Morgunblaðið - 08.05.1976, Page 10

Morgunblaðið - 08.05.1976, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. MAÍ 1976 SMÁBÁTAÚTGERÐ Rabbað við Ása í Bœ sem er aftur kominn á sjóinn hérna, maSur, þegar lundinn er að koma ÞaSeralveg ofsalegt, uss." Ási fékk núna sem sagt pléss hjá gömlum kunningja slnum, Hilmari á Sigurbimi — „hann var hér efni- legur skakmaður þegar ég var í blóma Iffsins. þetta er ágætur maSur aS vera meS. ViS höfum sótt hérna á gömlu miðin og erum komnir meS um 16 tonn þaS sem af er." Ási var spurður aS þvf hvort sá guli hefSi nokkuð svikið hann í tryggS- Framhald á bls. 30 „Sko vélin tekur lífs- strauminn af nianninum" ÞEGAR kemur fram I aprfl er það segín saga að dálítið annar svipur færist yfir ásjónu sjávarplássanna við suðvesturströnd landsins — á einhvern hátt bjartari og ákafari. Fólkið finnur að vorið er í nánd og vertfðin fer senn að komast f há- mark, þótt ekki sé yfir miklu að státa nú á dögum. En mestu skiptir að um þetta leyti halda trillukarlarnir til veiða fyrir alvöru, og fáir setja eins mikinn svip á plássin og þeir. Trillu útgerðin er nefnilega heimur út af fyrir sig, og að margra dómi mest heillandi allra þátta útvegsins, senni lega vegna þess að menn eru ein hvem veginn f miklu nánari tengsl um við hafið og fiskinn á svona litlum bátum en á hinum stærri og afkastameiri fiskiskipum. Trillukarlar þrffast Ifka illa á fiskiskipunum, því að þeir eiga þar ekki heima. Það er eitthvað álíka og að setja listamann í útskurði á vélsög í trésmiðju. Sú fullnægja sem trilluútgerðin veitir laðar til sín fleiri en atvinnu mennina, því að það færist stöðugt í vöxt að örgustu landkrabbar verði sér úti um trillu og fari á færi f tómstundum. Árangurinn er auð- vitað misjafn. Það má til dæmis segja frá nokkrum vinnufélögum, sem keyptu sér trillu í Keflavík og eyddu sfðan mörgum vikum f að mála hana og dytta að henni á annan hátt. Loks settu þeir hana á flot fyrir aftan Slysavarnafélagshúsið á Granda og fóru til að sækja kunningja þeirra, frægan skipa miðlara hér í borg. til að sýna gripinn og fá blessun hans. Þegar þeir komu hins vegar til baka með skipamiðlar ann var trillan horfin. Vinnufélagarn- ir voru sannfærðir um að trillunni hefði verið stolið, og ætluðu að fara að sækja lögregluna, þegar skipa miðlarinn benti út f höfnina og sagði: „Er hún kannski þarna?" Viti menn — þama stóð einmana masturstopp- ur upp úr sjónum. Eftir langa mæðu tókst að ná trillunni upp og við athugun sérfræðinga kom í Ijós, að hinir nýju eigendur höfðu gleymt að setja negluna f bátinn. Þeir seldu trilluna skömmu síðar. Þetta voru auðvitað reykvfskir landkrabbar. Græningjar af þessu tagi eru ekki til í Vestmannaeyjum. þvi að þar er útgerð mönnum í blóð borin, og atvinnumenn og áhuga menn um skak una glaðir við sitt hlið við hlið. Menn sem jafnvel eru löngu fluttir á brott, snúa aftur til baka eftir langt hlé til að komast svolitla stund i kast við hafið og þann gula. Þannig er þessu t.d. farið um Ása í Bæ, þann þjóðkunna vísnasöngvara, lagasmið og rithöfund, sem undan farið hefur verið á skaki f Eyjum með Hilmari á Sigurbirni, en þess ber þó að gæta að Ási á að baki glæstan feril sem aflakló. „ Ég fór fyrsta róðurinn héðan 9. aprfl sfðastliðinn," sagði Ási þegar við hringdum í hann til Eyja á dögun- um. „Ég hafði ekkert verið við þetta um langan tfma fyrr en f fyrrasumar hérna og þá lifnaði bálið heldur bet ur. Þá var ég hérna f mánuð á lúðu- veiðum og það kveikti f mér fiski löngunina. Hún hafði aldrei slokknað alveg en var komin svona „down below". Og mér leiðist Reykjavík f aprfl, þá langar