Morgunblaðið - 08.05.1976, Page 18

Morgunblaðið - 08.05.1976, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. MAl 1976 Samíð við Loft- leiðaflugmenn — Yfir 300 Framhald af bls. 3 þrjú efstu fyrirtækin í hvorum flokki skrautskeifur og knapar sigurhrossanna fá verðlauna- pening. Fákur vill stuðla að því að gera daginn sem skemmtilegastan fyrir yngstu borgarana. í því skyni verður börnum m.a. gefinn kostur á því að skreppa á bak. Reiðskólahestar Fáks verða til reiðu kl. 4—5 í tamningagerði við hesthúsin. Verði veður gott er ekki ótrúlegt, að nýkastað folald vilji sýna sig f tilefni dagsins. Keppnin hefst stundvíslega kl. 3, en knapar eiga að mæta með hesta sína ekki síðar en kl. 2 svo allt gangi snurðulaust fyrir sig. — Fóstbræður Framhald af bls. 3 Þriðjudagurinn 11. maí heldur Erlingur Vigfússon sjálfstæða tónleika á vegum Karlakórsins Fóstbræðra í Austurbæjarbíói. Hefjast þeir tónleikar kl. 19:00 og mun Ragnar Björnsson annast undirleik. Efnisskráin verður fjölbreytt eftir innlend og erlend tónskáld. Miðvikudaginn 12. maí hefjast svo í Háskólabíó árlegir sam- söngvar Karlakórins Fóstbræðra fyrir styrktarfélaga, og verða þeir kl. 19:00. Aðrir tónleikar eru föstudaginn 14. maí kl. 19:00 og þriðju og síðustu laugardaginn 15. maí kl. 17:00. Stjórnandi er Jónas Ingimundarson, einsöngv- arar Erlingur Vigfússon og Krist- inn Hallsson og undirleik annast Lára Rafnsdóttir. Efnisskránni er skipt í fjóra hluta; Islensk þjóð- lög, norræn lög, iög eftir núlif- andi islensk tónskáld og lög eftir lálin íslenzk tónskáld. — Hafréttar- ráðstefnan Framhald af bls. 1 lagði frumvarpið fram, að engin af þeim breytingartillögum, sem lagðar hefðu verið fram hefðu notið það mikils fylgis að mögu- leikar hefðu verið á að þær mættu ná fram að ganga. En sem kunnugt er af fióttum frá þessum áfanga hafa landfræðilega af- skiptu ríkin eins og t.d. V- Þýzkaland beitt sér af hörku fyrir breytingum, sem gæfu þeim sér- réttindi, en baráttu þeirra hefur nú lokið með ósigri í þessari orrustu. Rétt er að rifja hér upp orðalag 50. og 51. greinanna, en í þeirri fyrrnefndu segir m.a. orðrétt: „Strandríkið ákveður sjálft leyfi- legan hámarksafla innan efna- hagslögsögunnar. Strandríkið skal á grundvelli beztu fáanlegra gagna og með réttum verndunar- og stjórnunaraðgerðum tryggja að fiskstofnarnir innan efnahags- lögsögunnar verði ekki ofveiddir. Skulu strandríkin og hlutaðeig- andi svæðastofnanir hafa sam- starf í því skyni. 1 51. greininni er m.a. komist svo að orði: „Strand- rfki skal ákveða möguleika sína til hagnýtingar á auðlindum hafs- ins innan efnahagslögsögunnar. Nú hefur það ekki getu til að hagnýta allt leyfilegt aflamagn og skal það þá með samningum og í samræmi við 4. málsgrein veita öðtum ríkjum aðgang að umfram- magni leyfilegs hámarksafla. En í þessari 4. grein segir að strand- ríki geti m.a. sett skilyrði um leyf- isbréf og leyfisgjöld um þær teg- undir, sem veiða má og magn, veiðitímabil, veiðisvæði, gerð stærð og fjölda skipa, sem nota megi, lágmarksst erð fisks og löndunarhluta afla i hlutaðeig- andi strandríki. Þrátt fyrir að 'þessi kafli um efnahagslögsöguna hafi verið lagður fram óbreyttur hafa verið gerðar miklar bre>iíngar á köfl- unum um alþjóðahagsbotnssvæð- iðog mengun og visindarannsókn- ir, og heilum bálkum þar verið umturnað frá Génfartextarium. Um 1400 fulltrúar 150 rikja sátu fundinn f New York. Að fundinum Ioknum sagði forseti ráðstefnunnar Hamilton S. Amerashinghe að þrátt fyrir að árangur hefði náðst á ýmsum sviðum færi því fjarri að sam- komulag væri að nást. — Mikill gleðidagur