Morgunblaðið - 08.05.1976, Page 20

Morgunblaðið - 08.05.1976, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. MAÍ 1976 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Einkaritari Þekkt innflutningsfyrirtæki óskar eftir að ráða einkaritara sem annast getur sjálf- stætt bréfaskriftir á þýsku og ensku. Góð vélritunar- og hraðritunarkunnátta nauð- synleg Góð laun í boði fyrir hæfan umsækjanda. Umsóknir berist blaðinu fyrir 20. þ.m. merktar: „Einkaritari — 2224". Auglýsingateiknari Stór auglýsingastofa óskar að ráða aug- lýsingateiknara sem fyrst. Góð kjör og fjölbreytileg vinna. Umsækjandi leggi nafn sitt og upplýsing- ar um fyrri störf inn til blaðsins fyrir 12. þ.m. merkt: „Auglýsingateiknari — Fullri þagmælsku heitið. Starfsmaður óskast Flugleiðir H.F. óska eftir að ráða starfs- mann til innkaupastarfa í innkaupadeild félagsins sem fyrst. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi góða almenna menntun, viðskiptareynslu og vöruþekkingu. Um- sóknareyðublöð fást á aðalskrifstofu fé- lagsins og á söluskrifstofu Lækjargötu 2. Umsóknir sendist starfsmannahaldi Flug- leiða H.F. fyrir 1 2. maí n.k. F/ug/eidir H .F. Söiumaður Óskum eftir að ráða sölumann sem getur tekið að sér sölu og þjónustu á heims- þekktum raftækjum og rafbúnaði hjá einu af stærri fyrirtækjum á þessu sviði. Umsóknir með ítarlegum upplýsingum leggist inn til Mbl. fyrir 15. þ.m. merkt „Raftæki — 3883". ® Yfiriæknir Staða yfirlæknis við Lyflækningadeild Borgarspítalans er laus til umsóknar. Staðan veitist frá 1. janúar 1977. Umsækjendur skulu vera sérfræðingar í lyflækningum. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni ítarleg gögn varðandi vísindastörf þau, er þeir hafa unnið, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil sinn og störf. Laun samkvæmt kjarasamningi Læknafélags Reykjavíkur og Reykjavíkurborgar. Umsóknir skulu sendar stjórn sjúkrastofnana Reykjavíkurborg- ar, Borgarspítalanum fyrir 1. júli 1 976. Reykjavík, 4. maí 1976. Stjórn sjúkrastofnana Reykjavíkurborgar. Kennarar Kennarar Við Barnaskóla Akraness vantar eftirtalda kennara næsta vetur: Handavinnukennara drengja, Tónmenntakennara, 2 forskólakennara, Almennan kennara. Við Gagnfræðaskólann á Akranesi vant- ar nokkra kennara. Helstu kennslugrein- ar: danska, enska og stærðfræði. Umsókarfrestur er til 10. júní. Upplýsingar gefur form. skólanefndar, Þorvaldur Þorvaldsson sími 93-1408. Skó/anefnd Akraneskaupstaðar. Meinatæknar Meinatækna vantar til sumarafleysinga í Rannsóknardeild Borgarspítalans. Frekari upplýsingar veitir yfirmeinatæknir. Reykjaviðk, 4. maí 1976. BORGARSPÍTALINN Ósk um eftir að ráða bifvélavirkja sem fyrst. Mikil vinna. Gott kaup. Hafið samband við verkstjóra, (ekki í síma). Davíð Sigurðsson hf. Síðumú/a 35. Humarbátar Óskum eftir humarbátum í viðskipti í sumar. Hrað frys tis töð Eyrarbakka, upp/. ísíma 99-3107, 99-3117, 20138. Humarbátar Heimir h.f. í Keflavík óskar eftir humar- bátum í viðskipti á komandi humarvertíð. Upplýsingar gefur Hörður