Morgunblaðið - 08.05.1976, Side 8

Morgunblaðið - 08.05.1976, Side 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. MAÍ 1976 Sextugur: Kristján J. Einars- son kirkjuvörður Langholtskirkju Kannski er það ekkert sérstakt erfiði að ná því að verða sextugur, það tekst þó nokkuð mörgum, en hinu verður ekki neitað, að æði ólíkt eru menn á sig komnir, þegar þeir verða að sætta sig við þá staðreynd. Sumir mæta henni lafmóðir og bognir eftir erfiði daganna, sumir með beran skall- ann eftir rokviðrin íslenzku og tilraunir til þess að fylgjast með snilli rikisstjórnaiinnar, en til eru líka þeir sem virðast ekki hafa tekið eftir því, að 60 sinnum er búið að leggja afmælistertu og döðluköku á horð þeim til heið- urs. Þeir spranga hara um eins og þeim komi slikar staðreyndir ekkert við. Ég hefi það á tilfinn- ingunni að skaparinn hafi gjört þá að kvöldi, rétt áður en hann fór i bólið. Hann á laggir i hæfi- leikakerjum sinum, og nú tekur hann sig til og sturtar öllu saman, nennir ekki að mæla skammtinn, hrærir hara öllu saman og gerir úr þvi mann. Af þessu leyðir, að sumir menn fá meira af æsku en þeint her, ná því aldrei að ven.a almennilega gatnlir. Þeir eru kannski með silfurha'rur öldungsins efst uppi, rök og dóma hins þroskaða manns, en svo eru þeir með lappir og hreyfingar unglings. Ég skal rökstyðja þetta nánar. Virðulegur kirkjuvörður gengur um sali og reynir af hóg- værð að leysa hvers manns vanda, þú fyllist lotningu og færð á til- finninguna að þú standir and- spænis lifsreyndri veru með margra ára þroska á baki, svo allt i einu verður þér ljóst, að þetta er sami náunginn sem með katt- mjúkum hreyfingum æskunnar barði dansgólfið kvöldið áður með kátu fólki eða fimleikafólki gömlu dansana. Einu slíku kvöldverki skapar- ans verður borin afmælisterta í dag, og hafi klerkurinn í Bakka- firði ekki farið blaðsíðuvillt, þá er það sextugt, Kristján Jóhannes Einarsson, byggingarmeistari og kirkjuvörður í Langholtskirkju. Ég ætla mér ekki að rekja lífs- hlaup mannsins, ekki glíma við þá gátu, hvers vegna Bakkfirðingar sendu hann af höndum sér, held- ur ekki þá, hvaðan hann fékk náttúru til að tálga og berja spýtur, en þó eru þetta for- sendurnar fyrir þakkladi okkar hér á holtinu við Sólheima í dag. Hann kom sem sé fyrst til okkar sem yfirsmiður við kirkjubygginguna, og alla tíð síðan hefir hann vak- að yfir velferð staðarins, nú sfðustu árin sem kirkjuvörður. Það er gæfa hverjum söfnuði að eignast gott starfsfólk, fólk sem gerir gestum kirkjunnar Ijúft að koma þangað og til slíkrar kenndar finna menn í nálægð Kristjáns. Hlýlegt handtak, vingjarnlegt bros, samúðarfull orð, allt þetta á hann, og allt þetta Kolfinna Magnúsdóttir Halldórsstöðum — áttrœð I dag er áttræð Kolfinna Magnúsdóttir, Halldórsstöðum í Laxárdal, Suður-Þingeyjarsýslu. Kolfinna á til sterkra stofna að telja bæði í föður- og móðurkyn. Hún er dóttir þeirra merkishjóna Magnúsar bónda Þórarinssonar, uppfinningamanns á Halldórs- stöðum, þess, sem brautryðjandi var í vélvæðingu ullariðnaðar á íslandi, og hinnar ágætu konu hans Guðrúnar Bjarnhéðins- dóttur, systur Bríetar. Halldórs- staðir í Laxárdal voru á uppvaxt- arárum Kolfinnu og lengi síðar í þjóðbraut. Jafnan var þar marg- menni enda oftast þríbýli á jörð- inni. Fólk þar hafði á ýmsan hátt víðtækari menntun en í sveitum á þeirri tíð bæði af bóklestri og námi í öðrum löndum, en Halldórsstaðabræður, Þórarins- synir, höfðu allir forframast