Framhald af bls. 1 sinni að ná samkomulagi án at- kvæðagreiðslu, en liggi það ljóst fyrir eftir 2—4 vikur að það verði ekki hægt er ætlunin að ganga til atkvæða. — Er mikill ágreiningur ennþá meðal aðildaríkja? — Já, það er mikill ágreining- ur, einkum um alþjóðahafs- botnssvæðið og svo halda auð- vitað landfræðilega afskiptu rikin áfram baráttu sinni fyrir sérréttindum innan efnahags- lögsögunnar og við komum til með að lenda í sama slagnum við þau á næsta fundi, en það hefur óneitanlega styrkt okkar aðstöðu að textinn frá því í Genf skyldi lagður fram óbreyttur. — Hvernig er hugur í mönn- um; hefur þetta eitthvað verið rætt í dag? — Nei, þessi texti verður ekkert ræddur fyrr en í ágúst og hljóðið í mönnum er auð- vitað upp og ofan, margir ánægðir aðrir óánægðir. — Ef við tökum efnahagslög- sögukaflann frá, hafa einhverj- ar breytingar verið gerðar á öðrum köflum? — Það hafa miklar breyt- ingar verið gerðar á köflunum varðandi alþjóðahafsbotns- svæðið og mengun og vísinda- rannsóknir, en ekkert sem okkur snertir. — Hverjir hafa verið okkar helztu bandamean? — Þeir koma úr öllum áttum, en ég hef alltaf átt sæti í strandríkjahópnum og Even- sennefndinni, en auk þess hefur maður ekki síður lagt áherzlu á náið samstarf við and- stæðingana til að reyna að lægja öldurnar og reyna að greiða fyrir samkomulagi. — Þú er þá ánægður með árangurinn af starfi ykkar á þessum fundi? — Já, ég er harðánægður. - Jarðskjálftarnir Framhald af bls. 1 Þótt jarðskjálftanna hafi orðið vart um meira en hálfa Italíu, ollu þeir engu tjóni á þekktum lista- verkum landsins. Skakki turninn frægi í Pisa haggaðist til, en hvorki féll um koll né skekktist umfram það sem var fyrir. A torgi heilags Markúsar í Feneyjum vaggaði klukkuturninn, sem er rúmlega 100 metra hár, en varð ekki fyrir neinu tjóni. Sama er að segja um hallir Feneyja. Aðal jarðskjálftasvæðið er 65 kílómetra fyrir norð-austan Fen- eyjar, við rætur Alpafjalla, þar sem um 20 bæir og þorp eru í rúst. Jarðhræringarnar í gær eru einhverjar þær mestu, sem orðið hafa á ítalíu í manna minnum, og þær mannskæðustu síðan 1930, þegar 1425 manns fórust i jarð- skjálfta á Irpinia-svæðinu fyrir austan Napóli. Mannskæðasti jarðskjálfti, sem um getur á ítal- íu, varð á Sikiley árið 1908, en þá er talið að 123.000 manns hafi farizt. Seint í kvöld hafði björgunar- liðið dreift mat til 22 þúsund manna, slegið upp 500 tjöldum og komið fyrir 6.000 rúmum með teppum fyrir heimilislausa. I Napólí þyrptust kaþólikkar til kirkju sinnar til bænahalds — bæði til að biðja fyrir þeim látnu og biðja um að storknað blóðið á styttunni af heilögum Januariusi, dýrlingi staðarins, yrði að vökva. Það er trú íbúa Napólí að ef þetta storknaða blóð dýrlingsins verður ekki að vökva tvisvar á ári, í ann- að skipti fyrsta laugardag í maí, séu hörmungar framundan. Þetta hefur enn ekki gerzt í ár. — Allar freigáturnar Framhald af bls. 32 SKRUFUBLÖÐ A bakborðsskrUfu TYS BROTNUÐU Falmouth sigldi þrisvar sinnum á varðskipið Tý í fyrrakvöld. Fyrst sló hún skutnum utan í varðskipið en skemmdir urðu litlar og í annað skiptið renndi hún stefninu beint inn I bak- borðshlið varðskipsins. Hallaðist það um 60 gráður við áreksturinn, en Guðmundur Kjærnested lét það þó ekki á sig fá og þegar varðskipið hafði rétt sig við, setti hann á fulla ferð að næsta togara, Carlisle GY 681 og klippti aftan úr honum vörpuna. Þetta var ekki alveg eftir kokkabókum freigátu- herrans á Falmouth, sem réðst nú aftur til atlögu við Tý og sigldi á ný á bakborðssíðu hans. Lagðist Týr aftur á stjórnborðshlið og var halli skipsins engu minni en í fyrra skiptið. I þessum árekstri stórskemmdist Falmouth eins og áður er getið, m.a. vegna þess að bakborðsskrúfa varðskipsins lenti í freigátunni og brotnuðu öll blöð hennar af. Er það alvarlegasta skemmdin á Tý, sem að öðru leyti slapp furðanlega í þessari atlögu. Má nærri geta hve skrúfa Týs hefur tætt búk freigátunnar. 