Morgunblaðið - 08.05.1976, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 08.05.1976, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. MAl 1976 19 - Geirfinnsmálið Framhald af bls. 32 kvöldi. Liggur þvl ekki fyrir, hvort umræddur maður hefur verið úrskurðaður I gæzluvarð- hald. Ef svo er, sitja alls 9 manns ( Sfðumúlafangelsinu f tengslum við hvarf Geirfinns Einarssonar og Guðmundar Einarssonar. — Landflótta- frétt Framhald af bls. 2 færu utan. Astæðan væri sú, að Ölafur ætlaði í framhaldsnám í iðn sinni í Svíþjóð og hygðust þau dvelja þar í 1—2 ár. Þetta hefði verið ákveðið um s.l. áramót og hefði það orðið að samkomulagi að tvær fjölskyldur færu saman út, þ.e. fjölskylda Ólafs og Þórdísar og svo fjölskylda Einars Adolfssonar málara, en hann og Ólafur voru vinnufélagar hjá skipasmíðastöð Þorgeirs og Ellerts. Einar og kona hans eiga dóttur i Svíþjóð og var það ástæð- an fyrir því að þau ætla að dvelja ytra þennan tfma. Báðar þessar fjölskyldur eiga íbúðir á Akranesi og hafa þær verið leigðar þann tíma sem fjölskyldurnar dveljast ytra. „Ég veit ekki til þess að aðrar fjölskyldur ætli að flytja til Svíþjóðar en eitthvað hef ég heyrt talað um það i bænum. Ég vil mótmæla því, sem má lesa út úr fréttinni í Þjóðviljanum, að við höfum verið forsprakkar að ein- hverjum landflótta," sagði Þórdfs að lokum. I ÆVINTVRALEIT „Ég hef íhugað að flytjast til Svíþjóðar og búa þar einhvern tíma en hef ekkert ákveðið. Það er ekki vegna þess að mig skorti atvinnu, þvert á móti heldur er þetta fyrst og fremst ævintýraþrá og það sagði ég Þjóðviljanum þótt það hafi ekki komizt á síður blaðs- ins,“ sagði Stefán Eyjólfson tré- smiður á Akranesi við Mbl. Hann sagðist hafa dvalið í Svíþjóð á yngri árum og langaði að vera þar einhvern tfma. „Ég hef næga vinnu og er þvf ekki að flýja land vegna atvinnuleysis. Ef ég fer, verð ég í Svíþjóð f 1—2 ár og leigi íbúðina mína á meðan. „Ég veit ekki til þess að það sé atvinnu- leysi í bænum, nema þá kannski í frystihúsunum," sagði Stefán. Blaðið ræddi við eina fjölskyldu enn, sem blaðamanni hafði verið bent á að væri kannski að flytja til útlanda. Kom í ljós að svo var ekki, heldur var hún að flytja til Reykjavíkur. Ekki gat blaðamað- ur grafið upp fleiri fjölskyldur i ferðahugleiðingum, og ekki gátu viðmælendur blaðsins bent á þær. EKKI EINS MIKIL ATVINNA OG BUlST VAR VIÐ Þá ræddi Morgunblaðið við Magnús Oddsson bæjarstjóra á Akranesi og spurði um atvinnu- ástand og horfur. Sagði Magnús að svo virtist sem atvinna yrði ekki eins mikil í sumar og reiknað var með og kæmi þar einkum tvennt til. Tveir togarar hafa hætt að landa á Akranesi, annar þeirra var seldur og hinn leigður til landhelgisgæzlustarfa og svo hitt, að framkvæmdir við Grundar- tangaverksmiðjuna virtust ætla að verða miklu minni en áætlað hefði verið og kannski engar. Sagði Magnús að búast mætti við frekar lítilli atvinnu f frystihús- um f sumar, þegar þar lönduðu bara tveir togarar. Þriðji skuttog- arinn er væntanlegur til Akra- ness um áramótin, og sagði Magn- ús að brúa þyrfti það bil á ein- hvern hátt. Vegna frestunar Grundartangaframkvæmda mætti búast við minni atvinnu hjá vinnuvélaeigendum og vörubíl- stjórnum en annars hefði orðið. „En einmitt að þessum tveimur ástæðum