Morgunblaðið - 08.05.1976, Page 22

Morgunblaðið - 08.05.1976, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. MAI 1976 radauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar til sölu Góð mold Hin árlega moldarsala Lionsklúbbsins Muninn verður helgina 8. og 9. maí. Tekið verður á móti pöntunum í símum 42478 — 41938 — 44534. Moldinni verður ekið heim. Lítil Matvöruverzlun í austurbænum í eigin húsnæði til sölu. Góð velta og góður lager Hentugt tæki- færi fyrir hjón eða einstakling að skapa sér trygga atvinnu og góða tekjumögu- leika. Tilboð sendist Mbl. fyrir 17. maí merkt ,,góður staður — 3793" Til sölu er barnafataverzlun á góðum stað í bænum. Tilboð merkt ,,Verzlun: 3876", sendist Mbl. fyrir 14. mai. Til sölu Ford Transit sendiferðabíll árgerð 1971 Góður bíll, fæst á góðum kjörum. Til sýnis í bílasölunni við Vitatorg. Sími 12500 — 12600. | húsnæöi í boöi Til leigu Steinsteypt einbýlishús til leigu á besta stað í gamla miðbænum góður garður 160 fm. íbúðarhúsnæði. Tilboð merkt ..Miðbær: 3880" sendist Mbl. fyrir 12. maí. óskast keypt Traktorsgrafa M.F. 50 eða önnur tilsvarandi stærð óskast til kaups. Upplýsingar í síma 99- 4150. Si/eitastjóri Hveragerðishrepps. húsnæöi óskast Reykvíkingar athugið Ég óska eftir einu herb og eldhúsi fyrir 18 ára skólastúlku næsta vetur (algjör- lega reglusöm), get tekið ungling á gott heimili úti á landi og útvegað atvinnu i sumar í staðinn. Tilboð leggist inn á afgreiðslu Mbl merkt: „Góð skipti: Sumarbústaður Félagasamtök óska að taka á leigu á þessu sumri góðan sumarbústað á falleg- um stað. Góð leiga fyrir góðan bústað í boði Tilboð óskast sent til afgr. Mbl. merkt: „Fisk-967", fyrir miðvikudagskvöld. íbúð óskast til leigu Ungur barnlaus hagfræðingur óskar eftir nýlegri 3ja—4ra herb. íbúð i vestur- bænum frá 1 júní n.k. Vinsamlegast hringið í síma 17447 í dag milli kl. 9 — 2. Snæfellingar Sjálfstæðisfélagið Skjöldur Stykkishólmi. Heldur fund í Lionshúsinu, sunnudaginn 9. maí 1976 kl. 4 síðdegis. Fundarefni: Friðjón Þórðarson alþingis- maður og Birgir Guðmundsson um- dæmisverkfræðingur ræða samgöngu- mál. Fyrirspurnir — Almennar umræður — Önnur mál Stjórnin. HliOMttttWíl&iíii Vinsamlega birtið eftirfarandi smáaugiýsingu í Morgunblaðinu þann: .......................... i I__L.. I.1 1_I_I. 1... 1 1_I_I, 1 1... J_L_1_I_I Fyrirsögn ■------r--y ‘ Athugið Skrifið með prentstöfum og < setjið aðeins 1 staf í hvern reit. Áríðandi er að nafn, heimili °9 sími fylgi. -V-V- 1-V— ——v- irw XU A£/Su , jW ,7'AJCA A JJA M£A,& VS.Ú6. ,/, 6A/IÍM ó&'ilvA., £,*,un A£/A/Jí,/, ,///’/’,t.yj,/*.<:,//*• ,/, á,/stA tAonA i80 Auglýsingunni er veitt móttaka á eftirtöldum stöðum: 1 I I L J I I I I I I I L J I I L J L J L J I I L J I I L l I I I L J—I I L J J I L i l i i I L J I L J I I I I L I 1 J L J L J L J J—1- J__I__I_I__I__I 360 J__I__I_I__I__I 540 REYKJAVIK: HAFNARFJÖRÐUR: J I L J I I L -I I J L J L KJÖTMIÐSTÖÐIN, Laugalaek 2, LJÓSMYNDA- J 720 SLÁTURFÉLAG SUÐURLANDS 06 GJAFAVÖRUR Háaleitisbraut 68, Reykjavíkurvegi 64, J 900 KJÖTBÚÐ SUÐURVERS, Stigahlíð 45—47, VERZLUN 1080 HÓLAGARÐUR, Lóuhólum 2-6 ÞÓROAR ÞÓRÐARSONAR, „„ SLÁTURFÉLAG SUÐURLANDS Suð“,9d’U 36'_________ Álfheimum 74, Hver lína kostar kr. 150 Meðfylgjandi er greiðsla kr. NAFN: ....................................... HEIMILI: ....................................SÍMI: A 4 i A A A A A A A A 4 A KÓPAVOGUR ÁRBÆJARKJÖR, Rofabæ 9, ÁSGEIRSBÚO, Hjallabrekku 2 ' BORGARBÚÐIN, Hófgerði 30 Eða senda í pósti ásamt greiðslu til Smáauglýsingadeildar Morgunblaðsins, Aðalstræti 6, Reykjavík. A A . A A Rannveig Guömundsdóttir frá Sveinseyri - Minning Lét hún aldroi um a-vidaua hrckjast scm strá fyrir stnrmí: meinlætí oj? mótKoró. som rnaruan sinrar. har hún með auöm<ktarafli. !