Morgunblaðið - 29.04.1976, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 29.04.1976, Qupperneq 32
AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 ftttrgtsitblabtfe AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 JHorjjimblabib FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1976 RÓÐUR — Heldur hefur lifnað yfir vertíðinni suðvestanlands síðustu daga, þó naumast valdi það neinum straumhvörfum á þessari lélegu vertíð. Hér er vb. Bergþór frá Sandgerði að draga netin á Eldeyjarbanka, en Bergþór er nú annar aflahæsti báturinn á þessari vertíð. Ljósmynd Friðþjófur . r Utflutningur íslenzks kindakjöts til Noregs: 500 tonn til viðbótar ? NORDISK kjöt og flesk central f Noregi hefur óskað eftir þvf að kaupa af Islendingum 500 lestir af kindakjöti til viðbótar þvf sem þegar hefur verið selt til Noregs af fslenzku kjöti, en það eru 2.250 lestir. Framleiðsluráð landbúnaðarins vill gjarnan selja meira til Noregs af kjöti og hefur sótt um innflutningsleyfi á þessum 500 tonnum, en í gær hafði það leyfi enn ekki fengizt hjá norskum yfirvöldum. Sveinn Tryggvason, fram- kvæmdastjóri Framleiðsluráðs- ins, sagði í gær að þessi norski aðili, sem væri norsku bændasam- tökin, hefðu undanfarið gefið 9 til 9,50 krónur norskar fyrir hvert kg af íslenzku kindakjöti, en það er jafnvirði 295 til 312 króna ís- lenzkra. Nýlega sagði Sveinn að orðið hefði fjögurra króna hækkun á kg í Noregi, eða hækkun, sem nemur um 131 krónu á hvert kg. Samkvæmt því getur því hvert kg af kindakjöti í Noregi farið upp í 443 krónur. Sveinn sagði að útsöluverð t.d. lambalæris i Noregi væri um 30 krónur norskar fyrir hvert kg, þ.e. um 985 krónur íslenzkar, en álagning er þar mjög há. Enn- fremur kvað hann verðbólgu hafa verið talsvert mikla í Noregi, þótt skýrslur segðu annað og nefndi sem dæmi að fyrir um 4 árum hefði lambalæri kostað um 14 krónur norskar hvert kg — eða jafnvirði 459 króna íslenzkra miðað við núverandi gengi. Sveinn sagði, að sá norski aðili, sem vildi kaupa þessi 500 tonn af kjöti, sem nú væri rætt um, hefði ekki boðið neitt ákveðið verð fyrir kjötið, en af fyrri reynslu væri vitað að verðið myndi verða á bilinu 13 til 13,50 krónur norsk- ar fyrir hvert kg. Búizt er við töluverðri hörpudisksveiði í sumar BtlAST má við þvf að töluverð hörpudisksveiði og vinnsla verði f sutnar á vestanverðu landinu. Hörpudisksveiði er til að mynda að hefjast núna f Arnarfirði f Óðínn klippti — Statesman sigldi á Ver kjölfar rækjuveiðinnar. Einnig munu verða stundaðar slfkar veiðar frá Hólmavík og á Hvammstanga, Blönduósi og Skagaströnd er mjög til athug- unar að veiða og vinna hörpudisk f sumar, en Hafrannsóknastofn- unin hefur nýlega fundið veru- legt magn af hörpudisk á svæðinu frá Blönduósi og langleiðina að Kálfshamarsvfk. Þá má einnig búast við hörpudisksveiði í Jökul- fjörðunum, þar sem fannst tölu- vert af hörpudiski f hinum sama leiðangri og einnig f Breiðafirði, þar sem reynt verður að haga veiðunum þannig að fremur verði sótt á hin fjarlægari mið þar f sumar en þeim nærlægari lokað. Að því er fréttaritari Morgun- blaðsins á Hvammstanga, Karl Sigurgeirsson, tjáði Morgunblað- inu er nú mjög í athugun að vinna hörpudisk þar eftir að rækju- vertíð er lokið, en það myndi veita mikla atvinnu ef af yrði, og kemur sér vel, m.a. fyrir skóla- fólk. Fer þessi athugun fram í framhaldi af hörpudisksleitinni í Húnaflóa og þeim góðu niðurstöð- um sem þar fengust. Morgunblaðið hafði samband við Hrafnkel Eiríksson