Morgunblaðið - 14.05.1976, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 14.05.1976, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. MAt 197fi A hættu- slóðum í ísrael™ Sr Sigurður Gunnarsson þýddi „Þaö er svo sem hugsanlegt, aö við finnum prammaskömmina," sagði hann, — annars var hann ekki mikils viröi. ) Hann sökk á litlu dýpi viö austurbakk- ann, en það er hættulegt þar. Og þar sem í póstpokunum er líklega ekkert annaö en dagblöó, ástarbréf og þess háttar rugl, þá veit ég ekki, hvort . . .“ „Já, en ég verð á fá vottorðin mín,“ kallaöi Andrés á ný, — og allt í einu fór hann aö gráta, þessi stóri piltur, sem orðinn var sjómaöur, og komið haföi hingaö meó flugvél. Þá var Petterson öllum lokið, og nú sagöi hann: „Jæja, ég skal þá reyna aó hjálpa ykk- ur. Ég skal reyna aö gera mitt bezta. Vonandi þora Arabar ekki að skjóta mig, því að ég á nú líka bara þennan eina skrokk." Þetta var kærkomin fyndni, sem þau höfðu öll gaman af, ekki sízt Petterson sjálfur. Og eftir þetta var hann í bezt-a skapi og alveg á bandi þeirra. Þeir báru bátinn niður að vatninu. Þaö var enn dimmt af nóttu. Þeir greindu óljóst svartgljáandi yfirborð vatnsins, sem var spegilslétt í logni næt- urinnar. Sef óx við vatnsbakkann, og þeir sukku töluvert í leðju, þegar þeir óðu út með bátinn. Óskar spurði, hvort það væri ekki ef til vill skynsamlegra, aó þeir biðu, þangað til birti. En Petterson sagði, að það væri ennþá hættulegra. Að vísu væri betra að finna póstpokana, en það væri líka auðveldara að skjóta. Margt benti til, að Petterson hefði nú heillast af ákafa unga fólksins og þeirri dul, sem hvíldi yfir vottorðum Andrésar. Hvers konar leyndarmál gátu það eiginlega verið, sem þessi ungi Norðmaður átti á botni Djúpa- vatns? Og gat hann raunar nokkuð vitað um, hvort þau hefðu komið með þessum pósti og lent á þennan sérstæða hátt til Sýrlands? Óskar settist undir árar, Petterson hélt á fána Sameinuðu þjóðanna og hafði ljósker við höndina, en kveikti ekki á því. Þau stigu öll út í bátinn, sem var lítill og tæpast ætlaður sv.o mörgum, því að hann var mjög hlaðinn. Óskar reri hægt. María var róleg, en sjá mátti, að henni leizt ekki vel á feróalagið. Petterson stjórnaði ferð- inni og það rumdi í honum öðru hverju. Hann lét óskar róa beina leið að austur- bakkanum eftir bendingum sínum. Hann var þaulkunnugur hér og hafði séð, hvar pramminn sökk. Vatnið var ekki djúpt, það mátti vaða um það víða. Einu sinni urðu þau þess vör, að bátinn tók niðri. Ekkert hljóð heyrðist, nema hið létta glam áranna. Myrkrið var mjög dimmt. Þau gátu með naumindum greint andlit hvers annars og hendur Óskars, sem reru og reru, — en handleggi hans sáu þau ekki. DRÁTTHAGI BLÝANTURINN — M0R<SdN-jg8\ KAFFINU \\ j «• Fer ekki innritun fram hér á sjálfsvarnar-námskeiðin? Réttu mér hfllyklana. Ég ætla að skjóta máli mínu til Ég er hlvnntur öllum þeim yfirdómarans — Hvenær kem- pólitíkusum sem vilja eitthvað ur mamma heim? gera í umhverfismálunum. — Þú ert hættur að elska mig. Aður spurðirðu mig alltaf af hverju ég væri að gráta. — Já, en forvitnin var of dýr fvrir mig. Stöllurnar voru á skemmti- göngu. Önnur: — Hvers vegna seg- irðu mamma við mig f hvert skipti sem við mætum ungum og laglegum manni? Eiginmaðurinn: — Komdu strax með glas af koníaki, María. Konan mfn féll í vfirlið. Marfa: — En hvað á ég að sækja fvrir frúna? Ung stúlka við rithöfund: — Þú, sem hefur skrifað svo margar bækur, hlýtur að geta sagt mér, hvernig er hægt að prenta þær áður en þær eru skornar upp. Vegfarandi: — Hvernig stendur á því, að þú betfar í tvo hatta? Betlarinn: — Annan á ég, en hinn á starfsbróðir minn, sem hefur tekið sér frí frá störfum um tíma. — Þegar kona segir manni, hvað hún er gömul, má maður gjarnan vera undrandi á svip- inn en aldrei tortrvgginn. Saga úr daglega Ufinu: Hann elskaði hana óumræð- anlega þangað til hann komst að þvf, hve háan reikning hún átti ógreiddan f tízkuverzlun- inni. Þá fór hann og kvæntist forstöðukonu verzlunarinnar. V J Arfurinn i Frakklandi Framhaldssaga eftir Anne Stevenson Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi 64 hef rætt við Marcel get ég sfðan ákveðið hvað sé hyggilegast að gera sfðan. Mfn eigin skoðun er sú