>latth. Joch. Rannveig Guðmundsfióttir lézt á Borgarspítalanum 13. apríl s.l. á 68. aldursári, eftir þungbæran og dimman veikindavetur, og var jarðsett frá Fossvogskirkju á öðr- um degi nýbyrjaðs sumars. Á útfarardegi þessarar ágætu vinkonu minnar, verður mér fyrst og fremst hugsað til þess, að ekki skera ytri aðstæður úr um sannan manndóm, heldur sú afstaða, sem tekin er til þess, er mætir. Því er það, að margur, sem lítið ber á í amstri og flaustri daganna, býr yfir meiri mannkostum en prýða ýmsa þá, er berast á og fara mikinn. Slikar manneskjur bera raunar uppi það líf, sem verð- skuldar að kallast mannlif — í sannastri merkingu orðsins. Ein þess konar manngerð var Rannveig Oktavía Guðmunds- dóttir, eins og hún hét fullu nafni. Rannveig var fædd að Sveins- eyri í Tálknafirði 25. ágúst 1908. Foreldrar hennar voru höfðings- hjónin Guðríður Guðmundsdóttir, Arnfirðingur, frá Skeiði í Selár- dal, og Guðmundur Jónsson bóndi og kaupfélagsstjóri — og ótal- margt fleira — á Sveinseyri: víð- kunnur og vinsæll sveitarhöfðingi á sinni tíð. Rannveig ólst upp í föðurgarði við líf og fjör athafnasams myndar- og rausnarheimilis við hlið margra systkina og mikinn gestagang. Þar Ieiddist engum, því ærið nóg var að starfa fyrir alla tii lands og sjávar, og „kynslóðavandamál“ óþekkt orð, hvað þá veruleiki. Snemma var telpan tápmikil og tiltakanlega dugleg, og skemmtileg og greind í bezta lagi. En snemma syrti að fyrir henni, svo heil æviraun varð. Ung að árum smitaðist Rannveig af berklum, við störf fjarri heimili sfnu, var tvisvar sinnum á Vífilsstöðum, heilt ár í hvort skipti, en undir læknis- hendi og í reglubundnu eftirliti langtímum saman. Geta fáir ímyndað sér, hvert álag slíkt er, bæði andlegt og líkamlegt, við oft og tiðum andsnúnar aðstæður. En allt þetta bar Rannveig með hinum mesta hetjuskap og dugnaði, og kveinkaði sér aldrei. Kunnugir gátu þó gert sér í hugarlund, hvað hún leið. Hún vann samt fyrir sér alla tíð af undraverðum dugnaði og einbeitni — var saumakona og verkmanneskja með afbrigðum; afkastamikil og eftir því vand- virk. Er 30 ára samfelld þjónusta í þágu sama fyrirtækis til nokkurs mark um þetta. En svo dugmikil sem Rannveig var, er mér og sjálfsagt mörgum öðrum þó enn minnisstæðara, hversu heilsteypt, hjartahlý og góð hún var. Þeirra eiginleika hennar munu bezt hafa notið þau börn, er hún komst í kynni við, og þá ekki hvað sízt nafna hennar litla og önnur frændsystkin. Annars var hún ein þeirra, er ekkert aumt eða hjálparvana mega sjá án þess að iiðsinna. Þótt Rannveig væri svo sjálf- stæð og myndug sem ég hefi þegar látið liggja að, má ekki gleyma því, að vissulega átti hún góða að, sem allt hefðu viljað fyrir hana gera. Mér er sérstak- lega minnisstæð umhyggja for- eldranna fyrir henni á sínum tfma, og víst hefðu þau viljað létta henni lífið, svo og aðrir nánir Framhald á bls. 30

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.