höfum við farið fram á það við ríkisvaldið að hraðað verði ýmsum framkvæmdum, sem eru á döfinni nú og gætu skapað atvinnu i sumar,“ sagði Magnús. Nefndi hann framlög til leigu- „Að kaupa sér sess með listamönnum” fbúða, nýs vegar til Akraness og hafnargerðar. Sagði Magnús að frestun framkvæmdanna á Grundartanga væru vonandi tfmabundin og mikil atvinna myndi skapast þegar þær hæfust aftur. Atvinna er næg hjá járn- iðnaðarmönnum að sögn Magnús- ar, en atvinna í byggingariðnaði ekki eins mikil og í fyrra, en þá var líka byrjað á byggingu 60 ibúða, fleiri en nokkru sinni. VANTAR IÐNAÐARMENN Loks ræddi Mbl. við Guðjón Guðmundsson, skrifstofustjóra hjá skipasmfðastöð Þorgeirs og Ellerts, sem er einn stærsti at- vinnuveitandinn á Akranesi. Sagði hann að næga atvinnu væri að fá hjá fyrirtækinu og vantaði alltaf iðnaðarmenn. Sagði hann að starfsmenn fyrirtækisins hefðu fasta yfirvinnu, 10 tíma og stundum meiri. Guðjón sagði að lokum, að næg verkefni væru framundan hjá fyrirtækinu. BLAÐINU hefur borizt eftirfar- andi frá Pólýfónkórnum: Herra ritstjóri! Vegna þess að dagblaðið Tíminn hefur tregðazt við að birta þessa athugasemd í heila viku biðjum við yður að lána henni rúm í blaði yðar. Hinn 28. apríl si. birtist f Tímanum grein eftir tónlistar- gagnrýni blaðsins, Sigurð Stein- þórsson, og bar hún yfirskriftina „JSB í Háskólabíói". Fjailaði greinin um flutning Pólýfónkórs- ins og hljómsveitar undir stjórn Ingólfs Guðbrandssonar á H-moll messu Bachs á páskum, um kór- inn sjálfan og þó einkum stjórn- anda kórsins og þessara tónleika. Söngfólk Pólýfónkórsins vill hér með vekja athygli ritstjóra Timans og lesenda blaðsins á þessu furðuskrifi tónlistargagn- rýnandans. Grein þessi var mikil að vöxt- um, sennilega u.þ.b. þrefalt ef ekki fjórfalt lengri en slfkar greinar eru yfirleitt í dagblöð- unum, hún var sett fram sem tón- listargagnrýni og hafði á sér slfkt yfirbragð. I reynd er ritsmíðin hins vegar undarlegt sambland gagnrýni, sleggjudóma og hótfyndni, en undir kraumar annarleg og ásækin hneigð til árásar á stjórnanda kórsins. Þessari grein verður ekki svarað hér i heild sinni af kórsins hálfu, enda ekki vani hans að svara eða mótmæla gagnrýni, jafnvel þótt ósmekkleg sé og á vanþekkingu reist, eins og flest í grein Sigurðar Steinþórssonar. Hið eina sem kórinn vill vekja athygli á, er sá makalausi áburður á hendur stjórnanda kórsins og kórsins alls, sem felst í skrifi þessu og einkum í niðurlagi þess. 1 niðurlagi greinarinnar segir beinum orðum, að feril sinn og árangur sem stjórnandi Pólýfónkórsins hafi Ingólfur Guðbrandsson keypt með peningum. „Að kaupa sér sess með listamönnum" er dómur gagnrýnandans um mark- mið og starf Ingólfs Guðbrands- sonar og Pólýfónkórsins undan- gengin 19 ár. Það er ennfremur dómur hans, „að afl þeirra hluta sem gera skal“ — afl peninganna — sé það afl, sem ráðið hafi til- gangi kórsins og kórstarfsins og valdið hafi erfiði sem árangri stjórnanda og kórs. Þessar stað- hæfingar — Þessi einkunnagjöf — um tónlistarstarfsemi stjórn- anda Pólýfónkórsins og allra þeirra fjölmörgu manna og kvenna, sem ásamt honum hafa myndað kórinn, er ekki einasta röng og ósanngjörn, heldur miklu framhald á bls. 12

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.