1 báðum þessum árekstrum, snerist Týr um 180 gráður eða í hálfhring og sneru skipin skutnum sairian á eftir. Skrúfuskemmdin ávarðskipinu Tý er alvarlegasta skemmdin, sem orðið hefur í þessum árekstr- um í fyrradag og gær, en þeir eru alls 8 talsins (3 á Tý, 4 á Óðin og einn á Baldur). Pétur Sigurðsson, forstjóri Landhelgisgæzlunnar, sagði í viðtali við Mbl. í gær að skrúfurnar á Tý væru sérsmíðað- ar, en þær eru skiptiskrúfur. Hann kvað blöð skrúfanna vera þannig gerð, að þau ættu að brotna ef skrúfan yrði fyrir óeðli- lega mikilli mótstöðu. Mun það vera gert til þess að gír og annar útbúnaður skemmist ekki. Pétur kvað verið að kanna skemmdirnar, til væru nokkur blöð hjá Landhelgisgæzlunni, en sjálfsagt ekki nógu mörg. Væri verið að kanna möguleika á að bæta þetta tjón á sem skemmstum tima. MERMAID ENN A MIÐUNUM. Freigátan Mermaid F-76 var í gær enn á miðunum með hálfs annars metra rifu og 50 cm breiða á miðri bakborðshliðinni. Er rifan talsvert fyrir ofan sjólinu. Þessa rifu fékk freigátan eftir viður- eign við Baldur i fyrrakvöld. Reyndi hún að sigla á varðskipið, sem varði sig með því að beita skutnum. Engar skemmdir urðu á Baldri. Þá munu talsverðar skemmdir hafa orðið á Gurkhu við ásiglingar hennar á Óðin í fyrrakvöld og sáust skemmdirnar greinilega úr flugvél Landhelgis- gæzlunnar í gær. Ekki mun hafa Jkomið á hana gat i fyrrakvöld, en er hún sigldi á Óðin aftur í gær kom gat ofarlega á bóg hennar eins og áður er sagt. Islenzka ríkisstjórnin mótmælti harðlega ásiglingum freigátanna við brezk stjórnvöld i gær. — Hópast til suðurlanda Framhald af bls. 2 ferðir suður á bóginn í sumar og getur tekið 126 manns í hverja ferð. Sagði Jón sem dæmi, að seinnipartinn í júlí, ágúst og sept- ember væri yfirleitt búið að full- bóka í flestar ferðir og mjög vel bókaðist í ferðirnar þangað til. „Við erum því ágætlega ánægðir með útkomuna," sagði Jón „og er þetta sízt verra sumar en í fyrra, ef ekki betra.“ GENGIÐ hefur verið frá kjara- samningum flugmanna Loftleiða og gildir samkomulagið til 15. október 1977. Að þessu sinni er samið sérstaklega við hvern hóp flugliða innan Flugleiða, og eru að hefjast samningaviðræður við flugmenn Flugfélags fslands svo og flugvélstjóra og flugumsjónar- menn beggja félaganna. Er að þvf stefnt að þeir samningar gildi einnig til haustsins 1977 en þegar hefur verið samið við flugfreyjur til þess tfma. Örn Johns.on, forstjóri Flug- leiða, staðfesti I samtali við Morgunblaðið I gær að samið hefði verið við flugmenn Loft- leiða nú í vikunni. Kvað hann samninga við flugmenn Flug- félagsins svo og flugvélstjóra og flugumsjónarmenn beggja félaganna vera að fara I gang á næstunni. AÐGERÐUM fslenzkra náms- manna við scndiráðið í Kaup- mannahöfn lauk um tvöleytið í gær. Hópurinn sem tekið hafði sér búsetu í sendiráðinu I einn sólarhring yfirgaf þá sendiráðið og sameinaðist nokkrum hópi námsmanna, sem safnast hafði saman utan við sendiráðið. Var þar efnt til útifundar þar sem námsmenn báru spjöld með slag- orðum um kröfur sfnar og einn rauður fáni blakti. Að sögn sendi- herrans, Agnars Kl. Jónssonar, voru innan við 50 manns á þess- um fundi en námsmenn f Kaup- mannahöfn um þessar mundir eru á þriðja hundrað. Sagði sendi- herrann að allar hefðu