að ég ætti að gera sem minnst. — Við skulum þá vona að Maro- el verði ekki fyrri til að skjóta. — Við skulum Ifka vona að Paul viti nú, að ég er ekki keppi- nautur hans. — Eg var búin að gleyma hon- um. — Ekki ég, sagði David. — En nú skulum við drífa f að samein- ast hinni lukkulegu fjölskyldu við morgunverðarborðið. — Hevrðu annars, sagði Helen. — fig skildi loksins hvers vegna enginn sagði neitt við kvöldverð- arborðið f gær nema Mme Des- granges. Eins og hún sagði okkur var það bara gamla frænkan sem skiltli frönsku, hitt fólkið hafði ekki minnstu hugmvnd um hvað við vorum að tala um. — Þvf meiri ástæða er til þess að fá Mme Desgranges til að votta skriflega það sem hún sagði okk- ur í gærkvöldi, sagði David. — Það getur verið að Mareel komist að þeirri niðurstöðu að öruggara sé að drepa hana jafnvel þótt hon- unt væri ekki kunnugt um að við hefðum haft upp á henni. Mme Desgranges var ein í eld- húsinu þegar þau komu loks nið- ur. Hún bar þeim kaffi og brauð og hiýddi af athvgli á það sem David vildi fá hana til að gera. Síðana dró hún fram ritföng og sfðan sömdu þau frásögnina upp á nýtt og Helen og Ramon sem kominn var á vettvang voru votl- ar. — Eg dreg f efa að þetta hafi lagalegt gildi, sagði David. — En það er betra en ekkert. Lögreglan getur þá gengið f málið ef hún ákveður að gera eitthvað frekar í málinu. Og þetta gefur okkur einnig ákveðna vernd. Mme Desgranges tók þvf vel Hún spurði hvernig Ramon ka>m- ist aftur heim. Ramon sagði að hann fengi sér far með flutn- ingahfl sem alltaf væru á ferð- inni. Auk þess kvaðst hann hafa erindum að sinna f Barcelona og þvf væri þetta kærkomið tækifæri til að komast þangað. Að svo búnu var ekki meira um það að segja. Þau fengu sér einn kaffibolla f viðbót og sfðan var kominn tfmi til að halda af stað. Það var ekki fvrr en þau voru að stfga inn f hflinn að David stanzaði snögglega og glápti á Helen eins og hún gæti lesið í huga hans hvað hann væri að brjóta heilann um. Hann sneri sér aftur að Mme Desgranges. — I.íkið, Madam e! hrópaði hann upp. — Dána konan f húsinu mfnu. hver var hún? Eitt andartak horfði Mme Des- granges á hann skilningsvana á svipinn. — llvaða kona, sagði hún. — Um hvað eruð þér að tala? Það var engin dáin kona f húsinu ... Þau fóru aftur inn í eldhúsið og settust á ný f kringum borðið og reyndu að átta sig á þessu. Það kom fram að Mme Desgranges hafði ekki farið upp á efri hæðina þegar hún kom f Herault-húsið um kvöldið til að bfða komu Davids. Hún hafði fyrr um daginn gert hreint í herbergjunum á efri hæðinní og taldi því enga ástæðu til að Ifta þangað upp. Hún sagðist vera sannfærð um að ef hann teldi sig hafa séð látna konu f húsinu hefði hún verið þar. Hún reyndi að átta sig á hver þarna hefði getað verið en nafn Mme Pinet var híð eina sem kom f hug hennar. — Gautier hringdi til Mme Pinet um kvöldið, sagði David. — Það var ekki hún. Hún var sprell- lifandí. — Fvrst herbergið var autt um morguninn hefur Ifkínu verið komið þarna sfðdegis, sagði Mme Desgranges. — En hvers vegna skyldi hún svo hverfa? Ég fæ ekki botn f þetta mál. En f hamingju bænum verið nú gætnir Hurst. Ef þessi dauði stendur f sambandi við yður hlýtur Marc.el Carrier að koma þar við sögu. Þau sáu að ekki var fleira um að tala og óku af stað út úr bænum og stefndu í átt til Frakk- lands og David bætti aðeins við: „Ein ástæða enn til að hitta Marcel að máli.“ Og enn á ný fannst Helen sem hættan sem yfir þeim vofði væri áþreifanleg og það fór hrollur um hana er þau óku af stað — þessi hætta sem hafði þó valdið þvf að hún hafði snúið aftur frá Parfs. David svaf eða lézt alténd sofa, en Helen braut ákaft heilann um hvaða hugsanir leituðu á hann. Hún gat ekki slakað á enda þótt ökulag Ramons væri hið bezta. Sagan sem þau höfðu heyrt kvöld- ið áður var hryllileg og ósennileg, en að Ifkindum sannleikanum samkvæm. Hún sá fvrir sér mvnd- ina af þeim atburði þegar Madeleine Herault þrýstir sér að Ifki ástvinar sfns — Simone að gæta hennar — Ilerault að gera ráðstafanir fyrir David og Simone áður en hann dó. Hún hugsaði um Marcel eins og hún hafði þekkt hann um langa hrfð — og sfðan þann Marcel sem hún vissi hann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.