Morgunblaðið - 08.05.1976, Qupperneq 1
32 SÍÐUR
98. tbl. 63. árg. __LAUGARDAGUR 8. MAl 1976_Prentsmiðja Morgunblaðsins.
„Hagsmunir íslands eins vel
tryggðir og hægt er 1 stöðunni”
Grundvallartexti hafréttarfrumvarpsins um efnahagslögsögu lagður fram óbreyttur
Næsti fundur í New York
2. ágúst—17. september n.k.
Skipverjar á Tý slóu ekki slöku við, þar sem skipið lá inni á Berufirði ( gær.
Unnið var af miklum krafti við að gera við skemmdir til bráðabirgða, en á þessari
mynd sjást tveir vélstjóranna undirbúa að skera stykki f burtu. Afturhluti Týs
bakborðsmegin er mjög illa farinn og töluverðar skemmdir munu vera undir
sjólfnu m.a. brotnuðu öll skrúfublöðin af bakborðsskrúfu.
New York, 7. maí
„ÞESSI úrslit eru íslendingum eins hagstæð og hugsast
getur, og allar greinarnar í öðrum kafla varðandi efna-
hagslögsöguna óbreyttir frá grundvallartextanum, sem
lagður var fram í Genf í maí á sl. ári þannig að hagsmunir
íslands eru í þessari stöðu eins vel tryggðir og hægt er,“
sagði Eyjólfur Konráð Jónsson alþingismaður í samtali
við Mbl. í gær frá New York, eftir að endurskoðaður texti
að hafréttarfrumvarpinu hafði verið lagður fram á loka-
fundi 3. áfanga ráðstefnunnar. Þá var jafnframt sam-
þykkt á fundinum að næsti áfangi skyldi hefjast í New
York 2. ágúst n.k. og standa til 17. september.
Eyjólfur Konráð sagði að það i
væri ásetningur manna, að nota
fyrstu 3 vikurnar í ágúst til að
reyna að setja niður ágreinings-
atriði og ná samstöðu um sam-
komulag, en ef það ekki tækist, þá
yrði farið út í atkvæðagreiðslur
um hin ýmsu mál. Sagði Eyjólfur
Konráð að þótt erfitt væri að spá
um framvindu mála virtist nú fátt
geta komið í veg fyrir að 200
mílurnar yrðu að alþjóðalögum.
Textinn um lögsögu ríkja í
frumvarpinu er mikilvægastur
fyrir tslendinga, þar sem gert er
ráð fyrir því í 46. grein að strand-
ríki megi ákveða efnahagslögsögu
Talið að 1000 hafi farizt
í jarðskjálftunum á Italíu
Majano, Feneyjum, Róm,
7. mal — AP. Reuter
RtJMLEGA 550 lfk hafa verið
grafin upp úr rústum húsa f borg-
um og bæjum á Norðaustur-ítalfu
eftir jarðskjálftana miklu á
fimmtudagskvöld, og er óttazt að
dánartalan eigi eftir að fara upp
fyrir 1.000 áður en lýkur.
Ekki ber mönnum saman um
styrkleika jarðskjálftanna, en tal-
ið er að mestu hræringarnar hafi
mælzt 6,9 á Richterkvarða. Mann-
skaði varð hvergi nema á ítalfu,
en hræringanna varð einnig vart f
Júgóslavfu, Austurrfki, Tékkó-
slóvakfu, Vestur-Þýzkalandi,
Frakklandi, Belgfu og Hollandi.
Talsmaður innanríkisráðuneyt-
isins I Róm segir að áætlað sé að
um 110 þúsund manns hafi misst
heimili sín.
Giovanni Leone forseti ítalíu
heimsótti jarðskjálftasvæðin við
rætur ítölsku Alpanna I dag og
herma fregnir að hann hafi verið
gráti næst er hann gekk um og
ræddi við særða.
Fjölmennt björgunarlið vinnur
að því að grafa I rústunum, þar á
meðal eitt þúsund hermenn.
Greip nokkur ótti um sig I dag
þegar jörðin fór að skjálfa á ný,
en kippirnir voru yfirleitt vægir,
sá öflugasti um 4,2 á Richter-
kvarða. Framhald á bls. 18
sína allt að 200 mílum frá grunn
línum. 1 50. gr. segir að strand-
ríkið skuli sjálft ákveða hvað sé
leyhlegt aflamagn innan efna-
hagslögsögunnar, I 51. gr. segir að
standríkið ákveði einnig getu sína
til að nýta aflamagnið, en þetta
eru þau tvö atriði, sem
Islendingar hafa lagt höfuð-
áherzlu á frá upphafi. Þá eru
greinar 57—59 einnig óbreyttar,
en þær gera ráð fyrir því að land-
luktu ríkin skuli hafa aðgang að
efnahagslögsögu samliggjandi
rfkja, en þó skuli þau fara eftir
sérstökum samningum, þar sem
tekið skuli sérstakt tillit til allra
efnahagssjónarmiða, bæði land-
luktra rlkja og strandríkja, sem
þar kom til greina. I 58. greininni
eru réttindi fyrir afskipt ríki
bundin við afskipt nálæg
þróunarlönd, þó þannig aðgætt sé
ákvæða 50. og 51. greina. Þá er
þannig gengið frá kaflanum um
lausn deilumála að ágreiningur
um þau atriði verði ekki borinn
undir þriðja aðila án samþykkis
strandríkis.
1 frumvarpinu er ekki gert ráð
fyrir neinum sérstökum undan-
þágum innan efnahagslög-
sögunnar, sem hlýtur að boða hag-
stæða niðurstöðu þegar endan-
lega verður gengið frá nýjum haf-
réttarsáttmála.
1 ræðu sinni I dag sagði Aguilar
formaður 2. nefndar. er hann
Framhald á bls. 18
Mikill gleðidagur eftir
streð myrkranna milli”
— sagði Hans G. Andersen, formaður ísl. sendinefndarinnar
MBL. náði f gærkvöldi sam-
bandi við formann fslenzku
sendinefndarinnar á hafréttar-
ráðstefnunni, Hans G. Ander-
sen sendiherra, og spurði hann
hvað honum væri efst f huga á
þessum degi.
„Þetta er mikill gleðidagur
eftir margra vikna streð myrkr-
anna á milli og mikla óvissu,
því að maður hefur aldrei getað
vitað hverjar lyktirnar yrðu
fyrr en nú I dag. Það hafa auð-
vitað allir reynt að knýja sitt
fram og stöðug togstreita verið
milli hinna ýmsu hópa eins og
gengur og gerist.
— Er nokkuð hægt að spá I
ljósi þessara úrslita hvort hægt
verður að ljúka efnislegum
störfum á ágústfundinum nk.?
— Já, eftir að ákvörðunin
um þann fund var tekin nú I
dag er stefnt að því að ljúka
efnislegum störfum á næsta
fundi þannig að aðeins verði
eftir formleg undirritun. Fyrri
hluti næsta fundar verður
notaður til að reyna enn einu
Framhald á bls. 18
t rústunum f Udine á Norður Italfu