þessar aðgerðir farið mjög friðsamlega fram, og mótmælendur sýnt London, 7. maí — AP, Reuter A FIMMTUDAG fóru fram bæja- og sveitastjórnakosningar f Eng- landi og Wales. Alls voru kosnir um 16 þúsund fulltrúar, og urðu úrslitin mikið áfall fyrir Verka- mannaf lokkinn. Ihaldsflokkur- inn bætti við sig um 1.500 fulltrú- um, Verkamannaflokkurinn tap- aði rúmlega 1.200 sætum, Frjáls- lyndi flokkurinn tapaði rúmlega 200 sætum, en þjóðernissinnar f Wales unnu um 35 sæti. íhaldsflokkurinn virðist hafa bætt við sig um 15% atkvæða miðað við síðustu bæja- og sveita- stjórnakosningar, en erfitt er að dæma eftir þeim úrslitum þar sem kjörsókn er mun minni en í þingkosningum. Var kjörsókn að þessu sinni um 35% atkvæðis- Um samningana við flugmenn Loftleiða sagði örn, að þeir væru I flestum atriðum áþekkir samningum ASI og einnig með hliðsjón af Isal-samningunum svonefndu. Hann kvað hins vegar mjög lítið hafa verið af sér- ákvæðum í þessum samningum en sagði jafnframt að fengist hefði fram rýmkun á vinnutíma- reglum flugmanna í leiguflugi, sem væri mikið atriði fyrir flug- félagið. örn kvaðst vænta þess að samningar tækjust einnig við hina flugliðahópana án átaka, og væri að því stefnt að fá alla samningana til að gilda fram til 15. október á næsta ári, þannig að innan flugliðahópsins yrði vinnu- friður tryggður næstu tvær ver- tíðar, eins og hann orðaði það. fyllstu prúðmennsku. Sendiherrann sagði, að í kring- um 25 manna hópur hefði hafzt við í sendiráðinu yfir nóttina. Hann kvað fólkið hafa haldið sig í biðstofunni og á göngum, enda hefði hann tekið af því það loforð að fara ekki inn á skrifstofurnar eða hrófla við neinu, og við það verið staðið. Á útifundinum hefði verið samþykkt ályktun um náms- lánamálin, sem hann befði síðan komið áleiðis til utanríkisráðu- neytisins, og 1 lok útifundarins sem stóð í rétta hálfa klukku- stund hafi honum verið afhent bréf, þar sem mótmælendur þökk- uðu honum og starfsfólki sendi- ráðsins fyrir að koma umkvörtun- um námsmanna á framfæri við viðkomandi yfirvöld. bærra kjósenda. Urslitin eru talin sérstakt áfall fyrir ríkisstjórn Verkamannaflokksins, Helztu borgirnar, þar sem Ihaldsflokkurinn vann nú meiri- hluta af Verkamannaflokknum voru: Birmingham, Leeds, Nott- ingham, Derby, Southampton, Exeter, Oxford, Rochdale og heimakjördæmi James Callag- hans forsætisráðherra, Cardiff. Þótt þessar kosningar séu ekki jafn öruggur mælikvarði á fylgi flokkanna og þingkosningar, þyk- ir nú ljóst að ekkert verður úr því að ríkisstjórnin boði til þingkosn- inga á næstunni til að tryggja sig f sessi, en stjórnarandstöðuflokk- arnir hafa samanlagt meirihluta á þingi. Lionsmenn í Kópavogi selja mold LIONS-klúbburinn Muninn f Kópavogi mun selja mold til íbúa á höfuðborgarsvæðinu sem eru á höttum eftir gróður- mold f garða sfna en þetta er annað árið sem klúbburinn gengst fyrir moldarsölu af þessu tagi f fjáröflunarskyni, en þeim fjármunum sem inn koma verður varið til styrktar æskulýðsstarfinu f Kópavogi og málefnum vangefinna. Þeir Muninsmenn selja moldarfarminn á 2.500 krónur en allt er þetta unnið í sjálf- boðavinnu og bílar til aksturs og grafan fengin að láni. Þegar í gærkvöldi höfðu borizt um 100 pantanir á mold til þeirra Lionsmanna I Kópavogi en þeir aðrir sem hafa hug á að fá mold í garða sína geta pantað hana hjá Þór Erling f síma 42478 og hjá Jóni Einarssyni í síma 41938. Sendiráðstakan í Khöfn: Aðgerðum lauk með 50 manna útifundi Sigur íhalds - — í bæja- og sveitastjórn- JL LI. C/WM. K X I. (C/ arkosningum í Engiandi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.