Falsson síma 92-2107 eða 2600. Keflavík. Lögmanns- skrifstofa Stúlka óskast strax til starfa á lögmanns- skrifstofu frá kl. 1 — 5. Umsóknir ásamt upplýsingum um mennt- un og fyrri störf, sendist Mbl. fyrir 12. maí n.k. merkt: „lögmannsskrifstofa — 2094". Kennara vantar við Barna og Gangfræðaskóla Eskifjarðar. Æskilegar kennslugreinar, stærðfræði, eðlisbræði, islenska og íþróttir, Ennfrem- ur vantar barnakennara. Umsóknarfrestur er til 24. maí. Nánari upplýsingar veitir skólastjóri Trausti Björnsson. Hreppsfélög — Sveitarfélög Takið eftir 32ja ára gamall vélvirkja og pípulagningameistari vanur logsuðu, raf- suðu, vélaniðursetningum og verkstjórn, óskar eftir föstu og góðu starfi, einhvers staðar á landinu, húsnæði þarf að geta fyigt Vinsamlega hringið í síma 99-1 681. Frá Vistheimilinu Sólborg, Akureyri. Viljum ráða kennara að heimilinu næsta skólaár. Æskileg er reynsla og sérmenntun í kennslu afbrigði- legra barna og að umsækjandi geti tekið að sér stjórn og skipulagningu þess skóla- starfs, sem fram fer á stofnuninni. Upplýsingar um starfið veita forstöðu- kona eða framkvæmdastjóri í síma 96 — 21755 frá kl. 1 3 — 17. Vistheimilið Sólborg, Akureyri. Skipstjóri Skipstjóra vantar strax á 80 tonna bát sem fer á humarveiðar. Tilboð með uppl. um starfsreynslu óskast sent Mbl. fyrir hádegi á mánudag merkt: „Skipstjóri — 3885" Skrifstofustúlkur óskast Stórt fyrirtæki í Reykjavík óskar eftir að ráða frá og með 1. júní n.k. stúlkur í eftirgreind störf: Símavarzla og vélritun Vélritun og almenn skrifstofustörf Einkaritarastarf Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist blaðinu sem fyrst merkt. „EVS: 3875". Skrifstofustarf Þekkt landssamtök óska eftir að ráða stúlku til vélritunarstarfa og símavörzlu. Próf úr verslunarskóla eða hliðstæð menntun áskilin. Æskilegt að viðkomandi geti hafið starf sem allra fyrst. Tilboð ásamt upplýsingum um fyrri störf sendist afgr. Morgunblaðsins merkt: „Skrifstofustarf — 2093" fyrir 1 5. þ.m. Rafmagnsveitur ríkisins auglýsa laust til umsóknar starf bókhalds- og skrifstofufulltrúa að svæðisskrifstofu Rafmagnsveitnanna á Egilsstöðum. Umsóknir með upplýsingum um mennt- un, aldur og fyrri störf sendist starfs- mannastjóra. Rafmagnsveitur rikisins Laugavegi 116 Reykjavík Tölvutækni h.f. óskar að ráða starfsfólk: Einkaritari sem jafnframt sjálfstæðum ritarastörfum annast að hluta til símavörzlu og umsjón skrifstofu. Ungur maður til starfa í kerfisfræðideild. Þarf ekki nauð- synlega að hafa hlotið undirbúnings- menntun á þessu sviði, þar eð hann mun fá þjálfum á vegum fyrirtækisins. Hann þarf hins vegar að hafa vald á ensku og þarf að geta unnið sjálfstætt. Sá maður sem við munum ráða þarf að hafa einlæg- an áhuga á tölvutækni sem framtíðar- starfi. Umsækjendur um þessi störf sendi ítar- legar og skilmerkilegar upplýsingar um menntun og starfsreynslu ásamt umsókn- um sendist P.O. Box 5480 Öllum um- sóknum verður svarað. Uppl. ekki gefnar í síma.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.