fiskifræð- ing og spurði hann nánar um þessi hörpudisksmið. Hrafnkell sagði, að um miðjan marz hefði verið farinn sérstakur leiðangur til að athuga þessi mið. Fyrst hafi verið farið í ísafjarðardjúp og þar m.a. verið könnuð hörpudisksmið í Jökulfjörðunum og isafjarðar- djúpi, þar sem séð hefði verið að áhugi væri fyrir þessum veiðum Framhald á bls. 18 Lsafoldarhúsin seldust fyrir um 100 milljónir kr. SVO SEM kunnugt er af frétt- um voru Isafoldarhúsin við Austurstræti seld nýlega. Sá maður, sem undirritaði kaup- samning fyrir hönd kaupenda var Sverrir Kristinsson, fast- eignasali f Eignamiðluninni í Vonarstræti. Mbl. spurði Sverri í gær, hverjir væru kaupendur að húsunum og sagðist hann ekki geta skýrt frá því að svo stöddu, þar sem ekki væri enn fullfrágengið, hvernig eignaraðild að þeim yrði háttað. Áður hefur komið fram í fréttum og var það þá haft eftir Ólafi B. Thors, að kaup- verð húsanna hefði verið um 100 milljónir króna. Sverrir sagðist geta staðfest þá tölu. Aðspurður, hvað hinir nýju eigendur ætluðu að gera við húsin sagði hann að húsin myndu örugglega standa enn um sinn, því að kaupverð þeirra væri það hátt að það væri að sýnu mati allt of hátt sem lóðaverð eingöngu. Þá hafði Mbl. samband við Sigurð Líndal prófessor for- seta Hins íslenzka bókmennta- félags, og spurði, hvort félagið ætti einhvern þátt i þessum kaupum. Sigurður sagði það ekki vera. Samningurinn við Vestur-Þjóðverja: Reynslan sannar réttmætið Þingmaður Alþýðuflokksins breyt ir um afstöðu að fenginni reynslu HELDHR hafði spennan á miðunum fyrir austan minnkað frá því í fyrradag, en þó tókst varðskipinu Óðni í gærmorgun um klukkan 08.30 að klippa tog- víra aftan úr Ilulltogaranum St. Gerontius, sem ber einkennisstaf- ina H-350. Atburður þessi gerðist í um 50 mflna fjarlægð f suðsuð- vestur frá Hvalbak. Klukkan 09.20 sigldi svo dráttarbáturin Statesman á varðskipið Ver. Ekki urðu miklar skemmdir á varð- skipinu lunning lagðist niður á 2ja metra kafla á stjórnborðshlið þess aftan við fremri gálga. Allmikil fækkun hefur orðið í brezka togaraflotanum undan- farna daga. 1 gær var aðeins 21 togari á miðunum fyrir austan, en fyrir örfáum dögum var tala Framhald á bls. 18 HARÐAR umræður urðu í efri deild Alþingis í gær, f tilefni þess, að þá voru 5 mánuðir liðnir frá því er samningurinn við V- Þjóðverja um takmarkaðar veiði- heimildir gekk f gildi, án þess að bókun sex (um tollfríðindi ís- lenzkra sjávarafurða) væri komin til framkvæmda. Samningurinn gerir ráð fvrir þvf að þá geti Is- lendingar einhliða frestað fram- kvæmd hans. Sa atburður gerðist i þessum umræðum, að einn af þingmönn- um Alþýðuflokksins, Bragi Sigur- jónsson, sagði sig hafa verið and- vígan samningnum í þeirri trú, að hægt hefði verið að verja 200 mílna íslenzka fiskveiðilandhelgi bæði gegn Bretum og V- Þjóðverjum. Reynslan hefði sann- fært sig um að þetta væri rangt mat. Rétt hefði því verið að gera þennan samning á sinum tíma og rétt væri að semja við Breta, ef viðunandi samningar fengjust. Einn af þingmönnum Sjálfstæð- isflokksins, sem og lýsti samn- ingsvilja sínum, bæði við V- Þjóðverja og Breta, Albert Guð- mundsson, sagði hins vegar, að það ylli sér furðu og vonbrigðum, að ríkisstjórnin skyldi ekki fresta framkvæmd v-þýzka samningsins nú þegar, þar sem samnings- ákvæðið um tollfriðindi inan EBE hefði ekki komið til framkvæmda, þrátt fyrir 5 mánaða ákvæði. Sjá nánar um þessar umræður á þingsíðu blaðsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.