mann eitthvað til að finna slorlykt og sjá fuglabjörgin Atvinnumennska og SIGURGEIR Jónasson, fréttaritari Mbl. í Eyjum, sendi okkur þessar myndir af atvinnumönnum og áhugamönn- um um smábátaútgerð í Eyjum, svo og myndirnar af Ása i Bæ hér að ofan. Lengst til hægri er Siggi i Bæ, bróðir Ása, atvinnumaður í trilluútgerð og aiþekkt aflakló. Hann er hér að koma að á Hvítingi með tæp 4 tonn af vænum þorski, sem hann og Óli sonur hans fengu eftir daginn. Þeir voru við Sandgrunnið og eins og sjá má er aflinn fallegur en það er ekki létt verk að landa þessum stóru skepnum, sem eiga að vera löngu útdauðar sam- kvæmt öllum spám. Ilér sjáum við hins vegar áhugamennina. Barðinn kemur í höfn vel hlaðinn en áhöfnin var skipuð einum skrifslofusljóra, verzlunar- manni, kaupmanni og útgerðarstjóra, sem brugðu sér á skak einn sunnudaginn og komu með 4 tonn af fiski, sem gerir um 200 þúsund krónur. Þokkalegur afrakstur á hvíldardegi. Þ<*ssir eru hins vegar iOnaAarmenn og hrugrtu sér einifí í hanrifa*raróAur á Þrasa. Þetia sport reyndist þeim einnig arðbært, því að þeir komu að með fullan bát og um 100 þúsunri krónur í aflahlut alls. Strákarnir á Lgga komu með rúm 1100 kg og voru sa*milega ána*gðir. Einn þeirra er verkstjóri en hinir bílstjórar. ok hafa þeir haft þann hátt- inn á að róa fyrripart riagsins en síðan keyra á kvölriin og nóttinni, þef»ar stóru hátarnir koma að til lönriunar. leioinni Áfram veiðar the latest cod-war crlsis comes after a fortnight's campaigri' of renewed narassment. there have oeen ten warp-cutting incídents and three collislonsj onLy haLf of the 4o trawlers in the disputed grounds two •//eeKS ago are stiLL fishing tnere. a oritish trawLers, federation spo*esman said they had advised SKippers to carr^^n^fishing in the Licht of tomcrro/T’s Þetta skeyti barst okkur frá AP-fréttastofunni, í þann mund sem brezku togararnir á íslandsrrViðum voru aS búa sig undir að sigla af miðunum. Niðurlag skeytisins kveikti þá hugmynd í kolli okkar hvort ekki væri þama komið tilvalið viðfangsefni fyrir framleiðendur Carry on. . . myndanna, sem hvað vinsælastar hafa orðið í Bretlandi og meðal kvikmyndahúsgesta í Háskólabfói auðvitað. Vonandi kemur starfs- maður Bretlandsdeildar franska sendiráðsins, Brian Holt, henni áleiðis til réttra aðila. Samtök brezkra þjófa? Ekki eru eintóm illindi á miSunum milli varSskipsmanna og brezkra togaramanna, enda þótt oft skerist I odda. Núna um daginn sigldi til dæmis eitt varSskip fram á brezkan togara, sem bar skammstöfun togarafyrirtækis slns — B.U.T. eSa British United Trawlers. Skipverjar á varSskipinu gátu þá ekki stillt sig og kölluSu yfir til togarans og spurSi hvaS B.U.T. MERKTI — hvort þaS stæSi kannski fyrir British United Thieves. I gegnum talstöSina heyrSu varSskipsmenn þá ógurlegar hláturrokur skipstjórans á togaranum unz hann gat stuniS upp: „Oh, you bloody bastard." Hagsmunir eða hvað? í nýútkomnu fréttabréfi Verkfræðingafélags íslands ritar Július Sólnes, prófessor, forsíðuleiðara, sem hann nefnir „Jarðstöð eða nýlendukúgun". í greininni deilir Júlfus hart á íslenzk stjórnvöld og Póst- og símamálastjórn vegna fyrirætlana um að láta leggja hingað nýjan sæsímastreng samkvæmt samkomulagi við Mikla norræna rit- sfmafélagið. Sfðan segir Júlíus orðrétt: „Ekki er því til að dreifa, að hér sé verið að spara þjóðinni fjárútlát. Lagning hins gamla notaða sæsímastrengs, sem Mikla norræna ritsíma- félaginu þóknast aðfleygja f okkur, kostar um 650 milljónir. Viðeigum að greiða helming þessa eða um 325 milljónir. Óvfst er um lánskjör á þessum fjárútlátum. Jarðstöðin, hins