Morgunblaðið - 08.05.1976, Side 25

Morgunblaðið - 08.05.1976, Side 25
MORGUNBL. .ÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. MAÍ 1976 25 fclk í fréttum Lundahundum bjargað frá útrýmingu Lundahundur med hvolp. Lundahundar verða æ vinsælli sem gæludýr. + Ein fáséðasta og um leið merkilegasta hundategund sem til er er norski lundahundur- inn. Nú eru um 400 hundar til af þessari tegund en á dögum sfðari heimsstyrjaldarinnar var hún komin að þvf að devja út, aðeins tveir hreinræktaðir hundar fyrirfundust, til allrar hamingju hundur og tfk. Með mikilli eljusemi og fórnfúsu starfi nokkurra manna tókst að snúa þróuninni við og lunda- hundinum var borgið. Lundahundurinn er ekki aðeins fáséður heldur lfka lff- fræðilega frábrugðinn öðrum hundum. Hann hefur fleiri tær en færri tennur, sem auðveldar honum að sinjúga þrönga ganga lundabyggðarinnar. Flestir hundar hafa fimm tær á framfótum og fjórar á afturfót- um en lundahundurinn hefur sex tær á öllum fótum. Loppan er þvf mjög breið sem gerir það að verkum að lundahundar eru ákaflega fótvissir. Lundahundurinn, eins og nafnið bendir til, lifir eða lifði einkum á lunda og eggjum hans og Ifkamsbygging hans virðist hafa þróazt f þá átt að gera honum fæðuöflunina auð- veldari. Lundahundar eru vin- gjarnlegar og tryggar skepnur, jafnlyndar og hændar að mönn- um. Þeir eru nú orðnir vinsæl gæludýr f Noregi en áður fundust þeir aðeins f nokkrum strandhéruðum Norður-Noregs. Talið er að upphaflega hafi lundahundurinn verið villtur og nærzt á sjófugli og að hann hafi jafnvel lifað af sfðustu fs- öld og því kunni hér að vera um að ræða hinn upprunalega hund, forföður allra annarra hundategunda. + Marisa Berenson lét ekki hrffast af Karli Gústaf Svfakon- ungi f samkvæmi í Beverly Hills á dögunum. „Ég hef þekkt hann lengi og mér finnst hann heldur leiðinlegur," sagði hún. + Yfirvöld umferðarmála f Vín f Austurrfki hafa tekið í þjón- ustu sfna nýja gerð strætis- vagna sem einkum verða not- aðir á stuttum vegalengdum og til þess að flytja fólk frá sér- stökum bflastæðum til mið- borgarinnar þar sem umferð er oft bönnuð. Vagnarnir taka 28 farþega og eru ákaflega liprir f stórborgar- umferðinni. Vélin nýtir elds- neytið mjög vel og úrgangsefni frá henni eru þvf f algjöru lág- marki. Það væri kannski athug- andi fyrir borgaryfirvöld í Revkjavfk hvort slfkir vagnar gætu ekki verið heppilegir á vissum leiðum í borginni. Dansa fyrir œskuna + Þegar þau standa hlið við hlið minna þau helzt á Litla og Stóra en Judith Jamison og Mihail Baryshnikov hafa engu að síður mælt sér mót — sem dansarar. Judith dansar með dans- flokki í New York en Mikhail eða Misha eins og hann er kall- aður dansaði með Kirov- ballettinum áður en hann flýði frá Rússlandi. Þau munu dansa saman á næstunni og á allur aðgangsevrir af sýningu þeirra að renna til hjálparsjóðs æsk- unnar f New York. Judith var að þvf spurð hvernig henni litist á að dansa með Misha sem er svo miklu minni. „Það tognar úr Misha þegar hann dansar,“ sagði hún. „Hann er svo teygjanlegur." Auglýsing íbúð fræðimanns í húsi Jóns Sigurðsson- ar í Kaupmannahöfn er laus til íbúðar 1 september 1 976 til 31 . ágúst 1977. Fræðimönnum eða vísindamönnum, sem hyggjast stunda rannsóknir eða vinna á vísindaverkefnum í Kaupmannahöfn, er heimilt að sækja um afnotarétt af íbúð- inni. íbúðinni, sem í eru fimm herbergi, fylgir allur nauðsynlegasti heimilisbúnað- ur, og er hún látin í té endurgjaldslaust. Dvalartími skal eigi vera skemmri en þrír mánuðir og lengstur 1 2 mánuðir. Umsóknir um íbúðina skulu hafa borist stjórn húss Jóns Sigurðssonar, Islands Ambassade, Dantes Palds, 3, 1 556 Köb- enhavn V, eigi síðar en 1. júní næstkom- andi. Umsækjendur skulu gera grein eyrir tilgangi með svöl sinni í Kaupmannahöfn, svo og menntun og fyrri störfum. Þá skal tekið fram, hvenær og hve lengi er óskað eftir íbúðinni, og fjölskyldustærðar um- sækjanda. Æskilegt er, að umsókninni fylgi umsögn sérfróðs manns um fræðistörf umsækj- - anda. Stjórn húss Jóns Sigurðssonar. Blómasalur Fjölbreyttar veitingar Gerið ykkur dagamun á Hótel Loftleiðum Munið kalda borðið Opið frá kl. 12—14.30 og 19—23.30 Ferðaleikhúsið Bjartar nætur Skemmtikvöld fimmtudaga, föstudaga, laugardaga og sunnudaga kl. 21.00 HÓTEL LOFTLEIÐIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.