er- lendis. Svo var og um Hallgrim Þorbergsson er var mágur Kol- finnu og bóndi á Halldórsstöðum til dauðadags. Flest heimili í S-Þíng. og víðar höfðu viðskipti við tóvinnuverk- stæðið á Halldórsstöðum og því var þar gestkvæmt mjög. Upp úr þessum jarðvegi er Kolfinna sprottin. Músíklíf var þar í há- vegum haft og magnaðist við komu Lizzíar, konu Páls, föður- bróður Kolfinnu. Kolfinna nam sn -mma hljóðfæraleik og var í áratugi organisti i Þverárkirkju. Arið 1921 giftist hún Torfa Hjálmarssyni frá Ljótsstöðum í Laxárdal og hófu þau búskap á Halldórsstöðum. Torfi lést árið 1973. 1969 fluttu þau að mestu frá Halldórsstöðum, en höfðu síðustu árin búið félagsbúi með Ásgeiri syni sínum og konu hans. Á þessum tímamótum hvarflar hugurinn heim á Halldórsstaði til húsfreyjunnar í bænum. Efnin voru aldrei mikil enda jarðnæðið lítið en slíkt smækkaði ekki Kol- finnu, manni fannst alltaf hún hefði af einhverjum öðrum auði að taka. Hún tók virkan þátt f félagslífi sveitarinnar og sam- komuhaldi og vildi allt gera til þess að unga fólkið fengi að njóta sín og ævinlega stóð hennar hús opið þegar „sollurinn" kom saman til leikja og skemmtana á kvöldin. Þríbýli var á Halldórsstöðum í búskapartíð Kolfinnu og því fjöl- margt fólk á öllum aldri. Auk Kolfinnu og Torfa bjuggu þar Bergþóra systir hennar og Hall- grímur Þorbergsson maður henn- ar svo og Páll Þórarinsson og kona hans, Lizzie; og var Hall- dórsstaðaheimilið landsþekkt. Þetta var sem ein fjölskylda. Þeim, sem þátttakendur hafa verið í kvöldvökum hjá Torfa og Kolfinnu, er það ógleymanlegt. Það verður löngum minnisstætt er Kolfinna settist við orgelið og Torfi greip fiðluna ofan af veggn- um og músíkin dunaði. Og þau hjónin höfðu alltaf tíma. Kolfinna var fædd með skap- ferli listamannsins og hefði vafa- laust getað náð langt á þeírri braut því krafturinn og þraut- seigjan voru ódrepandi þó öldur fjörsins sé ögn tekið að lægja nú. Hún átti líka því láni að fagna að eiga það lífsakkeri sem aldrei brást eða haggaðist þó öldur risu. Er þar átt við Torfa, eiginmann- inn og félagann, einstakan geð- prýðis- og drengskaparmann. Já, það er sannarlega margs að minnast frá Halldórsstöðum en þó er enn ótalinn stærsti þátturinn í lífi Kplfinnu en það er umhyggja hennar, barátta og metnaður fyrir hönd barna sinna. Fórnfýsi hennar var og er með eindæmum. Henni hafa jafnan fundist allir erfiðleikar yfirstíganlegir, enda ekki fest sig í hinum þrönga hring hversdagsvafstursins. Hlutskipti hennar hefur verið heimilið en hugsunin um að hjálpa öðrum hefur jafna fyllt huga hennar. Síðustu árin hefur hún verið stoð og stytta barnabörnum í veikind- um einnar dóttur sinnar. Kol- V . hefir hann gefið safnaðarheimil- inu við Sólheima. Margur heldur sjálfsagt að kirkjulíf spretti fyrst og fremst af starfi prestsins, hann sé hinn mikli aflgjafi, en þetta er rangt, það sprettur af erli þeirra manna sem breyta kirkjunum úr dauðum húsum í lifandi heimili. Starf kirkjuvarðarins Kristjáns er ein framrétta höndin til slíks. Frá morgni til kvölds er hann á þön- um við að hjálpa til við það starf er fram fer og undirbúa það sem í vændum er. Vandi hans er mikill, því að margar raddir kalla á hann, krefja hann svara og lausna, telja sína för um húsið hina einu eftir- tektarverðu, gleyma öllu öðru. Oft undrast ég þolgæði Kristjáns, undrast stillileg orð hans, teygjanleik hans til þess að lið- sinna svona mörgum. Lítillæti hans, er dýrðin sem hljóðlátu