vegar, kostar um 850 milljónir og munu jafnvei vera • athugun enn lægri tilboð. Þannig hafa t.d. Japanir og Kanadamenn boðið mjög hagstæð lánskjör eða allt að 90% til langs tfma. Þá má og geta þess, að margfalt meiri tekjur verða af rekstri jarðstöðvarinnar en sæstrengsins og er því verðmunurinn, 200 milljón- ir, léttvægur. Stjórnvöld hafa látið í veðri vaka að annaðhvort þurfi að rifta samningnum, ef byggja eigi jarðstöðina, eða leggja sæstrenginn. Nú er spurt, hefur þaðekki verið athugað hvort mikla norræna ritstfmafélagið hefði ekki alveg eins fengizt til þess að reisa jarðstöðina í félagi við íslendinga og þá innan samningsins. Eru það ef til vill hagsmunir einhverra hér á landi, að Mikla Norræna ritsfmafélaginu græðist fé á því að geta komið aflóga kapli f notkun?" Það sem koma skal í Svalbarðsstrandarhreppi búa stórhuga bræður eftir þvf sem bezt verður séð af sfðasta hefti Sveitarstjórnarmála. Það eru þeir Haukur Halldórsson f Sveinbjarnargerði, sem er annar af tveimur mestu mjólkurframleiðendum landsins, og Jónas Halldórsson, sem rekur fuglabúið Fjöregg, sem vera mun eitt stærsta alifuglabú landsins. Þeir bræður hafa verið kvaddir til á ráðstefnur til að greina frá ýmsu því sem þeir hafa brotið upp á til að auka framleiðni búanna. Á kúabúinu til að mynda eru um 80 mjólkandi kýr, sem gefa af sér um 30 þúsund Iftra mjólkur á mánuði. Tímamælingar sýna, að við hirðingu á hverri kú er varið 6—7 mínútum á dag samanborið við hálfa klukku- stund á venjulegu búi. Mjaltir fara fram úr gryfju og kýrnar fá eingöngu vothey, heykökur og karnfóður en ekki þurrhey eins og algengast er. Haukur Halldórsson hefur greint frá þvf, að fjármagnskostnaður og fyrning við búreksturinn nemi um 40% framleiðslukostnaðarins en vinnulaun um 20% en í útreikningum búvöruverðsins er almennt gert ráð fyrir að vinnulaun séu 45% en fjármagnskostnaður og fyrning 8%. „Nú er lundin létt og kát” Sumarstemning er að færast yfir landið. ilmur I lofti, sauðburður á næstu grösum. lækir spretta fram og það hýrnar yfir augum Við leituðum fregna hjá fréttaritara okkar Jens I Kaldalóni, Bæjum, Snæfjallahreppi. Norður-jsafjarðarsýslu. og inntum eftir vorkomunni. Jens í Kaldalóni var að vanda hinn hressasti og sumarið var aldeilis hlaupið í hann eins og frásögn hans ber með sér og vlsukorn: „Veturinn kvaddi hér með logni og hita og því bllðasta veðri. Mikiil vatnagangur hefur verið i leysingunni undanfarið, og þvi nokkuð runnið úr vegræsum, en fært er nú á bílum um allt Djúpið, nýbúið að moka hið svokallaða Lónseyrarleiti. sem ekki var þó nema nafnið eitt, þar sem snjórinn var svo litill, að rétt þurfti að strjúka smákafla með ýtutönn. Sumarið heilsaði einnig með eindæma bliðu, lognstillu og hlýju. og eru því vonir manna bjartar með sumarkomunni. í dag er Djúpbátnum Fagranesi fagnað sem sumarkomunni hér i Djúpi i fyrstu ferð sinni nú eftir um það bil mánaðarstopp, með nýja skrúfu. öxul og i nýmáluðum sumarskrúða. en þetta farsæla skip er lífæð okkar Djúpmanna í samgöngum öllum. Nýlega var settur saman rafmagnsstrengurinn yfir Kaldalónið, og rafmagni frá Blævardalsárvirkjun hleypt hér á 2 bæi. þ.e. í Bæjum. Nú er lundin létt og kát, þvi nú er komið vorið. Vetur gamli er orðinn mát, og æsku Ijómar sporið. Sáð er fræi i blómabeð, og allvel upp er skorið. Alltaf kætist hugur með, er aftur kemur vorið. Gleðilegt sumar. Jens í Kaldalóni. Umsjón: Björn Vignir Sigurpálsson. 14 «44 4 4 4 4444-4 444 4 4 444 4 4 4 4 f I i 4 M 4 4 4 4 4 4 4 444144%44444441 k k 4 »*Jtel*»*i* Þhi 4 é 1 i é

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.