. Samt
liðu þessir 10 dagar án þess að
nokkrir tilburðir kæmu ftam af
hálfu Vængja h.f. til samninga.
Ókunnugleika stórnar Vængja
h.f. er því ekki fyrir að fara í
þessu efni.
Stjórn FlA hefur aldrei bannað
flugmönnum Vængja h.f. að
semja beint við félagið, vildu þeir
ganga úr FÍA. FlA hefur falið
samninganefnd úr hópi flug-
mannanna að annast samnings-
gerð fyrir sig. Enn sem komið er
hefur stjórn Vængja h.f. hafnað
FlA sem samningsaðila og viljað,
að flugmenn gengju úr FlA og
stofnuðu sitt eigið starfsmanna-
félag. Flugmennirnir hafa verið
ófúsir til þess, þar sem óljóst yrði
um þeirra stöðu eftir að hafa sætt
þeirri niðurlægingu að vera
þvingaðir úr stéttarfélagi undir
uppsögn.
Tekið skal fram, að því fer víðs
fjarri að farið sé fram á sambæri-
leg laun miðað við flugstjóra hjá
stærri flugfélögunum.
Könnuð hefur verið sú leið
að ná bráðabirgðasamkomulagi,
bæði í gegnum sáttasemjara ríkis-
ins, lögfræðing Vængja h.f. og
samninganefnd flugmanna við
félagið beint, þar sem mjög veru-
lega hefur verið slegið af kröfun-
um.
Loksins þann 23. apríl síðast-
liðinn barst flugmönnunum tilboð
frá stjórn Vængja h.f. þar sem
þeim er gert það úrslitaboð að
ganga að þeirra samningsupp-
kasti. Var þeim tjáð, ef þeir
gengju ekki 99% að einhliða til-
boði þeirra, yrði ekki um frekari
samninga að ræða. Að áliti flug-
mannanna var hér ekki um
samningstilboð að ræða heldur
afarkosti."
Framhald af bls. 1
ritarar segja að hægrisinnar á
þingi geti tafið afgreiðslu þeirra.
„Eg tel umbætur algera nauð-
syn,“ sagði Arias þótt helzta
fréttatímarit Spánar segi í dag frá
alvarlegum ágreiningi hans og
Juan Carlos konungs. Talsmaður
upplýsingaráðuneytisins kallaði
frásögn tímaritsins „þvætting".
Stjórnarandstaðan hefur hert á
baráttu sinni fyrir umbótum og
ráðgerir viðtæk verkföll og mót-
mæli 1. mai þrátt fyrir bann
stjórnarinnar. Arias varaði við
því i ræðu sinni að öll mótmæli
yrðu barin niður.
I ræðu sinni vísaði Arias for-
sætisráðherra á bug tillögum um
þjóðaratkvæðagreiðslu um fram-
tíð konungdæmisins og kallaði
það „kjarna þjóðlífsins".
Arias kvaðst hafa talið nauðsyn-
legt að ávarpa þjóðina vegna auk-
innar ringulreiðar og undirróð-
urs. Hann ítrekaði að flokkur
kommúnista yrði bannaður og
sagði að þeir fengju ekki að taka
þátt í kosningum. Hann sagði að
kommúnistar hefðu ekki gleymt
ósigrinum í borgarastríðinu og
hygðu á hefndir.
Berlina og Special 2ja og 3ja dyra
nýkominn til afgreiöslu strax. FIAT 127
er vinsæll bíll um allan heim vegna
aksturseiginleika og glæsilegs útlits.
FIAT 127 hefur hlotiö viöurkenningar
bílablaöa og sérfræöinga t.d. veriö
4 sinnum valinn „Bíll ársins í Evrópu”
og enn aukast vinsældirnar.
FIAT EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI
Davíð Sigurðsson hf,
SiÐUMULA 35. SÍMAR 38845 — 38888
Nýr hitamælir
Nýtt mælaborð úr mjúku
plastefni — Kveikjari
Kraftmikil
2ja hraða miðstöS.