starfi hans ber er sungin öðrum til hróss. Þessa adlum við samstarfsfólk hans að minnast í dag 8. maí kl. 20.30 í safnaðar- heimilinu, bera honum og gestum finna á lika að fagna miklu ástríki og virðingu barna, tengdabarna og ekki síst barnabarna sinna. Eins mun hugur annars frændliðs og sveitunga. Á hverju sumri kemur Kolfinna heim í Laxárdal með barnabörnin með sér, og þegar ég kom þangað í fyrrasumar tók hún á móti mér á bæjarhellunni með sinum venju- legu, hlýju ávarpsorðum: „Æltl- arðu ekki að koma inn og fá þér kaffisopa." Mér fundust barnabörnin í kringum hana þá vera öfundsverð af þvi að mega fylgja ömmu sinni í sveitiria og frelsið. Ég veit að sveitungar hennar munu fagna komu hennar í sumar, ekki síst félagskonurnar í kvenfélaginu hennar að ógleymd- um William frænda hennar sem nýlega fyllti áttunda tuginn. Ég skapa mér það, að það hafi ekki verið Kolfinnu Ijúft að flytja úr dalnum. Þó hygg ég að hún hafi aldrei orðað það við neinn. Hefur þar hvorttveggja ráðið raunsæi hennar svo og að börn hennar öll voru komin til Stór- Reykjavíkur. Ég færi Kolfinnu og fjölskyldu hennar innilegustu hamingjuósk- ir á þessum tímamótum með kæru þakklæti fyrir allt, sem ég hef notið í kynningu við hana, heimili hennar. hans afmælisdöðluköku. Við vit- um það ósköp vel, að Kristján er ekki svona stór af sjálfum sér, heilladísin hans hún Lilla á sinn þátt í þökk okkar, en hvar skilin eru á milli þeirra treystum við okkur ekki að greina, svo að við Til sölu ma: Smáibúðarhverfi 2ja herb. ný uppgerð ibúð i fjórbýlishúsi. Verð 4.5 millj. Útb. 3.3 millj. Breiðholt tvær 3ja herb. ibúðir á 5. hæð i háhýsi. Verð 7 til 7.5 millj Útb. 5 millj. Njálsgata 3ja herb. ibúð i steinhúsi. Verð 5.7 millj. Útb 3.7 millj. bara bjóðum henni með og segj- um: Hafið þökk fyrir það starf er þið hafið unnið söfnuði okkar, og hamingjudisir forði ykkur enn í mörg ár frá öllu daðri við ellina, en leiði ykkur um sumarlendur. Samstarfsmaður. Laugarnesvegur 5 herb. íbúð i sérflokki. Verð 1 1 millj. Útb. 7 til 7.5 millj Penthause 6 herb. 200 fm penthause. Uppl. aðeins veittar i skrifstof- unni. Hef kaupanda að 6 herb. sérhæð i Vesturbæ. Einnig höfum við kaupendur að öllum stærðum ibúða. Skipti möguleg. Opið í dag frá 9—6 á morgun frá 1 —6. AF9IIP sr FaMeiqnajala Lauqaveqi 33 jimi 26644 DUGGUVOGI23 S35G09 Smíðum innréttingar — sýningareldhús á staðnum Opið í dag frá kl. 9—6 SÍMAR 21150 - 21370 Opið í dag og bjóðum til sölu ma: Fullgerð úrvals íbúð 3ja herb. á 1. hæð við Dvergabakka, um 80 fm. Vélaþvottahús. Fullfrágengin sameign með bila- stæðum. Ennfremur góðar 3ja herb. íbúðir við Blikahóla og Hraunbæ. 4ra herb. íbúð við Fellsmúla á 2. hæð um 110 fm. Mjög góð íbúð. Sérhitaveita. Vélarþvottahús. Mikiðútsýni. Ennfremur góðar 4ra herb. íbúðir við Njörfasund, Rofa- bæ, írabakka og Dvergabakka. 5 herb. íbúð með bílskúr á 1 hæð um 1 1 7 fm við Háaleitisbraut. Vélarþvottahús. Góð sameign. Ennfremur ný og góð 5 herb. íbúð í háhýsi við Dúfnahóla með góðum bílskúr. Ný úrvals eign endaraðhús við Vesturberg um 160 fm á tveimur hæðum. Næstum fullgert. Bílskúr. Verð kr. 13.5 millj. Selfoss — Reykjavík — Skipti Einbýlishús í smíðum um 140 fm auk bílskúra, fokheld og íbúðarhæf til sölu með góðum kjörum. Skipti á íbúð í Reykjavík koma til greina. Ný söluskrá heimsend. ALMENNA FASTEIG NASAL AN LAUGAVEGI 49 SÍMAR 21150-21370 Vantar þig afdrep? Kári Arnórsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.